Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ
IÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Sævar og Ólafur með flest M
KR-ingar með hæstu einkunnirnar en FH-ingar með þær lægstu eftir sjö umferðir
SÆVAR Jónsson Val og Olafur Gottskálksson KR eru hæstir
í einkunnagjöf Morgunblaðsins að loknum sjö umferðum Sam-
skipadeildarinnar í knattspyrnu. Báðir hafa þeir hlotið 9 M
en Helgi Björgvinsson Víkingi og Einar Páll Tómasson Val
fylgja skammt á eftir með 8 M.
Atta leikmenn hafa fengið 7
M en það eru þeir Hlynur
StefánssonÍBV, Guðmundur Ingi
Magnússon Víkingi, Stefán Arn-
arson FH, Amar Grétarsson UBK
og Steinar Guðgeirsson Fram auk
KR-inganna Sigurðar Björgvins-
sonar, Atla Eðvaldssonar og Rún-
ars Kristinssonar.
Sex leikmenn hafa hlotið 6 Aí
en það eru þeir Bjami Sigurðsson
Val, Pétur Ormslev Fram, Haukur
Bragason KA, Daníel Einarsson
Víði, Atli Einarsson Víkingi og
Gunnar Oddsson KR. Þá hafa
þrettán leikmenn fengið 5 M .
Það er athyglisvert að af þeim
átján efstu er aðeins einn sóknar-
maður. Það er Atli Einarsson sem
þó hefur ekki skorað nema eitt
mark. Fjórir markverðir eru í
hópnum, sex varnarmenn og sjö
tengiliðir.
KR hefur fengið flest M allra
liða í deildinni, 61 taisins eða rúm
9 M að meðaltali í leik, Valsmenn
hafa 45, Fram 40, Breiðablik og
Vikingur 39, ÍBV 38, KA 35,
Stjarnan 32 og Víðir 30. FH hef-
ur fengið fæst M allra liða, aðeins
27 og liðið hefur því hlotið tæp-
lega fjögur M í leik að meðaltali
það sem af er.
Flest M, 24 talsins, voru gefin
fyrir leik UBK og KR á sandgra-
svellinum í Kópavogi og fengu
KR-ingar þrettán þeirra. KR-ing-
ar hafa einnig fengið flest M allra
liða fyrir einstakan leik, leikmenn
fengu 14 M fyrir 3:0 sigurinn á
Val í fjórðu umferðinni.
FH-ingar voru þáttakendur í
tveimur slökustu leikjum sumars-
ins ef tekið er mið af einkunnag-
jöfinni. Ekkert M var gefið í leikj-
um Hafnarfjarðarliðsins við
Stjömuna og Breiðablik.
Stórieikur
í Laugardal
Tekst Jóni Erling að skora, eða
„bremsar" Ólafur hann af?
ÞRÍR leikir verða í 1. deildinni
í knattspyrnu í kvöld gg hefjast
þeir allir klukkan 20. í toppbar-
áttunni eigast við Fram og KR
á Laugardalsvelli, KA og
Víkingur eigast við á Akureyri
og Víðir tekur á móti FH í Garð-
inum.
eir Jón Erling Ragnarssón,
—sóknarmaður hjá Fram, og
Ólafur Gottskálksson, markvörður
KR, verða í eldlínunni með liðum
sínum á Laugardalsvelli. Jón Erling
hefur skorað fjögur mörk það sem
af er íslandsmótinu, þar af gerði
hann tvö í síðustu umferð gegn
Víkingum. Ólafur hefur aðeins
fengið þijú mörk á sig í sjö leikjum
KR í deildinni.
„Leikurinn leggst vel í mig og
vonandi vinnum við í skemmtilegum
ieik,“ sagði Jón Erling í spjalli við
Morgunblaðið í gær. „Það leggjast
allir leikir vel í mig, sama í hvaða
íþrótt það er og við ætlum okkur
að sigra,“ sagði Ólafur KR-mark-
vörður, er blaðamaður hitti þá að
máli á vinnustað Ólafs.
