Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 VALDHROKI eftir Kjartíin Norðdahl Fyrrverandi og núverandi vald- hafar á íslandi hafa sýnt alveg ótrú- legan hroka í sambandi við samn-. inginn um hið evrópska efnahags- svæði (EES). Það er slegið fram fullyrðingum um ágæti þess að við gerumst aðilar, án þess að því fylgi nokkur rökstuðningur, sem almenn- ingi er ætiað að skilja. Því er slegið föstu, að fylgi Islendingar ekki með í þeirri „þróun“, sem nú á sér stað í Evrópu, fari hér allt í kalda kol. Þeir, sem efast og hvetja til vark- árni, eru sakaðir um einangruna- rstefnu og jafnvel uppnefndir á nið- randi hátt. Hrokinn er slíkur, að það hvarflar ekki að þeim valdhöfum sem fylgjandi eru aðild að svara heiðarlegum spurningum hins venj- ulega þjóðfélagsþegns, enda þótt þessir sömu menn hafi marglýst því yfir, að þessir samningar séu þeir þýðingarmestu frá upphafi lýðveldis á íslandi. Svo þýðingarmiklir, að þeir eigi eftir að snerta hvert ein- asta mannsbarn í landinu um ókom- in ár. Það er langt síðan utanríkisráð- herra lýsti því yfir, að búið væri að semja um 98% af því, sem semja ætti um. Tvö prósentin sem eftir væru vörðuðu hina vanheilögu þrenningu, sem ráðherra kallar svo, þ.e. fiskveiðar, landbúnað og greiðslur í þróunarsjóð. Fréttamenn standa gapandi upp í valdhafa og drekka í sig hvert orð af þeirra vör- um og hafa varla rænu á að spyrja nokkurra spurninga um níutíu og átta prósentin vegna síbyljunnar um fiskveiðimál, og þegar þeir þó gera það, með hangandi hendi, fá þeir annað hvort engin syör, sbr. nýleg dæmi í sjónvarpinu, eða þá að svo lítið er eftir af tíma þáttarins að sama og ekkert gagn er í umfjöllun- inni. Þessir menn, þessir fuiltrúar fólksins, vilja alls ekki upplýsa al- menning um fjórfrelsið. Þeir vilja ekki svara spurningum um það, hvernig íslendingar geti varið sjálf- stæði sitt, eftir að þeir hafa undir- gengist reglugerðarfarganið frá Brussel. Það eru blekkingar að halda því fram, að þetta sé nú ekk- ert nýtt því við séum aðilar að ýms- um alþjóðasamningum nú þegar, t.d. mannréttindasamningnum. Hér er ólíku saman að jafna, því hann hefur alls ekki enn verið tekinn inn í löggjöf íslendinga, en þessir 1.400 lagabálkar, sem um er rætt, verða hins vegar hluti af löggjöf íslands og munu hafa forgang fram yfir landslög. Þar er mikill munur á. Hvað á að hindra þegna EES- svæðisins í að kaupa hér upp lönd —, ekkert liggur fyrir um það, eng- in svör fást. Við breytum bara lög- unum (hér), segir ráðherra, en hvaða gagn er í því, þegar nýjar lagasetningar EES verða nánast sjálfkrafa lög á Islandi og hafa for- gang umfram íslenzk lög. Annars væri líka ekkert gagn í þessu fjór- frelsi EES, sem er grundvallaratriði í samningunum. Þegnar EES eiga allir að hafa sama rétt á öllu svæð- inu. Þetta er staðreyndin. Hvað gætum við gert, ef fjölda- fólksflutningar hingað til lands ættu sér stað? Það þýðir ekkert að segja — en hver vildi svo sem flytja hing- að? í því felst engin trygging. Var ekki verið að fullyrða í DV um dag- inn, að hér á landi væru ein beztu lífskjör í heimi. Takið nú á ykkur rögg, ráðherr- ar, og svarið spurningum fólksins. Hvers vegna er það svona áríðandi að gerast aðilar að þessum samn- ingi? Ef við verðum svona mikið á eftir hinum Evrópuþjóðunum, ef við skrifum ekki undir samninginn, hvað ætlið það þá að gera, þegar nánast allar hinar EFTA-þjóðirnar eru gengnar í EB, með öllu því af- sali fullveldis sem í því felst? Hvernig er uppsagnarákvæðum samningsins háttað? Eða á samn- ingurinn að binda ókomnar kynslóð- ir? Hvers vegna er ekki rætt um þetta atriði? Er alveg víst, að forsprakkar EB þróunarinnar hafi rétt fyrir sér? Er það örugglega af hinu góða, að þjóð- ir Evrópu afsali sér sjálfstæði sínu og gangi inn í hreinan samruna og gerist Bandaríki Evrópu? En það er lokamarkmiðið, segja frum- kvöðlar EB. Til hvers voru menn að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði og færa fórnir, sem kostuðu ólýsan- legar þjáningar, til þess eins að kasta síðan árangrinum í þetta fer- lega bákn, sem stjórnun Evrópu stefnir í að verða? En það má ekki tala svona, þá er maður á eftir, skilur ekki hinn óhjákvæmilega gang mála. Skilur ekki að ef við viljum teljast með alvöruþjóðfélögum verðum við að skrifa undir. Kjartan Norðdahl „Það er óbifanleg sann- færing mín, að göngum við í EES er það jafn- víst og að jörðin snýst, að innganga í EB fylgir á eftir, en það er nokk- uð sem enginn sljórn- málaflokkur hér á landi hefur lýst sig fylgj- andi.