Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 4
4
MOkGÚNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 4/ jtl'Éf 1991
Flugeftirlitsnefnd:
Ekki þörf á frekari lækkun
á fargjöldum til Evrópu
FLUGEFTIRLITSNEFND hefur
komist að þeirri niðurstöðu að það
séu engin rök bendi til að fargjald-
alækkun Flugleiða á millilanda-
leiðum 10. júní um 4% hefði átt
að vera meiri. Halldór Kristjáns-
son, skrifstofusljóri I samgöngu-
ráðuneytinu, segir að samgöngu-
ráðherra verði kynnt niðurstaðan
eftir helgi en hann er erlendis nú.
Flugeftirlitsnefnd heyrir beint
undir ráðherra og hefur á hendi
eftirlit með þjónustu flugrekenda
sem leyfi hafa til reglubundinna
áætlunarferða.
Viðbótarkostnaður við endurbyggíngn Þjóðleikhúss:
Verktakinn tók lán
FRAMKVÆMDIR við endurbyggingu Þjóðleikhússins í vor umfram
fjárlög voru fjármagnaðar með skammtímaláni sem verktakinn, ístak,
tók, og er áformað að ríkissjóður greiði lánið þegar fjáraukalög hafa
verið afgreidd.
Ámi Johnsen, formaður bygging-
amefndar, sagði í Morgunblaðinu á
þriðjudag að kostnaður við fram-
kvæmdir vegna endurbyggingar
hússins hefðu farið um 250 millj. kr.
fram úr áætlun og hefði það haldist
í hendur við aukið umfang verksins.
Magnús Pétursson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytis, segir að til
að mæta þessum aukna kostnaði
hafi ístak tekið lán í Landsbanka,
sem fyrri ríkisstjóm hafi samþykkt
að greiða. í fmmvarpi til fjárauka-
laga, sem lagt var fram í vor, hafi
verið gert ráð fyrir fjárveitingu en
það hafi ekki hlotið afgreiðslu. Fmm-
varpið verði lagt fram að nýju í haust
og upphæðin verði inni í því að
ákvörðun núverandi ríkisstjómar.
Birgir Þorgilsson, formaður Flug-
eftirlitsnefndar, sagði þessa niður-
stöðu varða fargjöld sérstaklega.
Frekari upplýsingar skorti um farm-
gjöld, sem ekki lækkuðu 10. júní, en
þeirra upplýsinga væri að vænta fyr-
ir næsta fund nefndarinnar.
Eftir lækkunina 10. júní era far-
gjöld til Evrópu 12,8-14% hærri en
í fyrrasumar, á sama tíma og fram-
færsluvísitalan hefur hækkað um
5-6%. Birgir sagði mismuninn eðli-
legan og skýrast meðal annars með
tilvísun til hærra eldsneytisverðs og
af óhagstæðri gengisþróun. Fulltrúar
Flugleiða hefðu verið mjög sam-
vinnuþýðir og lagt fram þær upplýs-
ingar sem óskað hefði verið eftir og
engin ástæða væri til að vefengja
þær upplýsingar.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 4. JÚLÍ
YFIRLIT: Milli Skotlands og Noregs er 1.032 mb hæð en vestur
af Snæfellsnesi er smálægð á norðnoróausturleið.
SPÁ: Sunnan 5-6 vindstig. Rigning eða súld á Suður- og Vestur-
landi en hægari sunnanátt og þurrt að mestu norðanlands og aust-
an. Híti verður 11-13 stig í vætunni en víða yfir 20 stig norðaustan-
lands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg átt, skýjað og súldarvottur við
suðurströndina og á annnesjum vestanlands, en bjart norðanlands
og austan. Hiti verður 9-14 stig sunnan- og vestanlands en víða
yfir 20 stig á Norðausturlandi.
