Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 29
MÖRGUNBLAÐIÐ Í’IMMTUDAÖÚR 4. JULÍ' 1991 29 • • Omurleg aðkoma í Skjaldbreiðsgíg eftir Reyni Eyjólfsson í dag er laugardagurinn 22. júní. Nú er búið að opna Kaldadalsleið og því greiðfært inn á hálendið norðaustan Þingvalla. Ég er búinn að hlakka lengi til þess að komast inn í dýrðina. Það er búið að vera bjartviðri nær allan júnímánuð á SV-horninu en þennan morgun hangir þoka niður í miðjar hlíðar Esju. Ekki beinlínis gæfulegt til útsýnisferða en kyrrt og gott veður. Ég er vonsvikinn og sinni húsverkum fram eftir morgni. En um hádegi þoli ég ekki við lengur. Hann hlýtur að vera bjart- ari til landsins. Nesti er stungið í bakpokann. Áttavitinn, kort og nokkrir aðrir hlutir eru á sínum stað í farteskinu. Ég stekk upp í Lappa gamla og ek af stað. Mikið rétt! Fjallasalurinn blasir við bjartur og fagur af Mosfells- heiði. Það er enn talsverður snjór í fjöllum. Best að ganga á Skjald- breið enn einu sinni. • Ég skil bílinn eftir við línuveginn NV-fjallsins og hef gönguna. Ganga á Skjaldbreið (1.060 m y.s.) er mjög auðveld. Neðst er fremur hallalítið en dálítið grýtt hraun. Þá taka við nokkuð grónar hlíðar en jarðvegs- eyðing hefur auðsjáanlega verið gífurlega mikil hér. Þegar þeim sleppir taka grjóturðir við. En nú er enn mikill snjór sem gott er að ganga á þar sem lítt ysjar í hann. Éins gott er samt að vera í stígvél- um. Ég kemst alla leið upp fyrr en varir. Þar blasir gígurinn við. Geysi- stór, um 300-400 m í þvermál og eftir því djúpur. Nú er mikill snjór í honum og hann minnir mest á risastóra, hvíta skál. Ég ákveð að ganga eftir gígrimanum allan hringinn og njóta útsýnis, sem er geysimikið og fagurt. í vestri ber mest á snjóhvítum tindum Botns- súlna. í norðri og NA sjást tindarn- ir hvolfþök Þórisjökuls og Langjök- uls. í austri og SA gnæfa staparnir Hlöðufell og Skriðan. í SV blasir Þingvallasveitin við. Her er stiklað á stóru. Sjón er sögu ríkari. Ég hef aðeins farið skamman spöl þegar þunn þokuslæðan leggst yfir gíginn og spillir útsýninu. Eg lít mér nær og fer að horfa niður í gígskálina. Þar er ekkert að sjá nema hvítan snjóinn. En bíðum nú við. Hver grefillinn er nú þetta? Tveir rauðgulir dílar skammt hvor frá öðrum. Og tveir dökkir blettir skammt þar frá. Líklega gijót að koma upp úr snjónum? Ég tek upp litla kíkinn minn og rýni niður í gíginn. En ég er engu nær. Þokuslæðan er til baga. Eg stekk niður hjarnbrekkuna. Og þá sé ég hvers kyns er. Rauðgulu dílarnir eru þá fernur „Þarna voru þó vonandi flestir heiðvirðir borg- arar en innan um voru greinilega sóðar eða hugsunarlausir vesal- ingar sem ekki skirrð- ust við að saurga eina mestu náttúruperlu Is- lands með ömurlegu matarleifa- og umbúða- rusli nútímans.“ undan Trópf. Og dökku blettirnir eru ekki gijót. Nei, þetta eru stór- eflis hrúgur úr grillkolum! Ekki bara úr grillkolum. Þarna eru líka sviðnar kartöflur, pylsur, bein, ál- pappír, eldspýtustokkar o.fl! Þokka- legt samsafn eða hitt þó heldur! Þokunni léttir og það glansbirtir. Þá sést sitthvað fleira: Hryggjarlið- ir, lær- og leggbein úr kindum, síga- rettustubbar, eldspýtur, pappírsf- lyksur, gosdósir, pappaglös! Fyrst fallast mér hendur í örvæntingu og reiði. Svo fer ég að reyna að tína eitthvað saman og troða í vasa mína. Þeir fyllast allt of fljótt, en þetta komst þó í þá og burt: 2 Trópí-fernur. 3 ís-cola-dósir. 3 Pappaglös. 1 Pappaspjald (torkennilegt). 1 Eldspýtustokkur. 