Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 17
í viðtölum og yfirlýsingum á
þessum tíma sögðu Hafskipsmenn,
að Atlantshafssiglingarnar færðu
björg í bú!
Greindi Ragnar rangt frá í
sjónvarpsviðtali?
Þannig greinir einn af banka-
stjórum Utvegsbankans þáverandi
frá fundum, sem voru haldnir 13.
júní og 17. júlí 1985. Síðari fund-
inn sátu Ragnar Kjartansson og
Björgólfur Guðmundsson. í fram-
haldi af þessu var ákveðið í banka-
stjóminni að hefja strax viðræður
við Eimskip.
Nægi ekki, að einn bankastjór-
anna lýsi fýrirtækið de facto gjald-
þrota nokkrum vikum eftir fyrstu
skrif Helgarpóstsins, þá taka
menn ekki rökum.
í fjölmiðlapistli eftir Ingva
Hrafn Jónsson í Morgunblaðsinu
16. júní sl. segir hann: „Nú virðist
mér það almennt álit manna, að
Hafskip hafi aldrei verið gjald-
þrota.“ Áður er Ingvi Hrafn búinn
að lýsa því, þegar hann fékk Sigur-
veigu Jónsdóttur, núverandi frétt-
astjóra Stöðvar 2, það verkefni að
taka viðtal við Ragnar Kjartans-
son um málefni Hafskips. Hún
spurði m.a. hvort Hafskip væri
orðið gjaldþrota. Samkvæmt end-
ursögn Ingva Hrafns sagði Ragnar
stöðuna vera erfiða en fjarri því
að gjaldþrot væri yfirvofandi!
Samkvæmt skýrslu bankastjór-
ans hér að ofan var ákveðið að
selja Hafskip 17. júlí. Ragnar sat
fundinn, þar sem þetta var ákveð-
ið! Viðtalið, sem Sigurveig tók var
tekið eftir þennán örlagaríka fund
17. júlí og samt leyfði Ragnar sér
að segja, að það væri fjarri því,
að gjaldþrot væri yfirvofandi! Um
það hvort Hafskip væri til sölu
kvað Ragnar það „dómadagsdellu“
í viðtali við DV 31. október 1985.
Því má bæta við, að við nánari
rannsókn bankaeftirlitsins kom í
ljós, að vantryggðar skuldbinding-
ar (miðað við þijár forsendur)
Ólína Þorvarðardóttir
„í stað þess að verja
fjármagninu í að veita
þeim úrræði sem nú
þurfa að bíða í þijú ár
og jafnvel lengur eftir
hjúkrunarrými, er
milljörðum ausið í
byggingar á borð við
Perluna og ráðhúsið.
Þegar yfir lýkur munu
u.þ.b. 5 milljarðar hafa
farið í þessar tvær hús-
byggingar.“
ar? Hvenær verður komið hér á ein-
setnum skóla svo börn á aldrinum
6-12 ára þurfi ekki að mæia göturn-
ar með lykil um hálsinn í þessu
vinnuhijáða landi? Hvenær geta
Reykvíkingar hætt að kvíða ellinni
en séð þess í stað fram á áhyggju-
laust ævikvöld, vitandi að samfélag-
ið er reiðubúið til að veita stuðning
og úrræði við hæfi þegar heilsan
brestur? Hvenær getum við hætt
r
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991
17
reyndust á bilinu 168 til 264 millj-
óna króna á þávirði og taphætta
bankans 210 til 264 milljónir
króna á þávirði (25. júlí 1985).
Þessar tölur áttu eftir að hækka.
Niðurstaðan varð sú, að Haf-
skip var sett í gjaldþrot snemma
í desember 1985 og Útvegsbank-
inn hvarf af sjónarsviðinu.
Varðandi forráðamenn Haf-
skips þá voru þeir dæmdir í Hæsta-
rétti fyrir fjárdrátt og brot á hluta-
félagalögunum. Það sem ég sagði
í greinum mínum um þessi atriði
stenst. Þá er rétt að benda á, að
við athugun á sakarefnunum
reyndist Helgarpósturinn mun
hógværari en Jónatan Þórmunds-
son, sérlegur saksóknari.
