Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 38
. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUIt 28. JpNÍ ,1991 38 Minning: Jón H. Guðmunds son fv. skólastjóri Fæddur 3. desember 1913 Dáinn 20. júnl 1991 Jón H. Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri lést 20. júní síðastliðinn eftir stutta en erfiða sjúkrahúsvist. Með Jóni er genginn maður sem lifði ríku lífi, maður sem var alla tíð ungur í anda og ferskur í hugsun. Góður samferðamaður sem ávallt miðlaði öðrum í krafti visku og hug- sjónar. Eftir stendur stóríjölskyldan hans, beygð í söknuði sínum en rík í hjartanu að hafa átt hann að. Sjálf kveð ég með þessum fátæklegu orð- um elskulegan tengdaföður, kæran vin og pólitískan samherja. Jón H., eins og hann var jafnan nefndur, var einn þeirra sem aldrei spurði: „Hvað fæ ég?“ heldur ávallt: „Hvað get ég lagt af mörkum?“ Þetta viðhorf ein- kenndi hann bæði í starfi og á póli- tískum vettvangi en ekki síst í sam- skiptum við börnin sín en þau áttu í föður sínum einstakan vin. Þeir sem þekktu fjölskylduna höfðu það gjaman á orði hversu vilj- ugur hann Jón væri að hjálpa börn- unum sínum. Þannig var hann alltaf boðinn og búinn hvort sem verið var að byggja eða lagfæra, hvort sem þurfti að leysa eitthvert mál eða rétta ungviðinu í fjölskyldunni hjálpar- hönd, t.d. í námi. Börnin, tengdabömin og elstu barnabömin kölluðu hann gjaman „godfather“ og í því orði fólst ást og virðing til manns sem í raun var ættarhöfðingi í þess orðs fyllstu merkingu. Jón H. Guðmundsson var fæddur 3. desember 1913, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Guð- mundar Einarssonar refaskyttu og bónda á Brekku á Ingjaldssandi. Guðrún fæddi manni sínum 17 böm en fyrir átti Guðmundur fögur börn og gekk Guðrún einu þeirra í móður- stað. Þrátt fyrir -að fimm bamanna kæmust ekki á legg ólst Jón upp í mjög stómm systkinahópi á Brekku. Hann lauk kennaraprófí árið 1938 og kenndi við bamaskólana á Núpt, í Njarðvík og Keflavík þar til hann varð kennari við Bamaskóla ísafjarð- ar, en þar starfaði hann frá 1942 til 1963, þar af sjö ár sem skólastjóri. Þaðan lá leiðin til Kópavogs þar sem hann tók við skólastjórn í nýbyggð- um Digranesskóla haustið 1964 og við þann skóla lauk hann sinni starfs- ævi. Jón kvæntist Sigríði M. Jóhannes- dóttur 13. september 1938. Þau eign- uðust saman átta börn og þessi ein- stöku hjón hafa alla tíð búið bama- hópnum sínum alveg yndislegt heim- ili, sem seinna varð bamabömunum líka einstakur griðastaður. Inn á þetta heimili flutti ég ung að áram þegar okkur Sverri, elsta syninum, fæddist fyrsta barnið okkar. Frá þeirri stundu má segja að Sigga og Jón hafi gengið mér í foreldrastað, því alla tíð síðan hafa þau komið fram við mig sem væri ég eitt af bömum þeirra. Það hefur verið gott að lifa í ná- vist Siggu og Jóns og böm þeirra sérstaklega samheldin systkini. Tengdaforeldrar mínir ólu börn sin upp við mikil jafnréttissjónarmið, svo einstakt var á þeim tíma. Þrátt fyrir hvað tengdapabbi var störfum hlað- inn þegar bömin voru ung, tókst honum að verða þeim fyrirmynd í þeim efnum sem og svo mörgu öðra. Þau hjón litu á bamalán sitt sem sína mestu gæfu og sögðu oft eftir að bömin uxu úr grasi að sínar bestu og skemmtilegustu stundir ættu þau með bömum sínum. Víst er að fyrir aðra var það sérstök upplifun að vera með þessari samheldnu og glöðu fjölskyldu á góðri stund. Fjölskyldan hefur, frá því að hún flutti í Kópa- vog, búið að Álftröð 5 og öllum sem þar bar að garði var tekið opnum örmum. Þangað þótti