5 Eldspýtur. Hvernig hefur allur þessi ósómi •komist hingað hugsa ég. Svo man ég allt í einu eftir frétt í Morgun- blaðinu, sem birtist fyrir nokkru. „6000 hestöfl í Skjaldbreiðsgíg" minnir mig fyrirsögnin vera. Marg- ir tugir vélsleða og áhangenda voru þar saman komnir í vor eða seint í vetur. Þar var haldin grillveisla. Mikil „fjölskyldu“-hátíð. Myndir teknar og ein þeirra kom í Morgun- blaðinu. Miklir garpar á ferð. Frétt- næmt! Stendur heima. Snjórinn er líka allur útsparkaður í sporklökum eftir vélsleða. Ég mundi eftir að mér leist ekki á þessi tíðindi. Mér datt nefnilega í hug að gígurinn hefði kannski verið skilinn eftir sem einn ruslahaugur. Og það reyndist því miður rétt! Nei, þarna voru greinilega ekki allir stórir í sniðum. Þarna voru þó vonandi flestir heiðvirðir borgarar en innan um voru greinilega sóðar eða hugsunarlausir vesalingar sem ekki skirrðust við að saurga eina mestu náttúruperlu íslands með ömurlegu matarleifa- og umbúða- rusli nútímans. Ótrúlegt en satt. En hvað með fararstjórn? Var þetta ekki vélsleðaklúbbur? Mig minnir það. Ég gekk burt í þungum þönkum Á myndinni sem tekin var við verðlaunaafhendinguna eru, talið frá vinstri: Júlíus Jónsson, formaður Félags matvörukaupmanna, Ólafur Davíðsson, franikvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, Heiðrún Rósa Sverrisdóttir, verðlaunahafi, Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka íslands, og Kristinn Skúlason, stjórnar- maður í Félagi matvörukaupmanna. B FÉLAG íslenskra iðnrekenda og Kaupmannasamtökin efndu dagana 23. maí-1. júní sl. til stór- átaks í kynningu og sölu á íslensk- um iðnaðarvörum á neytendavöru- markaði undir kjörorðinu „Islensk- ir vordagar". Ýmsar uppákomur voru í tengslum við íslenska vor- daga, m.a. gátu allir viðskiptavinir og íbúar þeirra hverfaverslana sem hlut áttu að máli tekið þátt í happ- drætti og voru vegleg verðlaun í boði. Búið er að draga í happdrætt- inu og kom vinningurinn í hlut Heiðrúnar Rósu Sverrisdóttur. og fannst dagurinn ekki eins bjart- ur og fagur og áður. Mikið hefur verið rætt um umhverfismál að undanförnu. Mikilli umhverfisráð- stefnu er nýlokið í Reykjavík. Menn tala en samt kemur það enn fyrir að óvitrir innlendir einstaklingar umgangast náttúru íslands með fullkomnu virðingarleysi og skríls- hætti. Það er enn ekki of seint að hreinsa til í gígnum áður en ruslið „hverfur niður í gijótið. Mér finnst, að þeir sem eru ábyrgir fyrir ósó- manum eigi skilyrðislaust að koma honum strax í burtu. Nokkrir menn með poka geta hæglega gert þetta á einum degi. Mér fínnst að opinber- ir aðilar (umhverfisráðuneytið) eigi að fylgja því eftir. Mér er raunar spurn hvort það sé leyfilegt að halda grillveislur hvar sem er í landinu, bara ef einhveijum „snillingnum" dettur í hug. Ég hef mikið gengið um SV- hluta landsins að undanförnu og hefur oft blöskrað draslið sem þar er að finna. Hér mun minnst á tvennt: Annað er óhemju magn af plastrusli við Selatanga, Húshólma og Valahnúkamölina á Reykjanesi. Hitt er ræfillinn af gaddavírsgirð- ingunni sem liggur frá Helgafelli ofan Hafnarfjarðar um Kristjánsd- alahorn, meðfram Draugahlíðum austan Brennisteinsfjalla og líklega alveg suður í Selvog. Hún er tugir km að lengd og beinlínis hræðileg. Svo erum við með umhverfisráðu- neyti og höldum umnhverfisráð- stefnur! Tölum um alheimsmengun, gróðurhúsaáhrif, ósoneyðingu o.fl.! Við ráðum harla lítið við margt af þessu. En við ráðuni því sjálf hvort rusl er uppi í Skjaidbreiðsgíg eða ekki. Þar á ekki að vera svo mikið sem ein eldspýta. Aldrei. Höfundur er lyfjafræðingur og áhugamaður um jarð- og geimvísindi. Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Settu ÖRYGGIÐ Á ODDINN | dDaöDaSte öryggisskórnir veita fótum þínum og þér bestu mögulega vernd gegn slysum. Stálþynna í botni og stáltá ásamt grófum sólum eru þér til verndar og þú ert öruggur hvar sem þú gengur. JALLATTE ÖRYGGISSKÓRNIR FRÁ DYNJANDA Skeifan 3h-S(mi 812670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.