Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 39
eldrum þeirra. Hann var frjór og skemmtilegur og röskleikamaður. I félags- og stjórnmálum var hann fastur fyrir og ákveðinn. Honum lét vel að skrifa og tala, var rökfastur, harður og hvass en slíkir kostir hafa alltaf þótt aðalsmerki á ísfirskum krötum. í stjórnmálastörfum sínum og í störfum í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar var Jón H. Guðmundsson heill og óskiptur og hugsaði meira um annarra hag en sjálfs sín. Honum lét vel að beijast og kunni vel við sig í slíkri orrahríð og lét sig einu gilda hvort andmælendur væru fáir eða margir. Þegar Jón H. Guðmundsson fluttist burt frá ísafirði til að taka við skólastjórastarfi við nýstofnaðan skóla í Kópavogi misstu ísfírðingar burt úr bænum einn sinn nánasta vin. í Kópavogi hélt Jón H. Guðmunds- son áfram afskiptum af félags- og stjómmálum enda stóðu þau hug hans og hjarta svo nærri að hann gat ekki staðið hjá sem áhorfandi. í Kópavogi tók hann fljótlega virkan þátt í starfi Alþýðuflokksins og gerð- ist umsvifamikill á þeim vettvangi. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf í bæjarmálunum þar og öll þessi störf rækti hann með þeim sóma og þeim áhuga sem einkenndu ávallt Jón H. Guðmundsson. Eins og svo margir af hans kynslóð var hann ávallt reiðubúinn að leggja sitt lið og spurði ekki um verkalaun að kvöldi. Enginn maður mun hafa unnið meira en hann að útgáfu Alþýðublaðs Kópa- vogs. Hann var lífið og sálin í útgáfu- starfinu, skrifaði beittustu greinarn- ar og athyglisverðustu leiðarana allt til hinsta dags. Þá tók Jón H. Guð- mundsson vaxandi þátt í starfsemi landsflokksins og gegndi ýmsum veigamiklum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn á landsmælikvarða, átti m.a. lengi sæti í stjórn Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Þá var hann einnig kjörinn af flokksstjórn Al- þýðuflokksins til setu í þingflokki sem þinglóðs og sat hann þar í nokk- ur ár. Lagði jafnan gott til allra mála og miðlaði mönnum af langri þekkingu og reynslu í pólitískum störfum. Eins og eðlilegt var skildu leiðir með foreldrum mínum og fjölskyldu Jóns H. Guðmundssonar þegar leiðin lá frá ísafirði og Jon tók sér bólfestu ásamt fölskyldu sinni í Kópavogi. Samverkamennirnir sem höfðu átt með sér fundi oft á dag á hveijum degi hittust nú aðeins í örfá skipti. Kynni mín af Joni H. Guðmundssyni á öðrum vettvangi en sem kennara hófust hins vegar fyrst eftir að hann fluttist til Kópavogs. Leiðir okkar lágu saman í flokksstjórn Alþýðu- flokksins, í útgáfustjórn Alþýðu- blaðsins og síðar á þingflokksfundum eftir að Jón H. Guðmundsson tók þar sæti sem „þinglóðs". Samvinna okk- ar á tímabili var talsvert mikil en þó aldrei eins náin og samvinna hans og föður míns hafði verið. Engu að síður kynntist ég á þessum árum viðhorfum jóns og hugsunarhætti. Hann var jafn afdráttarlaus í skoðun- um og fylginn sér og hann var á Isafjarðarárunum og samúð hans með lítilmagnanum var jafn einlæg og hún hafði ávallt verið. Jón H. Guðmundsson átti það til að vera gagnrýninn og ef honum þótti ástæða til að gagnrýna verk Alþýðu- flokksins og forvígismanna hans þá gerði hann það afdráttarlaust og upp í opið geðið á þeim sjálfum. Þannig var Jón H. Guðmundsson, hreinn og beinn. Ef hann þurfti að segja þér til syndanna þá gerði hann það upp í