Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1991
Jakob S. Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 10. október 1920
Dáinn 27. maí 1991
Leiðir okkar lágu saman fyrir
hálfri öld og fjórum árum betur. Ég
hafði komið seint og um síðir kvöld-
ið áður ríðandi á nafna mínum eftir
að Pálmi stjúpfaðir minn frá Steiná
hafði skilað mér í hendur Stefáni
bróður sínum og falið mig forsjá
hans. Nú var ég kominn á kreik og
virti fyrir mér hina nýju veröld að
morgni dags í miklu sólskini fyrir
ofan gamla bæinn á Steiná. Ég
minnist þess ekki að hafa séð hann
þegar ég kom kvöldið áður. Kannski
var hann háttaður, eða kannski var
hann uppi á Seli eða annars staðar
að huga að lambám í vorblíðunni,
því sauðburður stóð sem hæst. Það
var vor í lofti, gróðurangan, fugla-
söngur og mikið sólskin þar sem ég
sat þarna í gluggatóftinni á Norður-
stofunni.
Þá sá ég hann alit í einu Skammt
í burtu, þar sem hann var að stinga
upp efsta og stærsta kartöflugarðinn
sunnan í Kinninni. Hann kallaði eitt-
hvað til mín og ég labbaði til hans.
Ég man að hann kastaði til min ein-
hveijum góðlátlegum stríðnisorðum,
sem ég vissi ekki alveg, hvernig ég
átti að taka, því að einhver söknuð-
ur og eyðiieiki sat víst í sálinni vegna
aðskilnaðar frá móður minni og
stjúpa. En svo skynjaði ég óðara
glettnina og góðviidina, sem hann
geislaði frá sér þennan bjarta vor-
morgun svo sem ávallt endranær,
þar sem hann pældi moldina og
undirbjó garðinn fyrir hið eilífa
kraftaverk náttúrunnar, kviknun
lífsbjargar undir sól og regni sum-
arsins, heimilinu til búsíiags og
blessunar. Og fyrr en varði hafði
Daddi komið mér til að skellihlæja
þennan sólbjarta morgun suð'ur i
Kinn fyrir fimmtíu og fjórum árum.
Hann var sextán ára og ég rétt að
verða átta. Upp frá þeirri stund var
hann mér sem eldri bróðir og traust-
ur vinur sjö yndislegustu sumur
æsku minnar.
ú þegar nálgast aftann ævi
minnar, hillir uppi ótal ævintýri
hversdagsleikans í tíbrá minning-
I
ÁRMÚLA 11 - REYKJAVÍK - SÍMI 681500
VZterkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
ptogittiiMiiftifo
anna, við önn og iðju, sumar og sól.
í þessum yfirlætislausa, friðsæla
dal, Svartárdainum, var það sem ég
varð ástfanginn í fyrsta sinn, ást-
fanginn af íslenskri náttúru með
allar sínar gersemar. Þar drakk ég
í mig sælu sveitalífsins í sjö sumur.
I þessari paradís minninganna, er
veitir mér æ meiri unað eftir því sem
árin líða, er Daddi, sumarbróðir minn
og vinur, ávallt nálægur.
Við vorum baðstofubræður í þijú
sumur og herbergisfélagar í fjögur.
Aldrei fæ ég fullþakkað forsjóninni
fyrir að hafa fengið að upplifa það
ævintýri að eiga um tíma heima í
íslenskum torfbæ af betri gerðinni,
þótt hann væri að vísu kominn til
ára sinna og orðinn svolítið þreytt-
ur. Miðbaðstofan, þar sem við Daddi
sváfum, Norðurhúsið þar sem eldri
hjónin undu sér og Suðurhúsið, sem
ungu hjónin höfðu fyrir sig og böm-
in sín ung og smá, litla eldhúsið þar
sem matast var, kjallaraholan með
sláturtunnum, stofan að mig minnir
panelklædd og svolítið kuldaleg,
skemman með hnökkum, söðlum,
reiðingum, aktygjum og amboðum,
bæjargöngin löng og rokkin og
síðast en ekki síst hlóðaeldhúsið veg-
lega með hióðapottinn hangandi í
hóböndum, kjötkrof í ijáfri, eldivið-
arhlaða í horni og óendanlega ævin-
týralegan eim í loftinu.
