Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991
Leggjum meiri
áherslu á hjartað
Þankar um geðhjúkrun
eftir Þóru Asdísi
Arnfinnsdóttur
í tilefni af því að Alþjóðasam-
band hjúkrunarfræðinga I.C.N.
hefur valið að vekja sérstaka at-
hygli á málefnum er varða geðheil-
brigði og geðhjúkrun, langar mig
að leggja þar nokkur orð í belg.
Þó að geðhjúkrun sé sérfræðinám
í hjúkrun sérstaklega ætlað þeim
hjúkrunarfræðingum sem sinna
geðsjúkum, þá er góð geðhjúkrun
forsenda velheppnaðrar hjúkrunar-
þjónustu hvar og hveijum sem hún
er veitt.
Geðhjúkrun er hjarta alls hjúkr-
unarstarfs og því verður aldrei of
mikil rækt eða áhersla lögð á þenn-
an hátt, hvorki í námi eða starfi.
Mannþekking-mannrækt
Maðurinn er samofinn heild and-
legra, líkamlegra og sálrænna
þátta. Hann er jafnframt félags-
vera, sem er háð og verður ekki
skilin nema tillit sé tekið til þess
umhverfis sem hann lifir í. Þessi
heildræni skilningur og þekking á
manninum heilbrigðum sem sjúk-
um er hjúkrunarfræðingnum nauð-
synleg eigi hann að skila af sér
vönduðu starfi. En þó að mann-
þekkingin sé einn af hornsteinum
þessa starfs þá er ræktun þeirra
er starfinu sinna það ekki síður.
Góðvild, skilningur, tillitssemi,
uppöi-vun, hvatning og hjálpsemi.
Eru þetta ekki eiginleikar sem við
þráum og þurfum af finna og geta
treyst á hjá þeiim sem hjúkra og
lækna?
Að rækta sinn innri mann er
þrotlaus vinna og ævistarf. Hvergi
fremur en í námi og þjálfun heil-
brigðisstétta þarf að leggja ríka
áherslu á þennan þátt, gera þarf
strangar kröfur og skapa skilyrði
til að þeim sé hægt að mæta.
Hjúkrunarstéttin er spegil-
mynd þess þjóðfélags
sem hún lifir í
Það er því miður margt, sem
bendir til þess að þarna takist ekki
nógu vel til. Að sú undirstaða sem
hjúkrunarstarfið hvílir á sé ekki
nægjanlega heildstæð og traust.
Margt er þar áreiðanlega til skýr-
ingar, en þá veigamestu tel ég
samt vera að hjúkrunarstéttin (eins
og aðrar starfsstéttir) verður ávallt
spegilmynd þess þjóðfélags sem
hún lifir í, hefur svipað verðmæta-
og gildismat ogþar ríkir. Mér virð-
ist ljóst að við Islendingarnir höf-
um ekki manninn og mannlegar
þarfir í þeim hávegum sem vera
skyldi. Einnig að við stefnum óð-
fluga í það fimngarástand vest-
rænna iðnþróunarríkja sem við
höfum daglega fyrir augum og
eyrum í fjölmiðlum. Setjum við
auðgildi ofar manngildi? Því hlýtur
hver að svara fyrir sig. En hlýtur
ekki þessi spurning að verða áleit-
in þegár maður hlustar á umræður
manna og lítur í kringum sig í
þjóðfélaginu í dag! Börn vantar
athvarf, aldraðir eru einir, fjöl-
skyldur splundrast, skilnuðum
fjölgar. Sífellt er talað um óheyri-
legt vinnuálag og annar hver ís-
lendingur virðist að jafnaði vinna
tvöfaldan vinnudag utan heimilis.
Hvert sækir svo fólk vinnu og pen-
inga? Ég hef engar tölur um hlut-
fall né fjárhæðir. En alþjóð veit
að hálaunastörf er yfirleitt ekki
að finna fyrir þá sem vilja sinna
uppeldi og/eða umönnunarstörf-
um. Einnig að viðvarandi vöntun
er á starfsfólki í þessar þjónustu-
greinar. Fólk sækist eðlilega eftir
menntun og störfum á þeim sviðum
mannlífsins þar sem virðingu, at-
hygli og peninga er von, og ekkert
er athugavert við það, hins vegar
eru það þessar áherslur atvinn-
ulífsins sem eru umhugsunar- og
áhyggjuverðar.