opið geðið á þér augliti til auglitis en ekki á bak og sæi hann ástæðu til að gagnrýna þá var tilgangurinn ávallt sá hinn sami, þ.e. að færa til betri vegar aðgerðir manna eða af- stöðu - til betri vegar fyrir Alþýðu- flokkinn og jafnaðarstefnuna og það fólk og þau sjónarmið sem Alþýðu- flokkurinn var stofnaður til þess að veija. Jón H. Guðmundsson átti marga strengi í hörpu sinni. Hann var vel að sér og vel lesin og hafði áhuga fyrir mönnum og málefnum. Þó hann ætti það til að vera nokkuð hvass og gæti verið kaldur í svörum þá hafði hann ríka samúðarkennd og þar að auki var hann mjög skemmti- legur maður og gat verið manna kátastur og glaðastur. Eins og marg- ir aðrir Vestfirðingar kunni hann heilt „legíó“ af sögum um sérkenni- legt fólk og óvanalega viðburði og margar spaugilegar sögur kunni hann úr stjórnmálalífinu, ekki síst MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JUNI 1991 frá dvöl sinni vestur á fjörðum. Eigin- kona Jóns, Sigríður, er afskaplega hlý manneskja og hvers manns hug- ljúfi og kát og skemmtileg. Þau voru falleg hjón, góðir vinir vina sinna og ánægjulegt að eiga samskipti við þau. Nú er Jón H. Guðmundsson geng- inn til feðra sinna. Vestfirskur al- þýðumaður sem komið hefur víða við á lífsleiðinni og ávallt verið reiðubú- inn að leggja lið góðum málstað. Hann hefur unnið gott og þarft verk og honum fylgja góðar óskir allra þeirra sem honum kynntust. Um leið og ég kveð Jón H. Guðmundsson og þakka honum samfyigdina sendi ég samúðarkveðjur konu hans, Sigríði M. Jóhannesdóttur, börnum, tengda- börnum og barnabörnum. Sighvatur Björgvinsson Þegar ég hugleiði æviferil Jóns H. Guðmundssonar, staldra ég við karlmennskuna og heiðarleikann, sem einkenndi öll hans störf. Hann var manna skemmtilegastur í við- ræðum, orðheppinn og fróður um marga hluti, og óvenjulega ósérhlíf- inn í félagsstörfum. Honum auðn- aðist að halda öllum sínum hæfileik- um gersamlega óskertum til æviloka, þótt hann glímdi við erfiðan sjúkdóm síðasta árið. Fátt lýsir þessu betur en leiðarinn sem hann skrifaði í Al- þýðublað Kópavogs í lok maí sl., þar sem hann fagnaði úrslitum kosning- anna í vor, um leið og hann hvatti til þess, að láglaunafólk fengi sann- gjarnan skerf af augljósum efna- hagsbata. Hann var óbilandi jafnað- armaður í hugsun og jafnframt raun- sæismaður í stjórnmálum — hann vildi umfram allt að jafnaðarstefnan hefði áhrif til að móta íslenskt þjóðfé- lag. Að þessu vann hann alla ævi af miklum drengskap og fórnfýsi án þess að spyija um umbun. Jón rit- stýrði blöðum Alþýðuflokksins um árabil, fyrst á ísafirði og síðar í Kópavogi, með miklum ágætum. Fyrir þau störf og mörg önnur stend- ur Alþýðuflokkurinn í mikilli þakkar- skuld við hann. Þessum fáu orðum er ekki ætlað að vera annað en kveðja frá gömlum nemanda og samheija. Ég var svo lánsamur að Jón H. Guðmundsson var meðal fyrstu kennara minna í Barnaskóla Isafjarðar. Jón var frá- bær kennari, afar skýr í framsetn- ingu og hafði jafnan góðan aga en átti jafnframt virðingu og vináttu nemenda sinna. Atvikin réðu því að leiðir okkar Jóns lágu ekki saman að marki frá því á barnaskólaárum mínum við lok fimmta áratugarins þar til undir lok þess níunda, að við urðum nánir sam- starfsmenn í stjórnmálum, fyrst í þingflokki Alþýðuflokksins frá 1987 og síðan í flokksstarfi í Reykjanes- kjördæmi. Þegar