“ Sem dæmi um fyrrnefndan óskilj- anlegan hroka vil ég nú tilfæra eft- irfarandi, og bið menn vinsamlegast að hugleiða rétt aðeins, hvaða hug- arfar búi að baki hjá þeim mönnum, sem dæmin eiga við. Kaldar kveðjur „Sá tími er liðinn að hin íslenska þjóð geti látið sér nægja að standa álengdar og horfa með heimóttar- svip á það sem gerist með öðrum þjóðum." (Leturbr. mín, KN.) Skv. Orðabók Menningarsjóðs þýðir orðið — heimótt: feiminn og klaufalegur maður, löðurmenni, mannleysa, rola, gunga, bjálfi. Viðkunnanleg orð, ekki satt. Hver skyldi það nú vera, sem finnst svip íslenzku þjóðarinnar bezt lýst skv. ofangreindri skilgreiningu? INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B.1985 Hinn 10. júlí 1991 er þrettándj-fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B. 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 13 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,-kr. skírteini = kr. 511,90 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.023,80 " " 100.000,-kr. " = kr. 10.238,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1991 til 10. júlí 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3121 hinn 1/júlí 1991. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.13 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1991. Reykjavík, 28. júní 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Maður gæti helzt látið sér detta í hug einhver hrokafullur erlendur embættismaður, sem liti stórt á sjálf- an sig og niður á aðra, einkum ís- lendinga, en svo er þó ekki. Þessar hugrenningar í garð þjóðarinnar 'opinberaði enginn annar en sjálfur forsætisráðherra íslands, Davíð Oddsson. En á hvaða stað og stundu fannst hinum nýbakaða forsætisráðherra við hæfi að gera þessa afstöðu sína til fólksins í landinu heyrinkunna? Staðurinn var Austurvöllur og stundin var 17. júní, þjóðhátíðardag- ur Islendinga. Hrokinn og lítilsvirðingin sem lýs- ir sér í þessum orðum ráðherrans er slíkur, að menn í hans eigin flokki hrukku í kút, er þeir hlýddu á ræð- una. En ekki er allt búið enn. Næst dundu á landsmönnum aðvaranir um, að ef nú ekki yrði farið að hlutsta á taut og raul annarra þjóða manna myndum við, íslendingar, lenda í einangrun og verða að ís- lenskum „Palla“, — einum í heimin- um! Því miður er forsætisráðherra ekki einn um þessa skoðun. Svo rammt kveður að þessum hugsunar- hætti hjá sumum sjálfstæðismönn- um, að nafn flokksins fer bráðum að verða öfugmæli og væri þá nær að kalla flokkinn — ósjálfstæðis- flokkinn. Kotungar á kúskinnsskóm Þegar stjórnarandstaðan flutti vantrauststillögu á ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar haustið 1989, komst flutningsmaður, Þor- steinn Pálsson, núverandi sjávarút- vegsráðherra, m.a. svo að orði: „Og utanríkisráðherra á að fara á sam- eiginlegan ráðherrafund EFTA og Evrópubandalagsins án þess að hafa formlegt umboð frá Alþingi um stefnu íslands í þessum efnum. Veganesti hæstv. utanríkisráðherra er bókun sem gerð var í pukri og í skyndi í ríkisstjórn án samráðs við Alþingi (var einhver að nefna Við- ey?, innskot mitt, KN.) og utan á þá bókun eru hengdar yfirlýsingar Alþb. um allsheijarfyrirvara." Svar utanríkisráðherra við þess- um athyglisverðu orðum voru m.a. á þessa leið: „Eru það hugmyndir Sjálfstæðisfl. að breyta íslandi í ein- hvers konar Árbæjarsafn á meðal þjóða á sama tíma og múrar ófrelsis- ins eru að hrynja um þvera og endi- langa Evrópu? Eru það hugmyndir sjálfstæðismanna að breyta íslandi í einhvers konar Albaníu norðursins? Er þetta framtíðarsýn þessara manna? Hver hefur gefið Þorsteini Pálssyni umboð til þess að gera Sjálfstæðisflokkinn að málsvara ein- angrunar og kotungssjónarmiða? Ætla sjálfstæðismenn að fylgja Þor- steini Pálssyni á kúskinnsskóm Kvennalistans út í þessa vitleysu?