Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1991 23 Nýja stjórnmálahreyfingin í Sovétríkjunum: Ætlað að mynda sterka and- stöðu við kommúnistaflokkinn - segir Peter Vassílíjev hjá óháðu fréttastofunni Interfax NYTT sljórnniálaafl, Lýðræðislega umbótahreyfingin, var stofnað í Sovétríkjunum í vikunni. Að því standa margir mikils metnir menn þar í landi, s.s. Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráð- herra, Gavríl Popov, borgarstjóri Moskvu, Anatolíj Sobtsjak, borgar- stjóri Leníngrad og Alexander Jakovlev, sem eitt sinn var helsti ráðgjafi Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Blaðamaður Morgunblað- ins ræddi i gær við Peter Vassílíjev, fréttamann óháðu fréttastofunn- ar Interfax í Moskvu og spurði hann um þessa nýju hreyfingu. Um tildrögin að stofnun hreyf- atsjov og vilji reyndar sjá hann inn- ingarinnar sagði hann: „í tilkynn- an sinna raða áður en langt um líð- ingu sem nýja hreyfingin sendi frá ur. Ég tel að Gorbatsjov sér kemur fram að skipulagsnefnd var sett á laggirnar og hún á að undirbúa ráðstefnu sem haldin verður í desember þar sem drög að stofnun nýs flokks verða lögð. Sá flokkur mun e.t.v. verða stofnaður á ráðstefnunni, eða stuttu síðar. Eins og staðan er í dag er ekki búið að ákveða hvort samtökin verði áfram stjórnmálahreyfing um stundarsakir eða hvort nýr flokkur verði formlega stofnaður. Hreyfing- in fékk nafnið Lýðræðislega um- bótahreyfingin og undir stofnyfir- lýsinguna skrifuðu níu þekktir stjói-málamenn. Á blaðamanna- fundi, sem hreyfingin hélt, kom fram að ein aðalástæðan fyrir stofn- un þeirra er að fram komi stjórn- málaafl sem er í andstöðu við kommúnistaflokkinn, sem hefur til- kynnt að í landinu ríki fjölflokka- kerfi, en heldur samt öllum völdum í hendi sér. Hann er eini flokkurinn í Sovétríkjunum sem nýtur fylgis yfirgnæfandi meirihluta kjósenda og ræður í raun öllu í landinu. Þeir sem standa að stofnun hreyfingar- innar vilja að Ijölflokkakerfi komist á í reynd og hyggjast ná mönnum inn á þing í næstu kosningum. Þeir vilja skila því aftur til fólksins sem kommúnistaflokkurinn og ríkið hef- ur tekið frá því.“ Shevardnadze tilkynnti í sjón- varpsviðtali á þriðjudag að nýja hreyfingin hefði það markmið að bjarga perestrojkunni, umbóta- stefnu Gorbatsjovs. Vassílíjev var spurður að því hvort forsvarsmenn hennar treystu Gorbatsjov forseta og kommúnístaflokknum ekki til að framfylgja stefnu sinni. „Ég held að þeir treysti Gorb- Utileiktæki og busllaugar Róla og vegaróla, verð kr. 8.400, stgr. kr. 7.980. Róla, vegaróla, tvöfaldur stigi og kaðal- stigi, verð kr. 13.300, stgr. 12.650. Stór busllaug, 122x244 cm. Sterkur dúkur með botnlokum á stálgrind. Sæti og viðgerðarsett. Verð kr. 10.900, stgr. 10.355. Sendum i póskröfu. Kreditkort greiðslusamningar. Varahlutir og viðgerðir. Verið vandlát ,og verslið I Markinu. MAR Ármúla 40 Simar 35320 - 688860 flokkar muni tilkynna fljótlega um samruna við Lýðræðislegu umbóta- hreyfínguna. Það má því segja að hreyfingin hafi hlotið hlýjar móttök- ur. Ég tel alveg víst að í september verði hreyfingin orðin svo sterk að hægt verði að tala um raunverulegt andstöðuafl við kommúnistaflokk- inn.“ Reuter Sun-stúlkur mótmæla Pjórár stúlkur, sem hafa látið birta af sér myndir á bls. 3 í breska blaðinu Sun, stilla sér upp fyrir ljósmyndara við höfuð- stöðvar Evrópubandalagsins í Brussel í gær. Þar voru þær að mótmæla fyrirhuguðu banni Evrópubandalagsins á birtingu mynda af svokölluðum „bls. 3- stúlkum“. Nokkur bresk blöð hafa það fyrir venju að birta myndir af svo gott sem nöktum stúlkum og er algengast að bls. 3 verði fyrir valinu við þær myndbirtingar. ur. h,g tel ao Gorbatsjov mum ganga til liðs við flokkinn þegar hann hefur verið skipulagður og stofnaður sem slíkur. Um þessar mundir er andstaðan við Gorbatsjov og umbætur í landinu svo sterk og svo vel skipulögð að Gorbatsjov þarfnast sterks lýðræðisafls til að reiða sig á til að halda stefnu sinni og koma á frekari umbótum. Al- mennt séð er ekki nóg að afla for- setanum mikils fylgis, heldur telja þeir að skipulögð hreyfing í and- stöðu við kommúnistaflokkinn þurfi að koma til. Þeir