gott að koma. Álftröð 5 var miðstöð, þar hittist fjöl- skyldan og síðasta áratug eftir að Jón hætti í skólanum var Álftröðin í enn ríkari mæli vettvangur um- ræðna um hvað eina sem efst var á baugi. Þó tengdamóðir mín, hvunndagshetjan, muni áfram sinna sínu gjöfula hlutverki er nú skarð fyrir skildi í Álftröð, skarð sem ekki verður bætt. Böm Jóns H. Guð- mundssonar sem í dag kveðja hann eru Sverrir Jónsson kvæntur undir- ritaðri, Jóhannes Guðmundur kvænt- ur Sigrúnu Sigurðardóttur, Jóna El- ísabet gift Ulrik Arthúrssyni, Önund- ur kvæntur Gróu Stefánsdóttur, Guð- rún Helga gift Baldvin Erlingssyni, Erlingur Andrés kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, Halldóra gift Ed- ward Sverrissyni, Kristín Sigríður gift Jóni Ólasyni og Ingibjörg í sam- búð með Árna Ármanni Ámasyni. Jón H. var mikill hagleiksmaður og það lék allt í höndum hans. Hann var listasmiður og að sama skapi var hann andans maður, víðlesinn og bjó yfir frásagnarlist og þeirri orðsnilld sem er ríkidæmi þess er kallast góð- ur penni. Jón H. var mikill skólamað- ur og farsæll í starfí. Sem skóla- stjóri bar hann mikið traust til sam- kennara sinna og var opinn fyrir nýjungum í skólastarfí, það fór því fljótlega gott orð af hinum nýja Digranesskóla og skólastjórinn var vel látinn af samstarfsfólki. Það seg- ir sína sögu um manninn að hann lét af störfum um leið og hann komst á aldur þrátt fyrir áskoranir, því hann ætlaði ekki „að falla í þá gryfju að hafa e.t.v. ekki dómgreind til þess seinna að víkja tímanlega fyrir ungu, hæfu fólki“. Jón H. var mjög pólitískur og gekk ungur jafnaðarstefnunni á hönd, sem var ekki algengt um unga bænda- syni í þá daga. Alla tíð síðan hefur hann verið leiðandi afl í pólitísku umhverfí sínu og tilbúinn til dáða. Gilti þá einu hvort um var að ræða forystuhlutverk fyrri ára, störfin í bakvarðarsveitinni hin síðari ár eða einfaldlega að taka til hendi í félags- húsnæði okkar kratanna I Kópavogi en þar átti hann ófá handtökin. Félagsmálaferill hans spannaði vítt svið. Hann var bæjarfulltrúi á ísafirði á áranum 1950 til 1964 og hafði áður verið varabæjarfulltrúi í fjögur ár. Vann alla tíð að útgáfu Skutuls, flokksblaðsins þar vestra, formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokks- ins 1950 til 1963, formaður Bygg- ingasamvinnufélagsins auk þess sem hann í 17 ár var formaður Sjómanna- félags ísfírðinga. Eftir að Jón H. flutti í Kópavog var hann m.a. varabæjarfulltrúi tvö kjöríímabil, í stjórn sjúkrasamlagsins og í bygginganefnd íbúða fyrir aldr- aða. Hann hóf fljótlega að sjá um útgáfu Alþýðublaðs Kópavogs og var ritstjóri þess til dauðadags. Hann var sterkur liðsmaður og mótandi þátt- takandi í því pólitíska samfélagi sem Alþýðuflokksfélag Kópavogs er og þar sem á öðrum vettvangi innan flokksins, var hann rödd sem hlustað var á. Hann var sterk rödd manns með pólitískar rætur i fortíðinni, manns með þekkingu og visku til að vera síungur þátttakandi í átökum pólitískra viðhorfa dagsins í dag, án þess nokkum tíma að missa sjónar á því sem var rauði þráðurinn í lífs- viðhorfí hans, jafnaðarstefnunni. Jón H. sinnti margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn í áranna rás. Hann átti fram á síðustu ár sæti í flokksstjóm, var þinglóðs í þingflokki Alþýðuflokksins eitt kjör- tímabil, fulltrúi í Húsnæðismála- stjórn hátt í tvo áratugi og ritstjóri Alþýðublaðsins í afleysingum. Jón H. Guðmundsson hafði hríf- andi málflutning og það var gefandi að eiga við hann pólitískar umræð- ur. Við áttum margar góðar