Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULl 1991 43 í»essir hringdu ... it' '■ 1 ■ra< Hneykslanlegt athæfi Áhorfandihringdi: Ég vil lýsa hneykslan minni á konunni sem ég sá í sjónvarpinu í seinustu viku. Þessi kona var berstrípuð að kveikja bál og velta sér upp úr dögginni fyrir framan fjölda manns í tengslum við Jóns- messuna. Þetta var allt saman undirbúið en ég fæ ekki séð að þetta sé neitt betra en að æða nakinn út á fótboltavöll. Hver er munurinn? Stjörnuspáin sem hvarf Trúgjörnhringdi: Ég skrifaði til franska stjörnu- spekingsins sem talað var við í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir tæpu ári og bað um stjörn- uspá. Ég sendi 5000 krónur til Frakklands en spáin er enn ekki komin og ég býst vart við henni úr þessu. Nú langar mig að vita hvort einhver annar hafi fengið spá. Ef ekki hlýtur þessi Frakki að teljast sniðugur svindlari því ég veit um fleiri sem höfðu áhuga á spám frá honum. Hróplegt óréttlæti Sverrir Guðjónssonhringdi: Ég vil kvaita undan Símanum. Þar á bæ eru menn ávallt að hæla sér af góðri afkomu þessar- ar stofnunar. Hún þarf hins vegar varla að koma á óvart því Síminn er sífellt að féfletta fólk. Til að mynda er ég með símboða, lítið tæki sem hægt er að hringja í en ekki úr, og ég er látinn borga sama gjald af honum og venjuleg- um heimilissíma. Þetta þykir mér hróplegt óréttlæti. Slysahættaá Ártúnsbrekkunni Fjóla Björkhringdi: Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hveijum degi og er orðin dauð- hrædd út af öllum þessum hjól- reiðamönnum sem eru að hjóla í vegarkantinum. Eins og allir vita er umferð mikil á þessum stað og oft ekið hratt. Ég hef hvað eftir annað orðið vitni af því að legið hefur við slysi út af þessum hjólreiðamönnum. Um daginn lá við að ég æki yfir þtjá án þess að fá rönd við reist. Þetta voru útlendingar á vel búnum fjalla- hjólum, efalítið á leiðinni upp í Árbæjarsafn. Nú spyr ég: Er ekki hægt að leggja hjólabrautir upp Ártúnsbrekkuna áður en einhver fer sér að voða? Nú eru heldur engar göngubrautir þar en þær eru við Miklubrautina en samt er hjólað í vegarkantinum þar. Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu? Vísnabókar saknað Maríahringdi: Ég sakna vísnabókar sem ég á og er merkt mér. Ég lánaði konu, sem ég geri við föt fyrir, þessa bók sem er mér mjög kær. En nú er ég búin að gleyma hvað konan heitir en ég sakna vísna- bókarinnar minnar og þætti vænt um ef henni yrði skilað. Vinsam- legast hafið samband í síma 22871. Kettlingar fást gefins Tveir kettlingar fást gefins. Hafið samband við Ólöfu í síma 77116. Ýsukvóti Margréthringdi: Sá sem hringdi vegna auglýs- ingar um ýsukvóta í Morgunblað- inu s.l. föstudag er beðinn um að hringja aftur. Skilið tjaldhimninum Elva Björnsdóttirhringdi: Sá sem tók gulan pakka með tjaldhimni í misgripum á Staðar- fellsmótinu um helgina vinsam- legast hafi samband í síma 622269 eða 26945. Tjaldhiminn- inn nýtist engum nema mér en mér þykir bagalegt að vera án hans. Kettlingar í boði Tveir átta vikna kassafærir kettlingar fást gefins. Upplýsing- ar í síma 641616. Gleraugu týndust Lestargleraugu með gylltri umgjörð og festi töpuðust í Kvist- alandi s.l. laugardag. Finnandi hafi samband í síma 34535. Dýravinir Fallegir svarthvítir kettlingar fast gefíns. Kassavanir. