Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÍJR: ;28Í JÚNÍ 1991 Indland: Herskáir múslim- * ar ræna Israelum Srinagar. Reuter. EINN ísraelskur ferðamaður lét lífið, annars er saknað og þrír særð- ust í átökum við liðsmenn lítt þekktra samtaka múslima frá Kasmír á Indlandi í gær. Samtökin, sem kalla sig „Verði íslömsku byltingar- innar“, halda þvi fram að ferðamennirnir hafi verið félagar í hrað- sveitum Israela. Reuter Sérsveitir sovéska innanríkisráðuneytisins reyna að hindra úkrainska þjóðernissinna í því að komast að þinghúsinu í Kíev til þess að mótmæla nýjum sáttmála fyrir sovésk ríkjasambandið sem þar var til umræðu. Það var um miðnætti á aðfara- nótt fimmtudags sem tólf herskáir múslimar réðust til inngöngu í hús- bát á Dal Lake vatninu í Srinagar og höfðu á brott með sér ísraelana sex auk tveggja kvenna. Konunum var fljótlega sleppt en ekið var burt með karlmennina. Þeir snerust þó fljótlega gegn árásarmönnunum og fjórum þeirra tókst að komast und- an eftir að hafa hrifsað til sín riffla og handsprengju. Einn ísraeli lét þó lífið og annars er saknað. Þeir sem komust undan eru þess fullviss- ir að þeim hafi tekist að særa að fresta umræðum um nýjan sambandssáttmála fyrir sovéska ríkjasambandið þar til í septem- ber og fela sérfræðingum að ganga úr skugga um það í milli tiðinni hvort ákvæði hans stöng- uðust á við fullveldissamþykkt lýðveldisins frá í fyrra. Hefur þar með verið gert út um vonir Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta um að sáttmálinn yrði undir- ritaður í þessum mánuði eða næsta. Að sögn blaðamanna í Kíev, höf- uðborg Ukraínu, samþykkti þingið með miklum meirihluta tiilögu frá Leoníd Kravtsjúk, forseta Úkraínu, um að fresta umræðunni til hausts. Forsetinn mun hafa lagt þetta til svo finna mætti málamiðlun milli íhaldssamra kommúnista er vildu samþykkja sáttmálann og þjóðem- issinna sem töldu hann óaðgengi- armið fram svo ég geti skýrt raun- verulega afstöðu þingsins," var haft eftir Kravtsjúk. Meðan á umræðunni í þingsölum stóð kom til ryskinga milli um 2.000 þjóðernissinna sem reyndu að kom- ast að þinghúsinu til þess að mót- mæla sáttmálanum. Alíka margir liðsmenn sérsveita sovéska inn- anríkisráðuneytisins lokuðu öllum aðkomuleiðum. Á 'endanum fóru nokkrir þingmenn til liðs við mót- mælendurna og fylgdu þeim inn á torgið fyrir framan þinghúsið en lengra komst fólkið ekki vegna öflugrar varðstöðu hersveita við innganga í þinghúsið. Gorbatsjov hefur sagt að sam- bandssáttmálinn yrði staðfestur í júlí, eða jafnvel júní. Með ákvörðun þings Úkraínu er úr sögunni sá möguleiki að hann yrði undirritaður áður en forsetinn hittir leiðtoga sjö helstu iðnríkja heimsí London í næsta mánuði. Með sáttmálanum er ætlunin að veita stjórnum lýð- veldanna aukin áhrif í eigin málum en mörkin milli valdsviðs lýðveld- anna og Moskvustjórnarinnar eru ekki skilgreind. Úkraínskir aðskiln- aðarsinnar segja sáttmálann festa lýðveldið í sovéska ríkjasambandinu og hófsamir þjóðemissinnar segja hann gera ráð fyrir of miklum ítök- um Kremlarstjórnarinnar. a.m.k. tvo árásarmannanna, en vissu ekki hversu alvarlega. Að sögn indverskra embættis- manna dvelja um þessar mundir um 