Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 41
41
MGRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
Jón Stefánsson
Akureyri - kveðja
Minning:
Sigríður Jóhanns■
dóttir Williamson
„Mínir vinir fara ipd
feigðin þessa heimtar köld.“
Þessi orð komu mér í hug er ég
frétti lát vinar míns og minnar fjöl-
skyldu, Jóns Stefánssonar. Hann
heggur stórt maðurinn með ijáinn
þessa dagana og vinir okkar hverfa
yfir móðuna miklu hver af öðrum.
Jón Stefánsson fæddist á Akur-
eyri 14. apríl 1937 og hér á Akur-
eyri átti hann sína bemsku og allan
sinn starfsdag. Hann ólst upp hjá
ömmu sinni og móðursystur. Ungur
réðst hann til vinnu í kjörbúð KEA
en síðar tók hann upp störf á skrif-
stofum félagsins. Hann reyndist þar
hinn nýtasti maður sem annars
staðar og ávann sér traust og virð-
ingu húsbænda sinna. Undanfarin
ár hefur hann gegnt starfi aðalbók-
ara KEA.
Þann 1. ágúst 1958 gekk Jón
að eiga Hildi Jónsdóttur og eignuð-
ust þau 5 syni, Vilhelm, Friðjón,
Júlíus, Jakob og Leif. Allir eru þeir
myndarlegir dugnaðarstrákar sem
nú standa við hlið móður sinnar og
hjálpa henni til að afbera þann
mikla missi sem þau hafa orðið
fyrir við svo óvænt fráfall eigin-
manns og föður.
Já, Jón Stefánsson vinur okkar
er frá okkur farinn. Hann lést að
kveldi 10. júní þegar hann ásamt
félögum sínum var að knattspyrnu-
leik. Þetta hafði hann gert um ára-
bil sér til afþreyingar enda kunni
hann öðrum fremur að fara með
bolta og hafa gaman af.
Jón var mörgum góðum kostum
búinn. Hann var glæsilegur á velli,
hæglátur en vel að sér um flesta
Fæddur 13. mars 1988
Dáinn 20. júní 1991
Þann 7. nóvember 1989 iiyrjaði
lítill fallegur drengur austan af
ijörðum hjá okkur á sérdeild Múla-
borgar. Þessi litli drengur hét Isak
Fannar Jóhannesson og hann átti
eftir að veita okkur öllum ómælda
gleði sem stundum var þó blönduð
sorg. Sorg yfir því hversu mikil
veikindi voru lögð á þennan litla
líkama en gleði yfir yndislega bros-
inu hans og smitaudi hlátrinum sem
alltaf var svo stutt í þrátt fyrir allt.
ísak átti því láni að fagna að
fæðast inn í fjölskyldu sem einskis
lét ófreistað til að honum mætti líða
sem best og hann hlyti þá meðferð
og þjálfun sem var honum nauðsyn-
leg. Og í þeim tilgangi fluttist fjöl-
skylda hans búferlum utan af landi
til Reykjavíkur.
Elsku Jóhanna og Jóhannes, Pét-
ur og Örvar. Ég veit að þið finnið
til mikils tómleika núna og orð virð-
ast svo fátækleg á svona stundum.
Hægt er að spyrja sig endalust
hver sé tilgangurinn með því að
taka þetta litla ljós frá ykkur eftir
svo skamma stund. Lífið getur ver-
ið svo margrætt og flókið og maður
veit oft ekki hvers biðja ber. Sá sem
öllu ræður hefur ætlað ísaki Fann-
ari annað hlutskipti og við það verð-
um við sem eftir lifum að sætta
okkur.
En minningarnar tekur enginn
frá okkur og þær eigum við margar
og fallegar um lítinn ljúfan dreng
sem gaf okkur svo mikið með því
bara að vera til.
Megi Guð styrkja ykkur og
hjálpa.
Legg ég nú bæði líf og ðnd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Borghildur Thors,
yfirþroskaþjálfi sérdeildar
Múlaborgar.
hluti. Hann var á sínum tíma einn
besti hnitleikari hér norðanlands.
