Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 4. JULÍ 1991
2
r
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Ný brú yfir Tjörnina
Frágangur umhverfis Ráðhúsið við Tjömina er í
fullum gangi og er brúarsmíði frá Ráðhúsi að Iðnó
langt komin. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar
aðstoðargatnamálastjóra, eru framkvæmdir viðjarð-
vegsskipti og endumýjun holræsa -í Vonarstræti
nokkuð á eftir áætlun en verkinu ætti þrátt fyrir
það að ljúka í september. Sagði hann að allar aðstæð-
ur í götunni hefðu reynst erfiðari en gert var ráð
fyrir. Liggja þar ýmsar lagnir misdjúpt í jörðu og
í allar áttir, rafmagn, hitaveita og sími auk ljósleið-
ara og valda þær verktökum erfiðleikum.
Landsbréf hf.:
Sala á húsbréfum
þrefaldaðist í júní
SALA húsbréfa varð þrefalt meiri í júnímánuði en í maí hjá Landsbréf-
um hf., viðskiptavaka húsbréfa. í maí hafði salan aukist um 30% frá
mánuðinum áður. Ávöxtunarkrafa á verðbréfamörkuðum við kaup
húsbréfa hefur lækkað í þessari viku og er nú 8,6%. Það þýðir að af-
föll hafa lækkað og eru nú rúmlega 20%.
Að sögn Sigurbjörns Gunnarsson-
ar deildarstjóra hjá Landsbréfum
hefur farið saman mikil eftirspurn
eftir húsbréfum vegna góðrar ávöxt-
unar og lítið framboð. Nýr flokkur
húsbréfa, 2. flokkur 1991, hefur far-
ið hægt af stað og eru bréf úr þeim
flokki rétt byijuð að koma inn á
markaðina. Heildarupphæð fiokksins
er fímm milljarðar króna.
Framboð húsbréfa til Landsbréfa
varð mun minna í júní en í maí, að
sögn Sigurbjörns, eða um 40% af því
sem var í maí.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa við kaup
verðbréfamarkaðanna er nú 8,6% og
segir Sigurbjörn að það samsvari því
að afföll séu rétt rúmlega 20%, nokk-
uð mismunandi eftir flokkum. Af
nýjasta flokki eru afföllin 20,8%,
söluþóknun er 0,75% sem bætist þar
við. Ávöxtunarkrafan við sölu hús-
bréfa frá verðbréfamörkuðunum var
8,4%.
Sigurbjörn sagði að áframhaldandi
þróun ávöxtunarkröfunnar réðist
meðal annars af því, hve hratt hinn
nýi flokkur húsbréfa kemur á mark-
aðinn.
577 milljóna kröfur í þrotabú Steintaks sem á vart fyrir skiptakostnaði:
Búsljóri telur að um 300
millj. tapist á gjaldþrotinu
LÝSTAR kröfur í þrotabú Steintaks hf. nema 577 milljónum króna
en eins og mál standa nú á búið ekki fyrir skiptakostnaði, að sögn
Elvars Arnar Unnsteinssonar, annars bústjóra þess. Að sögn bústjór-
ans má búast við að endanlegt gjaldþrot nemi um 300 milljónum
króna en búast megi við að kröfufjárhæð lækki þar sem sumum
kröfum hafi verið tvílýst auk þess sem Iýst var kröfum tryggðum
með veðum í nýbyggingum á Völundarlóðinni á mótum Skúlagötu
og Klapparstígs. Fyrir dyrum stendur að helstu kröfuhafar vegna
þeirra framkvæmda, kaupendur íbúða, íslandsbanki og Reykjavíkur-
borg, sem á eitt húsanna á lóðinni, stofni hlutafélag um að ljúka
framkvæmdum þar.
vart byggingu ráðhússins. Að sögn
Elvars Arnar Unnsteinssonar var
það mat sérfræðinga að samning-
arnir við þessi tvö félög hafi verið
þrotabúinu mjög hagstæðir og kom
ekki til álita að rifta þeim.
Leiguflug;
Starfshópur
endurskoðar
reglurnar
Samgönguráðuneytið mun í
næstu viku skipa starfshóp til að
endurskoða reglugerð um leigu-
flug, að sögn Halldórs S. Kristj-
ánssonar, skrifstofustjóra í sam-
gönguráðuneytinu.