vilja stofna sterk samtök sem eru í andstöðu við harðlínuöflin í flokknum sem vilja engar umbætur, en fyrir þeim fara Nikolaj Rhyzkov, fyrrum forsætis- ráðherra, og Valentín Pavlov, for- sætisráðherra. Forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa sakað Rhyzkov um að bera ábyrgð á efna- hagsörðugleikum landsins og Pavlov um að eiga sök á því að fjár- hagsstaða þess er í ijúkandi rústum. Vassílíjev sagði að erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvernig al- menningur í landinu hefði tekið nýju hreyfingunni, þar sem hún væri svo ný af nálinni. Skráning nýrra meðlima hefði ekki hafist enn, en öllum mun verða frjálst að ganga til liðs við hana, einnig með- limum í kommúnistaflokknum. Hann sagðist telja að hreyfingin myndi ekki ná víðtæku fylgi á með- al almennings fyrr en eftir u.þ.b. þijú ár. „En ég er sannfærður um að þegar kemur fram í september verður hún orðin vel þekkt í landinu og margar minni lýðræðisfylkingar munu flykkjast í raðir hennar. Ég þykist viss um að nokkrir lýðræðis- Sérstök eftirlitsnefnd SÞ með kjarnorkuvopnaframleiðslu: Viðræður árangurslausar og skýringar Iraka óviðunandi Bagdad, Nikósíu, Washington, Sameinuðu þjóðunum, Genf. Reuter. ÞRIR sérstakir eftirlitsmenn á vegum Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) sem rannsakað hafa aðstöðu íraka til að framleiða kjarna- vopn sneru frá landinu í gær án þess að fá aðgang að búnaði sem talinn er hluti af leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun Iraka. Viðræður við íraska embættismenn um málið höfðu heldur ekki borið viðun- andi árangur. Formaður nefndarinnar, Rolf Ekeus, mun halda til Genfar á fund Peres de Cuellars, framkvæmdasljóra SÞ í dag og þaðan mun hann halda til New York til að ávarpa Öryggisráð SÞ sem koma mun þar saman á morgun, föstudag vegna þessa máls. íraskir hermenn meinuðu eftir- á kjarnorku til almenningsnota, og litsnefnd á vegum SÞ að skoða bílalest og herstöð með því að skjóta viðvörunarskotum í loftið sl. föstudag. Þegar eftirlitsnefndin krafðist þess að fá að vita hvað væri verið að fela fékk hún engin svör. Að sögn Hans Blix, sem er yfinnaður Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar og einn nefndar- mannanna þriggja, sýndu íraskir embættismenn þeim á þriðjudag búnað sem nota má við rannsóknir reyndu að telja þeim trú um að þar væri kominn búnaðurinn í bíla- lestinni. „Við höfum ekki hlotið viðhlítandi skýringar á því hvað bílalestin var að flytja og búnaður- inn sem okkur var sýndur breytir engu þar um,“ sagði Blix. A föstudag var haldinn neyðar- fundur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem þess var krafíst að írakar veittu þegar í stað að- gang að þeim búnaði sem eftirlit- menn Sameinuðu þjóðanna segja að hægt sé að nota til framleiðslu kjarnavopna. George Bush Banda- ríkjaforeti hefur sakað íraka um að fela slíkan búnað og hótað að gera loftárásir á ákveðna staði í Irak. Að sögn heimildarmanns inn- an íraska utanríkisráðuneytisins hefur eftiriitsnefndinni hins vegar verið heimilaður aðgangur að hveiju því sem hana fýsir að skoða. Ekeus sagði áður en hann hélt frá Bagdad í gær að íraskir emb- ættismenn hefðu gefið nefndinni „ýmis loforð sem þarfnast nánari athugunar við“. í dag mun hann hitta de Cuellar og á morgun mun hann ávarpa Öryggisráð SÞ. Ekki er talið að ráðið muni ganga jafn langt og Bandaríkjastjórn og hóta hernaðaraðgerðum. Reykjavík Fœreyjar Kaupmannaböfn Reykjavtk HRIGllRli Gullið tækifæri til að heimsækja tvær vinaþjóðir og eiga gott sumarfrí á eyjunum átján og í iðjagrænni Danmörk. Vegna sérstakra samninga við Mærsk Air og Atlantik Airways getum við boðið farmiðann Reykjavík -Færeyjar - Kaupmannahöfn - Reykjavík á aðeins 37.640 kr. á manninn. Miðinn gildir i 30 daga. Við minnum á Færeyjaflugið þar sem þú færð þjónustu um borð eins og hún gerist best í millilandaflugi, getur verslað í Saga Boutique og nýtur þess til fullnustu að bregða þér út fyrir landsteinana. Bjóðum margs konar og ný fargjöld til Færeyja. Nánari upplýsingar og farpantanir í síma 690300 (opið alla 7 daga vikunnar), á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.