ég kom í þingflokk Alþýðuflokksins, vorið 1987 var Jón þinglóðs — tengiliður almennra flokksmanna við þingflokkinn — að öðrum ólöstuðum held ég að varla geti betri hafnsögumann í stjórnmál- um en Jón reyndist okkur. Hann var ekki aðeins rödd reynslunnar og skynseminnar heldur hafði hann jafnan opinn hug gagnvart nýjung- um. Það var merkileg reynsla að hitta Jón H. Guðmundsson eftir meira en fjörutíu ár, því mér fannst ég þar hitta aftur hinn vörpulega og tein- rétta unga kennara, sem hafði svo gott lag á bekknum sínum í Barna- skóla ísafjarðar fyrir meira en fjöru- tíu árum. Mér fannst, að það gætu varla verið meira en fjörutíu mánuð- ir frekar en fjörutíu ár frá því við sáumst síðast. Þegar ég varð frambjóðandi Al- þýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi í síðustu þingkosningum, kynntist ég því enn betur, hversu verðmætur Jón var í flokksstarfinu. Þar var hann óþreytandi. Ég minnist margra góðra stunda með Jóni og hans elsku- legu konu Sigríði, sem eins og maður hennar ber æviárin með reisn. Það var bjart yfir þeim hjónum og ánægjulegt að hitta þau saman. Fyrir allt þetta erum við Laufey kona mín afar þakklát. Það er mikið skarð í hópinn þar sem Jón H. Guð- mundsson stóð. Þó er mestur söknuð- ur hans stóru fjölskyldu, sem geymir minninguna um gæfusama og drengilega ævi. Til Sigríðar konu hans, barna þeirra og fjölskyldu leita nú hugir okkar með innilegri samúð. Jón Sigurðsson Jón H. Guðmundsson var maður þeirrar gerðar að hefði ég mátt kjósa mér einn mann til atfylgis við ein- hverja þá mannraun, þar sem lífið sjálft hefði legið við, hefði ég hik- laust kosið hann. Slík var drenglund hans, karlmennska og æðruleysi í hverri raun. Hann var einhver heil- steyptasti fulltrúi jafnaðarstefnu á Islandi, sem ég hef kynnst um mína daga. Alþýðuflokkurinn sér því í dag á bak einum sinna bestu sona. Við kveðjum hann með djúpri virðingu, þakklæti og trega. Þegar ég spurði lát Jóns komu upp í hugann margar minningar, frá ýmsum tímaskeiðum í ævi hans. Hann var einn fyrsti kennarinn minn í barnaskóla heima á ísafirði. Hann var eftirminnilegur kennari. Ósvikinr. áhugi á þessum mannsefnum, sem hann var að móta, fór ekki leynt. Þrátt fyrir hijúft yfirborðið var auð- velt að láta sér þykja vænt um hann. Það situr í mér núna að hann hafi verið einhver væmnislausasti maður, sem ég hef kynnst, í kennarastétt. Hijúfur á ytra borði, en hjartað hlýtt, sem undir sló. Gegnheill — ekta. Ég man hann líka snemma á þess- um pólitísku mannvígafundum ís- firðinga, sem eiga sér ekki sinn líka annars staðar. Á þessum tíma var Jón í framvarðarsveit ísafjarðar- krata, ásamt þeim Hannibal og Björgvini Sighvatssyni. Þeir áttu það sammerkt að fara heldur ómjúkum höndum um andstæðinga sína, ef að þeim var veitzt. Jón var alla tíð af- dráttarlaus í skoðunum. Hann talaði kjarnyrta íslensku og hafði líkingar úr sjómannamáli á hraðbergi. Seinna, þegar báðir voru fulltíða menn, kynntist ég Jóni nánar. Hann var þá fluttur í Kópavog og var þar Iífið og sálin í félagsskap jafnaðar- manna. Ég hlustaði ætíð grannt þeg- ar Jón tók til máls á flokksstjórnar- fundum. Hann fór aldrei með neitt fleipur; kom beint að kjarna máls, rökfastur, fordómalaus og orðinn vit- ur af langri reynslu. En Jón var ekki bara orðsins mað- ur. Hann lét verkin tala. Hann var hagleiksmaður, sem hafði alla