Þegar að kvöldi míns fyrsta dags
á Steiná tók Daddi mig með sér inn
í hlóðaeldhús, teygði sig upp undir
bita og skar með vasahnífnum sínum
væna flís af feitu hangikjöti, vafði
í bréf og stakk í vasa sinn. Nú
skyldi haldið til silungsveiða í
Svartá. Daddi hóf upp á öxi sér
gríðarmikla bambusstöng. Svo var
haldið út með á og færi kastað í
lygnurnar við Tíðabakkann og í fal-
lega hylinn undir Leifsstaðaklifinu,
hylinn sem nú er ekki lengur til.
Nýrunninn urriðinn stóðst ekki krás-
irnar úr hlóðaeldhúsinu, bamb-
usstöngin svignaði og eftir glæsileg-
ar loftreistur lágu fallegir fiskar
spriklandi í grænu grasi Tíðabakk-
ans og á gijóteyrinni við Leifsstaða-
hyl.
Alla tíð síðan ég fór með Dadda
í þessa veiðiferð á fallegu vorkveldi
niður að Svartá hefur mér fundist
veiðistengur þær sem nú tíðkast til-
komulítii verkfæri miðað við bamb-
usstengurnar miklu sem notaðar
voru við silungsveiðar í Svartá fyrir
hálfri öld.
En lífið var vissulega ekki leikur
einn í Svartárdalnum fremur en öðr-
um íslenskum sveitum fyrir hálfri
öld. Lífsbaráttan var hörð og ströng,
vélvæðingin að vísu skammt undan
en ekki gengin í garð svo neinu
næmi. Bræðurnir Stefán og Jakob,
Stebbi og Daddi, sneru bökum sam-
an fuilir af starfsorku og fijórri
vinnugleði? Starfsþrek þeirra var
mikið og þeir hlífðu sér hvergi. Þarna
tíðkuðust engin verkföli ög engar
atvinnuleysisbætur. Þarna gilti fyrst
og síðast lögmálið gamla og góða,
að duga eða drepast. Bræðurnir
stóðu í fylkingarbijósti, en fast á
eftir fylgdi heimilisfólkið og studdi
við bak þeirra í órofa samheldni,
hollustu og tryggð. í sameiningu
lagði þessi ósérhlífni, starfsglaði
hópur grunninn að grósku og far-
sæld Steinárheimilisins. Framlag
Dadda var mikið og ómetanlegt.
Enginn skyldi það betur en Stefán
bróðir hans, húsbóndinn á heimilinu.
Hann lét það iðulega í ljós með orð-
um sínum og athöfnum, að ekki
væri að vita hveru heimilinu kynni
að hafa farnast ef Dadda hefði ekki
notið við. Og ég hef það sterklega
á tilfinningunni að Steinárfóikið upp
til hópa hafi gert sér og geri sér
fulla grein fyrir því hvílík stoð og
stytta Daddi var á örlagatímum þeg-
ar mikið lá við, og raunar alla tíð.
Hann var Steinárheimilinu og sjálf-
um sér sannkallaður gæfusmiður.
Ég sagði að við Daddi hefðum
verið herbergisfélagar í fjögur sum-
ur. Þar á ég við samvistir okkar í
steinhúsinu sem byggt var sumarið
1939. Á mælikvárða nútímans var
þetta fremur litið en vinalegt hús
með valmaþaki, ein hæð og kjallari.
