Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1991
4SS
Skírnarkringla
Þetta er skrifað 25. júní, en þá hefur verið nær óslitið sólskin
í meira en þijár vikur, og við Sunnlendingar kunnum okkur
ekki læti. Eg hefi dvalist í sumarbústað undanfarnar vikur
og notið veðurblíðu, fuglasöngs og blómaanganar. Hinn 9.
júní var barnabarn mitt skírt og ég hafði boðist til að baka gerkringlu
í tilefni dagsins og hafði hugsað mér að skreyta hana með marsipan-
blómum. Bakaraofn er í sumarbústaðnum en marsípanið gleymdist
heima. Hvað var til ráða? Eg gekk út í morgunkyrrðina og hugsaði
málið. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við mér blöstu margar
lambagrasþúfur í alls konar bleikum litbrigðum og ég heyrði þær
hvísla: „Taktu mig, ég er allra
blóma sætust.“ Já, satt er það,
lambagrasið er sætt bæði fyrir
auga og tungu. Ég borðaði oft
lambagras, þegar ég var lítil. Ég
gekk heim á leið með nokkur
lambagrös í lófanum. Smurði
kringluna með flórsykurbráð og
stakk blómunum á víð og dreif
um hana. En þetta var ekki nóg,
það þurfti ettthvað meira, og þá
voru túnsúrurnar tiltækar. Þær
voru bundnar í knippi og settar á
annan enda kringlunnar. Þetta
tók sig vel út. Hvað átti betur við
en bleikt lambagras á skírnarköku
litlu stúlkunnar? Og þrátt fyrir
enga úrkomu undanfarnar vikur,
er lambagrasið enn brosandi og
má deila um hvort það ann betur
sól eða regni. Og þótt gróðurinn
kalli á rigningu, viljum við mann-
anna börn að sólin skíni á okkur
enn um stund.
Skírnarkringla
Kringlan:
10 dl hveiti
Vi dl sykur
1 tsk. salt
1 msk. þurrger eða
50 g pressuger
2 egg — 1 eggjahvíta
100 g smjörlíki
1 '/2 dl mjólk
4 kardimommur eða Vi tsk.
kardimommudropar
1. Setjið hveiti, salt og þurr-
ger, ef þið notið það í skál. Bland-
ið saman.
2. Þeytið eggin, eggjahvítuna,
sykurinn og kardimommurnar
saman. Setjið saman við mjöl-
blönduna. Hrærið ekki strax sam-
Faðir, barn þi 11 faðma þú
faðma lamb þitt, hirðir góði,
andinn helgi, auðga nú
unga sál af ná&arsjóc^i,
grein á Kristi grócTur setta
Guðs til dýrðar lát þú spretta.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
3. Bræðið smjörlíkið, kælið ör-
lítið og setjið út í. Hrærið ekki
strax saman.
4. Hitið mjólkina þar til hún
verður fingui-volg, alls ekki heit-
ari. Hrærið pressugerið út í, ef
þið notið það og setjið saman við
mjölblönduna. Þið setjið bara
mjólkina út í, ef þið notið þurr-
ger. Hrærið vel saman, helst í
hrærivél.
5. Setjið volgt vatn í eldhús-
vaskinn, setjið skálina ofan í vatn-
ið, leggið stykki yfir hana og lát-
ið lyfta sér í 40 mínútur eða leng-
ur.
Inn í og ofan á kringluna:
50 g kalt smjör (ekki smjörlíki)
til að smyija kringluna með
200-250 g marsipan
1 bréf „Ötker“ vanillubúðings-
duft
4 dl mjólk
3 tsk. sykur
1 dl rúsínur
3 dl flórsykur
2‘/2 msk. sherry eða
vanilludropar + vatn
blómknappar af lambagrasi
túnsúrur
6. Stingið smjörinu inn í frysti-
hólfið á kæliskápnum.
7. Hitið hellu vel, hrærið mjólk
(minna en stendur á pakkanum),
sykur og annan búðingsduft-
spakkann saman, setjið í pott á
helluna og hrærið í þar til sýður,
kælið síðan örlítið. (2 bréf af búð-
ingsdufti eru í pakkanum, notið
bara annað. Nota má aðra tegund
af búðingi ef ykkur hentar.)
Kringlan búin til:
8. Takið deigið, mótið aflanga
rúllu, fletjið hana síðan út 1 sm
á þykkt.
