Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 37
MoáöuíJ&iÍABiö teiiákíifDÍiiiuii .1 jiílÍ 1M í: 37 Minning: Sveina Helgadóttir Fædd 4. september 1898 Dáin 27. júní 1991 Fyrir átta dögum var ég ásamt fjölskyldu minni staddur í Vest- mannaeyjum. Ég hafði tekið mér nokkurra daga frí og við hjónin og dóttir okkar fylgdumst spennt með frammistöðu sonarins og félaga hans í KR á Shell-mótinu sem þá var nýhafið. Það jók svo á ánægju mína að hitta í Eyjum gamla KR-félaga sem, eins og ég, horfðu nú á syni sína á sama stað og í sömu sporum og við höfðum troðið aldarfjórðungi fyrr. Ég átti reyndar afmæli þennan dag, og hvílíkur afmælisdagur! Allt iðaði af lífi og grósku í glaða sól- skini á þessu glæsilega æskumóti. En á þessum sólbjarta sumardegi var gömul kona í Reykjavík að leggja augun aftur í hinsta sinn. Sú var Sveina Helgadóttir iðnverka- kona sem lengst af bjó í húsi afa míns og ömmu og síðar foreldra minna, á Lindargötu 11. Mér er ljúft og skylt að ýta til hliðar hversdagsamstrinu um stund, líta um öxl og huga þakklát- ur að öllu því sem þessi vinkona mín frá fyrstu tíð veitti mér og systkinum mínum sex. Sveina fæddist að Gilsárvallahjá- leigu í Borgarfirði eystra, 4. sept- ember 1898, dóttir Helga Jónsson- ar, bónda þar, og konu hans, Jó- hönnu Jóhannesdóttur húsfreyju. Hún ólst upp í Borgarfirðinum fyrstu árin en var kornung er hún- missti föður sinn og flutti því nokkr- um árum síðar með móður sinni í Breiðdalinn. Rúmlega tvítug kom Sveina til Reykjavíkur og var þá fyrstu árin í vist hjá afa og ömmu. Lengst af var hún þó iðnverkakona hjá ATVR sem nær alla hennar starfstíð var til húsa í Nýborg við Skúlagötu. Reyndar man ég ennþá vanillu- dropalyktina af vinnulúnum hönd- unum hennar Sveinu er ég, lítill drengur, tyllti mér við eldhúsborðið hennar og þáði þar mjólkurglas og franskbrauð með kæfu. Þegar ég man fyrst eftir mér hafði Sveina stofu og lítið eldhús sem snénj í norðurátt á annarri hæð í húsinu við Lindargötu. Þaðan var þá fallegt útsýni til Viðeyjar og inn með Sundum. Heimilið hennar á Lindargötunni var ekki stórt en þangað vorum við systkinin alltaf velkomin og það var Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar bii-tist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. ætíð jafn heillandi afdrep á þessum fyrirmyndar bernskuslóðum. Sveina hafði alltaf tíma fyrir okkur systkinin. Hún var ætíð reiðubúin að fræða og leiðbeina. En það var ekki síður mikils virði að njóta kyrrðarinnar hjá Sveinu þar sem bandpijónarnir einir rufu þögnina. Þá var t.d. upplagt að lesa „norsku-blöðin“ hennar en ég gat ekki ímyndað mér að heil manns- ævi dygði til að gera þeim öllum skil. Yrði maður leiður á „norsku- blöðunum" var ekki úr vegi að íýna í þessi furðulegu málvet'k hennar sem héngu um alla veggi og frændi hennar og uppeldisbróðir, meistari Kjai’val, hafði fært henni. Stundum spurði ég Sveinu, með sýnilegri vanþóknun, hvað þetta eiginlega ætti að vera sem maðurinn hefði verið að reyna að mála. Þá fékk ég mínar fyrstu kennslustundir í málaralist. Sveina var óvenju greind mann- eskja og margfróð en allt frá því hún lærði að lesa af sjálfri sér fimm ára gömul, var hún að mestu sjálf- menntuð. Segði hún okkur sögu, var sagan lærdómsrík. Hún las t.a.m. fyrir okkur krakkana söguna af Nilla Hólmgeirssyni og hafði sjálf mikið dálæti á þeirri sögu Selmu Lagerlöf. Gjafir Sveinu á afmælum og um jól voru líka alltaf nytsamlegar og uppbyggjandi. Ég mun hafa verið orðinn ellefu ára þegar hún gaf mér í jólagjöf Söguna hans Hjalta litla eftir Stefán Jónsson. Þegar ég opnaði pakkann varð ég óneitanlega fyrir vonbrigðum með svo barna- lega gjöf en las svo engu að síður alla jólanóttina eina af þessum þremur bókum. Síðan þá hefur Stef- án Jónsson verið einn af mínum uppáhaldshöfundum. Þessa eiginleika Sveinu lærði maður að meta með árunum. Hins vegar held ég að mér hafi lengur verið það ljóst að Sveina var flestum fremur málsvari barnanna og ein- hver einlægasti dýravinur sem ég hef kynnst. . Ég veit ég mæli fyrir hönd for- eldra minna, systkina og maka okk- ar systkinanna þegar ég þakka fyr- ir trygga og kærleiksríka samfylgd þessarar sómakonu. Blessuð sé minning hennar. Kjartan Gunnar Kjai-tansson t Hjartkær sonur okkar og bróðir, ÞÓR GUÐMUNDSSON, Fagrabergi 44, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 5. júlí kl. 13.30. Guðmundur H. Eyjólfsson, Sigurrós F. Elíasdóttir, Bryndis F. Guðmundsdóttir. t Ástkær sonur okkar og bróðir, KRISTINN KOLBEINN INGÓLFSSON, Breiðvangi 13, Hafnarfirði, sem lést af slysförum að morgni sunnu- dagsins 30. júní, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13.30. Þórdís Kolbeinsdóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Hafsteinn Þór Hafsteinsson, Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, Hörður Logi Hafsteinsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Bárugötu 17, sem lést 22. júní, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag- inn 5. júlí kl. 1 3.