stundir saman í eldhúskróknum heima á Hlíðarvegi. Alltaf var hann tilbúinn að ræða málin eða að hlusta og allt- af virti hann skoðanir mínar til fulls ef okkur greindi á um leiðir að því sameiginlega marki sem við stefnd- um að. Ég mun sakna hans. Eftir stendur minning um mann sem alit sitt líf hafði áhrif á um- hverfí sitt. Mann sem lagði sitt af mörkum til að byggja gott og rétt- látt þjóðfélag. Minning um góðan mann. Börnin okkar Sverris, Sigutjóna, Eyjólfur Orri og Jón Einar, þakka afa sínum ástúð og góða leiðsögn gegnum árin. Ég þakka kæram vini dýrmæta samfylgd. Rannveig Guðmundsdóttir í minnirigu tengdaföður og afa, Jóns H. Guðmundssonar, fyrrverandi skólastjóra. Jón H. Guðmundsson var maður- inn sem einatt lagði hönd á plóginn. Með verkviti sínu og rökréttri hugsun rétti hann mörgum manninum hjálp- arhönd á lífsleiðinni. Jón H. var látlaus maður og lítillát- ur, en í hjarta sínu stórhuga hugsjón- amaður, sem lætur eftir sig mikið starf og óeigingjarnt með fyölskyldu sinni sem og í félagsmálum. Allir sem Jóni H. kynntust náið, sáu eldinn brenna í augum og fundu hlýja hönd og heitt hjarta. Þakklæti beram við í brjósti sem fengum að vera samferðamenn hans í þessu lífi og fáum að njóta hans í afkomendum okkar. Blessuð sé minning hans. Edvard Sverrisson Ég, tengdadóttir Jóns, vil skrifa um hann nokkur orð, sem þakklætis- vott fyrir það sem hann gaf mér. Mér var tekið opnum örmum þeg- ar ég kom í fölskylduna og fann strax góðan vin í honum. Við áttum marg- ar góðar stundir saman og alvaran sat ekki alltaf í fyrirrúmi í samræð- um okkar, enda ekki mín sterkasta hlið. Þó gátum við rætt andans mál með alvöra, þó svo alltaf væri stutt i broslegu hliðarnar. í hvert sinn er við kvöddumst, spurði ég hann sömu spurningarinn- ar, íblandinni alvöra: „Nonni, elsk- arðu mig ennþá, föðurlausan aum- ingjann?" Og hann svaraði ávallt um leið og hallaði undir flatt: „Já, Gróa litla, hvað get ég annað." Þetta er sú minning sem stendur mér efst í huga á þessari stundu þegar ég kveð elsku vin minn og megi Guð og allt sem best er vera með honum alla tíð. Þér, elsku Sigga mín, og ykkur öllum úr Álftröðinni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona að Guð og gæfan geymi og verndi ykkur öll. Gróa Hann er dáinn hann elsku afi minn, Jón H. Guðmundsson, og það er með þungum huga og söknuði sem ég kveð hann í dag. Mig langar að minnast hans í örfá- um orðum, en á svona stundum finnst best hve fátækleg orð era í höndum þess sem ekki kann að nota þau. Og hann afí kunni að koma fyrir sig orði, hann var lengst af skólastjóri, fyrst í barnaskólanum á ísafirði, síð- ar í Digranesskólanum í Kópavogi. Hann kenndi íslensku og var mjög umhugað um móðurmálið, það var honum metnaðarmál að við kynnum góða íslensku. Hann var góður kenn- ari, og við eram ófá bamabömin hans sem nutum góðs af því og tala ég þar af reynslunni. Ég var 12 ára, nýkomin úr nokkurra ára dvöl er- lendis og íslenskukunnáttan bágbor- in. Þá tók afí mig í einkatíma sem fengu tvöfalt gildi; ég kynntist hon- um afa upp á nýtt og lærði móð- urmálið í eitt skipti fyrir öll. Sam- skipti okkar úr einum af fyrstu tím- unum okkar hafa fylgt mér alla tíð, ég hef sjálfsagt ekki verið nógu áhugasöm, því hann afí horfði smá- stund á mig, síðan dæsti hann, lyfti augabrúnunum og sagði svo með fullum þunga: „Jóna litla, móðurmál þitt er. menningararfurinn þinn og grunnur góðrar menntunar er að kunna vel málið sitt!