Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 48
48 MORGUNBLÁÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM tfUNNÚDAGUR' 1'6. JÚNI Í991 KARLAR Hinn fuU- komni karl- maður eftir Jóninu Leósdóttur Það var óskaplegt áfall fyrir mig að uppgötva að „hinn fullkomni karlmaður" væri ekki til. Sú staðreynd rann upp fyrir mér þegar ég var komin á þrítugsaldur og farin að jafna mig eftir heila- þvott Theresu Charles og ann- arra ástarsagna- höfunda. Á tán- ingsárunum lifði ég nefnilega meira i slíkum bókum en í raun- veruleikanum og fór þar að auki sex sinnum að sjá kvikmyndina „The Sound of Music" — sem er náttúrulega nóg til að skekkja veruleikaskyn manns fyrir lifstíð. Ég man ennþá eftir gæsa- húðinni sem breiddist út um mig alla í þau sex skipti sem ég horfði á Trapp kaftein (Christop- her Plummer) játa Julie Andrews ást sína. Svona átti lífið að vera! Eitt stykki stór og sterkur karlmaður breiðir út faðminn og tekur að sér að passa litlu, veikbyggðu konuna sem dáir hann og dýrkar og er svo ósköp góð við móðurlausu börn- in hans. Þetta var toppurinn á tilverunni og alveg eins og ég ætlaði að hafa það þegar ég yrði stór. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að það leið og beið og aldrei mætti Trapp kaf- teinn upp á tröppur hjá mér. Það sama gilti um kavalerann á hvíta hestinum sem bæði átti að vera góður, fallegur og ríkur. Hann var greinilega önnum kaf- inn annars staðar. í Reykjavík voru bara bólóttir unglings- strákar á bílum, sem pabbar þeirra áttu, og þeir virtust eiga fullt í fangi með að passa sjálfa sig — hvað þá að þeir gætu tekið að sér að vernda mig í lífsins ólgusjó. Guð ætlaðist greinilega til þess að ég sæi um mig sjálf og það fannst mér ferlega fúlt. Eiginlega fannst mér ég hafa verið svikin um grundvallar- kvenréttindi (sbr. mannrétt- indi). Um síðir opnuðust svo augu mín og þótt mér líkaði ekki út- sýnið stóð ekkert annað til boða. Ég neyddist til að kyngja því að við erum öll meira eða minna gölluð, jafnt konur sem karlar, og að lífinu er ekki leikstýrt af mönnunum sem sömdu handrit „Söngvaseiðs". Ég beit meira að segja í það súra epli að hvergi á jarðríki myndi ég finna mann sem gæti varið mig fyrir öllu illu um ókomin ár. Það var erfitt eft- ir að hafa lifað í þeirri góðu trú að brátt myndi „reddarinn mikli" renna i hlaðið en ég tók á honum stóra mínum og sætti mig við þetta hlutskipti. Leið nú enn og beið. Lífið gekk svona upp og niður — stundum meira niður en upp — og alltaf reyndi ég að taka mótlæti með stóískri ró, minnug þess að ég var ekki á neinum sérsamningi um áfallalausa ævi. En einmitt þegar ég var nokkurn veginn komin með fæturna niður á jörð- ina skrapp ég með son minn á „Söngvaseið" í Þjóðleikhúsinu. Og viti menn. . . Það var ekki fyrr búið að draga tjaldið frá en óþægilegur kökkur kom upp í háls og þegar Trapp kafteinn tók nunnuna í fangið spratt gamla gæsahúðin fram frá hvirfli til ilja. Nú er liðinn heill mánuður og ég verð enn að minna sjálfa mig á það í sifellu að þetta var bara Jóhann Sigurðarson leikari en ekki alvöru reddarí/riddari. MUNDU: Hinn fullkomni karl- maður er ekki til. Hinn full- komni karlmaður er ekki til. Hinn fullkomni karlmaður er lekkl til ...