Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991 25 uileg- r“ því til skila hvað er að gerast. Guð gefi þér styrk til þess.“ Hún ætlaði að lengja veruna, það væri margt sem hún ætti ógert. Það lá í orðum hennar að hún mundi ef til vill setja þriðja heimilið á lagg- irnar í Basra. „Mundu að biðja,“ sagði hún og þrýsti hönd mína kröft- uglega í kveðjuskyni. Þegar ég kom út uppgötvaði ég að ég var með frétt: Móðir Theresa ætlaði að opna fleiri heimili, vera lengur og fara einnig niður til Basra. Og þó svo ég hringdi heim og borg- aði 40 dollara fyrir mínútuna þá mundi engum þykja þetta fréttnæmt. Þegar ég kom heim á A1 Rasheed vissu hinir blaðamennirnir að ég hafði verið við bænagjörðina og þá grunaði ég hefði kannski tekið mynd. „Það er óhugsandi, Móðir Theresa hefur ekki leyft myndatöku af sér við bænagjörð í mörg ár,“ heyrði ég Khalid ráðunejúismann segja hug- hreystandi við strákana frá Visnews þegar ég kom aðvífandi. Eg settist inn í kaffistofu og pant- aði mér te. Nokkru seinna voru Visnews-strákarnir sestir hjá mér. Jú, ég sagði ég hefði fengið að taka mynd og hún hefði minnst á ferðina til Karbala, kannski yrði hún lengur. „Við borgum þér vel ef þú lætur okkur fá filmuna," sögðu þeir. Horfðu á mig biðjandi. „Við eigum að senda eftir korter og við höfum bókstaflega ekki neitt. Fólk nennir ekki alltaf að sjá myndir af vannærð- um börnum eða sprengdum orkuver- um, skilurðu ... hvað segirðu um þetta, við borgum vel?“ Eg sagði að það kæmi því rniður ekki til mála. Þeir ættu alla mína samúð að hafa ekkert til að senda en það væru svik við Móður Ther- esu. Hins vegar mættu þeir hafa það eftir að hún myndi opna fleiri barna- heimili. Lítið barn sem ekki má gleym- ast. Veikt og vannært og svo langt leidd er þessi litla stúlka að hún getur ekki grátið, gefur frá sér annarlegt uml og augun eru starandi og liflítil. ask og brúðkaup Víst er neyðin nístandi hér. Hjálp- arsveitarfólk vinnur myrkra á milli, bílalestimir frá Jórdaníu með mat og hjálpargögn eru nær óslitnar, ír- akar sjálfír vinna baki brotnu við hreinsun og viðgerðir. En það sér ekki högg á vatni. Samt eru alltaf einhverjir sem eiga peninga. Einnig í Irak. Það er fullt af glæsikerrum í Bagdad og víðar úti um landið, bensínið er eitt af fáu sem kostar hér um bil ekkert. Að vísu oktan- laust og fer illa með vélina þegar það Vr notað langan tíma. En bensfn þó og allir út að keyra. Og svo eru Við vorum miklu meira en hrædd- Helga Leifsdóttir hefur ásamt 4 öðrum íslendingum unnið á veg- um Rauða krossins í Irak siðustu mánuði. Mikið og vel var látið af því af Rauða kross fólki hversu íslenski hópurinn hefði staðið sig vel. það brúðkaupsveislur á hótelunum. Þar virðist ekki vanta neitt nema síður sé. A hveíjum fímmtudegi og föstudegi eru veislur í öllum sölum á helstu hótelum Bagdad. Stúlkurnar klæddar dýrindis kjólum sem gætu þess vegna verið úr frægum tísku- húsum. Og stúlkurnar eru rnargar laglegar, það sé ég þegar þær leiða manninn sinn burt að brúðarhelginni liðinni og hafa þvegið mest af máln- ingunni. Og svarti markaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Nú fær maður 600 íraska dínara fyrir 100 dollara en sé skipt í banka — sem verður að gera þegar hótel er greitt — fæst 31 dínar fyrir 100 dollara. Það er enginn óvitlaus sem ekki snarar sér inn á svarta markaðinn og þó maður reikni í svörtum dínömm er verðlag aldeilis óguðlegt. Mér fannst það hróplegt að þegar að því leið að ég gerði upp hótelreikninginn, sem var um 1.000 dínarar eða um 3.000 doll- arar, að þá átti ég 1.200 platdínara. En gat ekki borgað hótelið með þeim né gjaldið sem ráðuneytið setur upp sem er þúsund dínarar á viku fyrir skrifandi blaðamenn en hærra fyrir sjónvarpsmenn. Þeir taka aðeins greiðslu í dollurum og þá á þessu svokallaða rétta gengi. Alltaf öðru hverju var ég að rek- ast á fólk sem var að bíða eftir son- um, bræðrum eða eiginmönnum sem höfðu verið í stríðinu fyrir norðan eða sunnan og enginn vissi neitt um afdrif þeirra. Mér er til dæmis minn- isstæð ung írösk