Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991
Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins:
NOKKUR gagnrýnl kom fram á fundi Útvegsmannafélags Norðurlands
á sunnudag á Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Fram kom sú skoðun
að leggja bæri sjóðinn niður, en í máli Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
v ráðherra kom fram að aðilar vinnumarkaðarins hefðu farið þess á leit
að ekki yrði hróflað við sjóðnum fyrr en eftir að kjarsamningar yrðu
lausir í haust. Þorsteinn taldi eðlilegt að leggja ábyrgðina á fyrirtæk-
in sjálf, en hvatti menn til að flýta sér hægt í þessu máli.
Gunnar Ragnars framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
sagði hugsunina vissulega góða, að
taka frá fé í góðæri og leggja fyrir
til mögru áranna. Það væri hins veg-
ar afar þreytandi hvað þessa atvinnu-
grein, sjávarútveginn, varðaði, að
ævinlega væru það einhveijir aðrir
sem hugsuðu fyrir greinina. „Þarna
er verið að taka af okkur fé í góðæri
í stað þess að leyfa greininni að hafa
þetta fé t.d. til að borga niður skuld-
ir,“ sagði Gunnar.
Mikill afli
berst til ÚA
MIKILL afli hefur borist að landi
til ÚA í vikunni, eða um 530 tonn.
í síðustu viku komu tæplega 400
tonn til vinnslu í frystihúsið, þann-
ig að þar hefur mikið verið að
gera að undanförnu. Um síðustu
mánaðamót átti félagið eftir um
6.000 tonna kvóta, en sem kunn-
ugt er hefst nýtt kvótaár 1. sept-
ember næstkomandi.
Einar Óskarsson hjá ÚA sagði að
mánaðamótin hefði félagið átt um
6.000 tonn eftir af kvóta þessa árs.
Félagið fékk úthlutað tæplega 17
þúsund tonnum á kvótaárinu. Einar
sagði útlitið þokkalegt og fyrirsjáan-
legt að félagið myndi nýta allan kvót-
ann, en heimilt er að geyma 20% til
næsta árs. Átti Einar þó ekki von á
öðru en skip félagsins myndu ná að
veiða það sem eftir er.
T þessari viku hefur mikill afli
borist að landi, um 530 tonn. Sval-
bakur var með 273 tonn á mánudag
og Hrímbakur beið löndunar í gær,
. með um 150 tonn. Þá var landað úr
Baldri EA um 100 tonnum í gær.
Þetta var í fimmta sinn í sumar sem
Baldur landar hjá ÚA en skipið veið-
ir af kvóta Kaldbaks, sem verið hef-
ur _í slipp.
í síðustu viku var einnig mikið að
gera en þá komu skip félagsins með
um 400 tn, Harðbakur með um 250
tn og Sólbakur með um 140 tonn.
Hann benti á að ýmis fyrirtæki,
s.s. bankar og tryggingafélög hefðu
verið rekin með ágætum hagnaði,
en þetta atriði að taka fé úr atvinnu-
greininni í góðæri ætti einungis við
um sjávarútveginn. „Það er allt á
sömu bókina lært, það þarf að hugsa
fyrir sjávarútveginn og ég held að
þetta hafi sljóvgað greinina, menn
hafa kannski hugsað sem svo að það
sé sama hvernig fjárfest sé, aðrir
komi til bjargar er í óefni sé komið.“
Gunnar hvatti til þess að þetta
mál yrði tekið til endurskoðunar. Það
væri óþolandi fyrir atvinnugreinina
að aðrir þyrftu að hugsa fyrir hana,
það væri niðurlægjandi fyrir sjávar-
útveginn að einungis honum væri
gert að leggja til hiiðar í góðæri.
Farsælla væri að greininni væri tre-
yst fyrir því að fara með þetta fé.
Þá væri það líka spurning hvenær
og yfirleitt hvort hann endurheimti
þetta fé.
Gunnar sagði að komið væri út á
ystu nöf hvað varðaði verðlagningu
sjávarafurða og spurning hvort menn
væru búnir að skáka sér út af borð-
inu. Fiskneysla væri sem hlutfall allr-
ar neyslu ekki svo ýkja mikil og fisk-
neytendur hefðu leitað annarra ódýr-
ari tegunda á því tímabili sem fis-
kverð hefði verið hvað hæst.
Morgunblaðiö/Haukur Ingólfsson
Verið er að reka niður 50 metra langt stálþil j höfninni á Grenivík, en eftir að skipastóll heima-
manna óx hefur verið ansi þröngt um skip í höfninni.
Grenivík:
Miklar hafnarframkvæmdir
MIKLAR hafnarframkvæmdir standa nú yfir á Grenivík, en þar
er verið að reka niður 50 metra langt stálþil. Jafnframt er verið
að gera bragarbót á gatnakerfinu, en unnið er að undirbúningi
malbikunar á Hafnargötu.
Guðný Sverrisdóttir sveitar-
stjóri í Grýtubakkahreppi sagði
að framkvæmdir við höfnina
hefðu staðið það sem af er sumri
og væri áætlað að þeim lyki í
september. Verið er að setja niður
50 metra langt stálþil við höfnina
og er áætlaður kostnaður vegna
framkvæmdanna um 30 milljónir
króna.
„Það hefur verið ansi þröngt í
höfninni síðustu ár, skipafloti okk-
ar hefur stækkað mjög, þannig
að þegar bæði stóru skipin, Frosti
og Sjöfn, eru inni er alveg á mörk-
unum að fyrir þau sé nægilegt
pláss,“ sagði Guðný. Fram-
kvæmdum við stálþilið á að vera
lokið í haust, en Guðný sagði að
einn hluti verksins yrði geymdur
til næsta vors, þ.e. að steypa þekj-
una.