“ Ja, hvað sem annars má segja um þennan helzta foringja alþýð- unnar- á íslandi, Jón Baldvin Hannibalsson, verður hann ekki beinlínis sakaður um að líta upp til hennar. Sem sagt, þið, sem eruð e.t.v. óviss um, að með inngöngu íslands í EES sé verið að fara út á alls kostar heillavænlega braut, eruð einangrunarsinnar og kotungar, sem gangið á kúskinnsskóm og horfið með heimóttarsvip til ann- arra þjóða. Eg ætla ekkert að fara út í það hér hvers konar hugarfari það lýsir í sjálfu sér að vera að hæðast að klæðnaði forfeðra og formæðra okk- ar, en hitt vil ég segja, að það er til háborinnar skammar að kenna Islendinga, hvort heldur er liðna eða núlifandi, við einangrunarstefnu eða að þeir séu með einhvern heimóttar- svip varðandi útlönd, því þeir hafa verið, eru og munu verða manna víðförlastir og einmitt sýnt mikinn áhuga á öllu því er erlendis gerist og haft skilning á gildi góðra sam- skipta við önnur lönd og aðrar þjóð- ir. Örlög þjóðar Ég geri mér Ijóst, að sannfæring eins þarf ekki að vera neitt sannfær- andi fyrir aðra, en ég segi það samt, að það er óbifanleg sannfæring mín, að göngum við í EES er það jafn- víst og að jörðin snýst, að innganga í EB fylgir á eftir, en það er nokkuð sem enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hefur lýst sig fylgjandi. Það þarf ekki annað en líta yfir þróunar- ferilinn í Evrópu til þess að sjá að þetta verður hinn óhjákvæmilegi endir. Eina vonin er að einhver Norðurlandaþjóðanna þori að taka aðra stefnu. Höfundur er flugstjóri og lögfræðingur. Gurudev og kripalujóga eftir Kristínu Norland Kripalumiðstöðin, ein stærsta jóga- og heilunarmiðstöð Bandaríkj- anna, er Islendingum að góðu kunn. Þangað sækja þeir árlega ásamt þúsundum manna víðs vegar að úr heiminum til þess að taka þátt í námskeiðum og hlýða á kenningar jógaheimspekingsins Gurudevs, en hann heldur einmitt fyrirlestur og námskeið hér á landi 27.-30. júní nk. Gurudev er einn af fáum er tekist hefur með útfærslu sinni á jóga, kripalujóga, að taka fornar austræn- ar jógakenningar og aðlaga þær vestrænum lífsháttum og hugsun. Kripalujóga einskorðast alls ekki við ákveðnar jógastöður þótt þær séu mikilvægt tæki til þess að uppgötva og nýta lífsorkuna er í okkur býr. Kripalujóga felur þess í stað í sér samspil líkama, huga og sálar. Gífurlegt orkutap hlýst oft af við- brögðum okkar við aðstæðum sem við kjósum að vera óánægð með. Þegar okkur mislíkar við einhvern, óskýrist hugsun okkar mjög fljótlega og við hegðum okkur í ósamræmi við vilja okkar. Einnig getum við oft spillt aðstæðum-sem annars væru orkugefandi. Skokk til að mynda gefur að öllu jöfnu þol og orku. En sú manneskja sem skokkar með óánægju að förunaut er fljót.að tapa þeirri orku er hún á annað borð hefði getað öðlast við hreyfinguna. Við ástundun kripalujóga vekjum við ekki einungis upp orku okkar heldur náum við einnig að varðveita hana. Gurudev bendir okkur á að horfa hlutlaust og án væntinga eða ótta á allt sem gerist. Við getum lit- ið á okkur sjálf sem vitni í vitna- stúku. Við sjáum veikleika okkar en dæmum þá ekki, greinum hæfileika okkar en ofmetnumst ekki. Við erum samsafn af kostum og göllum þar sem hver hluti hefur jafnmikið lær- dómsgijdi. Við berum fulla ábyrgð á lífi okk- ar. Við erum sjálf orsök allra okkar vandamála og skoðana, þ.e.a.s. það er hvernig við upplifum vandamálin sem veldur okkur hugarangri, ekki vandamálin sem slík. Erfiðleikar hjá einum manni eru öðrum smámunir. Allar okkar venjur, skoðanir og kenn- ingar eru því okkar eigið sköpunar- verk. Það eru einungis við sjálf og enginn annar sem getur breytt þeim. Breytingin kemur alltaf innan frá. Kripalujóga er jóga umbreyting- anna. Sú orka er vaknar við ástund- un jóga, og orka sú er varðveitist við það að kyrra hugann og horfa 'með fullri meðvitund á hveija ein- ustu stund, nýtist okkur á leið til nýs og auðugra lífs. Höfundur er félagi i Heimsljósi, félagi áhugafólks um kripalujóga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.