Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Vandi rækju-
vinnslunnar
Offjárfesting virðist vera
allsheijar vandamál í
sjávarútvegi. Þegar vel geng-
ur fyllast menn bjartsýni og
fjárfesta eins og þeir framast
geta. Þegar illa gengur og
þeir sitja uppi með afleiðingar
of mikilla fjárfestinga koma
þeir til ríkisvaldsins og biðja
um aðstoð. Þetta er gömul
saga og ný. Hún hefur ein-
kennt alla uppbyggingu sjáv-
arútvegs og fiskvinnslu í land-
inu.
Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, sagði í sjónvarpsvið-
tali í gærkvöldi, að verðfall
væri ekki eina vandamál
rækjuvinnslunnar. Þar kæmi
ofíjárfesting líka við sögu.
Hann sagði ekki koma til
greina að veita fjármunum í
rækjuvinnsluna úr opinberum
sjóðum nema að undangeng-
inni endurskipulagningu og
hagræðingu, sem gæfi til
kynna að til einhvers væri að
setja nýtt fé í atvinnugreinina.
Sigurður Einarsson, útgerð-
armaður og fiskverkandi í
Vestmannaeyjum, sagði í
'samtali við Verið, sérblað
Morgunblaðsins um sjávarút-
veg, í gær, að stofnun At-
vinnutryggingasjóðs og Hluta-
fjársjóðs hefði orðið til þess
að koma í veg fyrir samein-
ingu fyrirtækja í sjávarútvegi.
M.ö.o. að starfsemi þessara
sjóða hefði seinkað endur-
skipulagningu í sjávarútvegi.
Það má ekki gerast nú, að
aðstoð við rækjuvinnsluna
verði til þess að seinka nauð-
synlegri hagræðingu og end-
urskipulagningu á þeim vett-
vangi.
í fréttaskýringu í Verinu í
gær kemur fram, að á árinu
1987 voru starfræktar um 40
rækjuverksmiðjur í landinu.
Þá voru til 90 rækjupillunar-
vélar. Afköst þeirra voru svo
mikil, að ef hver vél var látin
ganga í 12 klukkustundir á
sólarhring tók ekki nema
fjórðung úr ári að pilla allan
rækjuaflann! Hvaða vit er í
þessu?
Auðvitað er ekki hægt að
setja öll fyrirtæki í rækju-
vinnslu undir sama hatt. Til
eru fyrirtæki í þessari atvinnu-
grein, sem standa vel að vígi.
Onnur standa höllum fæti
vegna verðfallsins fyrst og
fremst. í enn öðrum tilvikum
er offjárfestingu um að kenna
og annarri vitleysu í rekstri.
Þess vegna verður að meta
aðstæður í hveiju fyrirtæki
jafnframt því, sem unnið er
að þeirri endurskipulagningu
fyrirtækjanna, sem forsætis-
ráðherra réttilega leggur
áherzlu á.
Mótun nýrrar atvinnumála-
stefnu er að verða eitt brýn-
asta verkefni núverandi ríkis-
stjórnar. Arum saman hafa
vandamálin í atvinnulífi okkar
hrannast upp en þau hafa ver-
ið falin með margvíslegum
björgunaraðgerðum af hálfu
stjórnvalda, sem oftast hafa
gert illt verra. Þessi uppsafn-
aði vandi er ein helzta ástæðan
fyrir því, að lífskjörin háfa
versnað hér á undanförnum
misserum, þrátt fyrir hagstætt
verðlag á útflutningsafurðum
okkar á erlendum mörkuðum.
Þess vegna má núverandi
ríkisstjórn ekki falla í þá
gryfju að bjarga aðsteðjandi
vanda í atvinnulífinu með alls
kyns bráðabirgðaaðgerðum.
Hún verður að horfast í augu
við vandann og knýja forystu-
menn atvinnufyrirtækjanna til
þess að gera slíkt hið sama.
Hún verður að taka á vandan-
um með raunhæfum aðgerð-
um, sem leggja grundvöll að
heilbrigðu atvinnulífi. Álafoss
var ákveðinn prófsteinn á
ríkisstjórnina að þessu leyti
og hún stóðst það próf. Vanda-
mál rækjuvinnslunnar eru
sams kðnar prófsteinn á stað-
festu þessarar ríkisstjórnar að
taka upp ný vinnubrögð. Yfir-
lýsingar forsætisráðherra
vekja vonir um, að ríkisstjórn-
in muni líka standast þá próf-
raun.
Eftir stendur sú spurning,
hvernig koma á í veg fyrir
offjárfestingu í sjávarútvegi,
þegar vel gengur. Það er ekki
hægt að stjórna fjárfestingum
sjávarútvegsins með boðum
og bönnum. En það er hægt
að koma í veg fyrir, að fyrir-
tæki fái lán úr opinberum
lánasjóðum til þess að leggja
í fjárfestingu, sem engar for-
sendur eru fyrir. Ef fyrirtækin
eiga hins vegar handbært fé
til þess að leggja fram í því
skyni er það þeirra mál, sem
öðrum kemur ekki við. En þá
þýðir heldur ekki að koma til
ríkisvaldsins og biðja um að-
stoð, ef illa gengur.