9. Takið smjörið úr frystinum,
skerið helming þess í þunnar
sneiðar með ostaskera og leggið
ofan á helming lengjunnar, leggið
saman, skerið síðan það sem eftir
er af smjörinu með ostaskeranum
og leggið aftur á helminginn og
leggið saman. Fletjið síðan út í
aflanga lengju, 100x20 sm.
10. Smyijið búðingnum og
marsipaninu ofan á lengjuna, setj-
ið rúsínurnar ofan á. Vefjið sam-
an. Þrýstið saman á samskeytum,
þau snúi niður. Búið til kringlu
og leggið á bökunarpappír á bök-
unarplötu. Látið lyfta sér á eld-
húsborðinu í 20 mínútur.
11. Hitið bakarofn í 190°C,
blástursofn í 170°C. Setjið kringl-
una í ofninn og bakið í u.þ.b. 25
mínútur, lengur eða skemur eftir
atvikum. Kælið örlítið.
12. Hrærið-saman flórsykur og
sherry eða vanilludropa og vatn.
Smyijið þunnu lagi af sykurbráð-
inni yfir kringluna, stingið síðan
blómknöppum lambagrassins á
víð og dreif um kringluna.
13. Bindið knippi úr túnsúru-
blöðum ásamt blómum þeirra og
festið á annan enda kringlunnar.
Kvöl lambanna
Ófreskja illskunnar; Anthony Hopkins í iilutverki Hannibals „The
Cannibal" Lecters.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Lömbin þagna („The Silence of
the Lambs“). Sýnd í Háskólabíói.
Leikstjóri: Jonathan Demnie.
Handrit: Ted Tally, byggt á sam-
nefndri metsölubók Thomas
Harris. Kvikmyndataka: Tak
Fujimoto. Aðalhlutverk: Jodie
Foster, Anthony Hopkins, Scott
Glenn, Ted Levine og Anthony
Heald. Orion. 1991.
Við höl’um fengið nýjar ófreskjur
að hræðast í staðinn fyrir Drakúla
greifa og Frankenstein. Martraðir
dagsins snúast um venjulega menn
sem ganga á meðal fólks í hvers-
dagslegu umhverfi og þeir heita
eitthvað sakleysislegt eins og Ted
Bundy. Á yfirborðinu eru þeir eins
og hver annar en undir niðri hvílir
oskiljanleg og óskýranleg-, geðsjúk
illska. Þetta eru fjöldamorðingjarn-
ir. Fréttir af þeim berast hingað til
lands og áður en þú veist af ertu
farinn að kynriast þeim í einhverri
stuttþáttaröðinni. Bækur eru skrif-
aðar um þá, byggðar á sönnum
atburðum eða þær eru skáldaðar
,-+upp. Sú nýjasta, „American
Psychö“ eftir Bret Easton Ellis hef-
ur vakið viðbjóð í Bandaríkjunum
og umræður um aukið ofbeldi í
skemmtiefni fyrir almenning.
Metsölubókin Lömbin þagna
(„The Silence of the Lambs“ eftir
Thomas Harris er einnig um Qölda-
morðinga og ein af betri spennusög-
um síðustu ára. Önnur aðalpersón-
an í henni er stórgáfaður sálfræð-
ingur og fullkomlega geðsjúkur
fjöldamorðingi að nafni Hannibal
Lecter, auknefndur „The Cannibal"
eða Mannætan. Hann leggur sér
gjarnan fórnarlömbin til munns og
er hreykinn af því. Breski leikarinn
Anthony Hopkins leikur hann í nýrri
og frábærri bíómynd eftir sögunni,
sem nú er sýnd í Háskólabíói, og
túlkun hans á hinum sálsjúka morð-
ingja er í einu orði sagt stórkost-
leg. „Það eru ekki til orð að lýsa
þessu manni,“ segir FBI-lögreglu-
konan Clarice M. Starling, leikin
af Jodie Foster, þegar hún er spurð
að því hvers konar skrýmsli Hanni-
bal Lecter sé og það sama má segja
um Hopkins í hlutverkinu.