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðaustlæg átt. Skýjað með köflum
og mistur á sunnanverðu landinu en bjart og heitt í öðrum lands-
hlutum.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
TÁKN: X Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus
stefnu og fjaðrirnar V Skúrir
-( )* Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. # V Éi
Uttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka
’Cáláli Ha,,sl<^að / / / * / # 5 Þokumóða Súld
Skýjað / * / # Slydda / # / oo Mistur
* * * -I- Skafrenningur
f Alskýjað * * * * Snjókoma # # * K Þrumuveður
• / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að isl. tíma hiti veður Akureyri 16 rigning Reykjavík 14 úrkomafgr.
Bergen 22 léttskýjað
Helsinki 23 léttskýjað
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Narssarssuaq 8 rigning
Nuuk 5 rigning
Ósló 25 léttskýjað
Stokkhólmur 24 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 22 skýjað
Amsterdam 24 mistur
Barcelona 23 iéttskýjað
Berlín 25 léttskýjað
Chicago 22 léttskýjað
Feneyjar 29 léttskýjað
Frankfurt 28 léttskýjað
Qlasgow 17 mistur
Hamborg 26 skýjað
London 22 skýjað
Los Angeles 17 þokumóða
Lúxemborg 26 léttskýjað
Madríd 26 skýjað
Malaga 24 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Montreal 19 léttskýjað
NewYork 20 rignlngás.klst.
Oriando 26 alskýjað
París 20 skýjað
Madeira 20 skýjað
Róm 24 léttskýjað
Vín 23 skýjað
Washington 24 þokumóða
Winnipeg 15 súld
Morgunblaðið/Sverrir
Um 200 manns voru á fundi sem
samstarfshópur um andstöðu
gegn aðild Islands að Evrópska
efnahagssvæðinu hélt í Norræna
húsinu í gær. A minni myndinni
er Bjarni Einarsson í ræðustól.
Undirskriftasöfnun
gegn aðild að EES
Unnið að stofnun samtaka gegn Evrópusamningmn
SAMSTARFSHÓPUR um andstöðu gegn aðild íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu efndi til fundar í gær um yfirstandandi samninga
um efnahagssvæðið. Um 200 manns sátu fundinn. Hafin er söfnun
undirskrifta um allt land um áskorun á ríkisstjórnina að hverfa þegar
frá viðræðum um aðild íslands að EES og ennfremur er unnið að stofn-
un samtaka sem beiti sér gegn aðild íslands að EES með félagasöfnun.
Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri
Byggðastofnunar, er meðal þeirra
sem staðið hafa að undirbúningi að
stofnun samtakanna. Sagði hann á
fundinum í gær, að um 20 manns,
með ólíkar stjórnmálaskoðamr, hefðu
myndað samstarfshópinn. í áskorun
á ríkisstjórnina um að hverfa frá
viðræðum um aðild að EES, segir
að verði viðræðunum haldið áfram
og samkomulag undirritað muni þeir
sem undirrita yfirlýsinguna krefjast
þess, að samningurinn verði borinn
undir þjóðaratkvæði. „Framganga
íslenskra stjórnvalda í þessu máli og
umræða um það og um samskipti
íslands við Evrópubandalagið yfir-
leitt, hefur að undanfömu verið með
þeim hætti, að ástæða er til að hafa
áhyggjur af því að verið sé að fórna
hagsmunum íslensku þjóðarinnar og
rétti hennar til að ráða málum sínum
sjálf,“ segir í áskomninni.
Bjarni sagði á fundinum að undir-
skriftasöfnun væri þegar hafin í
Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu. „í vor vom þar á kjörskrá 175
manns og Iíusu 155 í alþingiskosn-
ingunum. í dag stóðu mál þannig
að 143 höfðu undirritað áskorun
okkar. Allir sem til náðist undirrituðu
fúslega. Þannig er staðan í fyrsta
sveitarfélaginu sem fer af stað, í
sveit þeirra Þorgeirs Ijósvetninga-
goða og Jónasar frá Hriflu“ sagði
Bjarni. Söfnun undirskrifta og stofn-
félaga hófst svo á höfuðborgarsvæð-
inu, á Akureyri og í Þingeyjarsýslum
að Joknum umræðufundinum.