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 685693. /, l/z'S' éökam þettex tÍL vmstrL.44 Dýrar strætóferðir Ég vil koma með ábendingu eða aðfinnslu til stjórnenda Strætis- vagna Hafnafjarðar. Það ferðafólk sem þarf að nota vagna innan bæj- ar í Hafnarfirði ætti að fá eina teg- und skiptimiða. Ef farþegi fer í vagn á Holti og ætlar að Jósepsspít- ala, síðan til Sólvangs, því næst í Bónus og loks til Reykjavíkur þarf hann að borga 65 krónur í hvert einasta sinn. Þetta verður því dýr ferð. Við erum oft og mikið búin að tala um þetta óskemmtilega fyrir- komulag og nú er ég orðin þreytt á þessum peningamokstri. Liggur við að ég hafi gefist upp. Ég er búin að kaupa mér reiðhjól en ekki kunna allir að hjóla og hjól eru líka dýr farartæki að ég tali nú ekki um öll þessi óskemmtilegu glerbrot út um allar trissur. Það sem börn og aðrir geta brotið þótt gler kosti tíu krónur. Hvergi í útlöndum er eins mikið um glerbrot á götum enda kann fólk að meta smápeninga þar. 080334-2659 Halló! Ég er búinn að gleyma því hvar ég á heima. Ef einhver vill kannast við mig eða vill eiga mig má sá ná í mig til vinar míns. Síminn hjá honum er 657391. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1991 Los Angeles Times Syndicate Hann er á batavegi. Hann er aftur farinn að gera hróp að sjónvarpsþáttun- um um mennt og menn- ingu. | Yíkyeiji skrifar Fyrir hálfum mánuði hvatti Vík- veiji þá, sem sjá um slátt á vegum Reykjavíkurborgar, að þeir brýndu fyrir unglingunum, að sýna gróðri og þá einkum tijám, sem plantað hefur verið í graseyjar í húsagötum, þá tillitssemi að fara ekki með vélorfin svo nærri tijás- stofnunum, að þeir sködduðust. Það var greinilegt, að þetta var þörf ábending, en hvort hún hefur borið árangur, skal ósagt látið. Þennan sama dag og áðurnefndur pistill Víkveija birtist komu tveir ungir menn til þes að snyrta gras- eyjar í einni af götunum í Foss- vogi. Þessir ungu menn gengu kröftuglega til verks, svo kröftug- lega, að a.m.k. 3 litlar hríslur, sem plantað var í fyrrasumar eru þegar dauðans matur og var ein slegin svo vandlega, að naumast er nokk- urt lauf eftir á henni. Alls eru 12 hríslur stórskaddaðar og börkurinn skrældur af niður við jörð, þannig að alls er óvíst, hve margar af þess- um 12 plöntum ná sér til fulls. Það er sorglegt að horfa upp á slíkt sem þetta. I raun ætti Reykja- víkurborg að taka þessi vélorf úr umferð, en láta krakkana hafa handklippur, sem gera sama gagn. Þær eru að vísu seinvirkari,' en koma í veg fyrir skemmdarstarf- semi sem áður er lýst. Það er til lítils fyrir fegrunarnefnd Reykjavík- ur að gefa götum einkunn fyrir snyrtilegt og gróið umhverfi á sama tíma og starfsmenn borgarinnar fara eins og eldur í sinu um borgina með þessi skaðræðis vélorf. XXX Göld vegna sorphreinsunar hafa hækkað nokkuð á Stór- Reykjavíkursvæðinu að undan- förnu, enda er nú farið að flokka sorp og koma í lóg eftir því hverrar tegundar það er. Um það er í raun ekkert nema gott eitt að segja og í raun ekki vanþörf en aukinni vit- und fólks um umhverfismál. En hálf er það öfugsnúið, þegar sorp- skatturinn hækkar, að þá skuli þjónustu, sem sorphreinsunin lætur í té, hraka. Hér á Víkveiji við að sorphreinsunarmenn eru nú hættir að taka garðaúrgang og segja hann ekki vera sorp og þar af leiðandi ekki í sínum verkahring að taka og flytja á brott. Borgarbúum er bent á sérstaka gáma í gámastöðv- um borgarinnar, hafi þeir ekki að- stöðu til þess að geyma úrganginn og umbreyta honum í mold. Margir borgarbúar hafa eflaust aðstöðu til þess að koma garðaúr- gangi í áðurnefndar gámastöðvar, en ekki allir. Hvernig á t.d. roskið fólk að losa sig við þennan úrgang, ef það á ekki bíl? Ætlast borgin til þess að það rogist með þunga poka á bakinu langar leiðir til þess að losa sig við hey og annað, sem það getur ekki geymt við hús sín? Nú er svo komið að víða liggja í hverf- um borgarinnar svartir plastpokar eins og hráviði með þessum úr- gangi, sem enginn virðist hirða. Þetta eru mikil umhverfislýti í mörgum hverfum og sýnilegt, að Reykjavíkurborg verður að taka á þessu máli með sérstakri garðaúr- gangshirðu. Nú er sorphirða ekki nóg, Reykjavíkurborg verður að bregðast við nýjum tímum og færa út kvíarnar í þessum efnum. HÖGNI HREKKVÍSI „ þó (SETUfe KOMIÐ ÚT MÓMA." ICEMMSLuJ BIFREIB ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.