Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 13
^IQPyGQNBLAPÍQ FftS-TVfi^GUff Q& JÚNÍ,^9^ l&t Brandt ásamt Walter Scheel, utanríkisráð- herra Vestur- Þýskalands og formanni Frjálsa demókrata- flokksins. Scheel varð síðar forseti Þýskalands. „Skrílslæti kommúnista" Herstöðvarandstæðingar efndu til mótmælafundar vegna ráðherra- fundarins 1968. Brandt lætur þessa meira að segja getið í endurminn- ingum sínum: „Eg fylgdist af at- hygli með stúdentauppreisnunum og varð líka oft var við þær utan þýsku landamæranna: í Frakklandi í byrjun maí 1968, svo í Belgrad, í Bandaríkjunum, einnig í Ríó, og meira að segja á íslandi." Morgunblaðið skýrði frá mót- mælunum undir fyrirsögninni „Kommúnistar efndu til skrílsláta við setningu NATO-fundarins.“ Hefst fréttin með þessum orðum: „Skömmu áður en utanríkisráð- herrafundur Atlantshafsbandalags- ins var settur í gærmorgun um kl. 10 safnaðist hópur manna, um 100 manns, saman fyrir framan Há- skólabíó, þar sem setningarathöfn- in fór fram og vildi hópurinn mót- mæla NATO og Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Gerðu mótmæl- endurnir, sem að hluta voru nor- skir, sænskir og grískir, hróp að ráðherrunum og öðrum gestum." Alls voru um þijátíu manns hand- teknir vegna óeirðanna. Einn mótmælenda skar niður NATO-fánann sem blakti við and- dyri Hótel Sögu. Ungur piltur, Ragnar Sigurðsson, sem vann á hóteiinu sýndi að sögn Morgun- blaðsins mikið snarræði og bjargaði fánanum. Manlio Brosio, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, kom á hótelið til drengsins og þakkaði honum fyrir að hafa bjargað fána samtakanna og færði honum í viðurkenningarskyni litla fánastöng með fána NATO. Á flugvellinum að fundi loknum sagði Brandt við blaðamann: „Þetta er bara í annað skipti sem ég fæ tækifæri tl að koma hingað og dvöl- in var mjög stutt að þessu sinni. Eins og í fyrra langar mig til að vera hér nokkra daga í viðbót. Ég vildi koma hingað aftur sem óbreyttur gestur, ekki í sambandi við opinber störf. En þessi stutta viðdvöl var mjög ánægjuleg. Við vorum umvafðir vináttu ..." Leggjum okkur fram um að ná samkomulagi Ef til vill hefur gestrisni íslend- inga verið Brandt í fersku minni í nóvember 1972 þegar landhelgis- deilan var á mjög viðkvæmu stigi og blaðamaður Morgunblaðsins sneri sér til hans. Forsaga málsins var sú að íslendingar höfðu frá og með 1. september fært fiskveiði- landhelgi sína út í 50 mílur. Bretar beittu eins og kunnugt er mikilli hörku í málinu og sendu herskip á íslandsmið togurum sínum til verndar. Eins og búast mátti við var þeim mjög í mun að Vestur- Þjóðveijar stæðu með þeim og stóðu þessar þjóðir saman að því að stefna íslendingum fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag. íslend- ingar höfðu rætt málið sérstaklega við Þjóðveija; Einar Ágústsson ut- anríkisráðherra átti viðræður við Walter Scheel, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. 22. nóvember var blaðamaður Morgunblaðsins staddur í Bonn vegna þingmanna- fundar Atlantshafsbandalagsins. Um viðskipti sín við Willy Brandt og Walter Scheel segir Matthías Johannessen í greininni Bréf til vin- ar sem birtist í Morgunblaðinu 30. janúar 1987: „Þegar ég kom auga á Scheel gekk ég til hans og spurði um landhelgisdeiluna. Karlinn varð fúll við og engu líkara en ég hefði sett nýblóðgaðan rígaþorsk í andlit- ið á honum. Hann hrökk við, leit á mjg, fór undan í flæmingi og sagði: „Ég vil ekki tala um fisk. Þér ætt- uð að tala við Ertl landbúnaðarráð- herra. Ég vil ekkert segja um land- helgisdeiluna.