tíð yndi af smíðum. Þegar þeim þótti orðið þröngt um sig, Kópavogskröt- um, var ráðist í kaup á nýju húsnæði í hjarta bæjarins. Jón tók sig til, ásamt félögum sínum, og innréttaði húsnæðið eigin höndum. Þannig var Jón: Hann taldi aldrei eftir sér þær stundir sem hann vann í þágu Al- þýðuflokksins, hvort heldur það var við ritstörf, málefnavinnu eða fram- kvæmdir. Öll léku þessi verk í hönd- um hans. Og handbragðið var alltaf jafn vandað, á hveriu sem hann snerti. Og aldrei ætlast til neinnar umbunar. Þegar þessi minningabrot raðast saman birtist mynd af heilsteyptum hugsjónamanni, sem auðgaði um- hverfi sitt með verkum sínum. Krakkarnir hans sögðu stundum að það væri vantalið að hann ætti níu börn. Þeim fannst þau alltaf vera tíu. Tíunda barnið var Alþýðuflokk- urinn. Enda ól hann önn fyrir honum af sömu ræktarseminni og fyrir hin- um níu. Í mínum huga var Jón H. Guð- mundsson ímynd hins sanna Vest- firðings. Karlmenni, sem aldrei lét bugast, þótt á brattann væri að sækja. Það var því hálfgert hernaðar- leyndarmál að hann var ekki vest- firskrar ættar, þótt fæddur væri og uppalinn í einni afskekktustu en tígu- legustu byggð Vestíjarðakjálkans, Ingjaldssandi Þórkötlu hinnar ríku. Þar er búsældarleg vin, hömrum girt á útnesi milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Faðir Jóns var Guðmundur refa- skytta Einarsson frá Heggsstöðum í Andakíl en móðir hans Guðrún Magnúsdóttir, frá Eyri í Flókadal í Borgarfirði. Leið þessara borgfirsku hjóna til Vestfjarða lá um Sólbakka í Önundarfirði, þar sem Guðmundur gerðist hvalfangari með Norðmönn- um, uns hann að lokum settist að á Brekku á Ingjaldssandi. Þau Guð- mundur og Guðrún áttu sautján börn saman, en Guðmundur hafði áður átt fjögur börn með Katrínu Gunn- arsdóttur frá fyrri tilveru í Borgar- firði. Jón H. Guðmundsson fæddist 3. desember árið 1913, hinn sjöundi í röðinni í þessum hópi alsystkina. Það má nærri geta að þau hafa ekki ver- ið há í loftinu, Brekkusystkinin, þeg- ar þau þurftu að taka til hendinni í lífsbaráttunni. Jón byijaði því snemma að sækja sjó með eldri bræðrum sínum. Undir Barða er stutt á fengsæl fiskimið. En ströndin er opin fyrir úthafinu ög grynningar fyrir landi, svo að sjósókn frá Sæ- bóli reyndi bæði á harðfengi og hygg- indi. Þessi reynsla hefur snemma sett á manninn mark. Löngu eftir að Jón var orðinn kennari á ísafirði stundaði hann síldveiðar á sumrum, enda var hann í sautján ár formaður Sjómannafélags ísfirðinga og síðar heiðursfélagi. Þrátt fyrir harðsótta lífsbaráttu varð fróðleiksfýsnin ekki hamin. Tæplega tvítugur að aldri hafði hann önglað saman nægu fé til að kosta sig á héraðsskólann að Núpi, undir leiðsögn hins fræga uppalanda og kennimanns, sr. Sigtryggs Guðlaugs- sonar. Þaðan lá leiðin í kennaraskóla Freysteins Gunnarssonar, þaðan sem Jón lauk prófi 1938. Sr. Sigtryggur falaðist strax eftir þessum fyrrum nemanda sínum til kennslustarfa að Núpi. Næstu tvö árin kenndi Jón í Keflavík — Innri-Njarðvík og Stykk- ishólmi, uns leiðin að lokum lá til ísafjarðar árið 1941. Jón var síðan kennari og skólastjóri við barnaskóla ísafjarðar í 22 ár eða allt til ársins 1963. Það ár flutti fjölskyldan búferl- um til Kópavogs, þar sem Jón tók við skólastjórn Digranesskóla í Kópa- vogi og gegndi því starfi í sautján ár, frá 1964 til 1981. Uppeldisstarf, kennsla og