Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 36
36 MOfiQUNBLAÐIÐ FI.MMXUUAGUH 4. JULÍ 199-1 t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐRÍÐUR G. JÓNSDÓTTIR, Frostafold 73, lést á heimili sínu að morgni 3. júlí. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Óskar Júniusson. t Bróðir minn og föðurbróðir, HALLGRÍMUR STEFÁNSSON, andaðist 23. júní á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Stefánsson, Eggert Ólafsson. t HRÓAR BJÖRNSSON frá Brún, Selbrekku 24, Kópavogi, er látinn. Útförin hefur farið fram. Þökkum sýndan hlýhug. Ingibjörg Sigurðardóttir, Elín Hróarsdóttir, Sigurður Hróarsson, Björn Hróarsson, Þorbjörg Hróarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRAKEMP, Ljárskógum 26, lést í Landspítalanum 30. júní. Elsa Kemp, Ólafur Ólafsson, Lúðvik Kemp, Bára Kemp, Magnús Axelsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, ÞÓRA SVEINSDÓTTIR, Funafold 59, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 2. júlí í Landspítal- anum. Útförin fer fram í Dómkirkjunni 9. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd barna okkar og annarra að- standenda, Hákon Hákonarson. t Eiginkona mín og móðir okkar, ÞURI'ÐUR guðjónsdóttir, Ljósaklifi, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspftala, Hafnarfirði, þriðjudaginn 2. júlí. Benedikt Guðnason og börn. t Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AUÐUNN ÁRNASON frá Dvergasteini, Súðavikurhreppi, sem lést 30. júní, fer fram fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður frá Súðavíkurkirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 14.00. Hjalti Auðunsson, Ólöf Erla Þórarinsdóttir, Sigríður Auðunsdóttir, Erling Auðunsson, Brynja Magnúsdóttir, Svanur Auðunsson, Steinunn Arnórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐBJÖRG ELLERTSDÓTTIR, Jaðarsbraut 21, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 11.00. Guðriður Ó. Jóhannsdóttir, Ólafía G. Jóhannsdóttir. Árni Einarsson, Hvolsvelli - Minning Fæddur 16. nóvember 1896 Dáinn 26. júní 1991 Á vordögum árið 1943 var ný póst- og símstöð tekin í notkun í Hvolsvelli. Myndarleg hjón, sem rekið höfðu traustan og mikinn búskap að Mið- ey í Austur-Landeyjahreppi, jafn- framt því að sjá þar um símstöð með sæmd, tóku við nýjum störfum í fámennu byggðahverfi eins og Hvolsvöllur var þá. Bóndinn frá Miðey, Árni Einars- son, mótaði póstþjónustuna af skyldurækni og einstakri trú- mennsku, en eiginkona hans, Margrét Sæmundsdóttir, settist við skiptiborðið háttvís og hlý í fasi, full af vilja til að greiða götu þeirra, sem í nýju símstöðina komu. Þessi heiðurshjón úr Landeyjum féllu vel inn í fámennan hóp frum- býlinganna. Árni símstjóri var fljótlega kos- inn í trúnaðarstörf í Hvolhreppnum og sat lengi í sveitarstjórn. Allir sem honum kynntust báru til hans traust, þótt eigi væri hann orðmargur um eigið ágæti og ekki allra. Börn fundu í fari hans ör- yggi. Hlýtt handtak, fá orð og hlýf glampi í augum var honum nóg til að ná virðingu og væntumþykju. Hann þurfti ekki að segja þeim sögur eða ævintýri. I símstöðinni var rausnargarður. Á fyrstu árum símstöðvarhjón- anna í Hvolsvelli var bílaeign ekki orðin almenn. Fólk var sífellt að bíða eftir að komast austur og vestur. Símstöðin var á vegamótum. Þá var eldhúsið í „Stöðinni" oft biðstofa eða betri stofan og gestum borin beini af myndugleik. Uppi á lofti í símstöðinni voru tvö vistleg gestaherbergi, þar sem margir áttu góðar gistinætur. Árni Einarsson var fæddur að Miðey í Austur-Llandeyjahreppi 16. nóvember 1896, sonur Helgu ísleifsdóttur frá Kanastöðum í sömu sveit og Einars Árnasonar frá Sám- stöðum í Fljótshlíðarhreppi. í hávegum var haft, hvað æsku- heimili Árna Einarssonar var traust og gott og margt til fyrirmyndar í búskaparháttum. Það var 1. júní 1924, sem Ámi Einarsson og Margrét Sæmundsdóttir frá Lága- felli í Austur-Landeyjum voru gefin saman. Á Lágafelli hefur sama ættin búið í meira en eitthundrað ár. Foreldrar Margrétar voru, Guðrún Sveinsdóttir frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, sem af sveitungum sínum var talin gæðakona, velvilj- uð, mild og móðurleg og sveitar- stólpinn hann Sæmundur Ólafsson oddviti, sem í áratugi, stóð í stafni um framfaramál í sinni sveit. Var meðal annars atkvæðamikill og kemþulegur sýslunefndarmaður í áraraðir. Þá var hann aflasæll for- niáður á áraskipum, meðan enn var brotist út fyrir varasama landsjói í Landeyjum til að sækja björg í bú. Margrét Sæmundsdóttir erfði kosti foreldra sinna, hlýtt hugarþel, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSBJÖRN ÞÓR JÓHANNESSON frá Auðkúlu, A-Húnavatnssýslu, sem lést á heimili sínu 30. júní sl., verður jarðsunginn frá Auðkúlu- kirkju laugardaginn 6. júlí kl. 17.