„ ! ' I 'r í ( l i I I | — 1 ■ ■
I kjallaranum var eldhús, búr,
geymsla og snyrting, og inn af eld-
húsinu lítið og hlýlegt herbergi þar
sem miðstöðvarketillinn var stað-
settur. Þarna bjuggum við Daddi
eftir að húsið var tekið í notkun.
Það voru góðir tímar. Mér eru minn-
isstæð hin björtu sumarkvöld að
loknum löngum og ströngum vinnu-
degi. Við gengum til hvílu og teygð-
um gjarnan úr deginum með því að
líta svolítið í bækur og blöð. Daddi
kveikti sér í síðustu pípu dagsins og
bláar reykjarslæður með ævintýra-
legri angan liðu um loftið. Gengum
opinn glugga barst niðurinn frá
Steiná úr fárra metra fjarlægð yfir
gamla gulrófnagarðinn með föngu-
legu hvannastóði í neðsta hlutanum.
Steinána kölluðum við raunar ein-
faldlega lækinn í daglegu tali. Óum-
ræðilega friðsælt suðið í læknum
orkaði svalandi og svæfandi á heit-
um og mollulegum sumarkvöldum.
Þessi lækjarniður líður mér ekki úr
minni, heldur er hann eins konar
óaðskiljanlegur undirleikur í hljóm-
kviðu minninganna frá þessum
árum.
Daddi var fatlaður á fæti frá fæð-
ingu. Fótleggurinn var of stuttur og
fóturinn snúinn og illa krepptur. Því
minnist ég á þetta að mér fannst
Daddi bera þessa fötlun sína með
slíkri hugprýði og æðruleysi, að
mannbætandi var að kynnast því.
Hann gat notað venjuleg stígvél á
báða fætur með því að hafa þau vel
við vöxt, en skó þurfti hann helst
að hafa sérsmíðaðan á fótinn. Ég
minnist þess hve beiskjulaus og sátt-
ur Daddi var þegar hann var að þvo
og snyrta þennan bæklaða fót sinn
Fædd 9. september 1899
Dáin 24. júní 1991
í dag kveðjum við í hinsta sinn
föðurömmu okkar, hana Fríðu
ömmu eins og við barnabörnin köll-
uðum hana alltaf. Við ólumst upp
í sama húsi og hún fyrstu æviárin
okkar, við Efstasund 16 í
Reykjavík.
Það var oft að við skruppum í
heimsókn til ömmu og afa upp á
loft. Hún hafði alltaf einhveijar
góðar sögur að segja manni úr
sveitinni í gamla daga, og á meðan
við hlustuðum gæddum við okkur
á nýbökuðum kleinum og kaldri
mjólk. Hún var mikill lestrarhestur
og átti mikið safn bóka. Skemmti-
legast þótti henni að lesa upphátt,
það var hún vön að gera í sveitinni
þegar hún var ung stelpa. Þá las
hún fyrir vinnufólkið á meðan það
var við vinnu sína. Þegar við systk-
inin komumst á unglingsárin
skruppum við stundum í heimsókn
í Efstasundið og fengum þá að kíkja
í bókaskápinn hennar ömmu og fá
lánaða eina og eina bók.
Hún var mikil saumakona, og
það brást ekki að á hveijum jólum
fengu öll barnabörn og barnabarna-
börn heimasaumaðar peysur frá
Fríðu ömmu og Guðmundi afa í
jólagjöf. Það er ekki meira en um
mánuður síðan móðir mín var í
heimsókn hjá henni, þá vildi hún
ólm fá hana með sér í saumaher-
bergið sitt inn af eldhúsinu og at-
huga hvort ekki væru til bútar í
eins og eina peysu. Og það fór nú
svo að móðir mín kom heim með
peysu á dóttur mína sem þær höfðu
saumað í sameiningu.
Þetta eru fátækleg kveðjuorð um
eins mikla dugnaðarkonu og hana
Fríðu ömmu og verður hennar sárt
saknað, en við geymum góðar minn-
ingat- um hana í hjörtum okkar.