___________ Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Desertkokkurinn Baldur Öxdai og um hálsinri dingla verðlaunapen- ingarnir frá Chicago á dögunum. VEITIN G AREKSTUR • • Listakokkurinn Oxdal sérhæfir sig í tertum egar kokkalandsliðið var að gera það gott á firnsterku al- þjóðlegu matreiðslumóti í Chicago á dögunum, og kom heim með silf- ur og bronsmedalíur þrátt fyrir að keppt væri á mótinu í fyrsta sinn og Islendingarnir væru með jafn yngsta liðið, var eftir því tekið. Lengi hefur það verið grunur margra að íslendingar eigi mat- reiðslumenn í fremstu röð og á mótinu fékkst það staðfest. Einn í hópnum er Baldur Öxdal, en hann er engin venjulegur kokkur, heldur sérhæfir hann sig í tertum og öðrum desertum. Baldur stundar grein sína í Kaffi Mílanó í Faxafeni og Morg- unblaðið tók hann tali og bað hann að segja nánar frá sinni grein mat- reiðslunnar. „Ég er það sem kallað er „Pastry chef“ frá skóla í New York og ég hef einnig verið á „Kondidor“-skóla í Sviss og unnið þar. Það má heita að ég sé desertkokkur og með til- liti til sérstöðu minnar í námi og vinnu má segja að ég sé sá eini starfandi á Islandi. Mitt starf í kokkalandsliðinu er einmitt þessi hlið matreiðslunnar,“ sagði Baldur. En hver er munurinn á þessu og því að vera einfaldlega bakari? „Ég er ekki bakari. Kondidorar eru hér nokkrir og það er nokkurs konar framhald á bakaramennsku. Þeir hafa flestir lært í Danmörku og vinna í bakaríum. Desertkokkur sérhæfir sig hins vegar í ísum, tert- um, kransakökum og vinnur eink- um fyrir hótel, veitingastaði eða einstaklinga. Þetta er mikil sérhæf- ing.“ En hvernig gerir desertkokkur tertu eða annað með öðrum hætti en bakari? „Ég get nú bara svarað því hvern- ig þetta er gert hjá okkur Sverri og konu hans í Mílanó. Við flytjum sérstaklega inn allt helsta hráefnið, t.d. súkkulaði, frá Sviss. Galdurinn er að nota rétt hráefni í réttum hlutföllum og magni. Ef að því er hugað af kostgæfni þá er þetta ekkert mál,.“ svarar Baldur. Hann segir enn fremur að framundan sé nokkur breyting á þjónustu þeirra Mflanóherra. Þeir ætla að hafa opið á 17. júní, en um það bil og þar eftir verður hægt að ganga inn á kaffihúsið, kaupa eina sneið eða heila tertu, og hafa hana heim með sér. „Við gerum þetta einfaldlega til að anna eftirspurninni, fólk hefur fundið hvers lags tertur hér eru á ferðinni og oft komast færri að en vilja,“ sagði Sverrir Þorsteinsson annar eigenda Kaffi Mílanó í sam- tali við Morgunblaðið. ATTU VEGG FYRIR NÝJUSTU TÍSKU? Kr. Við erum að kynna það nýjasta nýja í veggskápatísku í Evrópu. Margar gerðir í mismunandi litum. Komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins. Þú þarft ekki að fara annað. 98.720,- BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511 '.*: -i ■ "i'.Ví-:ij . ...... — Sigurður Þórisson HU S AGERÐ ARLIST Islenskur nemi hlýtur viðurkenn- ingu BÆJARHLIÐ (Byport) mun rísa í Horsensbæ á Jótlandi í Dan- mörku í sumar. Það teldist vart til tiðinda ef hugmynd íslensks arkitektanema, Sigurður Þóris- sonar, hefði ekki verið valin til að vinna bæjarhliðið eftir. Isamtali við Morgunblaðið sagði Sigurður forsögu málsins vera þá að bæjaryfirvöld í Horsensbæ hefðu undanfarið verið að reyna að vekja athygli á bænum sem heil- brigðum og fallegum bæ. Því var ákveðið að halda listahátíð í sumar með ýmsum uppákomum. Einnig var ákveðið að reisa bæjarhlið þvert yflr aðalgötu bæjarins sem standa skyldi í sumar og vera eins konar einkennis- merki hátíðarinnar. Bæjaryfirvöld í Horsens hafa lagt allt kapp á að láta bæjarbúa taka sem mestan þátt í hátíðinni. Því var ákveðið að hliðið skyldi byggt af hópi atvinnulausra og leitað var til Arkitektaskólans í Arósum eftir hug- myndum. Arkitektaskólinn er annar stærsti arkitektaskóli Danmerkur. í skólanum eru um 600 nemendur, þar af nokkrir íslendingar. Einn þeirra er Sigurður og hans hugmynd dæmd- ist sú besta. Sigurður Þórisson er 28 ára. Hann hefur verið við nám við Arkitekta- skólann í Árósum undanfarin tvö ár. Áður lagði hann stund á læknisfræði en gerði hlé á því námi og hóf nám í arkitektúr. Hann reiknar með að halda áfram á þeirri braut og óneit- anlega virðist hann hafa framtíðina fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.