Skýringin á því að hvítflibba-
brotin í Hafskipsmálinu þynntust
út er aðallega sú, að í sakadómi
Reykjavíkur voru gerðar nánast
ómennskar kröfur um sannanir.
Sem dæmi má nefna, að sakborn-
ingarnir græddu á því að farga
eða „týna“ fylgiskjölum vegna alls
kyns óskilgreinds kostnaðar, sem
greiddur var út af leynireikningum
þeirra félaga. Það eru margir óút-
skýrðir tuttugu þúsund kallar í
þessu máli.
Þá má ekki gleyma því, að fyr-
ir dómi nýtur sakborningur þess,
að öll hugsanleg (og stundum
óhugsanleg) vafamál eru dæmd
honum í vil. Jafnframt hefur sak-
sóknari góðar gætur á þessu at-
riði, þegar ákæra er samin.
Að lokum vil ég leggja áherzlu
á mikilvægi þess, að blaðamenn
fjalli gagnrýnið og hlutlægt um
mál eins og Hafskipsmálið. Þetta
er grundvallarskylda í nútíma-
blaðamennsku. Láti blaðamaður
hjá líða að fjalla um mál af þessu
tagi bregst hann skyldu sinni. Og
hann á að fara í saumana á málum
enda þótt hann geti átt á hættu
að verða auri ausínn.
Höfundur er með M.A. prófí
fjölmiðlafræðum.
að horfa upp á mörgþúsund nafna
biðlista eftir brýnni þjónustu? Hve-
nær hætta menn að byggja hallir
og musteri — velta sér í munaði
og skarti — en taka þess í stað að
hlúa að því sem máli skiptir? Eru
það ekki okkar peningar sem hafa
farið í minnisvarðana? Hefði 5 millj-
örðum úr sameiginlegum sjóði ekki
verið betur varið í að sinna samfé-
lagslegri ábyrgð á velferð okkar
hinna sem ekki höfum ráð á því
að greiða 12.500 krónur fyrir einn
málsverð í „Perlunni“?
Babelsturninn
Virtur lögfræðingur hér í borg,
Leifur Sveinsson, bendir réttilega á
það í Morgunblaðinu um síðustu
helgi hversu opnunarathöfn hússins
var táknræn fyrir hugarfarið sem
einkennt hefur alla framkvæmd
þess. Hann bendir á að þar hafi
ekki verið leitað til prests til þess
að blessa hina nýju byggingu, held-
ur hafi Bakkus séð um vígsluna.
Af því má draga vissan lærdóm um
hlutverk hússins og hveijum það
þjónar. Óneitanlega hvarflar hugur-
inn aftur til Babel-tumsins sem
mennirnir byggðu sjálfum sér til
dýrðar — þeir ætluðu að reisa sér
stiga til himins og töldu sig ekki
þurfa milligöngu drottins.
Vonandi verður atvikið í lyftunni
stjórnendum nægjanleg áminning,
og vonandi getur almenningur
dregið sinn lærdóm af sögunni. Líkt
og lífsviljinn varð lyftugestum til
bjargar, vona ég að vitund fólks
um réttmætar þarfir verði til þess
að stjórnarháttum í Reykjavík verði
breytt til betri vegar. Megi þetta
fordæmi verða til þess að þeir sem
starfa í umboði fólksins láti það
aldrei henda sig að þjóna í blindni
ráðandi öflum, þvert gegn betri vit-
und. Neyðarbjöllur eru engin prýði
— en það eru þær sem skilja á
milli feigs og ófeigs.
Reykvíkingar, þið eruð neyðar-
bjallan í þessari borg. Látið ekki
taka ykkur úr sambandi.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
Gott grillsumar
með Knorr!
Kryddaðu grillmatinn með Knorr og njóttu
þess. Sjö kryddtegundir fyrir óteljandi tilefni.
Þú færð Knorr gæðakryddið úr sérstökum
tilboðsstöndum í næstu verslun.