Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMi\JTUDAG,UR .4( jýljL 4991
7
Morgunblaðið/Þorkell
Faxagarður endurnýjaður
Nú er unnið við endurbætur á Faxagarði í Reykjavíkurhöfn. Búið er
að reka niður stöpla meðfram bryggjukantinum en auk þess verður
lagt nýtt dekk á bryggjuna og er hér verið að rífa upp gamla dekkið.
Séra Karl V.
Matthíasson á
Tálknafjörð
Tálknafirði.
SÉRA Karl V. Matthíasson hef-
ur verið ráðinn sóknarprestur
í Tálknafjarðarprestakalli frá
og með 15. júlí.
Séra Karl var áður sóknarprest-
ur á Suðureyri 1988, en þaðan fór
hann til ísafjarðar og hefur starf-
að þar sem sóknarprestur í tvö
ár. A Suðureyri kenndi séra Karl
við grunnskólann og stundaði sjó-
mennsku um tíma. Karl er giftur
Sesselju B. Guðmundsdóttur og
eiga þau einn son.
R. Schmidt.
Grillveizla en
ekki eldsvoði
TILKYNNT var um eld í húsi í
Smáíbúðahverfinu á þriðjudag-
inn. Engin hætta reyndist á ferð-
um, heldur var húseigandinn að
grilla kjúkling í garðinum hjá sér
í góða veðrinu. Nágrönnum hafði
virzt sem reyk legði frá húsinu.
Að sögn lögreglu hefur tilkynn-
ingum af þessu tagi fækkað á und-
anförnum árum, en þegar útigrillin
voru að ryðja sér til rúms var tals-
vert um þær.
-------e-f-*-----
Köttur í viftu
BÍLEIGANDA í miðbænum brá
í brún þegar hann hugðist halda
af stað í sunnudagsbíltúr um síð-
ustu helgi. Þegar hann var setzt-
ur upp í bifreið sína og sneri
kveikjulyklinum barst skerandi
vein úr vélarhúsinu.
Þegar bíleigandinn athugaði mál-
ið reyndist ókunnugur köttur hafa
hreiðrað um sig í bílvélinni. Þegar
vélin var ræst hafði kötturinn
flækzt í viftuspaðanum og meiðzt
svo iila, að kalla þurfti til lögreglu
að aflífa hann.
Nefnd frá
mannvirkja-
sjóði NATO
í kynnisferð
Mannvirkjasjóðsnefnd Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) kom
hingað til lands á þriðjudag í
fjögurra daga kynnisferð.
Mannvirkjasjóðsnefndin fylgist
með varnarframkvæmdum þeim,
sem Atlantshafsbandalagið ijár-
magnar i aðildarríkjum þess. Hér á
landi er til að mynda um að ræða
ratsjárstöðvar og mannvirki á
Keflavíkurflugvelli.
Nefndin mun hitta að máli ís-
lenzka embættismenn og yfirmenn
varnarliðsins. Þá mun nefndin einn-
ig skoða þau varnarmannvirki, sem
Atlantshafsbandalagið fjármagnar
hér á landi. Nefndin hefur tvívegis
áður komið til íslands, árin 1986
og 1988.
---------------
Ef þú ekur
er hætt við að þú
dælir peningum
að óþörftj.
Það er auðvelt að tæma veskið með því að fylla
á tankinn. Hefurðu gert þér grein fyrir að það
kostar 18.414 kr.::‘ að aka frá Egilsstöðum til
Reykjavíkur og aftur til baka, en kostar aðeins
frá 8.940 til 14.720 kr. að fljúga fram og til baka
milli sömu staða. Milli Akureyrar og Reykja-
víkur getur munurinn orðið um 4.500 kr. sem
það er ódýrara að fljúga en að aka á eigin bíl.
Þar við bætist fæðiskostnaður á leiðinni og
dýrmætur tími fer í súginn undir stýri.
Ef þú vilt fara vel
með peninga
skaltu fljúga
innanlands og
skilja bílinn
eftir heima.
FLUGLEIÐIR
INNANLANDS
Efþúflýgur
notarðu
peningana vel
og nýtur
ferðarinnar.
'm.v. breytilegan kostnað (bensín, smurning, viðhald og dekk cn ekki tryggingar,
afskriftir og opinber gjöld) á hvern ekinn kílómetra hjá mcðalfjölskyldubíl sem ckið
er 15000 km á ári skv. upplýsingum FÍB.
Fyrstu fimm mánuðir ársins 1991:
24% aukning á inn-
flutningi frá fyrra ári
Vöruskiptajöfnuðurinn í maímánuði var hagstæður um 1,3 milljarða
króna samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Inn voru fluttar vör-
ur fyrir röska 7,7 milljarða króna og út fyrir tæplega 9,1 milljarð
króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í maí í fyrra var hins vegar óhagstæð-
ur um tæpa 1,8 milljarða króna á föstu gengi. Almennur vöruinnflutn-
ingur, þ.e. að frátöldum innflutningi til stóriðju og á flugvélum, olíu
og skipum var 24% meiri fyrstu fimm mánuði ársins en sama tímabil
í fyrra.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs stóriðju og Landsvirkjunar, og inn-
voru fluttar út vörur fyrir 37,7 millj- flutningur á skipum og flugvélum
arða króna en inn fyrir 37,5 millj- frátalinn, enhannerjafnanmismun-
arða króna fob. Vöruskiptajöfnuður- andi frá einum tínia til annars, er
inn var því hagstæður um röska 0,2 innflutningur um 24% meiri en á
milljarða króna en var hagstæður sama tíma í fyrra. Þessi innflutning-
um 1,5 milljarða króna sama tíma- ur nemur um 80% af heildarinnflutn-
bil í fyrra á sama gengi. ingnum.
Verðmæti vöruútflutningsins
jókst um 1% fyrstu fimm mánuði
þessa árs samanborið við sama tíma-
bil í fyrra á föstu gengi. Sjávarafurð-
ir voru um 82% alls vöruútflutnings-
ins og voru um 3% meiri en á sama
tíma í fyrra. Útflutningur á áli var
8% meiri en útflutningur á kísiljárni
58% minni. Útflutningsverðmæti
annarrar vöru var 7% minna í ár en
í fyrra fyrstu fimm mánuði ársins.
Þá eru skip og flugvélar ekki teknar
með.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu fimm mánuði ársins var 4%
meira en í fyrra á föstu gengi. Sé
innflutningur á olíu, sem var 11%
meiri en í fyrra, innflutningur til