Að sögn Halldórs flýttu bréfa-
skipti flugmálastjóra og Flugleiða
um eftirlit með leiguflugi fyrir því
að ákveðið var að skipa starfshópinn
en þörfin á endurskoðun á að sögn
Halldórs rætur að rekja til breytinga
sem fyrrverandi samgönguráðherra
gerði síðastliðið haust til rýmkunar
á reglum um leiguflug.
Halldór sagði einnig nauðsynlegt
að skoða reglurnar með tilliti til þró-
unar í Evrópu. Aðspurður sagðist
hann telja líklegt að meðal annars
mundi starfshópurinn skoða hvort
veita beri innlendum flugrekstrarað-
ilum forgang í leiguflugi. „Það er
engin launung á því að þegar fyrr-
verandi samgönguráðherra rýmkaði
leigufiugsreglur hafði hann íslenska
flugrekstraraðila fyrst og fremst í
huga,“ sagði Halldór.
Enskildaskýrslan:
Á von á að lögð verði drög
Að sögn bústjórans standa vonir
til að ná megi peningum inn í búið
meðal annars með því að selja bíla-
stæði og bílskúr sem búið á og einn-
ig er ólokið uppgjöri við íbúðakaup-
endur sem héldu eftir greiðslum en
eftir er að meta tjón þeirra vegna
vanefnds samnings.
íslandsbanki lýsti um 111 millj-
óna króna kröfum í þrotabúið og
húsfélag íbúðárkaupenda lýsti um
90 milljóna króna kröfu. BYKO lýsti
tæplega 20 milljóna króna kröfu
og lífeyrissjóðir gera um 14 milljóna
króna kröfur. Kröfur starfsmanna
vegna launa og orlofs nema rúmum
10 milljónum króna.
Við gjaldþrotið voru stofnuð tvö
hlutafélög að hluta í eigu eigenda
og starfsmanna Steintaks um að
ljúka framkvæmdum við Völundar-
lóðina og við Ráðhús Reykjavíkur.
Ekki varð af framkvæmdum þess
félags við Völundarlóðina vegna
mótmæla íslandsbanka en hitt fé-
lagið tók við skuldbindingum gagn-
Hnífar teknir af unglingum
HNÍFAR voru teknir af tveimur piltum, sem reyndu að bijótast inn
í Hagabúðina við Hjarðarhaga í gærmorgun. Annar pilturinn var með
tvo hnífa á sér, hinn með hníf, sprautu og nál. Einnig lagði lögreglan
hald á melspiru, sem félagarnir notuðu til að reyna að spenna upp
hurð á bakhlið verzlunarinnar.
Piltarnir eru fimmtán og sautján
ára. Komið var að þremur piltum,
sem voru að bisa við bakdyrnar á
Gæzluvarð-
hald framlengt
MAÐURINN, sem fyrir skömmu
réðist á eiginkonu sína með ham-
ar á lofti og misþyrmdi henni,
var í gær úrskurðaður til áfram-
haldandi gæzluvarðhaldsvistar.
Gæzluvarðhald mannsins var
framlengttil 13. ágúst. Úrskurður-
inn var kveðinn upp I sakadómi
Hafnarfjarðar.
Lögmaður mannsins hefur tekið
sér frest þar til í dag til að ákveða
hvort úrskurðinum verður áfrýjað.
Hagabúðinni og náðust þessir tveir,
en sá þriðji komst undan á hlaupum.
Lögreglunni er þó kunnugt um hver
hann er. Piltarnir voru fluttir á Ungl-
ingaheimili ríkisins.
Þá var hnífur tekinn af ungum
dreng, sem hafði gert sér að leik
að sveifla honum í kring um sig í
viðurvist annarra barna. Lögreglan
leit á hnífinn og gerði hann upptæk-
an, þar sem blaðið var lengra en
reglur kveða á um. Samkvæmt
reglugerð um vopnaburð má ekki
flytja til landsins eða selja hér egg-
vopn með blaði, sem er lengra en
12 sentimetrar. Þetta á ekki við um
hnífa, sem notaðir eru sem verk-
færi, til að mynda í eldhúsi eða við
fiskvinnslu. Óeðlilegt þykir hins veg-
ar að böm gangi um með langa
hnífa.
að tillögnm í þessum anda
- segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
„TILLÖGUR höfunda skýrslunnar
um að sjálfstæði Verðbréfaþings-
ins verði eflt eru athyglisverðar.