Á fundinum vom fluttar ræður
þar sem Ijallað var um hættuna af
aðild íslands að EES fyrir fullveldi
íslands. Hannes H. Jónsson, fyrrv.
sendiherra fjallaði um markaðs-
hyggju Evrópubandalagsins og
gagnrýndi utanríkisráðherra fyrir að
hafa ekki upplýst þjóðina nægilega
um Evrópuviðræðurnar. Tók hann
hins vegar undir orð forsætisráð-
herra um fyrirvara á samningunum
og sagðist treysta að hann hefði
sterkara taumhald á utanríkisráð-
herra en fyrrverandi forsætisráð-
herra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
alþingismaður, sagði mikilvægt að
málefnalegar umræður ættu sér stað
um Evrópusamningana og varaði við
að þjóðin skiptist í tvær andstæðar
fylkingar. Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknarstofnunar, fjallaði um
fiskveiðistefnu Evrópubandalagsins
og sagði að íslendingar myndu ekki
halda stjórn á fiskveiðum sínum ef
ísland gengi í Evrópska efnahags-
svæðið. Árni Bergmann ritstjóri
sagði andstöðu við Evrópusamninga
hafða uppi í nafni frelsis því íslend-
ingum stæðu ýmsir aðrir kostir til
boða en aðild að EES eða EB.
Rekstur þrotabús Álafoss:
Beðið er eftir svari
Landsbanka Islands
PÉTUR Fenger, bæjarritari Mos-
fellsbæjar, segir Mosfellsbæ, Ak-
ureyrarbæ og starfsmenn Álafoss
bíða eftir svari Landsbanka um
möguleika á að leigja reksturinn
en starfsemin stöðvast næstkom-
andi föstudag. Að sögn Ólafs ÓI-
afssonar, fyrrv. forstjóra Álafoss,
hafa fyrrum sljórnendur félagsins
kannað margar leiðir að undanf-
örnu á áframhaldandi rekstri og
segir iiann það skýrast í dag eða
á morgun hvort um áframhald-
andi starfsemi verður að ræða.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, segir að ekki hafi
verið farið fram á aðstoð stofnunar-
innar við endurreisn Álafoss. „Það
er ljóst að Byggðastofnun tekur ekki
við ábyrgð á þessum rekstri enda
hefur hún enga burði til þess,“ sagði
hann. „Bæjarstjóramir hafa rætt við
mig en ekkert formlegt erindi hefur
borist frá þeim um að Byggðastofnun
lánaði aðilum," sagði Guðmundur.
Fulltrúar japanska fyrirtækisins
Mitsui, sem Álafoss er í viðskiptum
við, hafa rætt við iðnaðarráðherra,
stjómendur þrotabúsins og bæjar-
fulltrúa á Akureyri um afgreiðslu
upp í sölusamninga og og áframhald-
andi ullarvöruviðskipti, verði starf-
semin endurreist. Vom þeir á Akur-
eyri í þeim erindagjörðum í vikunni.
Pétur Fenger, bæjarritari í Mos-
fellsbæ, segir að málið sé í biðstöðu
og sé beðið svars Landsbanka um
hvort reksturinn fáist leigður. Mögu-
leikar á myndun nýs rekstrarfélags
ráðast af því.
------»_♦_«----
Rófur lækka
bráðum í verði
KÍLÓIÐ af nýjum íslenskum gul-
rófum kostar 220 krónur hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
Búist er við verðlækkun á næst-
unni
í gær var greint frá því, hér í
blaðinu, að kílóið af rófum kostaði
78 krónur í Hagkaupum. Þar var
um ársgamlar rófur að ræða. Von
er á nýjum íslenskum rófum í versl-
anir Hagkaupa innan skamms.