Ungur að árum gekk hann í KA
og æfði bæði körfubolta og knatt-
spyrnu. Var hann strax liðtækur í
hvoru tveggja en knattspyrnan átti
samt hug hans allan. Jón átti um
langt skeið sæti í íslenska landslið-
inu og það vissu þeir sem knatt-
spyrnu léku á þeim árum að betra
var að hafa Jón með sér en á móti.
Hann var prúðmenni á velli sem lék
agaða knattspyrnu en var aldrei
grófur þó hann væri þungur fyrir.
Þegar við hjónin fluttumst til
Akureyrar vorið 1958, alls ókunnug
staðnum og fólkinu, var það okkur
til láns að kynnast þeim ágætu
hjónum Jóni og Hildi eða Jónda og
Diddu eins og við ávallt kölluðum
þau. Þessi kynni sem hófust með
því móti að við Jón lékum báðir
knattspyrnu með KA varð síðan að
vináttu sem lifað hefur alla tíð síð-
an. Á tímabili er við bjuggum hvor
á móti öðrum í húsum við Hrafna-
gilsstræti leið varla dagur án gagn-
kvæmra heimsókna.
Jón og Didda voru ómissandi
þegar gera átti sér dagamun á
heimili okkar. Jón gat verið manna
skemmtilegastur í hópi góðra vina.
í honum bjó nokkur leikari sem kom
fram á slíkum stundum og gat hann
þá látið fólk veltast um af hlátri
með tiltektum sínum. Ekki má
gleyma fótmenntinni sem hann
beitti er hann tók konur með sér í
dans og sveif með þær með slíkum
tilþrifum að helst minnti á Fred
Astaire og andlit kvennanna ljóm-
uðu er hann leiddi þær til sætis.
Hví var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gepum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í hðndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Bjöm Halld. frá Laufási)
Elsku Jóhanna, Jóhannes, Örvar
og Pétur, megi guð gefa ykkur
styrk í sorginni. Guð geymi litia
fallega drenginn ykkar, blessuð sé
minning hans.
Nú legg ég aupn aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Sveinbjöm Egilsson )
Starfsfólkið Álfalandi 6
Nú er hann horfinn, litli bros-
mildi drengurinn á deildinni. Það
er ávallt reiðarslag þegar ungar
sálir eru teknar burtu úr lífi okkar.
Hjá okkur sem eftir sitjum myndast
ákveðið tóm en við erum þakklát
að hafa fengið að njóta nærveru
hans, þessa stuttu viðdvöl sem ísak
Fannar hafði á meðal okkar. Isak
var aðeins rúmlega þriggja ára er
Það lýsir festu Jóns og ákveðni
að eitt sinn er við gengum saman
til ijúpna hljóp óvart skot úr byssu
sem hann var nýbúinn að eignast.
Okkur varð báðum illt við. Jón leit
á mig þögull um stund en sagði
síðan: „Þetta skal aldrei henda mig
aftur.“ Næsta dag lét hann byssuna
og bar aldrei byssu eftir það.
Það er svo margt sem kemur
fram í hugann þegar litið er yfir
liðnar samverustundir með þessum
ágæta félaga og vini.
Minningar frá fjölskylduferðum,
veiðiferðum og indælli kvöldstund
sem við gamlir vinir áttum á heim-
ili Jónda og Diddu nú fyrir skömmu,
svo eru líka minningar sem einung-
is voru fyrir okkur tvo að rifja upp.
Við hjónin viljum að lokum þakka
Jónda allar samverustundirnar og
sendum Diddu og sonum okkar
dýpstu samúðarkveðjur í vitund um
að tíminn er hinn mikli græðari er
blæða hjartasárin.
Bleívuð sé minning Jóns Stefáns-
sona.’
Aðalsteinn Jónsson
lífí hans lauk, eftir að hafa barist
hetjulega fyrir lífi sínu, vegna
ýmissa sjúkdóma er háðu honum.
Þrátt fyrir það var þessi drengur
sífellt brosandi og forvitnin virtist
reka hann áfram við að kynnast
lífinu. Honum leið ávallt best í ið-
andi mannlífi og eitt er víst að ekki
fengum við að ganga framhjá hon-
um án þess að heilsa og þá brosti
hann þessu heillandi brosi sem fékk
alla til að bráðna fyrir honum.
