Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Aflamiðlun;
Svipta 13 skip útflutn-
ingsleyfi tímabundið
Fluttu 270 tonn út á tveimur vikum
umfram það sem leyfilegt var
STJÓRN Aflamiðlunar ákvað á fundi í gær að svipta 13 skip rétti
til að flytja út fisk í gámum eftir að þau höfðu á tveimur vikum
flutt út 270 tonnum meira en þau höfðu heimildir til. Leyfissvipt-
ingin gildir í eina til sex vikur og fer tímalengdin eftir því hve
mikið þau fóru fram yfir heimildir.
Eiríkur Tómasson formaður
stjórnar Aflamiðlunar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
Osprungin
skiparaketta
í húsgafli
LÖGREGLAN í Reykjavík var
kölluð í hús við Efstasund á
þriðjudagskvöld. Þar hafði íbúi
rekizt á torkennilegan málm-
hólk, sem stóð út úr klæðning-
__jmni á húsgaflinum. Lögreglu-
mönnum leizt þannig á hlutinn
að þar gæti verið sprengja á
ferðinni og var sprengjusér-
fræðingur Landhelgisgæzlunn-
ar kallaður út, auk þess sem
rannsóknarlögreglunni var gert
viðvart.
Talsverða fyrirhöfn þurfti til að
ná hlutnum úr húsgaflinum, þar
sem hann sat á kafi. Sprengjusér-
fræðingurinn notaði langa víra við
að ná hólknum út og var ýtrustu
varúðar gætt, að sögn lögreglunn-
ar.
Við gegnumlýsingu kom í lj.ós
að þarna væri líklega um skipa-
rakettu eða blys að ræða. Ósenni-
legt þykir að sögn rannsóknarlög-
reglu að menn hafi komið rakett-
unni vísvitandi fyrir í gaflinum.
Líklegast þykir að þarna sé um
flugeld frá gamlárskvöldi að ræða,
sem tekið hafi ranga stefnu og
aldrei komizt á loft, heldur stung-
izt í húsgaflinn.
Sprengjusérfræðingar Land-
helgisgæzlunnar sprengdu rakett-
una á öruggum stað.
13 skip, sem fluttu út á England,
hafi gerst brotleg samkvæmt at-
hugun Aflamiðlunar. Brotin voru
framin á undanförnum tveimur
vikum. Farið var samtals 162 tonn
framyfir aðra vikuna og 108 hina.
Stjórnin ákvað að svipta þau rétti
til að flytja út í gámum.
„Það er reiknað þannig út að
tekin er meðalúthlutun til þeirra
á viku síðustu fjórar vikurnar áður
en þetta gerist, því er deilt upp i
það magn sem hver og einn fór
framyfir, þá fæst út sá vikufjöldi
sem þeir eru sviptir. Þetta var frá
einni upp í sex vikur, eftir því
hvaða skip áttu í hlut,“ sagði Eirík-
ur.
Flest skipanna voru frá Vest-
mannaeyjum og sagði Eiríkur að
segja megi að fjöldinn hafi verið
í nokkru samræmi við umfang
þessarar starfsemi á hveijum stað.
Hann sagðist ekki geta greint frá
þvi, hvaða skip hefðu átt þarna í
hlut.
Eiríkur sagði að síðan hann kom
að formennsku Aflamiðlunar í
september síðastliðnum hafi slík
leyfissvipting ekki gerst. Hann
sagði að eftirlit Aflamiðlunar hafí
verið sambærilegt allan þann tíma.
Aðspurður um skýringar á því að
þetta gerðist nú, sagði Eiríkur að
gott og mikið fiskirí væri hjá
mörgum bátum. „Menn gera þetta
í hálfgerðri örvæntingu," sagði
hann. „Þeir halda að þeir fái hærra
verð, að þeir fái meira út úr því,
svo líka hitt að þeir eiga kannski
erfitt með að losna við aflann.
Þetta á við suma þeirra að minnsta
kosti og menn eru einhvern veginn
ekki komnir með það alveg á
hreint að það er mjög auðvelt að
koma þessu á markað hérna inn-
anlands."
■
Regngallaveður
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Regngallaveður var í Reykjavík í gær í fyrsta sinn í margar vikur. Rigningin hefur bæði kosti og gaila.
Menn verða ekki sóibrúnir í rigningu, en þeir sem eru í moldarvinnu eins og þetta vmga fólk losna að
minnsta kosti við að þurrt moldrykið smjúgi inn í öll vit eins og verið hefur í þurrkunum að undanförnu.