„Við erum búnir að vinna fjóra
leiki í röð og vonandi verður fram-
hald á í kvöld. Það er reyndar ljóst
að Óli [Ólafur Gottskálksson] er
geysilega sterkur og KR-vörnin
einnig, en það sást í leiknum gegn
Stjörnunni að það á að vera hægt
að skora 2-3 mörk hjá þeim og
vonandi tekst okkur það,“ sagði Jón
Erling.
„Við ætlum okkur sigur í kvöld
en til að það verði þurfum við að
laga ýmislegt hjá okkur frá því í
leiknum gegn Stjömunni. Jón Erl-
ing skoraði tvívegis í síðasta leik
og það þarf því að passa sig á hon-
um, en mitt markmið er að halda
hreinu í hveijum leik og ég reyni
að ná því markmiði í kvöld,“ sagði
Ólafur.
Ólafur og Jón Erling voru sam-
mála um að veðrið gæti haft áhrfi
á leikinn, sérstaklega ef völlurinn
verður blautur. „Maður er orðinn
svo vanur að leika í sól og blíðu
og ég vona að það verði svona veð-
ur áfram í sumar,“ sagði Jón Erling.
Ekki grófara
Þeir félagar voru spurðir hvort
knattspyrnan væri grófari núna en
'■'■undanfarin ár. „Nei, það finnst mér
ekki. Dómarar hafa breytt áhersl-
unum mikið og ég tel að þeir ættu
að aðvara menn meira við fyrsta
brot í stað þess að draga alltaf upp
spjöldin,“ segir Ólafur og Jón Erling
tekur í sama stren: „Þetta er orðið
tómt rugl. Dómarar verða að gefa
mönnum tækifæri og aðvara þá við
fyrsta brot.“
KR 7 4 3 0 14: 3 15
BREIÐABLIK 7 4 2 1 13: 8 14
FRAM 7 4 1 2 11: 8 13
ÍBV 7 4 1 2 12: 10 13
VALUR 7 4 0 3 9: 7 12
KA 7 3 1 3 8: 8 10
VÍKINGUR 7 3 0 4 12: 15 9
FH 7 1 2 4 6: 10 5
STJARNAN 7 1 2 4 6: 12 5
VÍÐIR 7 0 2 5 5: 15 2
Hvenær eru mörkin
Mörk 1. deildar-liðanna í knattspyrnu
eftir sjö umferðir
Stjarnan
Valur
Fram
Breiðablik
KA
IBV
Víðir
KR
FH
Víkingur
1.-10.
mínúta
11.-20.
mínúta
21.-30.
mínúta
31.-40.
mínúta
41.-45
.mínúta
46.-55.
mínúta
56.-65.
mínúta
66. - 75.
mínúta
11
76. - 85.
mínúta
13
86.-90.
mínúta
16
Sam-
tais:
6
11
13
8
12
14
6
12
96
Morgunblaðið/Bjarni
Bremsar Ólafur Jón Erling af? Ólafur Gottskálksson og Jón Erling Ragnarsson skoða hér bremsudisk sem Ólafur
sagðist ætla að nota tii að „bremsa" Jón Erling af í kvöld en Jón sagðist geta notað hann í Saab-inn sinn góða!
Jón Erling vildi ekki nefna neinar
tölur í sambandi við leikinn í kvöld.
„Ef baráttan verður í lagi hjá okkur
þá verður spilið gott og ég kvíði
ekki úrslitunum," sagði hann.
Ólafur hugsaði sig um í smá
stund og sagði síðan: „Tvö til fjög-
ur núll!„ „Má ég breyta?" spurði Jón
Erling brosandi og leyst síður en
svo á spá Ólafs.