Nú þegar við syrgjum og söknum
litla drengsins okkar, finnum við
að þrátt fyrir missinn hefur hann
gefið okkur svo mikið, sem ekki
verður frá okkur tekið.
Við sendum foreldrum og bræðr-
um hans innilegar samúðarkveðjur.
Starfsfólk á sérdeild
Múlaborgar
Hinn 21. maí sl. lést í Cooktown,
Queensland í Ástralíu, Sigríður Jó-
hannsdóttir (S. Williamson).
Sigríður var fædd 10. febrúar
1933, í Hrísum í Víðidal, V-Hún.,
dóttir Jóhanns Jónassonar og
Margrétar Önnu Guðmundsdóttur.
Sigi'íður var næsteist fjögurra
systkina, sem eru Sigurður Helgi,
Jónas og Guðmundur Ingvi. Sigríð-
ur lauk prófi frá Húsmæðraskólan-
um á Hverabökkum í Hveragerði
og síðar tók hún próf í hjúkrun
þroskaheftra, sem hún starfaði svo
við á Kópavogshælinu og á Skála-
túni. Einnig starfaði hún í eitt ár
í Danmörku við hjúkrun þroska-
'heftra. Sigríður hóf búskap 1952
með Gústafi A. Jenssyni, vm. í
Reykjavík, og eignuðust þau fjögur
börn, en misstu tvö þeirra í æsku.
Þau sem lifa eru Jóhann Grétar,
bifvélavirki í Reykjavík, og Sigur-
laug, húsmóðir í Hafnarfirði. Þau
slitu samvistum.
Sigríður flutti til Ástralíu 1970
ásamt Maroni Vilhjálmssyni, út-
varpsvirkja frá Merkinesi í Höfnum
og þófu þau búskap þar. Þau stund-
uðu þar ýmis störf. Þeim búnaðist
vel í Ástralíu, lengst af bjuggu þau
i Windham, NV-Ástralíu, en fyrir
nokkrum árum keyptu þau land í
Queensland nálægt Cooktown-. Þau
byggðu þar hús og sneru sér þá
aðallega að garðrækt og höfðu
einnig alifugla og önnur dýr, s.s.
geitur og kanínur.
Þau munu ekki hafa gert ráð
fyrir að flytjast til íslands aftur,
en árið 1977 fóru þau í hnattreisu
og dvöldu þá hér í nokkrar vikur.
Sigríður kom svo aftur í stuttu fríi
1983.
Sigríður átti við lungnakrabba-
mein að stríða og dvaldi hún aðeins
skamma hríð á sjúkrahúsi í Cook-
town áður en hún lést.
Bálför Sigríðar fór fram í Chair-
ness, Qld., og samkvæmt hennar
ósk var aska hennar jarðsett í bló -
magarði hennar.
Sigurður H. Jóhannsson
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR I. GUÐMUNDSSON,
Hlíðarenda,
ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 29. júní
kl. 16.30.
Björg A. Jónsdóttir,
Garðar S. Einarsson,
Tryggvi S. Einarsson,
Þorgerður S. Einarsdóttir, Guðmundur Marinósson,
Ingibjörg S. Einarsdóttir, Jón Kristjánsson,
Guðmundur S. Einarsson, ingibjörg Daníelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
GYÐU ANTONÍUSARDÓTTUR,
Friðrikshúsi,
Hjalteyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala.
Helga Helgadóttir,
Helgi Helgason,
Áslaug Gísladóttir,
Sigurður Gíslason,
Jónína Gisladóttir,
Hjörtur Gislason,
Elín Gísladóttir,
Kjartan Pálsson,
Auður Gústafsdóttir,
Matthías Þorbergsson,
Guðný Ingimundardóttir,
Hjalti Ásmundsson,
Erna Erlingsdóttir,
Július Sveinsson
og ömmubörn.
Lokað
eftir hádegi í dag, föstudag, vegna jarðarfarar
GUNNARS INGÓLFSSONAR.
Húseignirog skip,
Veitusundi 1.
Lokað
Vegna jarðarfarar JÓNS H. GUÐMUNDSSONAR
fyrrverandi skólastjóra, verður verslun okkar lokuð
í dag, föstudaginn 28. júní.
innval,
Nýbýlavegi 12, Kópavogi.
ísak Fannar Jóhann-
esson — Minning