Ráðherrar ræða málefni Síldarverksmiðja ríkisins í dag:
Nauðsynlegt að veita
SR heimild til lántöku
- segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra telur nauðsynlegt
að veita Síldarverksmiðjum
ríkisins heimild til þess að taka
300 milljóna króna erlent lán
með ríkisábyrgð til þess að
tryggja áframhaldandi rekstur
fyrirtækisins. Þorsteinn mun
hitta Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, í dag til þess að
ræða málefni verksmiðjanna.
Þorsteinn Pálsson sagði, í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi,
að hann teldi nauðsynlegt að veita
Þýzkur ferðamaður á Snæfellsjökli;
Bjargaðist af eigin rammleik
úr 20 metra djúpri sprungu
Jökullinn mjög sprunginn og talinn stórhættulegur ferðamönnum
ÞÝZKUR ferðamaður, Dirk Bindmann að nafni, vann það ein-
stæða afrek að klifra sjálfur upp úr 15-20 metra djúpri jökulspr-
ungu í Snæfellsjökli á þriðjudag. Bindmann hafði engan klifur-
búnað annan en eina ísöxi. Guðbjörn Ásgeirsson, formaður
björgunarsveitarinnar í Ólafsvík, segir að björgunarsveitar-
mönnum komi saman um að það sé kraftaverki líkast að Bind-
mann hafi komizt upp úr sprungunni af eigin rammleik.
Snjóspöng, sem láyfirsprung- skilja bakpokann sinn eftir, „tók
una, gaf sig undan þunga Bind-
manns og hann hrapaði 15-20
metra að eigin sögn. Hann vank-
aðist við fallið, en meiddist ekki
að öðru leyti en því að hann
marðist á læri. Maðurinn lét síð-
an fyrirberast í sprungunni í um
hálftíma, en klifraði síðan upp á
15-20 mínútum. Hann varð að
aðeins með mér það nauðsynleg-
asta,“ eins og hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið. Það var
vegabréf, flugmiðar, peningar
og orðabók.
Bindmann komst niður af jökl-
inum með svissneskum ferða-
mönnum og íslenzkum leiðsögu-
manni þeirra. Hann bað um að-
stoð björgunarsveitarinnar í Ói-
afsvík við að finna pokann sinn,
en ekki tókst að finna sprunguna
aftur.
Guðbjörn Ásgeirsson segir að
Snæfellsjökull sé óvenjulega
mikið sprunginn vegna snjólétts
vetrar og sólbráðar, en stöðugur
straumur ferðamanna sé upp á
jökulinn. Margir séu þeir einir
síns liðs og mikil hætta á að
þeir detti einhvers staðar ofan í
og ekki spytjist til þeirra meir.
Guðbjörn orðar það svo að björg-
unarsveitarmenn sitji nánast á
nálapúða vegna þessa.
Guðbjörn varar fólk eindregið
Morgunblaðið/Alfons
Dirk Bindmann i Ólafsvík í
gær.
við að leggja á jökulinn eitt síns
liðs, slíkt sé stórhættulegt. Hann
segir að gönguleiðir, sem sýndar
séu á kortum af jöklinum, séu
alls ekki ailar öruggar.
Sjá viðtöl á miðopnu.
Síldarverksmiðjunum umrædda
lántökuheimild svo hægt væri að
endurskipuleggja fyrirtækið.
„Takist að tryggja áframhaldandi
rekstur fyrirtækisins, mun ég beita
mér fyrir því að lögum um Síldar-
verksmiðjurnar verði breytt. Fyrir-
tækið yrði þá gert að hlutafélagi
og því skipt í minni ejningar sem
hægt væri að selja. Ég tel enga
ástæðu fyrir ríkið að standa í þess-
(um atvinnurekstri,“ sagði Þor-
steinn.
Sá möguleiki hefur verið ræddur
að starfsmenn Síldarverksmiðj-
anna á hveijum stað taki rekstur-
inn í sínar hendur ásamt viðkom-
andi sveitarfélögum. í því sam-
bandi hefur sérstaklega verið
minnst á vélaverkstæði Síldarverk-
smiðjanna á Siglufirði. Að sögn
Sighvats Elefsens, rekstrarstjóra
vélaverkstæðisins, hefur sá mögu-
leiki verið ræddur lauslega á
óformlegum fundi starfsmanna.
„Það er hins vegar orðum aukið
að starfsmennirnir hafi óskað eftir
því að kaupa vélar og húsnæði
verkstæðisins. Það á eftir að skoða
ótal atriði betur áður en að slíkum
kaupum kemur. Svo eitthvað sé
nefnt á eftir að athuga rekstrar-
grundvöll verkstæðisins sem sjálf-
stæðs fyrirtækis og einnig þyrfti
að breyta lögum um Síldarverk-
smiðjurnar áður en af slíkri sölu
yrði,“ sagði Sighvatur.
Að sögn Sighvats vinna nú tólf
menn á verkstæðinu.