Morgunblaðið - 16.06.1991, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ AWI»\lfWIIAÐ4SIVIAsuwn(iK 1.6. JÚN'I 1991
Gangavarsla
Óskum að ráða tii afleysinga í 2-3 mánuði dug-
legan starfskraft til gangavörslu í Austurveri.
Upplýsingar veitir Arnar Guðmundsson í
Ástund hf., þriðjudaginn 18. júní e.h.
New Jersey
„Au pair“, ekki yngri en 20 ára, óskast til
New Jersey til að gæta tveggja drengja.
Upplýsingar í síma 96-25707.
Ellimálafulltrúi
Félagsmálaráð Garðabæjar óskar að ráða,
vegna veikindaforfalla, tímabundið í starf elli-
málafulltrúa. Starfið er fullt starf og greiðist
samkvæmt launasamningi SFG. Starfið er
laust nú þegar.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um
fyrri störf og menntun, sendist fyrir 22. júní
til félagsmálastjóra Garðaþæjar, Kirkjuhvoli
við Kirkjulund, 210 Garðbæ.
Útkeyrsla
Traust fyrirtæki óskareftirtveim bílstjórum.
Starfið: Akstur stórra bíla og dreifing vöru
í Reykjavík og nágrenni. Meirapróf æskilegt
en þó ekki skilyrði. Viðkomandi þarf að vera
tilbúinn að vinna aukavinnu gerist þess þörf.
Umsóknareyðublöð á staðnum. Nánari upp-
lýsingar veitir Torfi Markússon í síma
679595 fyrir 21. júní nk.
RÁÐGARÐIJRHE
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Verk- eða
tæknifræðingur
Byggingaverkfræðingur eða tæknifræðingur
óskast til hönnunarstarfa. Þarf að hafa 3ja
til 5 ára starfsreynslu og réttindi til að árita
uppdrætti.
Umsóknir með viðeigandi upplýsingum legg-
ist inn á auglýsingadeild Mbl.'fyrir 20. júní
merktar: „Hönnun - 1991“.
Tæknimaður
Öflugt útgáfufyrirtæki í borginni, óskar að
ráða tæknimann til starfa, fljótlega.
Starfið felst í eftirliti og viðgerðum á fjöl-
breyttum tæknibúnaði fyrirtækisins.
Leitað er að rafeindavirkja (tölvusvið) eða
aðila með sambærilega menntun, sem nýt-
ist í þetta starf. Viðkomandi þarf að vera
handlaginn og lipur með vélbúnað, hafa
áhuga og þekkingu á tölvum og tækniþún-
aði, hafa tungumálakunnáttu og vera lipur í
umgengni.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 22. júní nk.
GuðntTónsson
RAÐCJÖF & RAÐNI NCARNONUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
„Au pair“ - USA
Óskum eftir barngóðri stúlku til að annast
þrjú börn á aldrinum 3ja-8 ára. Aðeins reglu-
söm og siðvönd stúlka kemur til greina.
Upplýsingar í síma 36212.
Kranamaður
Fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar
að ráða kranamann sem hefur réttindi og
er vanur bílkrana og byggingakrana.
Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir
21. júní merktar: „B - 7886".
Smurbrauðsdama
Hótel í borginni, óskar að ráða smurbrauðs-
dömu til starfa. Jafnt kemur til greina fullt
starf sem hlutastarf. Um er að ræða vakta-
vinnu samkvæmt nánara samkomulagi.
Laun eru einnig samningsatriði. Umsóknar-
eyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif-
stofu okkar til 21. júní nk.
QjðntTónsson
ráðcjöf&ráðnincarnónusta
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22
Kennarar
Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla.
Kennslugreinar: íþróttir, sérkennsla, raun-
greinar og kennsla yngri barna.
Okkur vantar tilfinnanlega áhugasamt fólk
sem er tilbúið að leggja á sig vinnu við að
halda uppi góðu skólastarfi.