KA-menn taka á móti Víkingum
í kvöld á Akureyri. Norðanmönnum
hefur ekki gengið of vel það sem
af er og eru með 10 stig en Víking-
ar eru með einu stigi færra, þannig
að það má búast við fjörugum leik
nyrðra.
í Garðinum leika Víðir og FH
og þar er hörkuleikur tveggja af
botnliðunum á ferðinni. Víðir hefur
ekki enn unnið leik og FH-ingar
aðeins einn.
Áttundu umferð lýkur annað
kvöld þegar Valur tekur á móti
Blikum og Stjarnan á móti Eyja-
mönnum.
Fleiri sigrar
úti en heima!
SEXTÁN leikjum hefur lokið með útisigri en aðeins tólf heima-
sigrar hafa unnist í þeim 35 leikjum Samskipadeildarinnar sem
lokið er f sumar.
Víkingar hafa átt minnstri velgengni að fagna á heimavelli, töpuðu
þriðja heimaleik sínum í sumar, er þeir fengu Framara í heimsókn
í síðustu umferð, Víkingar hafa ekki unnið heimaleik í rúmt ár og
síðasti heimasigur Víkinga á Fram í íslandsmóti var árið 1978. A
þeim þrettán árum sem liðin eru hefur Víkingur aðeins einu sinni náð
jafntefli en Fram hefur farið með sigur af hólmi í níu viðureignum
liðanna.
Árangur Víkings á útivöllum er hins vegar mjög góður. Liðið hefur
náð sér í öll níu stig sín í útileikjum og aðeins tapað einum útileik,
gegn Val að Hlíðarenda.
ÍÞRÖmR
FOLX
■ ALLS hefur 27.981 áhorfandi
greitt aðgangseyri á leiki 1. deildar-
innar í sumar og meðalfjöldi hefur
því verið um 800 á leik.
■ FLESTIR voru á leik Vals og
KR að Hlíðarenda, þá greiddu 2.173
áhorfendur aðgansgeyri — og um
165 voru í „Skotastúkunni" í
Öskjuhlíð.
■ 166 leikmenn hafa spreytt sig
í 1. deildinni í sumar. Víðir og
Fram hafa notað fæstu leikmenn-
ina, fimmtán hvort félag.
■ SVEINN Sveinsson hefur
dæmt flesta leiki í deildinni til
þessa, fjóra. Hann hefur sextán
sinnum lyft gula spjaldinu, oftast
sjö sinnum, í leik ÍBV og Víkings
í Eyjum.
■ TVEIR dómaranna hafa sýnt
gula spjaldið átta sinnum í einum
leik; Egill Már Markússon í viður-
eign Stjörnunnar og Víkings og
Bragi Bergmann í leik Víkings
og Fram. Að auki lyftu þeir báðir
rauða spjaldinu einu sinni í þessum
leikjum.
■ GULA spjaldið hefur alls farið
119 sinnum á loft í Ieikjunum 35;
að meðaltali 3,40 sinnum í hveijum
leik. Gula spjaldið var oftast notað
í 5. umferð, alls 23svar.
■ RAUTTspjald hefur verið sýnt
sex sinnum til þessa — einu sinni
í þriðju, fjórðu, sjöttu og sjöundu
umferð og tvisvar í fimmtu umferð.
Þeir sem hafa orðið þessa vafasama
heiðurs aðnjótandi eru Stjörnu-
mennirnir Birgir Sigfússon
(tvívegis) og Jón Otti Jónsson,
Valsarinn Gunnar Már Másson og
Víkingarnir Janez Zilnik og Hörð-
ur Theódórsson.
■ GUÐMUNDUR Ingi Magnús-
son, Víkingi, verður í banni í bikar-
leik Víkings og Breiðabliks 10.
júlí. Það er vegna fjögurra gulra
spjald og tekur gildi á hádegi á
föstudag. Hann getur því leikið
gegn KA í 1. deild í kvöld.