Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1991, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLl' 1991 Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Mikill grasmaðkur í Meðallandi Hnausum í Meðallandi. Nú er mikill grasmaðkur í Meðallandi og hefur aldrei verið meiri. Er graslendið víðast uppétið og einn bóndinn enn með mikið af sauðfénu á túnum. Er grasmaðkurinn búinn að eyðileggja úthagana. í vor hefur viðrað vel á grasmaðkinn en hann þolir illa stórrigningar og eiga best við hann miklir þurrk- ar. Fyrir Kötlugosið 1918 var mikill grasmaðkur hér en þá drap öskufallið hann að mestu leyti. Var það ekki fyrr en um 1950 að hann náði sér upp aftur. Grasmaðkurinn gengur skipulega að verki. Myndin er tekin sunnan við Hnausa þar sem hann stefnir í áttina að bænum. - Vilhjálmur. Bæjarstjórn Kópavogs: Kirkjubygging á Heiðar- vallarsvæðinu heimiluð BÆJARSTJÓRN Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum i síðustu viku með 6 atkvæðum gegn 5 breytingu á skipulagi, sem felur í sér að Digranessöfnuði er heimilað að byggja kirkju á svo- kölluðu Heiðarvallarsvæði á Di- graneshálsi. Staðsetning kirkju- byggingarinnar hefur valdið miklum deilum og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt henni Bruggararnir í Grandahverfi: Sautján ára síbrotamenn PILTARNIR tveir, sem handtekn- ir voru í Grandahverfi á mánu- dagskvöld, grunaðir um bílþjófn- að, hafa margoft áður komið við sögu lögreglu, allt frá barnsaldri. Piltarnir eru tvíburar, sautján ára gamlir. Ekki er lengra um liðið en tæpar tvær vikur frá því að þeir voru handteknir fyrir brugg- starfsemi á sama stað og nú fund- ust 500 lítrar af bruggi. Bræðumir tóku bíi systur sinnar traustataki á mánudagskvöldið og varð það til þess að lögreglan fór að svipast um eftir þeim. Haft var uppi á þeim við fjölbýlishús í hverf- inu, þar sem þeir hafa aðgang að kjallara. Þar var þá samankominn talsverður hópur ungmenna, kunn- ingjar þeirra bræðra. Lögreglumenn handtóku piltana, sem veittu harkalega mótspyrnu. Við leit í kjallaranum fannst haus af hasspípu, en engin fíkniefni. Fyrir tæpum tveimur vikum urðu bræðum- ir uppvísir að því að brugga landa í bakherbergi í kjallaranum og fela innganginn bakvið klæðaskáp. Þegar skápurinn var tekinn frá opinu að þessu sinni, gaus bmggþefurinn á ný á móti lögreglunni. Tvíburarnir voru búnir að leggja í um 500 lítra af landa og koma sér upp bmggtækj- um á ný. Veigunum var hellt niður. Alls vom fjórir lögreglubílar send- ir á staðinn, þar sem iögreglan óttað- ist að mannsöfnuðurinn gengi í lið með bræðrunum er átti að handtaka þá. Til þess kom þó ekki og piltarnir voru fluttir í fangageymslur. harðlega. Þorbjörg Daníelsdótt- ir, formaður sóknarnefndar seg- ir að stefnt sé að því að fram- kvæmdir vegna kirkjubygging- arinnar hefjist strax og leyfi fáist til þess frá skipulagsstjórn ríkisins, en hún mun fjalla um málið í lok mánaðarins. Gylfi Sveinsson, sem barist hefur gegn staðsetninu kirkjunnar á Heiðar- vallarsvæðinu, segist afar ósátt- ur við niðurstöðu bæjarstjórnar- innar og að áfram verði leitað leiða til að koma í veg fyrir byggingu hennar þar. Deilurnar um staðsetningu kirkjubyggingarinnar á Heiðarvall- arsvæðinu hafa staðið lengi og valdið miklum deilum í Digranes- söfnuði. Á síðasta aðalsafnaðar- fundi, sem haldinn var í vor, báru stuðningsmenn staðsetningarinnar sigur úr býtum í kjöri til sóknar- nefndar en andstæðingar hennar kærðu fundinn til dómprófasts á þeirri forsendu, að ekki hefði gefist kostur á að ræða málið á fundinum og væri það brot á lögum um slíka fundi. Dómprófastur vísaði kær- unni frá, en var þá fundurinn kærð- ur til Þorsteins Pálssonar, dóms- málaráðherra. í svari ráðherra við erindinu bendir hann andstæðing- um staðsetningarinnar á að snúa sér með málið til biskups, en Gylfi Sveinsson, sem stóð að kærunni, segist telja að það muni ekki skila neinum árangri. Bæjarstjóm Kópavogs tók í síð- ustu viku afstöðu til breytinga á aðalskipulagi bæjarins og deiliskip- ulagi Heiðarvallarsvæðisins, sem heimila byggingu kirkjunnar þar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mynda meirihluta í bæjarstjórninni studdu þessar breytingar, en fulltrúar minnihluta Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags greiddu "atkvæði á móti. Var málinu síðan vísað til skipulagsstjómar ríkisins til endan- legrar staðfestingar. Að sögn Stef- áns Thors, skipulagsstjóra ríkisins, verður málið tekið til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins, sem áformað sé að verði í lok mánaðarins. