Morgunblaðið - 16.06.1991, Side 49
i ,Mp$3UN3MsPH3 FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 1G. JÚNI 1991
49
Morgunblaðið/Bjarni
Sig-urður Agúst Sigurðsson, forstjóri DAS, afhendir Þorgerði vinninginn. Næst henni standa Ágúst
Böðvarsson og Stefán Jörgen Ágústsson en í fremri röð eru Ólafur Böðvar Ágústsson og Ragna Hjördís
Ágústsdóttir.
LUKKUPOTTURINN
Fékk þann stóra eftir 18 ára bið
*
Eg ætlaði ekki að trúa mínum
eigin eyrum í morgun þegar
maðurinn minn sagði mér að ég hefði
unnið 3 miljónir í happdrætti,“ sagði
Þorgerður Nielsen, þroskaþjálfi, sem
hlaut þriggja miljón króna vinning í
happdrætti DAS á miðvikudag. Þor-
gerður var nýkomin frá Bandaríkjun-
um, þar sem hún var í útskriftarferð
með skólasystkynum sínum úr
Þroskaþjálfaskóla íslands, þegar
henni voru færð tíðindin. Vinnings-
upphæðinni verður að sögn Þorgerð-
ar varið til íbúðarkaupa en hjónin
búa ásamt þremur börnum sínum í
þriggja herbergja íbúð við Engihjalla.
„Við vorum farin að leita okkur
að stærri íbúð en þegar til átti að
taka treystum við okkur ekki til að
standa undir þeirri greiðslubyrði sem
fylgir stóru láni. Nú eru horfurnar
aðrar og ég býst við að á næstunni
förum við að líta í kringum okkur
eftir raðhúsi," sagði Þorgerður.
Hún hefur átt miða með vinnings-
númerinu í 18 ár. „Móðir mín gaf
mér hann upphaflega og ég hef hald-
ið honum við með því að greiða af
honum með Vísakorti sem mér fínnst
mjög þægilegt. Ég hef nokkrum sinn-
um unnið á hann smá vinninga en
aldrei neitt í líkingu við þetta.“
Eftir að dregið hafði verið í happ-
drættinu var hringt heim til Þorgerð-
ar en hún var í Bandaríkjunum með
skólasystkynum sínum úr Þroska-
þjálfaskóla íslands að fagna útskrift
frá skólanum. Því var það ekki fyrr
en að morgni miðvikudagsins, sama
dag og vinningurinn var afhentur,
sem hún fékk að heyra tíðindin en
aðspurð segist hún hafa átt afar erf-
itt með að trúa þeim. Vinningurinn
breytti afar miklu fyrir fjölskylduna
og kæmi sér óneitanlega mjög vel.
UPPLIFUN
Heimsótti Harald
N or egskonung
Tíundi júní í ár lifír eflaust lengi
í minni Helga Þórs Helgasonar,
sem gengur í Tyrifjord Videregáende
menntaskólann í nágrenni Oslóar,
því þann dag fékk bekkurinn hans
áheyrn hjá Haraldi V Noregskonungi
í Konungshöllinni í Osló. Konungur-
inn spjallaði við unga fólkið í fjör-
utíu mínútur og bauð þeim upp á
smákökur og gosdrykk.
í stuttu samtali við Morgunblaðið
sagði Helgi Þór að ein skólasystir
hans hefði fengið þá hugmynd að
senda Haraldi bréf og biðja um
áheyrn. „Hún sendi bréfíð í byijun
maí en við vorum ekkert sérstaklega
bjartsýn því yfirleitt tekur konungur-
inn frekar á móti gestum frá
Norður-Noregi til dæmis Svalbarða
en héðan. Við urðum því ákaflega
ánægð þegar við fengum þau skila-
boð að við værum velkomin í höllina
þann 11. júní,“ sagði Helgi.
