Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 * Rekstrarfélag Alafoss: Rætl um að vinna verði lögð fram sem hlutafé STARFSMANNARÁÐ Álafoss og bæjarráð Akureyrar héldu fund í gær þar sem rætt var um skil- yrði væntanlegs rekstrarfélags Grenivíkursókn: Séra Pétur Þórarinsson sækir um EIN umsókn barst um stöðu sóknarprests í Grenivíkur- sókn, en umsóknarfrestur er nýlega runninn út. Sr. Pétur Þórarinsson fyrrverandi sókn- arprestur í Glerárprestakalli sótti um stöðuna. Björn Ing- ólfsson for- maður sóknar- nefndar sagði að væntanlega yrði boðað til kjörmanna- fundar innan skamms þar sem rætt yrði um ráðningu nýs prests í sókn- inni. Sr. Bolli Gústavsson gegndi stöðu sóknarprests í 25 ár, en hann var sem kunnugt er nýlega vígður til embættis vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal. Sr. Pétur Þórarinsson var um skeið sóknarprestur í Glerárpre- stakalli á Akureyri, en sat þar á undan á Möðruvöllum í Hörgár- dal og á Hálsi í Fnjóskadal. Sóknarprestur í Grenivíkur- sókn situr að Laufási, en sinnir þremur kirkjum, auk Laufás- kirkju, Svalbarðsstrandarkirkju og Grenivíkurkirkju. fyrirtækisins. Rætt hefur verið um það meðal starfsfólks að leggja fram vinnu í rekstrarfé- laginu sem hlutafé. „Starfsfólk leggur þunga áherslu á að leitað verði til allra sem hags- muna eiga að gæta svo þessi starf- semi leggist ekki af. Það hafa kom- ið fram efasemdir frá forráðamönn- um Akureyrarbæjar um hvort bæj- arfélagið eigi að taka beinan þátt í rekstri, en við lögðum á fundinum ríka áherslu á að aðilar sem eiga þarna hagsmuni ræði málið og skoði frá öllum hliðum,“ sagði Þórarinn Magnússon sem sæti á í starfs- mannaráði starfsfólks Álafoss hf. eftir fund með bæjal’ráði Akureyrar í gær. Þórarinn sagði það viss vonbrigði að allt útlit væri fyrir að ríkisvaldið hafi nánast ákveðið að fara fram á leigu vegna afnoýa af húsnæði, vél- um og tækjum Álafoss af væntan- legu rekstrarfélagi. Menn hefðu vonast til að fyrst í stað yrði ekki krafist leigu vegna þess á meðan verið væri að byggja nýtt fyrirtæki upp úr rústum þess gamla. Hann sagði liggja á að þoka málinu fram, of miklir hagsmunir væru í húfi, hætta væri á að t.d. viðskiptasambönd gætu glatast yrði mikill dráttur á að eitthvað gerð- ist.„Það er verið að vinna að þessu máli af miklum velvilja á ýmsum stöðum og við treystum því að á því verði tekið af alvöru, enda um mikið alvörumál að ræða,“ sagði Þórarinn. Á meðal starfsfólks hefur verið rætt um að leggja fram vinnu í væntanlegu rekstrarfélagi sem hlutafé og sagði Þórarinn það sýna hug fólksins til málsins, því flest starfsfólkið væri á lágum launum. Sr. Pétur. Þórarinsson Breytingar á Ráðhústorgi: Umferð verður lögð af UMFERÐ verður væntanlega lokað um Ráðhústorg eftir að búið verður að leggja lagnir og hellur á torgið næsta haust. Nauðsynleg umferð vegna verslana verður þó leyfð. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti endurskoðaða teikningu af Ráðhústorgi á fundi í vikunni, en að sögn Guðmundar Guðlaugssonar yfírverkfræðings hjá Akureyrarbæ Ný dönsk í 1929 HLJÓMSVEITIN Ný dönsk leik- ur á skemmtistaðnum 1929 um helgina, í kvöld, föstudagskvöld og einnig annað kvöld. Hljómsveitin hefur leikið á fjölda dansleikja og hefur einnig sent frá sér nokkrar hljómplötur. Nú ný- verið var gefinn út geisladiskurinn „Kirsuber" og er dansleikurinn í 1929 sá fyrsti sem hljómsveitin leik- ur á eftir útkomu disksins. Ur fréttatilkynningii felast breytingar í því að miðhring- ur torgsins verður minni er gerí var ráð fyrir í fyrstu. Þannig verður bifreiðum gert mögulegt að aka umhverfis torgið, en væntanlega verður í framtíðinni einungis leyfð nauðsynleg umferð um torgið í tengslum við verslunarrekstur. Framkvæmdir við Ráðhústorg hafa staðið yfir í sumar, jarðvegs- skiptum er að ljúka, en þá verða lagðar hitalagnir og síðan hellur, þannig að torgið hækkar um 15-20 sentímetra frá því sem nú er. Tæp- lega 20 milljónum króna verður varið á fjárhagsáætlun þessa árs vegna framkvæmda við Ráðhús- torg, en það fé dugar til að ljúka að mestu því sem gera þarf í ytri hring þess. (—:---------------]----------------N Utvegsmenn á Noróurlandi Utvegsmannafélag Noróurlands heldur fund á Hótel KEA sunnudaginn 30. júní kl. 16.00. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, og Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LIU, koma á fundinn. Stjórnin. BUSLAÐIGOÐA VEÐRINU Sorphaugar Akureyrarbæjar: Bifhjóla- slys á Olafs- fjarðarvegi BIFHJÓLASLYS varð á Ólafs- fjarðarvegi um kl. 19 á þriðju- dagskvöld. Stúlka sem var farþegi á bifhjólinu slasaðist mikið á fæti og var flutt með sjúkraflugi til Akureyrar. Ökumaðurinn slasað- ist minna. Slysið varð í krappri beygju skammt frá afleggjaranum að Skeiðsfossi. Svo virðist sem ökumað- urinn, piltur fæddur 1969, hafi misst stjórn á bifhjólinu og það kastast út fyrir veginn. Stúlkan sem var farþegi er talin lærbrotin auk þess sem hún hlaut aðra áverka. Þau voru á leið til Olafsijarðar þaðan sem þau eru. Þau voru flutt á sjúkrahú- sið á Siglufirði og þaðan var flogið með stúlkuna í sjúkraflugi til Akur- eyrar um kl. 23. ------------ Gúmmívinnslan: Fyrirtækið og framleiðslu- vörm’ til sýnis Sýningin „Sumar í Réttarhvammi" verður haldin tvær næstu helgar, 29.-30. júní og 6.-7. júlí næstkom- andi við Gúmmívinnslunna hf. Gúmmívinnslan hlaut fyrir skömmu viðurkenningu Norræns umhverfisárs fyrir brautryðjenda- starf í endurvinnslu. 1 tilefni þess verður almenningi gefinn kostur á að skoða fyriríækið og á sýningar- svæði utanhúss verða framleiðslu- vörur þess til sýnjs. Gúmmívinnslan framleiðir m.a. utanhússgólfefnið GV-reitinn og gúmmímottur sem nota má t.d. í bása, skip, á vinnustaði og sem dyra- mottur. Einnig verða til sýnis garð- húsgögn og leiktæki frá Höldi hf. og Nissan-jeppar frá Bifreiðaverk- stæði Sigurðar Valdimarssonar. Börnum verður boðið á hestbak á tímabilinu frá kl. 14-16 um helgina. Samið við Eyjafjarð- arsveit um sorplosun BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt samning við Eyja- fjarðarsveit um sorplosun á sorp- haugum Akureyrarbæjar í Gler- árdal. Þetta er fyrsti samningur- inn sem bærinn gerir við annað sveitarfélag uin sorplosun, en flest sveitarfélög í nágrenninu liafa farið þess á leit að slíkir samningar verði gerðir. Sveitarfélög í nágrenni Akur- eyrar hafa um árabil losað heimil- issorp á sorphaugum Akureyrar- bæjar í Glerárdal, ofan bæjarins. Guðmundur Guðlaugsson yfirverk- fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að eðlilegt hefði þótt að gera samn- inga þar um. Gert er ráð fyrir að þau sveitarfélög sem undirrita slíka samninga muni greiða tæplega 800 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfé- lagsins vegna sorplosunarinnar, en Guðmundur sagði að sú tala hefði verið fundin á þann hátt, að fjár- hagsáætlun vegna rekstrar sorp- hauganna hefði verið deilt niður á íbúafjölda sveitarfélaganna. Guðmundur sagði að nægt rými væri til staðar á sorphaugunum á Glerárdal, „um einhveija ótiltekna framtíð," eins og hann orðaði það. Fyrir liggur að gera mengunarmæl- ingar vegna sorphauganna og m.a. verða efni í sigvatni mæld í sumar og jafnfram er í ráði að gera jarð- fræðilega úttekt þar efra. Hvað flokkun sorps varðar, sagði Guðmundur að þegar væri farið að flokka gras- og garðaúrgang, auk timburs frá öðru sorpi og þá væri til staðar sérstakur gámur hvar mönnum er gert að losa sig við rafgeyma, auk þess sem í nokkrum verslunum í bænum væri tekið á móti rafhlöðum. Gjöf til Verkmenntaskólans íslensk forritaþróun hefur gefið Verkmenntaskólanum á Akureyri Opus Alt-viðskiptahugbúnað sem fyrirtækið hefur hannað. Myndin var tekin við afhendingu gjafarinnar, en á henni eru Hálfdán Örn- ólfsson, Haukur Jónsson, Sveinn Sigurðsson, Adam Óskarsson og Leifur Brynjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.