Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 50
50 GOLF MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 PRESSAN Hallgrímur Þ. Magnússon læknir klagaður vegna meðferðar á sjúklingi LANDLÆKNIR LOKADI STQFDNNI OG OSKAÐI Hvaða ríthöfundar hafa fengið hæstu styrkina? Stöð 2 EIGIfl FÉ NEIKyÆTT UM 230 MILLJQNIR OG NYJU HLUIAFE HAFNAÐ Má gera 'ða fyrir leik? Er kynlíf og knattspyrna eins og olía og vatn? Ríkisábyrgðasjóður ALMENNINGUR BORGADI60 MILLJONIR VEGNA GULLSKIPSINS Fólkið sem gaf okkur kiwiinn, skelfiskinn, krárnar, krítarkortið, léttvínið og grófa brauðið. * Os-málið HLlílAfffl (&J1 3 ÞUSUND KRONUR ! SKULDIRNAR 350 MILLJONIR i Fullt blað af slúðri John Garner landsliðsþjálfari: Sé miklar framfarir íhvert sinn sem égkem „ÉG sé miklar framfarir hjá flestum í hvert skipti sem ég kem og við höfum sett stefn- una á að vera meðal átta bestu í lokakeppninni á Evrópumeist- aramótinu," sagði John Garner landsliðsþjálfari í golfi. Garner var staddur hér á landi við kennslu og leiðbeinendastörf áður en hann hélt til Spánar. Þetta var þriðja ferð hans til íslands á þessu ári og jafn- framt hefur landsliðið dvalið hjá honum í viku í Englandi í vetur viðæfingar. Garner hefur farið víða um landið og leiðbeint við æfingar og þjálfun. Hann sagði að áhugi fyrir golfi væri geysimikill hér á landi og að hér væri Björn nægur efniviður í Blöndal góða kylfinga. tkrí!arf,rá Vandamálið væri hversu timinn væn stuttur sem hægt væri að æfa og leika golf á íslandi. „Ég tel ákaflega þýðingamikið að hér verði komið upp upphituðum æfingavelli sem gerði mönnum kleyft að æfa sig allt árið. Þetta kostar vissulega fjármuni, en ég er líka viss um að næg aðsókn yrði að slíkum velli.“ Þetta er fjórða árið sem Garner þjálfar íslenska kylfinga og leið- beinir hann öllum aldurshópum. Hann sagðist strax hafa tekið eftir því að hér hefðu menn nær ein- göngu hugsað um slá boltann. Þess- ari hugsun hefði hann verið að breyta, því í golfi yrðu menn að taka allar aðstæður með í reikning- inn og haga leik sínum samkvæmt því. „Ég segi oft að höfuðið sé 15. kylfan í golfpokanum," sagði Garn- er. Morgunblaðið/Björn Blöndal John Garner leiðbeinir ungum og efnilegum kylfíngi, Emi Hjartarsyni úr Golfklúbbi Suðumesja. FRJALSIÞROTTIR Helgi setti met í kringlukasti Helgi Þór Helgason, kringlukastari úr ungmenna- félaginu Fram á Skagaströnd setti nýtt héraðs- met í kringlukasti, er hann kastaði 57,34 metra á kastmóti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði fyrir helgi. Helgi Þór bætti árangur sinn um rúman metra og náði fimmta besta árangri íslendings í greininni frá upphafi. KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: KRÍ2. sæti KR-stúlkur eru í 2. sæti í 1. deild kvenna en ekki UBK og ÍA eins og stóð í blaðinu í gær. Staðan er annars þessi fyrir leik KR og Þróttar frá Neskaupstað í kvöld á KR-velli: Fj. leikja u j T Mörk Stig VALUR 5 4 1 0 20: 3 13 KR 5 4 0 1 17: 7 12 ÍA 5 3 1 1 17: 3 10 BREIÐABLIK 5 3 1 1 9: 6 10 ÞRÓTTUR N. 4 1 0 3 6: 9 3 ÞÓR 4 1 0 3 3: 16 3 TÝR 4 0 1 3 2: 21 1 KA 4 0 0 4 4: 13 0 FELAGSLIF Knattspyrnuskóli KR Næsta námskeið í knattspyrnu- skóla KR hefst á mánudag, 1. júlí. Skólinn er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6-12 ára og fer kennsl- an fram kl. 9 - 12 alla virka daga, en