60 ísraelar á húsbátum í Kasmír og Jamma, sem eru einu héruðin á Indlandi þar sem múslimar eru meirihluti íbua. Þing Úkraínu frestar af- greiðslu sambandssáttmála Kemur í veg fyrir áætlanir Gorbatsjovs um að staðfesta sáttmálann í júlí Moskvu. Reuter. ÞING Úkraínu samþykkti í gær legan. „Það verður að fá öll sjón ■ LONDON - Nýjustu rann- sóknaniðurstöður frá Bandaríkjun- um benda til þess að Lýbíumenn hafi átt þátt I sprengingunni sem grandaði flugvél bandaríska flugfé- lagsins Pan Am yfir bænum Loc- kerbie í Skotlandi árið 1988. Breska útvarpsstöðin BBC greindi frá þessu í gær, fimmtudag. Að sögn BBC gæti þetta verið ástæða þess hversu Bretar voru tregir til að taka upp stjórnmálasamband við Lýbíu þegar Lýbíumenn fóru þess á leit við þá nýlega. 270 manns fórustí sprengingunni og enn hefur ekki verið upplýst svo óyggjandi þyki hver bar ábyrgð á henni. ■ KAUPMANNAHÖFN - Þorskstofninn í Eystrasalti og Norðursjó er nú svo illa á sig kom- inn að fískifræðingar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, IECS, hafa mælt með 30% niðurskurði á veiðikvótan- um. Útlitið að því er aðrar fiskteg- undir varðar er einnig slæmt - aðeins síld og rauðspretta virðast ætla að spjara sig. Forsætisráðherra Yíetnams verður formaður kommúnistaflokksins Hanoi. Reutcr. FLOKKSÞINGI kommúnistaflokks Víetnams lauk í gær. Forsætisráð- herra landsins, Do Muoi, var kjörinn flokksformaður og hið 13 manna stjórnmálaráð flokksins yngt upp. Þá sagði utanríkisráðherra lands- ins, Nguyen Co Thach, af sér embætti. Do Muoi sagði þingfulltrúum að í Víetnam yrði áfram haldið á braut sósíalisma, áhersla yrði lögð á efna- hags- og stjórnmálalegar umbætur auk þess sem Víetnamar myndu reyna að vingast við fleiri þjóðir. Utanríkisráðherra Víetnams, Nguyen Co Thach, sem tókst í emb- ættistíð sinni að skapa stjómvöldum í Hanoi jákvæðari ímynd en forverum hans hafði tekist, tilkynnti í gær afsögn sína. Nguyen Co Thach, sem er 68 ára gamall, var þekktur fyrir að hafa ávallt svör á reiðum höndum og hann talaði ensku og frönsku reip- rennandi. Á fréttamannafundi lagði hann áherslu á að hann léti af embætti forsætisráðherra og störfum í stjórn- málaráðinu af fúsum og ftjálsum vilja. Hann lét þess einnig getið að hann hefði ekki óskað eftir því að taka við embættinu þegar hann var skipaður í það árið 1980. Slóvenar og Króatar eiga við ofurefli að elja Lundúnum. The Daily Telegraph. Hernaðarsérfræðingar segja að reynslulitlar hersveitir Slóvena og Króata eigi enga möguleika á að geta veitt Júgóslavíuher verulega mótspyrnu ef honum yrði beitt að fullu til að brjóta þær á bak aftur. Herlid fer inn í Slóveníu 138.000 manna herliS Júgóslavíu- hers er skipaS aS ná yffirráSum yfir öllum lanaamærastöðvum viS landa- mæri Austurríkis. Yfirstjórn hersins heitir aS berja niSur alla mótspyrnu. Slóvenía aetur kallaS út 68.000 manna varaliS, en hefur aSeins vopn handa 40.000. SkriSdrekar sendir inn í bór-g-' ina þegar þrír látast í átökum Slóvaka og Serba. BOSNÍA-HERZEGÓVÍNA REUTEfl „Það verða engar skipulegar og vel undirbúnar orrustur. Her- inn grípur að öllum líkindum til lögregluaðgerða og í einstaka til- vikum kynnu að bijótast út bar- dagar,“ sagði John Zametica, sér- fræðingur í málefnunK.Baíkan- skaga hjá Alþjóðaherfræðistofn- uninni í Lundúnum. „Sióvenar og Króatar hafa einfaldlega ekki nógu öflugar hersveitir til að geta komið vömum við gegn her Júgó- slavíu. Ég álít að þeir stefni að því að halda þetta út með þraut- seigju og koma umheiminum til skilnings um að ekki verður aftur snúið,“ bætti hann við. Væri brjálæði að berjast Heimavarnarliðið í Slóveníu hefur yfír fleiri vopnum að ráða en aðrar hersveitir Slóvena og Króata. Liðið er skipað 73.000 hermönnum og þrátt fyrir að Júgóslavíuher hafí reynt að gera vopn þess upptæk hefur því tekist að halda 40% af vopnum fót- gönguliða sinna. Þar á meðal eru fallbyssur, sem hægt er að beita gegn brynvögnum og skriðdrek- um og voru keyptar á svörtum markaði. Herforingjar heimavarn- arliðsins eru langflestir Slóvenar. í Slóveníu er einnig 56.000 manna heimalið, sem að sögn Zametica gengur ekki til liðs við júgóslavneska herinn þótt það verði kallað út heldur við 8.000 manna lögreglusveitir Slóveníu. Þá hafa slóvensk yfírvöld ný- lega hafíð tilraunir til að koma upp vísi að her í tveimur æfínga- stöðvum, sem hvor um sig hefur 250 hermenn og 30 herforingja. „Það væri bijálæði af Slóvenum að beijast og ég býst ekki við að þeir geri það. Þeir vita að þeir eiga enga möguleika,“ sagði Zam- etica. Króatar ver settir en Slóvenar Júgóslavneska hernum tókst að ná því sem næst öllum vopnum heimavamarliðsins í Króatíu. Auk þess eru flestir herforingjar liðsins Serbar og lítt hrifnir af sjálfstæð- isbaráttu Króata. „Króatar eru ver settir en Slóvenar en samt tel ég líklegt að þeir veiti mótspymu, einkum lögreglan," sagði Zam- etica. Króatíska lögreglan er skipuð 25.000 mönnum og hefur yfír vopnum að ráða. Króatísk yfirvöld keyptu 80.000 Kalashníkov-riffla frá Ungveijalandi fyrr á árinu, fengu léttvopn frá Singapore og sagt er þau hafí komist yfír bandarísk flugskeyti af Stinger- gerð, sem hægt er að beita gegn flugvélum. Króatar eiga einnig flutningaþyrlur búnar vélbyssum. Vígreifir Serbar Júgóslavíuher stafar lítil ógn af herafla Slóvena og Króata. Herinn hefur 138.000 menn undir vopnum, einkum Serba og Svart- fellinga, og 70% herforingjanna em Serbar sem hafa engan hag af því að Króatía og Slóvenía öðl- ist sjálfstæði. „Herinn er helsta vígi títóism- ans, þar ráða kommúnistar af gamla skólanum ríkjum og þeir eru á móti því að Júgóslavía liðist í sundur,“ sagði Zametica. Hann bætti við að Júgóslavíu- her hefði 20.000 hermenn í Slóv- eníu. Yfirmaður þeirra væri Konrad Kolsek, Slóveni sem ekki væri talinn líklegur til að neita að grípa til hernaðaraðgerða gegn eigin þjóð. Júgóslavíuher hefur um 1.850 skriðdreka, auk 1.934 stórskota- tækja, flugskeytaskotpalla og sprengjuvarpna. Flugherinn er skipaður 32.000 mönnum og hef- ur 455 orrustuþotur og 198 þyrl- ur. Flotinn hefur 10.000 hermenn, fimm kafbáta, fjórar freigátur og 59 strandgæsluskip. Zametica segir að þótt Slóvenar og Króatar hafi neitað að gegna herþjónustu eigi allir Serbarnir og Svartfellingamir, sem herinn getur reitt sig á, að nægja til að hann geti haldið Júgóslavíu sam- an með valdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.