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarns, Halldóra Jónmundsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN S. MARKÚSSON trésmíðameistari, Vogatungu 95a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Hjartavernd njóta þess. Sigríður Þórðardóttir, Ingibjörg F. Björnsdóttir, Guðjón Ragnarsson, Svava Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Hallur Björnsson, Guðrún Björnsdóttir, Þórður Björnsson, Lúðvík Björnsson, Stefanía Björnsdóttir, Geir Magnússon, Axel Þórarinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Örnólfur Sveinsson, Helga Á. Einarsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Manit Saifa, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Efstasundi 73, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 4. júlf, kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Gísii Ingólfsson, Kristrún Sigurðardóttir, Ole Mikalsen, Stefán Jón Sigurðsson, Anna M. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Systir mín, SVEINA HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 50, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 4. júlf, kl. 15.00. Guðmundur Bjarnason. alúð og persónulega reisn, svo eftir var tekið. Árni og Margrét byijuðu búskap að Eyjarhólum í Mýrdal og þaðan lá leiðin til Vestmannaeyja eftir þijú ár, en Landeyjamar áttu sinn segul og eftir innan við ár voru þau aftur flutt í sína heima- sveit, þar sem jörðin er græn og sýn til fjalla heillandi. I um það bil aldarfjórðung voru þau við störf sín hér í Hvolsvelli. Eins og þau hjónin prýddu Landeyj- ar sínar, prýddu þau sveitarfélagið okkar og sýslu. Margrét var mikil handavinnu- kona og þau hjónin komu upp gróskumiklum tijá- og blómagarði við símstöðina. Bæði voru þau fé- lagslynd. Hann mikill spilamaður, en hún virk í Kvenfélaginu Einingu, formaður þess um skeið og lengi ritari. Á fyrstu árum Áma sem sím- stöðvarstjóra, annaðist hann við- gerðir á símalínum, sem oft biluðu í óveðram, þá var hann fljótur til að leita að bilunum og lagfæra. Árni og Margrét veittu Póst- og símstöðinni í Hvolsvelli forstöðu til ársins 1966, en þá hafði.Ármj náð aldurshámarki embættismanna og fluttu þau hjónin þá til Reykjavíkur. Margrét hafði ekki gengið heil til skógar um árabil. Hún andaðist í júlímánuði 1977. Börn þeirra hjóna eru: Einar, rafvirkjameistari, sem lengi var verkstjóri hjá Kaupfélagi Rangæ- inga, nú framkvæmdastjóri Pijóna- vers. Eiginkona hans er Hulda Sig- urlásdóttir frá Langagerði í Hvol- hreppi. Þau eiga þijú börn. Guðrún, símstöðvarstjóri á Hellu. Eiginmað- ur hennar er Jónas Helgason, póst- maður. Þau hafa eignast þijú böm. Helga Maggí, nú búsett í Reykjavík, en áður í Vík í Mýrdal. Hennar maður er Jónas Gunnarsson, bif- reiðarstjóri, sem lengi starfaði við Lóransstöðina á Reynisfjalli í Mýr- dal. Þau eiga fimm börn. Allt er þetta myndarlegt, mann- dóms- og dugnaðarfólk. Enda þótt Árni væri kominn af léttasta skeiði þegar hann flutti til Reykjavíkur stundaði hann þar vinnu í mörg ár og bar háan aldur vel. Hann gekk léttur í spori um götur höfuðborgar- innar og naut daganna, þar sem hann enn átti gott heimili hjá dótt- ur og tengdasyni. Það var fengur af samleiðinni með símstöðvarhjónunum. Um þau á ég og mitt fólk góðar minningar og bjartar. Pálmi Eyjólfsson Leiðrétting* Þ AU leiðu mistök urðu í minning- argrein Ástu Sigurðardóttur um Ingigerði Eiríksdóttur í blaðinu í gær að Ingigerður var sögð vera frá Gunnarshólum, en hið rétta er að hún var frá Gunnars- hólma, Eyrarbakka. Þá varð orðabrengl í einni setn- ingu og er hún rétt svona: Gerða fluttist með foreldrum sínum til Eyrarbakka í fallegt og reisulegt hús, sem faðir hennar hafði teiknað og smíðað og heitir Gunnarshólmi. Þar ólu Eiríkur og Guðrún upp sinn barnahóp. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.