“ Og það var rétt, móðurmálið var ein besta gjöfm sem hann gaf mér. Seinna þegar ég kom hlaupandi inn með umsóknir, bréf eða ritgerðir, þá gaf hann sér ávallt tíma ti! að fara yfir málfarið og útskýra hversvegna betra væri að orða hlutina öðravísi. Hann var góður lærifaðir. Afí var pólitískur og tók virkan þátt í starfí Alþýðuflokksins og væri hann ekki í skólanum, eða úti í bfl- skúr, þá var hann á fundi. Lengst af voru helstu fundimir hans hús- næðisstjórnarfundir. Mér fannst hann afí alveg rosalega mérkilegur, því fyrir 20 áram voru fundir ekki eins algengir og í dag og ég þekkti engan annan en afa sem fór á fund. Afí var félagslyndur og aldrei ánægðari en með fullt húsið af böm- um sínum, bamabömum og vinum. Þá ljómaði sá gamli, gekk um allt og tautaði: „Ég er gamall og leiðin- legur, það vill mig enginn,“ kímdi og naut þess að vera sannfærður um eigið ágæti! Bemsku minnar jól í Álftröðinni hjá afa og ömmu era með sælustu bemskuminningum mínum. Öll stórfjölskyldan samankomin í sínu fínasta pússi á mestu hátíð árs- ins, afi las á pakkana og það mátti bara opna einn í einu, afí sá um það. Sinalco og appelsín uppi í geymslu, smákökur og kleinur inni í búri og ailir máttu drekka og borða eins og þá lysti. Gamlárskvöldin hafa alltaf verið haldin í Álftröðinni, skemmtilegustu „partíin“ í öllum bænum þar sem allir aldurshópar skemmtu sér sam- an. Á þeim stundum kom berlegast I Ijós hve fróður og skemmtilegur afi var, því hann var góður sögumað- ur og naut þess að segja frá, en hafði jafnframt þann hæfileika að draga fram frásagnarhæfileika ann- arra. Sem barn gisti ég mikið hjá afa og ömmu, bjó þar jafnvel langdvölum ásamt foreldram mínum. Þá var afi vinsælastur í kvöldsöguna, þó hélt hann því fram að aldrei væri góð vísa of oft kveðin og svæfði okkur Kristínu alltaf með sömu sögunni; sögunni um „Eineyg, Tvíeyg og Þrí- eyg“. Síðan breiddi hann vel ofan á okkur og kyssti okkur „blautan" koss á ennið. Við voram orðnar ansi gamlar þegar afí sagði okkur söguna síðast. Afí var hagyrðingur góður og smíðaði stökur og vísur um öll böm- in og bamabörnin sín, en honum var ekki bara lagin hugarsmíðin, hann var einnig afbragðsvölundur. Það var góð tilfinning að leggja framburðinn sinn í rúm sem hann afi smíðaði með ást og umhyggju 30 árum áður fyrir fyrsta barnabarnið sitt. Alls staðar í kringum okkur má sjá handverkin hans og á heimilum okkar liggja ófá. handtökin hans, því hann lá ekki á liði sínu þegar stórframkvæmdir vora á heimilunum. Það var ávallt auðsótt að fá hann afa til að smíða fyrir sig þótt hann hefði nóg af verkefnum í smíðavinn- unni. Hann innréttaði smíðaverk- stæði í bílskúmum og síðustu 10 árin mátti fínna afa þar, með sag undir skónum sínum, pípuna í munn- vikinu, bograndi með spýtu milli handanna yfir ískrandi vélunum. Þannig undi sá gamli sér best, varð annarshugar, og hann afí var helst ekki truflaður úti í bílskúr, þar var hans heimur, hans afdrep. í dag eru vélamar þagnaðar og spýturnar safna ryki úti í bílskúr. í stuttri minningargrein verður aldrei hægt að gera þessum merkis- manni nógu góð skil. Allri kímninni sem hann átti til, hlýjunni, umburðar- lyndinu, skapinu, því enginn gekk of langt nærri honum afa heldur, hann var skapheitur maður, hann var — hann var afi minn sem mér þótti afskaplega mikið vænt um! („Jóna litla, aldrei tvö lýsingarorð í röð.