Myndin sjálf bregst hvergi þeim
vonum sem bundnar voru við hana
eftir lestur bókarinnar, hún dæma-
laust góð spennumynd er heldur
manni á sætisbrúninni, æsandi lýs-
ing á kapphlaupi lögreglunnar við
tímann, hrollvekjandi úttekt á kol-
undnum þankagangi að baki
hreinnar og samviskulausrar illsku
og ekki síst þrúgandi frásögn af
samskiptum Lecters og Starlings,
sem reyndar eru þungamiðja mynd-
arinnar. Þa_u eru fulltrúar hinna
eilífu póla. í þeim mætist hin full-
komna góðsemi og hin fullkomna
illska. Með Þögn lambanna er loks-
ins komin spennumynd sem tekur
almennilega á taugarnar,
Hannibal Lecter var einnig í ann-
arri metsölubók Harris, Rauða
drekanum, sem Michael Mann
(„Miami Vice“) gerði mjög góða
sjónvarpsmynd eftir en gegndi þar
hvergi nærri eins stóru hlutverki
og nú. í byrjun „Lambanna" kemur
fram að atferlisdeild FBI sé að
safna greinargerðum og viðtölum
við þá fjöldamorðingja sem náðst
þafa og sitja inni til að komast að
því hvernig þeir lifa og hugsa og
hvað drífur þá áfram en Thomas
Harris ku hafa fengið að fylgjast
með þessum rannsóknum ög byggir
hinar hrollvekjandi persónur sínar
að einhveiju leyti á þeim.
Hopkins skyggir gersamlega á
aðrár persónur myndarinnar og
gerir einstaklega góða hluti úr ein-
hverju bragðmesta hlutverki síðari
tíma. Svipur hans hvílir yfir allri
myndinni hvort sem hann er á tjald-
inu eða ekki, sleipur eins og naðra.
Láttu hann ekki komast inní kollinn
á þér, segir Jack Crawford, yfir-
maður Starling, leikinn af Scott
Glenn, en Lecter smýgur samt þar
inn, les hugsanir hennar með því
einu að sjá dýra veskið úr takt við
ódýru skóna og hvernig hún reynir
að fela sveitahreiminn í röddinni,
snöggur að finna veiku blettina,
niðurlægir og særir og nýtur þess
að sjá kvölina. Annars hefur hann
lítið við að vera í klefanum nema
láta hugann reika. „Minningarnar
eru útsýni mitt,“ segir hann.
Foster leikur ágætlega FBI-kon-
una Starling, sem komin er niður
í dimmustu hvelfingu geðsjúkra-
hússins þar sem Lecter er geymdur
að gera við hann samning. Ef hann
hjálpar lögreglunni að klófesta
fjöldamorðingjann Vísunda-Villa
(Ted Levine), sem gengur laus og
flettir skinninu af kvenfórnarlömb-
um sínum, fær hann ýmsar tilslak-
anir eins og útsýni. En hann vill
annað og meira og persónulegra frá
Starling; hann vill að hún segi sér
bitrustu endurminningu sína úr
æsku en þaðan er hinn sérkennilegi
titill myndarinnar fenginn.
Leikstjórinn Jonathan Demme
(„Something Wild“, Married to the
Mob“) og handritshöfundurinn Ted
Tally hafa tekið þann kost að fara
í einu og öllu eftir frásögn bókarinn-
ar og víkja hvergi af leið svo nokkru
nemur og kemur það mjög vel út.
Demme býr um ófreskjuna Lecter
í drungalegri og myrkri dýflissu,
sem hæfir honum vel og helst
finnast i gömlum kastölum. Hún
gefur myndinni gotneskt yfirbragð
en sömu hrollvekjandi áhrifunum
nær Demme í greni Vísunda-Villa.
Hann byggir listilega stigmagnandi
spennu allt að lokaatriðinu þar sem
Starling leitar morðingjans í kol-
niðamyrkri en hann bíður hennar
með nætursjónauka.
Annað sem Demme gerir og ger-
ir vel er meðferð ofbeldisatriðanna,
sem hann afgreiðir með minnstu
mögulegu blóðsúthellingum miðað
við efniviðinn sem hann hefur í
höndum en gefur því meira í skyn
með klippmgum líkt og Hitchcock
forðum. Áhugi Demmes liggur
miklu frekar á sálfræðilega sviðinu
og þar nýtur líka myndin sín best
í fundum þeirra Lecters og Starl-
ings og maður tekur að bíða eftir
þeim, hann gefur henni upplýs-
ingar, hún gefur af sjálfri sér. Það
er líka Demme líkt að láta Lecter
hafa bestu setninguna undir lokin.
Aukaleikararnir allir standa sig
með prýði. Scott Glenn er traustur
sem yfirmaður Starling og Ted
Levine er góður sem hinn geðsjúki
Vísunda-Villi en Anthony Heald á
það til að stela frá þeim senunni í
hlutverki geðlæknislufsunnar Chilt-
ons, sem öllu klúðrar á dásamlegan
hátt.