Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 JMtogtmÞliifetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Umskipti hjá at- vinnufyrirtækjum Umræður um íslenzkt at- vinnulíf beinast yfirleitt að aðsteðjandi vandamálum, sjaldnar að jákvæðum umskipt- um, sem verða í rekstri fyrir- tækja í kjölfar róttækrar end- urskipulagningar. Slíkar breyt- ingar eru hins vegar alltaf að verða í fyrirtækjum og þá ekki sízt undir forystu ungs fólks, sem hefur fengið tækifæri til þess að takast á við erfið vandamál. Eitt þessara fyrirtækja er Sláturfélag Suðurlands, sem á sér langa sögu, stofnað 1907, og hefur haft mikil umsvif en lenti í alvarlegum rekstrarerf- iðleikum fyrir nokkrum árum. Nú rofar til. í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist athyglisvert viðtal við Steinþór Skúlason, forstjóra Sláturfé- lagsins, þar sem hann rekur þær aðgerðir, sem forráðamenn fyrirtækisins hafa gripið til í því skyni að koma rekstri þess á réttan kjöl. í fyrsta lagi hefur fyrirtækið hætt allri smásölu, þar sem mikið tap var á þeim rekstri og jafnframt taldi Sláturfélagið ekki rétt að stunda smásölu í samkeppni við aðra viðskipta- vini sína. í öðru lagi hefur fyrir- tækið selt eignir til þess að binda ekki fjármagn í eignum, sem skila ekki nægilegum arði. I þriðja lagi var sútunarverk- smiðja í eigu fyrirtækisins seld. í fjórða lagi hefur starfsfólki verið fækkað verulega, ársverk hjá fyrirtækinu voru um 600 árið 1987 en 385 á síðasta ári. í fimmta lagi hefur tveimur sláturhúsum og tveimur frysti- húsum verið lokað og kjöt- vinnsla flutt frá Reykjavík til Hvdsvallar. Ýmislegt annað hefur orðið tii þess að rétta við rekstur Sláturfélagsins og þá ekki sízt sú ákvörðun ríkisins að kaupa nýbyggingu þess í Laugarnesi en jafnframt hefur gengisþróun og vaxtaþróun stuðlað að bætt- um rekstri. Slík fyrirgreiðsla af hálfu ríkisvaldsins getur ver- ið réttlætanleg, ef hún stuðlar að því að rekstur komist á rétt- an kjöl án þess að það kosti skattgreiðendur mikla fjár- muni, eins og að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins fyrr í vikunni. Ekki fer á milli mála, að forráðamenn Sláturfélags Suð- urlands hafa beitt sér fyrir mjög víðtækum aðgerðum til þess að rétta við hag þessa gamalgróna fyrirtækis. Þótt þeirri endurskipulagningu sé engan veginn lokið er þó ástæða til að ætla, að hún hafi heppnazt og að Sláturfélagið sjái fram á betri tíð. Víðtæk endurskipulagning og hagræðing í rekstri íslenzkra atvinnufyrirtækja stuðlar tvímælalaust að bætt- um lífskjörum fólksins í land- inu. Það er fagnaðarefni, þegar vel tekst til og rík ástæða til að ýta undir viðleitni ungs fólks til þess að láta að sér kveða í atvinnulífinu með þeim hætti, sem gerzt hefur hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Fjölmörg dæmi má nefna um endurnýjun fyrirtækja, sem hefur heppnast með myndar- legum hætti, annað hvort með endurskipulagningu í rekstri eða sameiningu fyrirtækja, svo sem uppbyggingu Flugleiða á grunni Flugfélags íslands og Loftleiða, sameiningu fjögurra tryggingafélaga í tvö á síðustu árum, sameiningu tveggja dag- blaða í eitt, eflingu Eimskipafé- lags íslands á síðasta áratug með endurskipulagningu og hagræðingu, og nú síðast sam- einingu fjögurra viðskipta- banka í einn. Ennfrempr sam- einingu fyrirtækja i sjávarút- vegi, sem hefur skilað góðum árangri. Aðgerðir af þessu tagi til þess að efla atvinnulífið eru ekki síður mikilvægar en ýmis konar nýjungar, sem meiri at- hygli beinist að en skila oft litl- um árangri og kosta skatt- greiðendur stundum mikla fjár- muni. Þess vegna er full ástæða til að gefa meiri gaum róttæk- um breytingum í fyrirtækjum, sem fyrir eru. Á undanförnum árum hefur safnazt mikil þekking og reynsla hjá þeim forráðamönn- um fyrirtækja, sem staðið hafa að framangreindum breyting- um. Þessi þekking og þessi reynsla getur komið öðrum að góðu gagni, sem standa frammi fyrir áþekkum verkefntun í sínum fyrirtækjum. Þess vegna væri æskilegt, ef hægt væri að koma þessari þekkingu á framfæri á skipulagðan hátt t.d. í samstarfi við viðskipta- fræðideild