Nýtt íþróttahús er við skólann. Flutnings-
styrkur og húsnæðishlunnindi.
Upplýsingar gefur Hafþór í síma 97-31218,
Sigríður í síma 97-31458 og Ragnheiður í
síma 97-31275.
Laus staða organista
Frá september 1991 er laus staða organista
við Húsavíkurkirkju. í tengslum við stöðuna
kemur einnig til greina kennsla við Tónlistar-
skóla Húsavíkur.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 20. júní nk.
Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri
Tónlistarskólans í vs. 96-41560, hs.
96-41741, eða formaður sóknarnefndar í vs.
96-41770, hs. 96-41819.
Umsóknir sendist til Tónlistarskóla Húsavík-
ur, pósthólf 135, 640 Húsavík.
MIÐNESHREPPUR
Grunnskólinn
Sandgerði
Okkur vantar kennara til að annast sér-
kennslu, kennslu yngri barna og smíði.
Húsnæðisfyrirgreiðsla.
Upplýsingar veita Guðjón Þ. Krístjánsson,
skólastjóri, sími 92-37436 og Þórunn B.
Tryggvadóttir, yfirkennari, sími 92-37730.
Símar skólans eru 92-37439 og 92-37610.
Heimilishjálp -
heimaþjónusta
Félagsmálaráð Garðabæjar óskar að ráða
starfskrafta í heimilishjálp og heimilisþjónustu.
Upplýsingar á skrifstofu félagsmálaráðs, sími
656622.
ÖRVI
StarfsþjálfunarstaiSur
Kársneshraut 110, 200 Kópavogi,
Forstöðumaður
Forstöðumaður óskast til starfa í Örva, sem
er starfsþjálfunarstaður fatlaðra.
Umsóknum skal skila til Örva, Kársnesþraut
110, 200 Kópavogi, fyrir 24. júní nk. Upplýs-
ingar veitir forstöðumaður í síma 43277.
Skrifstofustarf
Starfsmannafélag óskar að ráða starfsmann
í 54% starf, kl. 13-17 alla daga, frá og með
15. júlí nk.
Starfið felst m.a. í því að sjá um daglegan
rekstur skrifstofu og aðstoða stjórn og
nefndir félagsins.
Umsækjandi verður að hafa góð tök á
íslensku, og hafa reynslu af banka- og félags-
störfum. Bókhaldsþekking er æskileg.
Laun miðast við laun fulltrúa samkvæmt
kjarasamningi S.Í.B. og bankanna.
Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar
Mbl. merktum: „Félagsstarf - 7887“ fyrir 4.
júlí ’91.
Húsvörður
Þekkt félagasamtök miðsvæðis í borginni,
óska að ráða húsvörð til starfa, sem fyrst.
Starfið felst í almennri húsvörslu og eftirliti,
fara daglega í banka og póst, annast innkaup
og skyld störf. Viðkomandi þarf að „líta inn“
á kvöldin og um helgar og ganga um hús-
næðið.
Vinnutími frá kl: 8,30 til kl: 16,30.
Leitað er að traustum og reglusömum starfs-
manni, þarf að hafa eigin bifreið. Um er að
ræðá reyklausan vinnustað.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 22. júní nk.
Giiðnt Tónsson
RAÐCJÖF &RAÐNINCARÞJON USTA
TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22
OLftmKBCHaKI
eRlDHHB
lliiaiiBI
ieimiuiDi
IIÉIIKIESIII
llHlIItlIIII
Lausar stöður
Laus er til umsóknar lektorsstaða í kenni-
mannlegri guðfræði við guðfræðideild Há-
skóla íslands. Verður staðan með sérstakri
áherslu á guðfræði safnaðar- og trúarlífs,
sbr. samþykkt guðfræðideildar frá 12. júní
1991.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um stöðuna eru veittar á
skrifstofu guðfræðideildar í síma 694312 f.h.