Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 39
ieei LIOl .L HUOAQUTMMH GIGAJaUUOHOM MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULl'T991 ROF Glansbrúðkaupið sem ekkert varð úr Eitt umtalaðasta brúðkaup Hollywood er nú brúðkaup sem ekkert varð úr, samdráttur þeirra Juliu Roberts og Kiefers Sutherland. Dagurinn er liðinn, tugir iðnaðarmanna höfðu breytt upptökuskemmu í „aldingarð“ og búið var að fjárfesta í brúðkaups- búningum fyrir milljónir. Skart- gripir, kjólar, blóm. Þau höfðu verið saman í rúmt ár og fyrir nokkrum vikum var tilkynnt að þau yrðu gefin saman nú um mánaðamótin. En á síðustu stundu aflýsti Roberts öllu saman og stakk af til Dyflinnar með öðrum manni, leikaranum Jason Patric, sem er jafnaldri Suther- lands, 24 ára gamall og upprenn- andi stórstjarna í Hollywood. Engar skýringar voru gefnar þannig að blöð ytra spáðu í spilin. Menn töldu hugsanlegt að fram- hjáhald Kiefers hefði leikið rullu, en nánir vinir Juliu báru það til baka. Kiefer hélt um tíma við fatafellu nokkra að nafni Amanda Rice, en þau Julia munu hafa af- greitt það mál endanlega. Þetta var í febrúar og atvikið átti sér stað í kjölfarið á ósætti milli Kie- fer og Juliu. í mai bar ungfrú Rice hins vegar salt á sárin með því að gefa slúðurblaði færi á mjög „nákvæmu" viðtali við sig um samband sitt og Kiefer en bæði hann og blaðafulltrúi hans báru þá til baka að nokkuð sam- band hafi verið annað en að þau Kiefer og Rice hafi stundum leik- ið billjarð saman á knæpunni þar sem Rice fækkaði fötum á kvöldin. Hvort að ungfrú Rice gerði út- slagið eða ekki liggur ekki fyrir, samstarfsfólk Juliu segir hana óútreiknanlga, hún sé bæði ró- matísk og áhrifagjörn. Hún verði gjarnan ástfanginn af þeim karl- leikara sem hún leikur á móti hveiju sinni. Samband þeirra Kie- fers byijaði einmitt þannig, þau léku saman í „Flatliners“. Hún er einnig sögð afar viljasterk, þannig að ef hún ætlar sér eitt- hvað eða vill eitthvað þá stöðvi hana ekkert og hún sýni þá full- komið miskunarleysi til þess að hennar vilji nái fram að ganga. Varðandi samdrátt Juliu og Ja- sons Patric er margt á huldu. Hann kom eiginlega inn í myndina eins og skrattinn úr sauðaleggn- um. Þeir Kiefer og Jason kynnt- ust er þeir léku báðir blóðsugur í kvikmyndinni „Lost boys“ árið 1987, en það var ein af mörgum Jason Patric ásamt leikkonunni Robin Wright sem síðar varð eiginkona og barnsmóðir leik- arans Sean Penn. b-myndum í betri kantinum sem loðað hafa við Kiefer. Þeim varð vel til vina í þá daga og nafn Jasons var á gestalistanum fyrir brúðkaupið sem ekkert varð úr. Vinir þeirra Juliu og Kiefers segja að dag einn, skömmu fyrir vænt- anlegan brúðkaupsdag hafi Kiefer skyndilega krafist þess að Jason yrði ekki boðinn. Enginn veit hvers vegna, en Julia var aldeilis ekki á því og varð mikið rifrildi vegna þessa. Julia og Jason héldu sum sé til Dyflinnar, en þau fengu lítinn frið þar, enda vel þekkt andlit.beggja vegna hafsins. Þar létu þau í veðri vaka að á milli þeirra væri einung- is saklaus vinátta, Julia ætti bágt með sig og Jason væri einungis að hugga hana eins og góðum vini sæmdi. Þau pöntuðu sitt hvort herbergið á hótelinu til þess að draga úr umtali sem mest þau máttu. En það dugði varla til og nú velta menn því fyrir sér hvort að Jason Patric fær stóra hlut- verkið í stórkostlegum vestra sem tekinn verður upp í byrjun næsta árs með Juliu Roberts í aðalkven- hlutverkinu. Búið var að orða það við Kiefer Sutherland að hann tæki að sér hlutverkið og hann hafði tekið því líklega, enda hefur hann lengi verið óánægður með þau hlutverk sem hann hefur fengið og talið hefur verið að öf- und í garð Juliu hafi verið ein ástæða af ef til vill mörgum að upp úr slitnaði á milli þeirra. Julia og Kiefer. rÓDYRÁR sumárvorur 1 Bakpoki kr. 990.- Bolur kr. 1190.- Gallabuxur kr. 2.990.- PÓSTKRÖFU- ÞJÓNUSTA Sportjakki kr. 4.900.- Svefnpoki kr.. 4.900.- Einnig: 0 Kakhibuxur 0 Flónelsskyrtur 0 Herropeysur 0 Sportúlpur 0 Vindsett 0 Regnsett 0 Hettubolir 0 Terylinebuxur 0 Sokkar 0 Húfur 0 Rifflaðor flauelsbuxur 0 WAX jakkar 0 Stígvéi 0 Bakpokar 0 Töskur 0 Útilegugræjur 0 O.m.fl. AILT Á FRÁBÆRU VIRPI OPNUNARTÍMI Mónudag — föstudag fró kl. 13—18. Laugardag frá kl. 10—14. I . HLmnQKAmii 0 NtUTLAVbUUH V. ’ SKODA k^DALBREKKA TOYOTA L Hagvöxtur iramtíðar er í lækkuðu vöruverði á hagkvæmum góðum vörum Nýbýlavegi 4 (Daibrekkumegin), Kópavogi, símar 91-45220 39 Shmsælt JACOB’S tekex Ekki bara tekex j keídur JACOB'S tekex ilmur karlmannsins, sem veit hvað hann vill. Ilmur velgengni DUGGUVOGI 2 SÍMI 686334

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.