Háskóla íslands. Þannig getur hún komið marg- falt fleiri að notum og stuðiað að mikilli nýsköpun í íslenzku atvinnulífi. Verðbólguspá Seðlabankans: Ekki tilefni til að búast við verðbólgnskriðu - segja hagfræðingar ASÍ, VSÍ og Seðlabanka HAGFRÆÐINGAR hjá Seðlabanka, Alþýðusambandinu og Vinnu- veitendasambandinu telja að ný verðbólguspá Seðlabankans um meiri hækkun lánskjaravísitölunnar en í fyrri spám gefi ekki til- efni til að búast megi við verðbólguskriðu og að ekki sé ástæða til vaxtahækkana banka á grundvelli spárinnar. Þeir segja að stakir liðir framfærsluvísitölu og launavísitölu hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir og að áhrif þeirra hækkana ættu ekki að vera varanleg. Þeir búast því við að verðbólga, mæld á mæli- kvarða lánskjaravísitölu, hjaðni á ný í haust, að því gefnu að ekki komi fram einhverjar óvæntar hækkanir sem ekki eru séðar fyrir nú. Ný verðbólguspá Seðlabankans er um 1,3% hækkun lánskjaravísi- tölunnar í ágústmánuði næstkom- andi. Eins og fram kom hér í Morgunblaðinu í gær, samsvarar sú hækkun, reiknuð til heils árs, 17,2% árshækkun. í fyrri spá Seðlabankans frá 20. maí síðast- liðnum var spáð að hækkunin í ágúst samsvaraði 13,5% árshækk- un. Ekki ástæða til að örvænta Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur hjá ASÍ sagði að undanfarna tvo mánuði hefði verið meiri hækkun á framfærsluvísi- tölunni en búist hafði verið við, jafnframt hefðu laun hækkað meira sem afleiðing af því. Hann kvaðst einnig gera ráð fyrir að 6.300 króna eingreiðsla vegna við- skiptakjarabata kæmi inn í launa- vísitöluna, sem myndar lánskjara- vísitöluna að einum þriðja hluta. „Það er auðvitað aukinn káup- máttur í sjálfu sér og þetta kemur vissulega allt saman inn í láns- kjaravísitöluna," sagði hann. „En þetta eru í rauninni atriði sem koma einu sinni inn, til dæmis vaxtahækkunin sem kom inn í framfærsluvísitöluna í gegnum húsnæðisliðinn. Launahækkunin, þessi eingreiðsla, kemur inn og væntanlega inn í kauptaxta í haust í staðinn og þar af leiðandi verður ekki eins mikil hækkun á launavísitölunni þá og annars yrði.“ Guðmundur Gylfi sagði að hins vegar hefðu verðhækkanir á vöru ekki orðið meiri en vænst hafi „Eg hef hugsað mér að fá álit bæði Þjóðhagsstofnunar og Hag- stofu á þessum spám. Ég vil þó vara við að láta spárnar sjórna sér og vil leita að þeim sérstöku skýr- ingum sem þarna kunna að búa að baki,“ sagði Jón Sigurðsson við Morgunblaðið. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir því að lánskjaravísitalan hækki um 1,3% í ágúst, _sem þýðir 17,2% verð- bólgu á ári. í mánaðargamalli spá bankans var gert ráð fyrir að ágúst- hækkunin samsvaraði 13,5% árs- hækkun. Þegar Jón Sigurðsson var spurð- ur, hvort þetta þýddi, að ríkisstjórn- in væri að missa tök á verðbólg- unni, sagðist hann vilja vara mjög við að nota tölur fyrir einn mánuð, venð. „Mér finnst því í sjálfu sér ekki nein ástæða til að örvænta út af þessu. Þetta virðist vera holskefla sem ríður yfir núna sem fjarar út aftur þegar frá líður. Hvað verður síðan samið um í haust er svo auðvitað opin spurn- ing ennþá.“ Hann sagði þetta ekki hafa áhrif á gildandi samninga, þar sem síðasta rauða strikið svo- nefnda væri þegar komið. „Með tilliti til þess hvernig horf- urnar eru finnst mér engin ástæða fyrir bankana að fara að rjúka af stað með vaxtahækkanir af því að þessi spá hafi komið núna og þessi hækkun verði kannski núna einn mánuð á lánskjaravísitölu,“ Sagði Guðmundur Gylfi. Vítahringur lánskjara- vísitölunnar Hannes G. Sigurðsson hagfræð- ingur Vinnuveitendasambandsins sagði lánskjaravísitöluna aðallega vera launavísitölu á móti vísitölu verðlags og byggingarvísitölu. „Nú eru launahækkanirnar meiri í júní en gert var ráð fyrir og þá hækkar auðvitað lánskjaravísital- an meira.“ Hann sagði að miðað við að ein- greiðslan vegna viðskiptakjarabat- ans sé tekin inn í launavísitöluna á þriggja mánaða tímabili sé um að ræða 3,5% hækkun hennar í stað 2% eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrri spám. „Ég sé nú ekki að það geti haft mjög slæm áhrif á kjarasamninga ef laun eru að hækka mikið, eða umfram for- sendur.