skóla- stjórn vat-ð því ævistarf Jóns H. Guðmundssonar í ein fjöratíu og þijú ár. Betri uppalanda get ég vart hugs- að mér, því að maðurinn sjálfur var í orði og verki ungum mönnum fyrir- mynd. Hann vann sér ekki hylli ungs fólks með gælum eða samúðarmærð. Það gerðist eins og af sjálfu sér því að ungt fólk fann af eðlisávísun, að þar sem hann var, var eftir ein- hveiju að sækjast. Þann 10. september 1938 gekk Jón að eiga Sigríði Jóhannesdóttur, konu dýrfirskrar ættar, dóttur Jónu Ágústu Sigurðardóttur og Jóhannes- ar Andréssonar, sem bjuggu á Bessa- stöðum í Dýrafirði en síðar á Flat- eyri við Önundarfjörð. Þau voru gef- in saman í Sandskirkju á Ingjaldss- andi af sr. Sigtryggi frá Núpi, sem áður hafði verið eins konar guðfaðir Jóns. Þetta var mikið gæfuspor. Sig- ríður var og er fríð kona sýnum, ástrík og hlý, enda tókust með þeim góðar ástir. Þau Jón og Sigríður eiga níu börn, sem öll era hin mannvæn- legustu. Nú þegar íjölskyldufaðirinn er fallinn frá, eru bamabörnin orðin 22 og barnabarnabörnin 8. Það er því mikill ættbogi kominn af refa- skyttunni frægu frá Brekku á In- gjaldssandi. Og gott til þess að vita þegar slíkt kjarnafólk heldur vel boð- orðin og margfaldast og uppfyllir jörðina, skapara sínum til velþóknun- ar. Aldrei minnist ég þess að Jón H. Guðmundsson hafi haft orð á því við nokkurn mann að kennaralaun væru lág eða að erfitt væri að framfleyta svo stórri fjölskyldu af kennaralaun- um. Framan af áram stundaði hann sjóinn meðfram kennslustarfinu á sumrum. Þegar að því kom að reisa þak yfir höfuðið á fjölskyldunni eða útvega húsmuni eða leikföng handa barnaskaranum þá gerði hann það bara sjálfur, eigin höndum. Og hafði alltaf nægan tíma afgangs handa tíunda barninu — Alþýðuflokknum, sem var á tímabili tæplega eins táp- mikill og hin börnin níu og þurfti því margs með. í sautján ár (1946-63) var Jón fuiltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn ísafjarðar og í bæjarráði seinustu tvö kjörtímabilin. í sautján ár gegndi hann formennsku í Sjómannafélagi ísafirðinga, auk þess sem hann sat í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða. Það var eitt karaktereinkenni á þess- um Isafjarðarkrötum, að þótt þeir hirtu lítt um eigin hag, voru þeir þeim mun harðari viðskiptis í kjara- samningum, þegar kom að kaupi og kjörum umbjóðenda þeirra. Fyrir utan þetta allt saman var Jón löngum formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, for- maður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfé- laganna á ísafirði og sat í flokks- stjórn Alþýðuflokksins. Það var því mikið skarð fyrir skildi í skólamálum Isfirðinga og í félagsstarfi jafnaðar- manna á Vestfjörðum þegar Jón fluttist ásamt fjölskyldu sinni búferl- um í Kópavog. En það sem var skaði ísfirðinga reyndist Kópavogi happa- fengur. 39 Jón varð fljótlega lífið og sálin í félagsstarfí og pólitískri baráttu Al- þýðuflokksfólks í Kópavogi. Tengda- dóttir Jóns, Rannveig Guðmunds- dóttir, kona elsta sonarins Sverris, hefur síðan gert garðinn frægan í Kópavogi og átt dijúgan hlut að því að skapa þessari næst stærstu borg íslands það orð, sem af Kópavogi fer sem félagsmálabæ. Þar hafa einnig fleiri börn Jóns og Sigríðar átti dijúg- an hlut að málum. Trúnaðarstörf Jóns, sem hann hefur unnið í þágu Alþýðuflokksins, eru reyndar óteljandi. Nægir að geta þess að um