Setjum okkur sjálf í öndvegi
„Þekktu sjálfan þig og þér mun
vel farnast", þetta eru gömul sann-
ingi og ný, sem ekki verða hrakin.
Né heldur að „leiðin til skilnings á
öðru fólki liggur í gegnum mann
sjálfan". Uppeldi er mikilvægt
ræktunarstarf og þau áhrif eru
sterkust, sem við verðum fyrir á
fyrstu æviárum, til mótunar sjálfs-
myndar og lífsaðstöðu, brenglaða
Þóra Ásdís Amfinnsdóttir
„Góðvild, skilningur,
tillitssemi, uppörvun,
hvatning og hjálpsemi.
Eru þetta ekki eigin-
leikar sem við þráum
og þurfum að finna og
geta treyst á hjá þeim
sem hjúkra og lækna?“
sjálfsmynd og neikvæða lífsafstöðu
er hægt en erfitt að breyta á full-
orðinsárum. Og fræðimenn segja
að lífshamingja hvers einstaklings
sé öðru fremur háð þessu tvennu,
því hlýtur mikilvægasta hlutverk
uppeldis og menntastofnana að
vera, að stuðla að heilbrigðri og
góðri sjálfsmynd nemenda sinna.
Þetta verður best gert með því að
kenna fólki allt frá unga aldri að
þekkja og horfast í augu við sjálft
sig, að sætta sig við eigin takmark-
anir, en jafnframt að þroska og
bæta þá hæfileika sem í þeim búa.
Það er umhugsunarefni hvað
þessi þjóð, sem svb fljót hefur ver-
ið að tileinka sér hvers konar nýj-
ungar og tækni, er sein að með-
taka og nýta þá miklu nýju þekk-
ingu sem fram hefur komið um
sálarlíf og innra eðli mannsins.
T.d. er sálarfræði mannlegra sam-
skipta fræðigrein sem á markviss-
an hátt auðveldar einstaklingnum
að skilja og sjá eigin hegðun í sam-
hengi við hegðun annarra. Hví er
þetta ekki sjálfsögð og mikilvæg
námsgrein í öllum grunnskólum
landsins? Fræðsluefni er þetta
varðar veit ég ekki heldur til að
hafi verið á boðstólum hjá ríkis-
sjónvarpinu, sem væri þó afar
hentugur miðill fyrir slíka fræðslu.
Leggjum meiri áherslu
á hjartað
Geðhjúkrun lýtur að því að
skilja, hlúa og að sinna andlegum
og tilfinningalegum þörfum
manna. Færni á þessum vettvangi
nær aðeins sá, sem hefur aflað sér
þekkingar og visku jafnt hjarta
sem huga. Mér hefur ávallt fundist
að sú menntaða og vel upplýsta
þjóð sem við viljum telja okkur
vera hafi aldrei gætt sem skyldi
þessa samræmis. Hún hefur kapp-
kostað öðru fremur að þroska gáf-
ur og þekkingu hugans á meðan
tilfinningalegur þroski og göfgun
mannsins hefur minni athygli not-
ið.
Oft er til þess vitað að siðmenn-
ing þjóða birtist í því hvernig hún
býr að sínum minnstu bræðrum.
Ef við erum sammála þessari skil-
greiningu, hljótum við að telja
mikilsvert að þeir sem sinna séu
úrval manna hvað varðar þekk-
ingu, siðgæði og gæsku. En til að
svo megi verða verðum við að
breyta um áherslur og endurskoða
það verðmætamat sem nú ríkir í
okkar þjóðfélagi.
Höfundur er
geðhjúkrunarfræðingur,
starfandi í öidrunarþjónustu.
wmm
T)ALDA
dágár
I
eKirtRRABRAUT 60, SÍM112045