íraska stjórnin lagði Móður Theresu til þetta hús og gerir það í
stand fyrir hana en hún kostar reksturinn.
Blaðamaður Morgunblaðsins í írak;
Brúðhjón koma til veislu.
„E g hef séð ótn
ar þjáningar hé
Bænastund með Móður Theresu, fjöldaflótti yfirvofandi? br;
„ÞIÐ blaðamenn hafið mikilli skyldu að gegna nú að segja fra.
Guð styrki ykkur. Við skulum öll treysta á handleiðslu guðs og
reyna að hjálpa," sagði Móðir Theresa og greip fast um handlegg-
inn á mér. „Þú veist ég vil ekki neitt viðtal en ég get þó sagt að ég
hef séð djúpa þjáningu í írak. Óhugnanlegri en ég hélt. Eg vona
og bið að hægt verði að hjálpa
sárt að binda. Skilaðu því heim
að hjálpa."
Móðir Theresa var í írak samtíða
mér í nýliðnum júnímánúði. Hún kom
til að setja sig inn í hörmulegar af-
leiðingar stríðsins og það var haft á
orði að hún ætlaði að koma á stofn
heimili fyrir munaðarlaus eða pnnur
illa stödd börn í Bagdad. íraska
stjórnin brá við skjótt og lagði til
hús, það stendur á milli kirkju og
mosku og íraskir verkamenn voru
þar að hamast við störf þegar mig
bar að garði.
Ég hitti föður Kevin, írskan
hvíthærðan guðsmann sem ferðast
með Móður Theresu. Kollegar höfðu
sagt að Móðir Theresa væri ekki
aðeins ófáanleg í viðtöl, hún vildi
ekki við blaðamenn tala og hefði lagt
blátt bann við myndatökum. Þeir
voru stúrnir yfir því, einkum sjón-
varpsstrákarnir frá CNN og Visnews
sem töldu sig vera búna að þurrvinda
allt myndefni. Þeir reyndu að sitja
fyrir Móður Theresu hér og hvar en
hún var hál sem áll og smaug úr
greipum þeirra.
börnunum og þeim sem eiga um
til þín að allt þitt fólk reyni líka
ur við athöfnina. Faðir Kevin fór
með bænir, systurnar sungu og þær
gengu til altaris. Ég horfði á þessa
litlu, hnýttu gömlu konu hvar hún
kraup, bað og söng og það geislaði
frá henni styrk sem er ekki auðvelt
að skilgreina, einhver kraftur. Irösk
systir læddist til mín: Móðir Theresa
hafði fallist á ég fengi að taka þrjár
myndir.
Eftir bænagjörðina kom hún til
mín, greip í höndina á mér. „Við
verðum öll að biðja fyrir þessari þjóð.
Ég hef séð mikla þjáningu síðan ég
kom.“
Og kallar hún þó líklega ekki allt
ömmu sína, hugsaði ég.
Þú varst í Karbala í dag, sagði ég.
„Já, það'er óttalegt. Eg talaði við
borgaryfii-völd þar. Eg vil setja þar
upp annað munaðarleysingjaheimili.
Ég vona það verði leyft. Allir hafa
verið samstarfsfúsir. Þið blaðamenn
hafið mikið verk að vinna að koma
„Við komum ekki hingað til að
vera í fjölmiðlaleik," sagði faðir Kev-
in og sagði mér að þennan dag hefði
Móðir Theresa farið til Karbala. Þeg-
ar hann vissi að ég var Islendingur
var eins og við manninn mælt; hann
bauð mér að koma til bænastundar
í húsinu seinna um daginn og ég
gæti þá hitt Móður Theresu að máli.
„Hvað með mynd?“ spurði ég. Hann
kinkaði kolli. vÉg skal leggja inn orð
fyrir þig. Við Irar og íslendingar eig-
um eitthvað saman sem engir aðrir
skilja. Er það ekki?“ Hann sagði að
þau væru miður sín yfir því sem þau
hefðu séð þessa síðustu daga.
„Vopnastríðinu er lokið. Nú er hafið
stríðið gegn börnunum," sagði hann
alvarlegur í bragði. Við bundum fast-
mælum ég kæmi á tilteknum tíma
síðdegis. „Spurðu móðurina um
Karbala, það er alveg óhætt. Kannski
er frétt í því ..."
Bænagjörðin var að hefjast þegar
ég kom. Nokkrar indverskar og kór-
eskar systur höfðu komið um morg-
uninn og auk þess voru íraskar syst-
Móðir Theresa við bænagjörðina.
Þær voru í prófum þegar ég rak inn nefið. „Hræddar í loftárásunum?
ar. Stundum hélduin við að við misstum vitið“ sagði ein þeirra.