Við kveðjum elsku Fríðu ömmu
okkar og þökkum fyrir allt og allt.
Ásta Jensdóttir
og Stefán Jensson.
Mig langar að minnast elskulegr-
ar tengdamóður minnar, Hólmfríð-
ar Magnúsdóttur, fáeinum orðum.
Hún var fædd 9. september 1899
á Skerðingsstöðum í Hvammsveit.
Fríða eins og hún var gjarnan köll-
uð, dvaldist í heimahögum til ársins
1920, að hún fiuttist tii Reykjavík-
með alúð og nostursemi. Og raunar
var það með ólíkindum hversu fótur-
inn dugði honum vel. Hefur þar að
líkindum valdið miklu um að hann
bar þetta með sér frá blautu barns-
beini. Vaxtarmátturinn og aðlögun-
arlögmálið hafa lagst á eitt um að
milda þessa missmíð og draga úr
hinum neikvæðu afleiðingum. Hvað
sem því líður þá hljop hann mig af
sér þótt ég væri kominn um ferm-
ingu og stökk léttilega yfir skurði
þegar ég dró ekki nema hálfa leið
og sat í kaldri súpunni. Maður hætti
fljótlega að veita þessari fötlun at-
hygli, ekki hvað síst vegna þess hve
karlmannlega Daddi bar sig. Þó fer
ekki hjá því að hann hafi liðið fyrir
þetta á stundum, andlega og iíkam-
ur. Árið 1925 giftist hún Guðmundi
Gíslasyni frá Patreksfirði. Hjóna-
band þeirra varð einstaklega far-
sælt og eignuðust þau hjón 10 börn,
sem öll eru á lífi utan eitt.
Nú eru liðin 40 ár síðan ég fyrst
kom á heimili Fríðu tengdamóður
minnar. Við hjónin vorum leigjend-
ur hennar fyrstu 8 búskaparár okk-
ar og minnist ég þess ekki, að
nokkru sinni hafi hlaupið snurða á
þráðinn í okkar samskiptum þá eða
nokkru sinni síðan. Börn hændust
mjög að Fríðu og þá ekki síst barna-
börnin. Ósjaldan var hún fyrst á
vettvang til að hugga þau og hug-
hreysta ef eitthvað á bjátjaði. Fríða
var hamhleypa til allra verka og lá
aldrei á liði sínu þegar taka þurfti
til hendi, enda ætíð nóg að starfa
á stóru heimili. Að morgni þegar
aðrir risu úr rekkju, var vinnudagur
hennar löngu hafinn og ekki óal-
gengt að hún hefði þá þegar bakað
kleinur og annað góðgæti eða þveg-
ið stórþvott. Sem dæmi um dugnað
hennar og eljusemi má nefna, að
hún taldi ekki eftir sér að mála hús
sitt eða vinna önnur þau störf, sem
þá þóttu fremur við hæfi karla.
Fjöldi einstæðinga og þeir sem
minna máttu sín í lífsbaráttunni
áttu svo sannarlega hauk í horni
þar sem hún var, og kom hún oft
til þeirra færandi hendi með mat-
föng, fatnað eða annað sem van-
hagaði um hveiju sinni. Ekkert
gladdi hana meira en geta liðsinnt
þessum vinum sínum. Hun hugsaði
þannig um aðra fyrst og síðast og
lét alls staðar gott af sér ieiða.
Alltaf var nóg húsrúm hjá Fríðu
fyrir ættingja og vini utan af landi,
þó húsakynni þættu ekki stór nú
til dags og sannaðist á henni að
þar sem er hjartarúm er húsrúm.