blaðakona sem var nýbyijuð í starfi og hóf þjálfun sína af einhveijum ástæðum í upplýsinga- ráðuneytinu. Hún sagði mér að hana langaði á árshátíð íraskra blaða- manna um kvöldið en hún vildi síður fara. Kærastinn hennar var í hernum og hún vildi ekki skemmta sér meðan hún vissi ekki um hann. Hann var sendur norður og hún sagðist vera hrædd. Þau ætluðu að gifta sig á afmælisdegi Saddams og móðir hennar hafði saumað dýrindis brúð- arkjól. En kærastinn sést ekki og hún fær engin svör hvort hann er fangi, fallinn eða flúinn. „Þeir sögð- ust kannski vita eitthvað í næstu viku,“ sagði hún og þurrkaði tár úr augnkrókunum. A þessum dögum var skólum að ljúka en eins og ég hef áður minnst á hefur það verið nánast með ólíkind- um hversu nemendur hafa lagt hart að sér svo að þeir þyrftu ekki að glata heilli önn. Níutíu prósent nem- enda luku tilskildum prófum að því er mér tjáð. Og svo fara sumarleyfi í hönd og annar hver íraki sem ég hitti, hvar sem ég fór, virðist eiga sér þá hugsjón helsta að komast úr landi. Flytja burt, byija nýtt líf ann- ars staðar. En þeir vita sem er að þeim eru allar bjargir bannaðar. Þeg- ar er fjöldi íraka í Jórdaníu sem er eitt örfárra landa sem hleypir þeim inn en veitir þeim vitaskuld ekki dvalarleyfi nema takmarkaðan tíma. Nú þegar skólum er lokið má búast við að straumurinn aukist enn. Það er óskaplega mikið vonleysi í fólki en þeir sem eru reyna að komast í burtu er fólk sem býr við nokkur efni. Fátæklingarnir eiga ekki einu sinni kost á að fara til Jórdaníu, hvað þá hugsa hærra. Vegna þess að póstsamgöngur eru engar og farþegaflug er ekki leyft enn voru margir sem sneru sér að mér til að biðja mig að koma bréfum út úr landinu. Þetta voru bæði Irak- ar og ekki síður útlendingar svosem Súdanir og Indveijar. Þeir hafa ekki getað sent bréf hvað þá peninga heim til sín svo mánuðum skiptir og gripu tækifæri ef þeir hittu útlend- inga. Þó svo að Irak sé hrunið, þó marg- ir hafi misst kjarkinn og aðrir haldi sér uppi á reiðinni er þó samt undra- vert hve margt er að komast á skrið. Hameed Saeed, ritstjóri Al-Thawra og vinur minn, sagði mér að listsýn- ingar og tónleikar væru aftur á boð- stólum. „Við borðum ekki menning- una en hún hjálpar og stappar í okk- ur stálinu. Það gæti meira að segja verið að sköpunarþörf örvist núna ... sjálfur sat ég við kertaljós meðan loftárásirnar voru hveija nótt og skrifaði tuttugu og þijú prósabréf til vina. Mér leið betur þá. Stundum var ég allt að því hamingjusamur." Texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir Þýskur ferðamaður komst af eigin ramm- ieik upp úr 20 metra jökulsprungu: Gætti þess að taka orðabókina með upp úr sprungunni - segir Dirk Bindmann ÞÝSKI ferðamaðurinn Dirk Bindmann væri varla lífs núna ef hann væri ekki þrautþjálfaður fjallamaður. Hann vann það einstæða afrek að komast af eigin rammleik upp úr 15-20 metra djúpri sprungu, sem hann féll í á á Snæfellsjökli. I samtali við Morgun-' blaðið segist hann hafa verið of upptekinn við að klifra upp úr sprungunni til þess að verða nokkurn tímann hræddur. Bindmann sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann hefði komið einn síns liðs í fjögurra vikna ferð til íslands til að ganga frá Reykjavík til Seyðis- fjarðar. Sú ganga gekk betur en Bindmann hafði áætlað og fór hann þess vegna til Snæfellsness með það fyrir augum að ganga á Snæfeilsjökul. Bindmann er 25 ára gamall skógarverkamaður frá Zeitz í grennd við Leipzig í austur- hluta Þýskalands. Til Ólafsvíkur kom Bindmann á sunnudag. Á mánudag gekk hann að jöklinum og gisti í skýli vestan við hann. Snemma á þriðjudags- morgun hóf hann gönguna á jökul- inn í mjög góðu veðri. Bindmann sagði að hitinn hefði meira að segja verið helst til mikill. Hann gekk í eina til tvær klukkustundir og á þeim tíma fór hann yfir margar sprungur áður en hann kom að sprungunni sem hann féll niður í. Hann segir að hann hefði þurft að taka á sig stóran krók ef hann hefði viljað komast hjá því að fara yfir hana. Yfir' sprunguna lá snjóspöng og þar sem hann hafði þegar farið yfir margar slíkar hafði hann trú á hún myndi halda. Hann gekk út á spöngina en hún hefur verið byijuð að bráðna því’ að hún gaf eftir og Bindmann hrapaði nið- ur 15-20 metra og lenti á ís. Hann lenti ekki á botni spruhgúnnar því að hún náði að hans sögn u.