“ Hannes sagði það hins vegar ráða sveiflur frá mánuðum til mán- aða í einstökum verðlagsþáttum, sem varasamt er að draga af álykt- anir. Það er svo ef til vill ofætlan ríkisstjórninni að hafa tök á verð- bólgunni, því það má nú ekki kenna allt við hana sem gerist í hagkerf- inu, sem betur fer,“ sagði viðskipta- ráðherra. Hann bætti við, að hann liti frek- ar á þessa verðbólguspá sem hvatn- ingu til stjórnvalda að reyna ac stilla saman kraftana með öðrum aðilum í hagkerfinu, til þess ein- mitt að ná tökum á efnahagsþróun- inni að nýju. Hann sagðist ekki vilja nefna aðgerðir sem kæmu til greina í því sambandi. vera slæmt hvernig lánskjaravísi- talan vinnur. „Það er orðin mjög brýn spurning, hvort ekki sé tíma= bært að ræða það alvarlega, í tengslum við umræðu um að festa gjaldmiðilinn okkar við ECU og gera hann að alvörugjaldmiðli, hvort þessi lánskjaravísitala þurfi ekki að fara að fjara út. Við getum tekið dæmi af því að fyrir stuttu ákvað ríkisstjómin að hækka vexti af ' spariskírteinum. Bankarnir brugðust þannig við að þeir hækk- uðu raunvexti á vísitölubundnum lánum. Þessir raunvextir hækkuðu húsnæðislið framfærsluvísitölunn- ar, sem síðan kemur inn í láns- kjaravísitöluna og hækkuðu þann- ig nafnvextina. Þannig að raun- vaxtahækkunin er tvisvar komin inn í nafnvextina,“ sagði Hannes. „Þetta er vítahringurinn sem sést í þessari tölu í Morgunblað- inu. Ef þeir ætla að leggja 9,8% raunvexti ofan á einhveija svona tölu, þá erum við að tala um nafn- vexti upp á kannski 25%, sem voru 13% í ársbyijun.“ Hannes gagnrýndi verðbólguút- reikninga á ársgrundvelli út frá eins mánaðar tölu. „Það er gjör- sanilega óþolandi þegar menn eru að taka einn mánuð í 12. veldi og eru að tala um einhveija 17% eða 14% verðbólgu. Verðbólgan hefur verið aðeins á uppleið, enda hafa kostnaðarhækkanir verið töluvert mikið meiri á undanförnu misseri en misserið þar á undan. Við erum með tæplega 3% launahækkun bæði í desember og mars og síðan erum við með þéssar launahækk- anir núna, þannig að það er mjög eðlilegt og allir reiknuðu með því að verðbólgan færi aðeins upp í sumar og svo niður aftur í haust.“ Hann sagði VSÍ ekki bera sér- stakan kvíðboga fyrir kjarasamn- ingum í haust vegna þessarar spár. Enginn vandi að blása upp tölur Már Guðmundsson hagfræðing- ur hjá Seðlabankanum sagði að .þessi munur á spám væri ekki nærri eins mikill og ýjað hefði verið að í Morgunblaðinu. „Það er enginn vandi að blása þessar tölur upp með þessum ársgrund- velli. Ef maður setur í tólfta veldi, þá fæst gífurlegur munur, þótt munurinn í raun sé ekki mikill. Það sem núverandi spá gengur út á er 1,3% hækkun í ágúst. Fyrri spá, frá því um 20. maí, var um 1%. Munur sem nemur 0,1% er skekkjumörk í þessari spá, þannig að það eru um 0,2% sem þarf að skýra,“ sagði Már. Hann sagði skýringarnar í meg- inatriðum vera þær, að hækkun framfærsluvísitölunnar hefði verið meiri núna í júní en gert var ráð fyrir í spánni í maí. „Mér virðist að skýringin á því sé sú að það séu sérstakir hækkunarþættir í vísitölunni í júni, kannski einkum vextirnir, sem eru ekki venjubund- inn hluti af þessum líkönum og þarf að taka tillit til sérstaklega. Það var greinilega ekki gert í nægilega ríkum mæli, enda voru þær hækkanir ekki allar komnar fram þá.“ Már sagði að ekki væri vitað um neitt sérstakt sem benti til að verðbólgan sé að komast á ein- hvem varanlegan skrið. „Það er ljóst að kúfur er á verðbólgunni, og ef ekkert nýtt kemur upp, þá dregur úr honum aftur,“ sagði Már Guðmundsson. Viðskiptaráðherra um verðbólguspána: Hvatning til að stilla saman krafta gegn verðbólgunni JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra ætlar að leita álits annara efna- hagsstofnana á nýrri verðbólguspá Seðlabankans, en segist líta á hana sem hvatningu til stjórnvaida að stilla saman krafta með öðrum aðilum í hagkerfinu til að ná aftur tökum á verðbólginni. sem vísbendingu um verðbólgustig- ið sem á bak við byggi. „Mjög oft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.