„I heimsókninni sem tók fjörutíu
mínútur, en 15 mínútur er venjuleg
áheyrn, spjölluðum við um ýmsa
hluti. Til dæmis spurðum við hann
hvernig honum líkaði að vera kon-
ungur en Haraldur er nýlega tekin
við konungdómi af Ólafí föður sínum
sem er nýlega látinn. Hann sagði að
það væri annasamt en honum líkaði
vel að vera konungur. Engu að síður
játaði hann fyrir okkur að honum
fyndist töluverð viðbrigði að geta
ekki ráðfært sig við föður sinn eins
og hann hefði áður getað gert. Har-
aldur beindi líka spurningum til okk-
ar. Hann spurði mig að því hvernig
mér líkaði í Noregi, hvernig mér
líkaði skólinn og norsk menning. Þá
rakti hann sögu hallarinnar og talaði
um hvers konar starfsemi færi fram
í hveiju herbergi. Ég kvaddi Harald
Helgi Þór Helgason.
síðastur og spurði hann hvort hann
vildi að ég skilaði kveðju til Vigdísar
Finnbogadóttur og hann vildi það
rnjög gjarnan. Mér skilst að þau séu
góðir vinir.“
Með Helga voru 27 skólasystkyni
hans úr Tyrifjord Vidergáende
menntaskólanum en skólinn er rek-
inn af aðventistum. Helgi hóf nám í
skólanum í haust en námið tekur
þijá vetur. Sagt var frá heimsókn-
inni í nokkrum norskum blöðum m.a.
Aftenposten þar sem einnig birtist
mynd af hópnum.
IKÚTUflGLINfi
UM KARlBAH APIÐ
Nú getur draumur'inn um að sigla á skútu um Karíbahafið
orðið að veruleika. Farið verðurþann 25. ágúst ogsig/t um á seglskútum i tíu daga
milli stórra ogsmárra eyja. Sérstök fylgiskúta
með þaulvanri áhöfn verður með íför. Farið verður í kynnisferðir
um eyjartiar og lagt að landi þar sem stórkostlegar veis/ur bíða áhafnanna.
Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Úrvals-Útsýnar.
M ÚRVAL-ÚTSÝN
f Mjódd: sítni 60 30 60; við Ausfurvöll; sími 2 69 00;
í Hafnatftrði: sfmi 652366; við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00
- og hjá umboðsmönnum um allt land.
Núpur:
20 ára afmæli Lions-
klúbbs haldið hátíðlegt
Þingeyri.
LIONSKLÚBBARNIR á norðan-
verðum Vestfjörðum komu sam-
an 25. maí að Núpi í Dýrafirði
til að halda uppá að tuttugu ár
voru liðin _ síðan klúbbarnir á
Þingeyri, Onundarfirði og Súg-
andafirði voru stofnaðir.
Tveir af móðurklúbbunum,
Lionsklúbburinn á ísafírði og
í Bolungarvík, tóku þátt í fögnuðin-
um.
Hátíðin fór hið besta fram, ávörp
flutt, gjafír afhentar, veisluföng
fram borin og gamanmál flutt.
Samkór karla frá Dýrafírði, Önund-
arfírði og Súgandafirði söng nokkur
lög undir stjórn séra Gunnar
Björnssonar. Áð borðhaldi loknu
hófst dansleikur og sáu Rokkbræð-
ur um fjörið.
Guðmundur Finnbogason svæð-
isstjóri hafði veg og vanda af skipu-
lagningu fagnaðarins. Aðspurður
kvaðst hann ánægður ineð árangur-
inn og vonaðist til að bættar sam-
göngur á Vestfjörðum gætu aukið
samstarf klúbbanna.
- Gunnar Eiríkur
Veislugestir sungu yfir borðum.
KnattspyrnudómarafélagSuðurnesja:
Heiðrar dómara
sem standa sig vel
Keflavík.
KÁRI Gunnlaugsson knatt-
spyrnudómari úr Keflavík var
útnefndur dómari ársins 1990 hjá
Knattspyrnudómarafélagi Suð-
urnesja á aðalfundi þess sem
nýlega var haldinn í Keflavík.
Knattspyrnudómarafélagið hef-
ur nú um nokkurra ára bil heiðr-
að dómara sem þykja standa sig
vel og hefur Islandsbanki gefið
verðlaun af þessu tilefni. Kári lék
á árum áður með 1. deildarliði
IBK við góðan orðstír og hefur
nú einnig náð því marki að vera
dómari í 1. deild.
BB
Morgunblaðid/Biörn Blöndal
Kári Gunnlaugsson úr Keflavík
með verðlaunagripina.
PHIUPS Whirlpool
KÆLISKÁPUR
• 198 lítra kælirými
• 58 lítra frystirými (★*★*)
• Sjálfvirk afþýðing
• Stór grænmetisskúffa
• 4 stillanlegar hillur
• Hægt er að velja á milli
hægri eða vinstri handar
opnun á hurð
• HxBxD: 159x55x60 sm
.750,
51
KR.STGR.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20
, í SOMUKtýUttC