“) Núna þegar ég er að kveðja hann afa streyma fram minningamar og upp í hugann kemur brot úr sam- skiptum okkar síðustu árin og ég sé hann standa í eldhúsinu í Álftröð með pípuna í annarri hendi, hin að leita að eilíflega týndum eldspýtum og segja: „Jæja Jóna litla, hvað er svo að frétta utan úr hinum stóra heimi?" Þau era þung sporin heim í dag! Kæram frændsystkinum mínum samhryggist ég og þá sérstaklega ömmu minni, Sigríði Jóhannesdóttur, og litlu sólargeislunum hans afa, Pésa og Perlu, sem leita afa og fínna hann ekki. Guð blessi elsku afa minn. „Jóna litla“ Sigurjóna Sverrisdóttir í minningu föður míns, Jóns H. Guðmundssonar. Við áttum saman eftirlætiskvæði, Skógarhind eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Langt inn í skóginn leitar hindin særð og leynist þar, sem enginn hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð. Svo ijarar lífið út... 0, kviku dýr Reikið þið hægt, er rökkva tekur að og ijúfið ekki heilög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felustað vill fá að deyja ein á bak við tré. Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt mun bleikur mosinn engum segja neitt. En þú, sem veist og þekkir allra mein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fólnað laufið falla af hverri grein og fela þennan hvíta skógardraum. Er fuglar he§a flug og morgunsöng og fagna því, áð ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind, - öll nema þessi eina, hvíta hind. Í huga mínum og systkina minna var hann pabbi okkar besti pabbi í heimi. Megi hann hvfla í friði. Prinsessan Þeir vora tveir. Annar var formað- ur Sjómannafélags ísfírðinga. Hinn var formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs. Báðir áttu þeir sæti í bæjar- stjórn ísafjayðar og veittu Alþýðu- flokknum á ísafírði forystu í bæjar- málum. Báðir voru þeir kennarar við , Barnaskólann á Isafirði. Saman rit- stýrðu þeir Skutli, blaði Alþýðu- flokksins á ísafírði, sem kom þá reglulega út. Vora uppnefndir „Skut- ulskennararnir“. Auk þess að vera daglegir samstarfsfélagar vora þeir nánir vinir og um skeið sambýlis- menn í því fræga húsi Alþýðuhúsinu á Isafirði. Annar þeirra var faðir minn, Björgvin Sighvatsson. Hinn var Jón H. Guðmundsson sem við kveðjum nú í dag. Samstarf þessara tveggja manna var náið og vinskapur mikill frá fyrstu tíð, en þeir komu báðir til starfa við Bamaskólann á ísafírði um svipað leyti, Jón H. Guðmundsson einu ári áður en faðir minn. Kunn- ingsskapur hafði verið með þeim áður en strax á fyrstu ísafjarðarár- unum tókst með þeim mjög náinn vinskapur sem og milli fjölskyldna þeirra beggja. Skoðanir þessara tveggja manna féllu mjög í sama farveg. Báðir höfðu þeir mikinn áhuga á verkalýðsmálum og stjóm- málum og vora einarðir og afdráttar- lausir stuðningsmenn jafnaðarstefn- unnar. Báðum vora þeim falin mikil trúnaðarstörf í vestfírsku verkalýðs- hreyfíngunni og í bæjarmálum fyrir Alþýðuflokkinn á ísafírði. Á þessum vettvangi urðu þeir svo nánir sam- starfsmenn að varla var annar nefnd- ur til sögunnar án þess að hins væri jafnframt getið. Alþýðuflokkurinn á Isafírði átti því láni að fagna að eiga marga mjög merka forystumenn í sínum röðum. Jón H. Guðmundsson var í þeim hópi. Minningin um Jón H. Guðmunds- son og fjölskyldu hans er því samof- in minningu bemskuáranna í huga mínum. Á bemskuárum mínum bjuggu Jón H. Guðmundsson og kona hans, Sigriður, ásamt bömum sfnum um skeið á efstu hæðinni í Aiþýðu- húsinu andspænis foreldram mínum og samgangur var mikill milli fjöl- skyldnanna. Jón H. Guðmundsson var auk þess einn af aðalkennuram mínum í barnaskóla en hann fékk allra manna Iof fyrir góða kennslu. Hann hélt góðum aga og naut virð- ingar hjá nemendum sínum og for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.