níu ára skeið var hann fulltrúi Alþýðuflokksins. í stjórn Húsnæðismálastofnunar ríkisins, auk þess sem hann var um skeið „þinglóðs" (fulltrúi flokksstjórnar) í þingflokki Alþýðuflokksins. Á eftir- minnilegu flokksþingi, sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 1986, þar sem aftur tókust heilar sættir við fyrri félaga úr Bandalagi jafnaðar- inanna, var Jón kjörinn heiðursfélagi Alþýðuflokksins. í leiðarlýsingu um Ingjaldssand, bernskusveit Jóns H. Guðmundsson- ar, standa þessi orð: „Á röndinni, þar sem Hrafnaskál- arnúpur beygir inn með Ingjalds- sandi, eru sérkennilegar klettastrýt- ur, er fyrrum nefndust Standar. Það nafn er mönnum nú úr minni fallið, en mörgum verður starsýnt á Standa, er þeir sigla inn fjörðinn. Nokkru innan við Standa fellur sjór í kletta og heita þar Pallar eða Ytri-Ófæra. Þó má klöngrast yfír stórgrýtið und- ir þeim um fjörur. í flóðum verður hins vegar að klifra upp á þá og feta sig eftir þeim utan í bjarginu. Nefnist leið þessi Tök; þetta eru þrír þræðingar, misháir, og ekki heiglum hent yfirferðar." Margt í þessum texta fellur vel að mannlýsingu Jóns II. Guðmunds- sonar, svo sterklega sem hann bar svipmót þeirrar vestfírsku útkjálka- byggðar, sem fóstraði hann. Jón H. Guðmundsson var maður sem kunni að líta hátigninni, en stóð ævinlega óbifanlegur í rétti þeirra, sem minna máttu sín, hvort sem í hlut áttu böm eða fullorðnir. Og enga veit ég þá pólitíska ófæru, að við treystum okk- ur ekki að klöngrast yfír hana, með- an í vorum flokki finnast leiðsögu- menn með lífsreynslu og æðruleysi Jóns H. Guðmundssonar. Og svo föst tök hafði hann á viðfangsefnum sín- unij að öllu var borgið í höndum hans. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt frá því sagt að Jón H. Guðmundsson hafi „tekið sér frí“ frá störfum. Enda mun það mála sannast, að hann hafði aldrei meira að gera en eftir að hann „hætti að vinna“. Þá gat hann farið að sinna tíunda barninu af jafnvel enn meiri alúð en fyrr, enda hin orð- in svo stálpuð, að þau máttu heita sjálfbjarga. Þó minnist ég þess af tali okkar, að fátt hefur orðið honum til meiri ánægju undir lokin en sjó- ferðir með syni og tengdadóttur, þeim Jóhannesi Guðmundi og Elsu Sigrúnu, á skútu sem þau komu sér upp fyrir nokkrum árum. Þau þijú, faðir, sonur og tengdadóttir, lögðust í siglingar seinustu sumrin um Breiðafjörð, fyrir Látrabjarg, um Vestfírði og Hornstrandir, þar sem Jón hafði siglt ungur maður og þekkti hvern krók og kima, örnefni og forn mið. Það var eins og það hi-yndu af honum tuttugu ár þegar hann sneri heim, endurnærður á sál og líkama, úr þessum leiðöngrum. Nú er hann farinn í sína seinustu siglingu þar sem hafið bláa hafíð hugann dregur, bak við ystu sjónar- rönd. Enginn þarf að efast um hin traustu handtök hans og örugga lendingu. Við sem vorum samskipa Jóni H. Guðmundssyni á hinni jarð- nesku siglingu þökkum honum að leiðarlokum örugga leiðsögn og eftir- minnilegan félagsskap. Fyrir hönd Alþýðuflokksins og okkar íslenskra jafnaðarmanna flyt ég ekkju Jóns, Sigríði, börnum þeirra og barnabörn- um, vinum öllum og vandamönnum, hugheilar þakkir fyrir allt það sem hann vann sameiginlegum málstað okkar, í orði jafnt sem verki. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Fleiri greinar um Jón H. Guð- mundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.