Morgunblaðið - 16.06.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 16.06.1991, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNh/RAÐ/SMál&mMGUK i?éf#uWrM99i 40 JRL wiurB m^m m m a / V'C/N //^ A O Gjaldkeri Óskum að ráða traustan starfskraft til gjald- kera- og bókhaldsstarfa við fyrirtæki okkar. Vinnutími er hálfan daginn eftir samkomulagi ca 50%-60% starf. Viðkomandi þarf að vera traustur og nákvæmur. Æskilegur aldur frá 35 ára. Skriflegar upplýsingar er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Trúnaður - 7885“ fyrir 21. júní. Fiskvinnsla - stjórnun Óskum að ráða röskan mann eða konu, með matsréttindi og reynslu af frystingu, til að annast daglegan rekstur lítillar fiskverkunar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Viðkomandi þarf að sjá um dagleg innkaup hráefnis á mörkuðurn og annast frágang sendinga unninna afurða og ferskra á er- lenda markaði. Umsóknir merktar: „Fiskvinnsla H - 101“ skal skilað til auglýsingadeildar Mbl fyrir 21. júní nk. 12.30-17.00 Við óskum að ráða nú þegar starfskraft á besta aldri til símavörslu og móttöku við- skiptavina. Þú yrðir „andlit okkar" og því þarft þú að vera snyrtileg og bjóða af þér góðan þokka. Við bjóðum þér ágæta vinnuaðstöðu og laun í stóru og öflugu fyrirtæki. Vinsamlegast sendið okkur umsókn þína á skrifstofu okkar, helst fyrir 20. júní nk. Jddi Prentsmiðjan Oddi hf., Höfðabakka 3-7 - 121 Reykjavík. Markaðsstjóri Hefur þú náð árangri í starfi? Viltu kynna þér nýtt starf? Ef þú telur að eftirfarandi ’ lýsing eigi við þig, þá er hér áhugavert starf í boði. Óskum að ráða markaðsstjóra til starfa hjá traustu fyrirtæki sem byggir afkomu sína á eigin framleiðslu. Varan er löngu þekkt og á traustan sess á neytendamarkaðinum. Sam- keppnin er hörð. Við leitum að markaðsstjóra til að hafa yfir- umsjón með markaðsmálum fyrirtækisins. Samningagerð, auglýsingamál, gerð mark- aðskannana o.fl. Hann þarf að hafa frum- kvæði, vera drífandi og hugmyndaríkur. Lögð er áhersla á lipurð og sveigjanleika í sam- skiptum. Háskólamenntun æskileg. Aldur 30-40 ár. I boði er áhugavert og krefjandi framtíðar- starf. Starfsaðstaða til fyrirmyndar. Góð laun í boði fyrir hæfan mann. Byrjunartími verður samkomulag. Allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „236“. Kennarar - kennarar Kennara vantar í Húsabakkaskóla í Svarfað- ardal, sem er heimavistarskóli með u.þ.b. 45 nemendur í 1.-9. bekk. Góðir tekjumögu- leikar. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Svana Halldórsdóttir, í síma 96-61524 og skólastóri, Helga Hauksdóttir, í síma 96-61552. Skólanefnd Húsabakkaskóla. Húsahönnuðir - tölvuvæðing Samstarfshópur um tölvuvædda hönnun (Macintosh) getur bætt við sig einum aðila. Um er að ræða sjálfstæða einingu í hús- næði við Grensásveg í Reykjavík ásamt sam- eiginlegu rými, símaþjónustu og hluttekt í jaðartækjum (plotter o.fl.). Æskilegt er að viðkomandi sé arkitekt, raflagnahönnuður eða landlagsarkitekt. Lysthafendur sendi upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Tölvuvæðing - 7262“ fyrir 24. júní. Innflutningsritari óskast til starfa hjá þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Ritarinn sér um erlendar pantanir, uppgjör við birgja verðútreikninga og tollavinnu. Ritarinn þarf að hafa góða reynslu af hlið- stæðum skrifstofustörfum og getu til að starfa sjálfstætt. Gott vald á ensku og þjón- ustulipurð skilyrði. Um er að ræða sjálfstætt og krefjandi starf. Laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu FRUM hf. Vinsamlegast hafið samband við HolgerTorp þriðjudag-fimmtu- dag kl. 13.30-16.00. Skriflegum umsóknum skal skilað fyrir 21. júní. Starfsmannastjórnun Rá&ningaþjónusta I 1 Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 (L ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar - hjúkrunarfræðingar Augndeild Landakotsspítala óskar eftir hjúk- runarfræðingi á næturvaktir. Deildin er lítil og þægileg. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir, deildarstjóri, í síma 604380. Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing á vöknun (post op.). Deildin er einungis opin á virkum dögum frá kl. 08.00-16.00. Fullt starf, en hluta- starf kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar gefur Edda Hjaltested, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 604300. Sólgarðsskóli, Eyjafjarðarsveit Kennara vantar fyrir yngri nemendur næsta skólaár. Samkennsla. Skólinn er u.þ.b. 30 km frá Akureyri. Húsnæði til staðar. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-31262 og formaður skólanefndar í síma 96-31205 (Kristján). Smáspenna - tæknimaður Traust fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða rafvirkja eða mann með undir- stöðugóða tæknimenntun eða reynslu í vinnu við smáspennu. Starfið felst í uppsethingu á tækjum, viðgerðum á verkstæði fyrirtækis- ins o.fl. Leitað er eftir áhuga-, rögg- og reglusömum starfsmanni sem kann að meta mikla vinnu og góðan starfsanda. Áhugasamir leggi inn eiginhandar umsóknir á auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. júní merkt: „Smáspenna - 6598“. Frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Nokkrar kennarastöður eru lausar. Kennslugreinar m.a. raungreinar, danska og samfélagsfræði, auk bekkjarkennslu. Að- staða í skólanum er góð, bæði húsnæði og kennsiutæki. Útvegum ódýrt leiguhúsnæði og leikskólapláss ertil staðar. Flutningsstyrkurverðurgreiddur. Upplýsingar gefa skólastjóri í vs. 97-51224 eða hs. 97-51159, og formaður skólanefndar ívs. 97-51240 eða hs. 97-51248. Skólanefnd. Fulltrúi dreifingarstjóra Stórt fjölmiðlafyrirtæki í borginni óskar að ráða aðstoðarmann dreifingarstjóra. Starfið er laust í byrjun júlí. Leitað er að drífandi og kröftugum einstaklingi sem er vanur tölv- um og góður í íslensku, lipur í umgengni og vinnur skipulega. Aldur 20 til 40 ára. Fjölbreytt og krefjandi starf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 22. júní nk. Gijðnt Tónsson RÁÐC J ÖF & RÁÐN l N CARLjÓN U STA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Fóstrur Okkur vantar fóstru á leikskólann Norðurberg frá 15. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Á leikskólanum eru tvær aldursblandaðar deildir með börn á aldrinum 3ja til 6 ára. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 53484. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.