Auk framkvæmdanna við höfn-
ina er einnig unnið að lagfæringu
Hafnargötu, en hún er um 600
metra löng og nær frá þorpinu
niður að frystihúsi Kaldbaks og
að höfninni. Götuna á að malbika
á næsta ári, en unnið er að undir-
búningi þess nú í sumar.
Rækjumjölsverksmiðja sett upp í Krossanesi:
Stefnt að framleiðslu mjöls úr
um 5.000 tonnum af rækjuskel
Rækjumjölsverksmiðja verður
sett upp í Krossanesi á næst-
unni, en vélar sem til framleiðsl-
unnar þarf eru á leið til Akur-
eyrar í skipi og koma væntanlega
í lok næstu viku. Áætlað er að
framleiðsla rækjumjöls geti haf-
ist hjá verksmiðjunni í Krossa-
nesi eftir um það bil tvo mánuði.
Bleikja í Leirutjörn
Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur látið koma fyrir 300 bleikjum í
Leirutjörn og var myndin tekin þegar verið var að sleppa fiskinum.
Ferðaskrifstofan mun selja áhugasömum leyfi til að reyna fyrir sér
við veiðarnar.
Samningar hafa verið gerðir við
þrjár rækjuverksmiðjur um ná-
lega 3.500 tonn af rækjuskel, en
stefnt er að því að framleiða úr
um 5.000 tonnum. Framleiðsla á
rækjumjöli hjá verksmiðjunni
skapar 4-5 störf.
Jóhann Pétur Anderssen fram-
kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj-
unnar sagði að allur búnaður sem
til rækjumjölsframleiðslunnar þarf
væri á leið til Akureyrar og kæmi
væntanlega í lok næstu viku. Þá
tæki við uppsetning tækja og síðan
þyrfti að prófa þau, en áætlað væri
að hefja framleiðslu eftir um tvo
mánuði. Heildarkostnaður vegna
vélakaupa, flutninga og uppsetn-
ingar er um 20 milljónir króna.
Stefnt er að því að framleiða
rækjumjöl úr um 5.000 tonnum af
rækjuskel, en þegar hafa verið
gerðir samningar við Niðursuðu-
verksmiðju K. Jónsson á Akureyri,
Árver á Árskógsströnd og Fiskiðju-
samlag Húsavíkur um vinnslu á
rækjuskel frá þessum verksmiðjum.
Þar er um að ræða nálega 3.500
tonn af skel, en Jóhann sagði verk-
stniðjuna ráða við nokkru meira
magn þannig að stefnt væri að því
að fá rækjuskei frá fleiri verksmiðj-
um á svæðinu.
Rækjumjöl er m.a. notað í laxa-
fóður og einnig í varpfóður, en tal-
ið er að sterkari litur fáist í rauðu
eggjanna sé hænsnum gefið rækju-
mjöl auk þess sem skurnin verði
sterkari. Jóhann sagði þennan
markað ekki nægilega stóran til að
taka við allri framleiðslunni, svo
stefnan verður tekin á útflutning
og má búast við að bróðurpartúr
framleiðslunnar verði fluttur út,
væntanlega til Austurlanda, þar
sem mjölið er notað í rækju- og
álafóður.
Reiknað er með að bæta þurfi
tveimur starfsmönnum við í Krossa-
nesi er mjölframleiðslan hefst, en
Jóhann sagði að búast mætti við
að 4-5 störf í allt væru í kringum
framleiðsluna þar sem henni fylgja
miklir flutningar.
. Ein rækjumjölsverksmiðja er fyr-
ir í landinu, á Hvammstanga, en
verksmiðjan sem sett verður upp í
Krossanesi verður mun afkasta-
meiri. Rækjuskelinni hefur verið
fleygt í sjóinn fram til þessa og
sagði Jóhann að umhverfissjónar-
mið hefðu ekki hvað síst ráðið því
að ákveðið var að setja þessa verk-
smiðju upp, enda hefði það mikla
mengun í för með sér að henda
skelinni í sjóinn.
í Krossanesi eru nú brædd bein
þijá til fjóra daga í viku og hefur
borist mun meira magn beina þang-
að en ráð var fyrir gert, en verk-
smiðjan færi bein frá UA, frystihús-
um KEA á Dalvík og Hrísey og frá
Húsavík.
Mettúr hjá Sléttbak EA:
Verðmæti aflans var
66,5 milljónir króna
SLÉTTBAKUR EA-304 kom úndir miðnætti í gærkvöld með verð-
mætasta afla sem skipið hefur fengið til þessa, en skipið var með
317 tonn af frystum afurðum að verðmæti 66,5 milljónir króna
miðað við F.O.B. verð.
Sléttbakur var á Skagagrunni á
leið til Akureyrar í gærdag og bjóst
Kristján Halldórsson skipstjóri á
Sléttbak EA-304 við að vera í landi
eitthvað fyrir miðnætti. Skipið var
að veiðum úti fyrir Vesturlandi og
Vestfjörðum og var aflinn 317 tonn
af frystum afurðum, þorski og
ufsa. Verðmæti aflans er 66,5
milljónir króna, en það er verðmæt-
asti afli sem skipið hefur komið
með að landi til þessa.
„Sjómennirnir voru ekki sérlega
glaðir í fyrradag þegar við fengum
upplýsingar um verðfall á afurðum
bæði í Bandaríkjunum og Bret-
landi. Ég býst við að aflaverðmæt-
ið hefði verið um 70 milljónir mið-
að við F.O.B. verð ef ekki hefði
komið til þessa verðfalls," sagði
Kristján, en bætti við að mönnum
þætti gott að koma heim eftir lang-
vinnt puð á hafi úti.
Niðurlægjandi að láta
aðra hugsa fyrir sig
*
- segir Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri UA