þ.b. fimm metrum lengra niður. Hann telur að sprungan hafi verið 2ja- 3ja metra víð. Honum sortnaði fyrir augun og lét þess vegna fyr- ir berast í sprungunni í u.þ.b. hálfa klukkustund. Við fallið marðist hann á læri en meiddist ekki að öðru leyti. Hann skildi bakpokann eftir í sprungunni og tók aðeins vega- bréfið, flugmiðana, peninga og orðabók með sér. „Aðeins það nauðsynlegasta," eins og hann sagði. Síðan klifraði hann upp úr sprungunni á 15 til 30 mínútum. Hann hafði aðeins eina ísöxi með sér því að hann hafði skilið nær allan útbúnað til jöklaklifurs eftir í Reykjavík. Með aðstoð hennar komst hann upp úr sprungunni og beitti hann við það aðferð sem hann hafði lært í klettaklifri en hafði aldrei notað áður í ísklifri. Þegar hann kom upp úr sprung- unni gekk hann fram á hóp franskra ferðamanna og bað hann þá að hjálpa sér að ná bakpokanum upp úr sprungunni. Leiðsögumaður hópsins gekk með honum að sprungunni en þeir töldu of hættu- legt að reyna að fara niður eftir pokanum, þar sem eina hjálpar- tækið sem var við höndina var reipi, engar ísaxir eða annar bún- aður. Bindmann hélt þá niður af jöklinum og hitti þar fyrir hóp svissneskra ferðamanna og íslenskan leiðsögumann sem ók honum til Ólafsvíkur. Um kvöldið fóru þrír menn úr björgunarsveit Ólafsvíkur með honum á jökulinn en þeir fundu ekki sprunguna og þar liggur bak- pokinn því enn. Bindmann fékk síðan að gista hjá einum björgun- arsveitarmannanna. Bindmann hefur stundað fjalla- klifur síðustu 10 árin, aðallega í Þýskalandi, en hann hefur einnig klifrað í Sovétríkjunum nokkrum sinnum. Þegar Bindmann var spurður hvort hann hefði verið hræddur, sagðist hann hafa verið svo upptekinn af því að klifra upp úr sprungunni að hann hefði ekki haft tíma til þess. Jökullinn er stórhættu- legnr ferðamönnum - segir formaður björgunar- sveitarinnar í Olafsvík GUÐBJÖRN Ásgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar í Ólafsvík, segir að það gangi kraftaverki næst að þýzka ferðainanninum, sem féll í jökulsprungu á Snæfellsjökli, skuli hafa tekizt að komast aftur upp úr sprungunni. Hins vegar megi spyrja, hvað gerzt hefði ef maðurinn, sem var einn á ferð, hefði ekki bjargazt af eigin ramm- leik. Guðbjörn segir að jökullinn sé mjög sprunginn og stórhættuleg- ur ferðamönnum. „Við sitjum hér á hálfgerðum nálapúða. Við horfum upp á fjölda ferðamanna fara á jökulinn í litlum hópum, og margir eru einir síns liðs. Hver veit hvenær einhver dettur ofan í sprungu og síðan spyrst ekki til hans meir,“ sagði Guðbjöm í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðiSt vilja hvetja fólk til að fara með ýtrustu varúð, er haldið væri á jökulinn og vera alls ekki eitt á ferð, slíkt væri stórhættulegt. Guðbjörn sagði að veðurfarið hefði orðið þess valdandi að yfir- borð jökulsins væri nú mjög sprung- ið og erfitt yfirferðar. Fyrst hefði komið snjóléttur vetur og nú und- anfarið mikil sólbráð. Lausasnjór, sem áður hefði legið yfir sprungum, væri því á bak og burt. Hann sagði að piltar í Ólafsvík, sem hefðu at- vinnu af að fara með ferðamenn á jökulinn, væru að gefast upp á því, vegna þess að sífellt væru nýjar og nýjar sprungur að koma í ljós. Guðbjörn sagði að ekki bætti úr skák að í umferð væru kort, þar sem merktar væru inn á gönguleið- ir á jökulinn. „Við björgunarsveitar- menn erum sammála um að að minnsta kosti tvær leiðir af þrem- ur, sem eru merktar á þessi kort. séu stórvarasamar fyrir fólk, sem er eitt á ferð,“ sagði Guðbjörn. Hann sagði að í síðustu viku hefði verið skafbylur á jöklinum og hefði þá skafið yfir sumar sprung- urnar. Plugbjörgunarsveitarmenn, sem hefðu verið á jöklinum, hefðu þá snúið við fólki sem ætlaði á jökul- inn, misvel búið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.