Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991
19
„Samstarf“ Is-
lands og Banda-
ríkjanna af-
hjúpað í dag
HÖGGMYNDIN „Partnership",
Samstarf, eftir Pétur Bjarnason
verður afhjúpuð við Sætún kl.
16.15 í dag, en höggmyndin er
gefin íslendingum af bandarísku
sendiherrahjónunum Sue og
Charles E. Cobb Jr.
Tvö eintök hafa verið gerð í kop-
ar af höggmyndinni, sem stendur á
íslenskum og bandarískum
bergstöplum og verður önnur
myndin við Sætún í Reykjavík, en
hin við heimili sendiherrahjónanna
í Miami á Florida. Auk sögulegrar
tengingar við Ameríku og sam-
starfs Bandaríkjanna og íslands um
árabil er Golfstraumurinn ef til vill
nærtækasta tengingin.
Ein við Sætúnið,
önnur í Miami,
Flórida
HelenaRubinstein
NÝVARA, NÝIRLITIR
NÝJAR PAKKNINGAR
Kynning í dag frá kl. 14-18 í
Snyrtivöru verslun
Reykjavíkur Apöteki
Föröun á staönum.
84.107 áhorf-
endur komu
í Þjóðleik-
húsið í vetur
LEIKÁRI Þjóðleikhússins lauk
sunnudaginn 30. júní með síðustu
sýningu á Söngvaseiði. Uppselt
var á þá sýningu eins og allar
fyrri sýningar verksins. Þrátt fyr-
ir að stóra svið leikhússins hafi
verið lokað mest allt leikárið, eða
þar til í mars, komu alls 84.107
áhorfendur á 338 sýningar leik-
hússins, en sýnt var á Litla svið-
inu, í Islensku Óperunni, Borgar-
leikhúsinu, í grunnskólum og
víðar, en aðeins Pétur Gautur og
Söngvaseiður voru sýnd á stóra
sviðinu. Verkefni leikhússins urðu
alls 12 á leikárinu.
Flestir áhorfendur sáu Næturgal-
ann, alls 35.043 á 176 sýningum.
Næstflesta áhorfendur dró Söngva-
seiður að, eða 26.291 á 60 sýning-
um. 9.742 áhorfendur sáu verk
Spaugstofunnar, Örfá sæti laus, sem
sýnt var 30 sinnum í íslensku óper-
unni.
Til viðbótar má geta þess að nem-
endur Listdansskóla Þjóðleikhússins
komu fram á 7 nemendasýningum
á skólahúsnæðinu á Engjateigi 1 og
8 sinnum sýndu þeir dagskrá með
öðrum í tilefni Listahátíðar barna,
Alþjóðlega dansdagsins o.fl. Giskað
er á að áhorfendur í þessu 15 skipti
hafi verið um 4.000.
Nú er undirbúningur næsta leik-
árs í fullum gangi og verið er að
æfa Næturgalann upp á nýtt þar sem
sýningunni hefur verið boðið að taka
þátt í listahátíð Árósa_(Aarhus Fest-
uge) í september nk. Á stóra sviðinu
er verið að æfa Gléðispilið, nýtt leik-
rit Kjartans Ragnarssonar, og á litla
sviðinu er verið að æfa nýlegt leik-
rit frá Sovétríkjunum, Kæra Jelena,
eftir Ludmila Razumovskaja.
Norðurlandamót yngri
spilara í brids:
Islendingar
halda 5. sæti
ÍSLENSKA sveitin á Norður-
landamóti yngri en 25 ára i brids
tapaði fyrir A sveit Svía í 4. um-
ferð í gær með 14 stigum gegn
16. Islendingar halda þó 5. sætinu
frá þriðju umferð og eru nú með
71 stig.
Níu sveitir taka þátt í mótinu sem
haldið er í Jyváskyla í Finnlandi,
tvær frá hveiju hinna Norðurland-
anna og ein íslensk sveit.
A-sveit Finna er efst með 83,5
stig næst koma A-sveitir Norð-
manna, Dana og Svía og loks sú
íslenska í fimmta sæti.
í dag spilar íslenska sveitin við
B-sveit Finna, en hún er í neðsta
sæti á mótinu með 14,5 stig.
MAGNAFSLATTUR
TILHÓPA ™
" OPIÐ
SfKl LAUGARDAGA
I ÆlI I SKEIFUNNI
RAÐGREIÐSLUR KL. 10-14
SPÍTALASTÍG 8
VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661
SKEIFUNNI T T
VERSLUN SÍMI679890 VERKSTÆÐISÍMI679891
SKOÐAÐU
ÍSLAND
Á HJÓUl
Það eru lítil takmörk fyrir því hvert hægt
er að komast á góðu fjallahjóli: Yfir
stokka og steina, vegi og vegleysur og
ekki spillir bein snerting við náttúruna
og útsýni án bílrúðu á hæfilegum
hraða með fuglasöng og lækjarnið, án
mengunar og náttúruspjalla.
Odýrari ferðamáta er ekki hægt að
hugsa sér í fríið, helgarferðina eða
bara i vinnuna. Um leið stundar þú
einhverja bestu heilsurækt sem völ er á
MENGUNARLAUS FARARMÁT!
Öll toppmerkin í fjallahjóium:
Specialized, USA
Trek, USA
Jazz, USA
GT, USA