“ Þetta var kollrak. Gat verið að fiskur væri einkamál landbúnaðar- ráðherra Vestur-Þýzkalands? Eða hafði utanríkisráðherrann, svo fínn og pjattaður sem hann var, ímu- gust á fiski? Ég stóð þarna ráð- þrota og við horfðumst í áugu grá- myglur tvær. Svo fauk í mig og ég kvaddi í styttingi. Vinátta og samskipti þjóðanna, einn af horn- steinum utanríkisstefnu íslands, í húfi — og allt útaf þessum yfir- borðslega kalli sem hafði augsýni- lega ógeð á duggarapeysum en kunni þeim mun betur við sig innan um fínt fólk í veglegum veizlum. Ég vissi ekki þá að hann stefndi á forsetaembættið og kom mér reyndar ekki á óvart, þegar ég frétti það síðar. I þessum svifum var ég svo hepp- inn að sjá Brandt þama skammt undan og var asi á honum. Ég gekk til hans, ávarpaði hann á þýzku og sagði: „Herra kanslari, ég er blaðamaður við stærsta blað íslands, Morgunblaðið, og ætlaði að tala við utanríkisráðherra yðar um deilumál þjóðanna en hann sagðist ekki hafa áhuga á fiski!“ Kanslarinn hrökk við: „Ha,“ sagði hann dolfallinn, „hefur hann ekki áhuga á fiski?“ „Nei,“ sagði ég, „hann vísaði bara á Ertl.“ „Jæja,“ sagði kanslarinn og var nú hættur að haska sér, „spurðu bara um það sem þú vilt og ég skal reyna að svara spurningunum.“ Við töluðum saman nokkra stund og síðan hefur mér ávallt verið hlýtt til Willy Brandts. Eftir honum hafði ég fimm dálka frétt á forsíðu Morg- unblaðsins fimmtudaginn 23. nóv- ember þetta ár, Leggjum okkur fram um að ná samkomulagi. Þetta var bezta veganestið sem ég tók með mér frá Bonn. íslend- ingar áttu ekki að tala við neinn nema kanslarann sjálfan." Sauðárkrókur: Leikskólanemar geta nú sótt sjóinn Sauðárkróki. Morgunblaðið/Björn Björnsson Fleytunni var gefið nafnið Örkin með hefðbundnum hætti. MIKIÐ var um dýrðir í leikskól- anum Glaðheimum, laugardag- inn 8. júní, þegar þar var opið hús með tilheyrandi grillveislu og gleði. Þennan dag afhenti stjórn For- eldrafélagsins skólanum að gjöf hafskip sem komið hefur verið fyrir á lóðinni og gert upp til útgerðar á landi. Var auðséð að nemendur skólans kunnu vel að meta þetta nýja leiktæki. Var fleytunni gefið nafn á hefð- bundinn hátt með því að sprengdar voru vatnsfylltar blöðrur á kinnungi skipsins og því gefið nafnið Örkin. Það var Bára Haraldsdóttir sem gaf foreldrafélaginu bátinn til þess- ara nota og var hún viðstödd af- hendinguna. Var Báru færður blómvöndur um leið og formaður félagsins afhenti skipið og þakkaði ágæta gjöf. Helga Sigurbjörnsdóttir for- stöðukona Glaðheima þakkaði einn- ig gjöfina og öllum þeim sem lagt höfðu hönd að því að búa skólann þessu leiktæki og mörgum öðrum sem skólanum hefðu hlotnast. - BB. Snmir bflar WHONDA Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bíll fyrir alla og við allra hæfi. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verðfrá kr. 1.432.000,- stgr. Hhonda /1CCORD HONDA Á iSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN símar 18519 og 689212 Vorum að fá nýja sendingu af skóm frá iun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.