kennarar eru Ivan Sochor, Geir Þorsteinsson og Óskar Þorvaldsson. Næstu námskeið hefjast síðan 15. og 29. júlí, en innritun fer fram á skrifstofu knattspymudeildar alla daga (s. 27181). fotírn FOLK I ÞRIR frjálsíþróttamenn náðu besta árangri ársins á móti í Heng- elo í Hollandi í gær. Richard Che- limo frá Kenýa og breska stúlkan Liz McColgan { 10.000 m hlaupi — Chelimo hljóp á 27:11.18 mín. og McColgan á 30:57.07 mín. — og Philip Barkutwo frá Kenýa hljóp síðabn 3.000 m á 8:17.79 mín. ■ DRAGAN Stojkovic, landsliðs- maður Júgóslava í knattspyrnu, var á þriðjudag seldur frá Mar- seille til Verona á Ítalíu. Stoj- kovic, sem er 26 ára, gekk til liðs við franska liðið Marseille eftir HM á Italíu í fyrra, en var meiddur mestan hluta síðasta keppnistíma- bils og lék því lítið. Verona greiddi 6,5 milljónir dollarar, eða um 400 milljónir ÍSK fyrir Stojkovic. ■ GAETAN Huard, varamark- vörður Marseille, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bordeaux. Huard er ætlað að taka stöðu Joseph-Antonine Bell, landsliðsmarkvarðar Kamerún, sem hefur fengið fijálsa sölu frá félaginu. ■ JÚRGEN Kohler, leikmaður Bayern Miinchen, skrifaði undir samning við Juventus á mánudags- kvöld. Kohler, sem er 25 ára, var keyptur til Bayern frá Köln fyrir 120 milljónir ISK árið 1989. Ju- ventus greiðir um 400 milljónir ÍSK fyrir kappann. Thomas Berthold, sem lék með Roma, tekur stöðu Kohlers hjá Bayern. ■ ALEXEJ Míkhaílíchenko, landsliðsmaður Sovétríkjanna í knattspyrnu sem leikið hefur með Sampdoria á Italíu, skrifaði undir samning við skoska liðið Glasgow Rangers á dögunum. Skosku meistaramir þurfa að greiða um 300 milljónir ISK fyrri Sovétmann- inn, sem er 28 ára. Hann verður dýrasti leikmaður skosku deildar- innar. Míkhaílíchenko leikur vænta- lega við hlið lands síns, Oleg Kuz- netsov, sem kom til Rangers í fyrra. ■ BRÖNDBY varð um síðustu helgi danskur meistari í knatt- spymu eftir jafntefli, 1:1, gegn næst efsta liðinu Lyngby. Bröndby hlaut 26 stig, Lyngby 24 stig og AGF hafnaði í 3. sæti með 20 stig. ■ IFK Gautahorg og Örebro eru efst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 14 umferðir með 26 stig. Malmö FF er í 3. sæti með 24 og Norrköping og AIK með 19 stig. ■ KATOWICE varð um síðustu helgi póslkur bikarmeistari í knatt- spymu í annað sinn í sögu félags- ins. Katowice vann Legia Varsjá 1:0 í úrslitum. Ikvöld KNATTSPYRNA 2. deild kl. 20 Akranesvöllur..........í A - Fylkir Hvaleyrarholtsvöllur.Haukar - ÍR Akureyrarvöllur......Þór - Selfoss Keflavíkurvöllur..ÍBK - Grindavík Þróttarvöllur..Þróttur - Tindastóll 1. deild kvenna kl. 20 KR-völlur.........KR - Þróttur N. 3. deild karla kl. 20 Grenivikurvöllur......Magni - KS 4. deild karla kl. 20 Valhúsavöllur.....Grótta - Hafnir Melar, Hörgárdal..SM - UMSE b GOLF SÚ-mótið i Leirunni Opna skipstjóra- og útgerðamanna- mótið i golfi verður hjá Goifklúbbi Suðurnesja í Leirunni í dag og hefst kl. 14. Öldungamót á Hellu Opna öldungamótið Hauks- og Her- mannsmótið verður haldið á vegum Golfklúbbs Hellu á Strandarvelli laugardaginn 29. júní og hefst kl. 10. Keppt verður í flokki 65 ára og eldri karla og 55 ára og eldri kvenna og leiknar 18 holur með forgjöf. Skráning í golfskálanum í dag kl. 13:30 - 20 (s. 98-78208).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.