Það hefur aldrei staðið til að ríkis-
valdið hefði þennan markað inni
á gafli hjá sér. Ég geri ráð fyrir
því að lögð verði drög að tillögum
í þessum anda,“ segir Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra um skýrslu
Enskilda ráðgjafarfyrirtækisins.
„Margar af þeim breytingum sem
gerðar eru tillögur um í skýrsl-
unni þurfa ekki langan aðdrag-
anda. En ég ætla að það taki nokk-
urn tíma að undirbúa aðrar.“
Jón kvaðst sammála þeim tillögum
Enskilda að banna þyrfti kaup fyrir-
tækja á eigin hlutabréfum og herða
eftirlit með innheijaviðskiptum. Þá
þyrfti nauðsylega að setja reglur um
yfirtöku á fyrirtækjum.
„Þessar tillögur miða allar að því
að efla traust almennings á þessum
markaði og aðhald að fyrirtækjun-
um,“ sagði Jón.
í Enskilda skýrslunni er lögð
áhersla á mikilvægi þess að Iífeyris-
sjóðir verði virkir þátttakendur á
hlutabréfamarkaði. Til þess að svo
megi verða telja höfundar að afnema
þurfi reglur um að sjóðunum sé skylt
að leggja ríflega helming ráðstöfun-
arfjár á hveiju ári til húsnæðiskerfis-
ins. Jón kvaðst sammála því að létta
þyrfti þessum kvöðum af lífeyrissjóð-
unum. „Ég er þeirrar skoðunar að
lífeyrissjóðirnir þurfi að huga betur
að því markmiði sínu að tryggja fólki
eftirlaun og lífeyri að lokinni starfs-
ævi. Stjórnir sjóðanna hljóta að gera
sér grein fyrir því að þeir verða að
taka aukinn þátt í verðmætasköpun
í atvinnulífinu," sagði hann.
Jón sagði að þar sem skýrslan
hefði komið fyrir augu lesenda fyrir
örfáum dögum mætti ekki vænta
í skýrslu Enskilda er lagt til að
sú regla taki gildi hér á landi að ef
aðili hefur eignast þriðjung hlutafjár
í félagi þurfi hann að gera tilboð í
bréf allra hluthafa.
„Það eru engin lög í gildi um yfir-
töku í landinu í dag. Það er tími til
kominn að setja reglur sem vernda
hag minni hluthafa, sporna gegn ein-
okunarstöðu og samþjöppun valds.
Ef örfáir aðilar ná undir sig stórum
ákvarðana þegar í stað. „Eg set eng-
in tímamörk, önnur en þau að ég
mun leitast við að ná samkomulagi
við samstarfsaðila eins og Seðla-
bankann, um hvernig best er að
standa að því að halda áfram því
uppbyggingarstarfi sem hófst fyrir
fáum árum,“ sagði Jón Sigurðsson.
Sjá bls. B4.
hluta fyrirtækis hefur minnihlutinn
ekki lengur neitt að segja. Það er
sjálfsagt að skylda þann sem hefur
eignast stóran hlut að kaupa hina
út,“ segir Matthías.
Matthias sagði að þingsályktunar-
tillagan hefði ekki komið til umræðu
á liðnu þingi. Hann væri hinsvegar
staðráðinn í að leggja tillöguna fram
að nýju í upphafi þings á hausti kom-
anda.
Vantar lög’gjöf til að
vernda minni hluthafa
- segir Matthías Bjarnason
„Tillögur Enskilda um þetta efni koma mér í sjálfu sér ekki á óvart.
Flest lönd Evrópubandalagsins eru nú að setja slík ákvæði um yfirtöku
fyrirtækja," segir Matthías Bjarnason alþingismaður, aðspurður um
þær tillögur er fram koma í skýrslu ráðgjafa Enskilda um íslenskan
hlutabréfamarkað. Matthías flutti á síðasta þingi ásamt Eyjólfi Konráð
Jónssyni tillögu til þingsályktunar um hertar reglur varðandi yfirtöku
fyrirtækja og sagðist mundu leggja hana fram að nýju á næsta þingi.