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hins látna, láti líknarstofnanir njóta þess. Hulda H. Guðmundsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Þórður Þórðarsson, Kristín H. Jóhannesdóttir, Oddur B. Sveinsson, Guðmundur Kr. Jóhannesson, Guðrún E. Halldórsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Sigurlin R. Óskarsdóttir, Markús Jóhannesson, Hulda Össurardóttir, og barnabörn. t Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL JÚNÍUS PÁLSSON, húsvörður, Hátúni 12, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. Þórdís Eyjólfsdóttir, Júníus Pálsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Grétar Pálsson, Ásta Sigurðardóttir, Þórdís Pálsdóttir, Erlendur Ragnarsson, Stefanía Pálsdóttir, Valur Sigurðsson, afabörn og langafabörn. Sveinn Halldór L. Bjamason Fæddur 18. september 1917 Dáinn 25. júní 1991 Okkur langar að minnast elsku afa okkai' Sveins Halldórs Long Bjarnasonar sem lést á heimili sínu 25.06. 1991 með nokkrum orðum. Afí fæddist í Iivalnesi á Stöðvar- fii'ði 13.09. 1917 hann var sonur hjónana Ragnheiðar Magnúsdóttur (F. 25.05. 1889. D. 17.02. 1970) og Bjarna Jónssonar (F. 05.10. 1882. D. 22.12. 1940) Afi varþriðji í röðinni af átta systkinum en sex þeirra eru enn á lífi. Afi giftist ömmu okkar Olöfu Ástu Stefánsdóttur frá Fáskrúðs- firði þann 31.05. 1941 en hún er dóttir hjonanna Þorgerðar Sigurð- ardóttir (F. 18.07. 1893. D. 12.10. 1982) og Stefáns P. Jakobssonar (F. 08.05. 1880. D. 01.07 1940). Afi og amma eignuðust þrjú börn en þau eru Gerður Ragna f. 24.03. 1942, Stefán Pétur f. 02.10. 1944, Bjarni f. 19.02. 1949. Barnabörnin eru orðin 11 og barnabarnabörnin fimm. Afi lærði bifvélavirkjun á Akureýri hjá Vil- hjálmi Jónssyni en þar bjuggu afi og amma fyrstu hjúskaparárin sín, síðan lá leiðin til Akraness þar sem þau bjuggu í rúm tvö ár en 1949 fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar síðan afi vann fyrst sem verkstjóri á Bílaverkstæði Hafnar- fjarðar í mörg ár síðan sem verk- stjóri hjá skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar og Co. en Síðustu árin vann hann við skrifstofustörf hjá Bjarna syni sínum í Sóma sf. Afi var mikill áhugamaður um alla útivist og á sínum yngri árum stundaði hann skíði, hestamennsku, einnig voru þær ófáar veiðiferðirnar sem hann fór í, en í seinni tíð átti golfið hug hans allan, hann stund- aði þá íþrótt af kappi, afi var einn af stofnfélögum golfklúbbsins Keili í Hafnarfirði. Við eigum góðar minningar um Svein Halldór afa í Köldó, minning- ar frá því er við bjuggum á loftinu í nánu sambýli við afa og ömmu og þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman eftir að við flutt- um, því alltaf var gott að koma í Köldukinnina. Afi var sérlega greiðagóður maður og vildi allt fyr- ir mann gera. - Minning Minninguna um hann munum við ávallt geyma í hjörtum Okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Tiafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 - V. Briem) Við biðjum góðan Guð að styrkja örnmu okkar í hennar miklu sorg og okkur öll hin sem eigum um sárt að binda. Hafdís, Sveinn og Olöf Ásta. Kveðja til afa Hann afi er dáinn. Það er mikill söknuður hér, hann Ý afi minn skilur eftir mikið tóm, sem aldrei verður fyllt. Við gleymum aldrei öllum góðu minningunum um afa. Hann var okkur svo góður, sérstaklega gleymum við aldrei skemmtilegu jólaböllunum sem liann bauð okkur alltaf á um hver jól, þá var nú gam- an, afi í sínu fínasta pússi, glæsileg- ur á velli. Afi var alltaf reiðubúinn til þess að hjálpa hvenær sem var, og var okkur svo góður. Við söknum hans sárt. Lena, Eva, Bjarni og Inga. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ERNU ÁSGEIRSDÓTTUR, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Fríða Margrét Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Ásgeir Jónsson og aðrir vandamenn. Alúðar þakkir fyrir vinsemd og samúð við lát GUNNARS SIGURMUNDSSONAR prentara. Vilborg Sigurðardóttir, Gylfi Gunnarsson, Debra Gunnarsson, Gerður Gunnarsdóttir, Grétar B. R. Kristjánsson, Gauti Gunnarsson, Sigrún Arthúrsdóttir, Sigurður Ó. Gunnarsson, Judie Gunnarsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför konu minnar, SVÖVU G. BJÖRNSDÓTTUR. Sérstaklega þakka ég Oddfellowsystrum, svo og því hjúkrunar- fólki, er stundaði hana í erfiðri legu. Einar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.