Þau hjón áttu því láni að fagna
að geta dvalist á heimili sínu allt
þar tii Guðmundur hafði ekki leng-
ur heilsu til að vera heima og flutt-
ist fyrir ári á Hvítabandið, þar sem
hann dvelst nú í hárri elli. Þau voru
ákaflega samrýnd hjón alla tíð og
áttu bæði þá ósk heitasta að geta
verið sem lengst samvistum. Þeim
varð að þeirri ósk sinni þar sem
sambúð þeirra varði í 65 hamingju-
rík ár. Eftir að Guðmundur þurfti
að fara til langdvalar á spítala fór
heilsu Fríðu að hraka, en hún dvaldi
þó á heimili sínu, undir umsjá barna
sinna, þar til viku fyrir andlát sitt.
lega, þótt hann bæri það ekki utan
á sér.
„Dimmbláa nótt. ..“ söng vinur
minn stundum þegar önn og amstur
dagsins var að baki. Dimmbláar og
heillandi eru minningarnar frá þess-
um æskuárum mínum þegar spor
okkar fléttuðust saman um tún og
engjar, holt og hæðir. En hér er
hvorki stund né staður til að rekja
það allt saman. „Hóf er best, hafðu
á öllu máta.“ Ég læt því brátt lokið
þessum minningarorðum.
Jakob Skapti Sigurðsson var
jarðsunginn frá Bergstaðakirkju 1.
júní sl. Fjölmenni var við útförina.
Séra Stína Gísladóttir sóknarprestur
jarðsöng og Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps annaðist sálmasöng.
Bræðumir Pétur og Sigfús Péturs-
synir frá Álftagerði í Skagafirði
sungu draumafallega um dalalíf,
heiðarró og bjartar nætur. Fulgar
himinsins bættu um betur og stilltu
sína strengi. Hrossagaukur og spói
léku af list og smávinir fagrir tóku
undir. Heiðlóan grét um stund með-
an rekum var kastað. En svo tók
hún gleði sína á ný og söng dirr-
indí. Enda mátti hún það svo sannar-
lega þar sem veður var hið fegursta,
logn og sólskin og vorgyðjan í óða-
önn að klæða dalinn grænu skrúði.
Allt var þetta vel við hæfi og féll
forkunnarfallega að stað og stund.
Blessuð sé minning Jakobs Skafta
Sigurðssonar frá Steiná og blessaður
sé dalurinn hans og fólkið sem í
honum býr.
Steinárfólkinu, ungum jafnt sem
öldnum, sendi ég samúðar- og sakn-
aðarkveðjur.
Þórir Haukur Einarsson
Með þessum orðum vil ég þakka
hjartkærri tengdamóður minni
samfylgdina og allt það sem hún
var mér og fjölskyldu minni á sinni
löngu ævi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Br.)
Dagbjört Ólafsdóttir
Mig langar að minnast ömmu
minnar með fáeinum orðum. Hún
iést þann 24. júní sl., tæplega 92
ára að aldri. Við áttum heima í
sama húsi og amma og afi í um
það bil átta ár. Alltaf var gott að
koma upp til ömmu, hún hafði ætíð
eitthvað gott handa ömmubörnun-
um sínum. Oft stalst maður upp
að fá smá kaffi í bolla, og svo ég
minnist ekki á góðu kjötboilurnar
hennar. Hún amma var ein af þess-
um konum sem varð alltaf að hafa
eitthvað að gera, og fram á níræðis-
aldur saumaði hún peysur úr
pijónaafgöngum til jólagjafa handa
barnabarnabörnunum sínum. Ég
ætia ekki að rekja ættir ömmu, það
verða aðrir að gera það. Þar sem
ég og fjölskylda mín búum úti á
landi hafa börn mín ekki kynnst
langömmu sinni svo mikið. En allt-
af þegar við komum í heimsókn til
hennar, þá var alltaf fundið eitthvað
gott handa öllum.
Elsku afi, við sendum þér okkar
bestu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Svanbjörg Gísladóttir
Hólmfríður Magnús-
dóttir - Minning