Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 148. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Walesa í höfuðstöðvum NATO: Mun tryggja öryggi við breyttar aðstæður Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „VIÐ jörðuðum Varsjárbandalagið endanlega 1. júlí, það var ánægju- leg jarðarför," sagði Lech Walesa, forseti Póllands á blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær. I ávarpi á fundi Norður-Atlantshafsráðsins fyrr um daginn hafði Walesa sagt að NATO myndi gegna því mikilvæga hlutverki að tryggja öryggi Evrópu við breyttar aðstæður. Walesa er annar þjóðarleiðtogi fyrrverandi kommúnistaríkis sem heimsækir höfðustöðvar NATO opinberlega, áður hafði Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu heim- sótt þær í mars sl. í ávarpi sínu í gær sagði Walesa. að Pólverjar væru ákveðnir í að standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og menningu á grundvelli lýðræðis, einstaklingsfrelsis og virðingu fyrir frelsinu. „Við lítum á NATO sem varanlegan hluta af framtíð Evrópu. Það mun sem fyrr gegna því mikilvæga hlutverki að tryggja öryggi Evrópu við breyttar aðstæður,“ sagði Walesa. Pólverja skipti vera bandarískra og kanadískra hermanna í Evrópu miklu máli. Hún væri staðfesting sameiginlegra hugsjóna og hags- muna Evrópu og Norður-Ámeríku. Pólska lýðveldið styddi áherslur og pólitísk markmið Atlantshafs- bandalagsins og Pólverjar vildu náið samstarf við það. Walesa og Wörner ræðast við í Brussel í gær. Hundruð starfsmanna NATO stóðu þegar forseti Póllands gekk um skrifstofubyggingu bandalagsins og klöppuðu höndum Reuter. frammi á göngum honum til heiðurs. Shevardnadze úr kommún- istaflokknum? Moskvu. Reuter. SOVÉSKA sjónvarpið skýrði í gær frá því að Edúard She- vardnadze, fyrrum utanrikis- ráðherra, hygðist segja sig úr kommúnistaflokknum. Hefði Shevardnadze, sem er einn þeirra sem stendur að nýj- um stjórnmálasamtökum sem stofnuð voru á mánudag, þegar skýrt flokknum skriflega frá þessu. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sagði í ræðu sem birtist í gær í Prövdu, málgagni kommúnistaflokksins, að ef harðlínumenn innan flokksins héldu áfram árásum á umbóta- stefnu hans væri ■ flokkurinn dauðadæmdur. Sjá nánar frétt á bls. 23 Júgóslavíuher skipað að láta af hemaðaraðgerðum Hugsanlegt að Evrópubandalagið viðurkenni sjálfstæði Króatíu og Slóveníu Ljubljana, Zagreb, Haag, Bonn, London, Washington. Reuter. ANDRIJA Rasita, sá hershöfðingi Júgóslavíuhers sem er yfir sveit- um í Slóveníu og Króatíu, sagði á blaðamannafundi í gær að ströng fyrirmæli hefðu verið gefin til hermanna um að þeir ættu að hætta hernaðaraðgerðum. Mættu þeir einungis beita skotvopnum ef á þá væri ráðist. Ekkert benti þó í gær til að gefin hefðu verið fyrir- mæli um að fylking 150 skriðdreka og þúsunda hermanna, sem hélt áleiðis frá Belgrad til Slóveníu í gærmorgun, drægi sig til baka. Skýrt var frá því í gær að ut- anríkisráðherrar Evrópubandalags- ins (EB) kæmu saman í Haag á morgun til að ræða stríðsástandið í Júgóslavíu. Talsmaður hollenska utanríkisráðuneytisins sagði að ráðherrarnir myndu ræða mögu- leikann á því að EB viðurkenndi sjálfstæði Slóveníu og Króatíu ef júgóslavnesk stjómvöld myndu ekki binda enda á aðgerðir hersins. Franz Vranitsky, kanslari Aust- urríkis, sagði koma til greina að Austurríkismenn viðurkenndu sjálfstæði lýðveldanna tveggja en að þeir vildu ekki stíga það skref einir. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, en Hollendingar fara nú með for- ystu innan Evrópubandalagsins, áttu í gær neyðarfund um málefni Júgóslavíu í Washington. í sameig- inlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér að loknum fundinum er hvatt til þess að þegar verði látið af ofbeldisaðgerðum. Júgóslav- neski herinn hafi greinilega hafnað Hersveitir snúa aftur til búða en Slóvenar óttast nýjar aðgerðir Höfðum vonast eftir meiri samstöðu frá Króatíu, segir upplýsingaráðherra Slóveníu Ljubljana. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HÆG FERÐ þúsunda hermanna og fjölda skriðdreka í vesturátt frá Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu og Serbíu, í gegnum Serbíu átti hug allra í Slóveníu i gær. Hluti herfylkingarinnar hélt í gegnum Króatíu í átt að Slóveníu. Selko Kacin, upplýsingaráðherra Slóv- eníu, sagði Morgunblaðinu að hann hefði farið óhindrað yfir landa- mæri Króatíu og Júgóslaviu. „Króatía er sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Ef það kærir sig um ferðir júgóslavneska hersins á landsvæði sínu, þá það um það. En við höfðum vonast eftir meiri samstöðu frá nágrannaríki okkar.“ Hann vildi ekki segja að Slóvenar væru von- sviknir með aðgerðaleysi Króata en óánægja, sorg og kvíði skein úr svip hans. Dimitrih Rupel, utanríkisráð- herra Slóveníu, lagði höfuðáherslu á tilraunir ríkisins til að fá umheim- inn til afskipta af þróun mála í gömlu Júgóslavíu á fundi með fréttamönnum í gær. Hann sagðist binda vonir við fund fulltrúa Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu í Prag í gær, og sagði að mikið starf ætti sér stað á bak við tjöldin hjá Sameinuðu þjóðun- um. Rupel sagði að fulltrúi Júgó- slavíu á fundinum í Prag myndi ekki gefa rétta mynd af ástandinu í landinu en sagðist sannfærður um að fulltrúar annarra ríkja, sem hann hefur verið í sambandi við, myndu tala máli Slóveníu. Hann brást hinn versti við þegar hann var spurður hvort hann og aðrir leiðtogar Slóveníu myndu þola ör- lög Slóvena með þeim ef til innrás- ar kemur eða hvort þeim hefði ver- ið boðið pólitískt hæli í nágrann- aríki. Hann neitaði að svara spurn- ingunni og sagði hana „sannarlega ekki við hæfi“. Það dró úr vopnaviðskiptum þeg- ar leið á daginn í Slóveníu í gær. Kacin sagði að júgóslavneskir her- menn hefðu eyðilagt sex íbúðarhús og að júgóslavneskar herþyrlur merktar Rauða krossinum hefðu flogið njósnaflug yfír landvarnar- sveitir Slóveníu fyrri hluta dags. Hann sagði Slóvena virða vopna- hléið. Kacin sagðist vita að júgó- slavneskum hermönnum hefði verið skipað að undirbúa ný hernaðará- tök sem gætu hafist á miðviku- dagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Svo virtist þegar leið á kvöldið í gær að herfylkingin frá Belgrad myndi dreifa sér í kringum Stór- Serbíu og ekki stefna beint á SIóv- eníu. Hersveitir f Slóveníu sneru heim í herbúðir sínar þar sem þær voru staðsettar fyrir viku áður en átökin hófust eftir sjálfstæðisyfir- lýsingu Slóveníu og Króatíu. Hvort þær verða þar um kyrrt eða end- urnýja krafta sína til að taka þátt í stórárás á Slóveníu innan tíðar var með öllu óljóst hér í Ljubljana í gærkvöldi. borgaralegri stjórn. Á blaðamanna- fundi sem Baker og van den Broek héldu saman köm fram að jafnt Bandaríkin sem Evrópubandalagið íhuga nú að banna vopnasölu til Júgóslavíu. Bretar stöðvuðu í gær útflutning sinn á vopnum og há- tæknivörum til Júgóslavíu. Leiðtogar Þýskalands og nokk- urra annarra Evrópuríkja sögðu að Sameinuðu þjóðirnar kynnu að þurfa að skerast strax í leikinn í Júgóslavíu. Javier Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að ekki væri tímabært að ræða slíkt og láta ætti Evrópuríki um að stilla til friðar. Vestrænir stjórnmálamenn, stjórnarerindrekar og hernaðarsér- fræðingar voru í gær almennt sam- mála um að stjórn Júgóslavíu hefði misst stjórn á her landsins. „Herinn er algjörlega stjórnlaus. Það hefur í raun átt sér stað valdarán," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Belgrad. „Það ríkir algjör glundroði á meðal stjórnvalda. Æ minna kveður að forsætisráðherranum og herinn sniðgengur forsetann,“ bætti stjórnarerindrekinn við. Ný- skipaður forseti Júgóslavíu, Króat- inn Stipe Mesic, er samkvæmt stjórnarskrá landsins æðsti yfir- maður hersins en stjórnendur hers- ins, sem langflestir eru Serbar, hafa ekkert tillit tekið til friðar- umleitana hans. Nákvæmar tölur um mannfall í borgarastyijöldinni í' Júgóslavíu liggja ekki fyrir. Rauði krossinn í Slóveníu skýrði í gær frá þvi að 29 hefðu fallið einungis á þriðju- dag. Þá hefðu 1.080 hermenn Júgó- slavíuhers verið handteknir og rúmlega 700 hefðu hlaupist undan merkjum. Sjá nánar bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.