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar Digranessafnaðar, segist vissulega fegin að málið hafí nú fengið þessa afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum. Söfnuðurinn hafi verið stofnaður 1971 og fyrst núna hylli undir að hann eignist eigið guðshús og nauðsynlega aðstöðu til safnaðarstarfs. Þó dragi auðvit- að úr ánægjunni að vita til þess að íbúar í nágrenninu séu margir hverjir á móti staðsetningunni. Sóknarnefndarmenn telji reyndar að sú andstaða sé byggð á misskiln- ingi, en fólkið hafi auðvitað rétt á að hafa sínar skoðanir. Málið hafi verið unnið afar faglega af hálfu skipulagsyfirvalda í bænum, ná- grönnum gefinn kostur á að gera sínar athugasemdir við staðsetn- inguna og þeim svarað á málefna- legan hátt. Þorbjörg segir að nú sé verið að ræða hvernig staðið verði að fram- kvæmdum við bygginguna og gert sé ráð fyrir að hafist verði handa, strax og endanlegt leyfi fáist. Gylfi Sveinsson segir að íbúar við Heiðarvallarsvæðið séu mjög ósáttir við niðurstöðu bæjaryfir- valda. Andstaða þeirra hafí fyrst og fremst beinst að því, að verið væri að taka undir steinsteypu grænt svæði, sem að hluta til væri alfriðað, en bæjaryfirvöld hefðu í svömm við athugasemdum þeirra í raun gert lítið úr þeim og sjónar- miðum þeirra. Gylfi segir að svo virðist sem ekki sé með nokkrum hætti hægt að fá breytt ákvörðunum, sem teknar séu einhvers staðar í kerf- inu, enda hafi það tilhneigingu til að veija sjálft sig. Málið sé nú til afgreiðslu hjá skipulagsstjórn ríkis- ins en ekki sé líklegt að hún taki aðra afstöðu en bæjarstjórn Kópa- vogs. Hann segir að þó séu íbúarn- ir ekki tilbúnir að fallast á að mál- inu sé lokið, heldur muni þeir leita til bæði til félagsmálaráðherra og umhverfisráðherra vegna málsins, en það hljóti að vera verkefni um- hverfísráðuneytisins að hindra, að mannvirki sé að hluta reist á alfrið- lýstu svæði. „Við höfum ekki triíað því að svona færi,“ segir Gylfí, „og við munum grípa til einhverra aðgerða ef bygging kirkjunnar þarna verður leyfð. Ef byggingin rís þarna verð- ur svo örugglega látið á það reyna, hvort bæjáryfirvöld eru ekki skaða- bótaskyld gagnvart húseigendum í nágrenninu. Lánveitingar úr Byggingarsjóði verkamanna: 3.6 milljarðar vegna um sexhundruð íbúða Á FUNDI Húsnæðismálastjórnar 28. júní voru samþykktar lánveiting- ar úr Byggingarsjóði verkamanna til byggingar eða kaupa á allt að 594 íbúðum í félagslega íbúðakerfinu að upphæð samtals 3.6 miiyarðar króna. Gerir stjórnin ráð fyrir að þar af komi 860 milljón- ir kr. til útborgunar í ár en 2.740 millj. á næsta ári. Alls bárust 78 gildar umsóknir lum framkvæmdalán til að byggja eða kaupa samtals 1.716 íbúðir í félagslega íbúðakerfinu. Veitti hús- næðismálastjórn 55 framkvæmda- aðilum lán sem skiptast í 242 fé- lagslegar eignaríbúðir, 158 félags- legar leiguíbúðir, 121 félagslegar kaupleiguíbúðir og 73 almennar kaupleiguíbúðir. Framkvæmdalán greiðast venju- lega út á 15 mánuðum og því verð- ur unnið fyrir um 300 millj. kr. við 130 nýjar almennar kaupleiguíbúðir á yfirstandandi ári, sem eru byggð- Fyrirlest- ur umjarð- fræði Islands ARI Trausti Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur heldur fyrirlest- ur um jarðfræði Islands, eld- fjöll og heita hveri í opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudag- inn 4. júlí. Fyrirlesturinn er fluttur á norsku og hefst kl. 19.30. Að kaffihléi loknu verður sýnd kvikmynd Osvalds Knudsens Surt- ur fer sunnan og er hún með norsku tali. Bókasafnið er opið til kl. 22.00 eins og venja er á fimmtudögum í sumar meðan opið hús er á dag- skrá. I bókasafninu liggja frammi bækur um ísland og þýðingar ís- lenskra bókmennta á öðrum nor- rænum málum. Kaffístofa hússins er einnig opin til kl. 22.00 á fimmtudagskvöldum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ar eða keyptar á grundvelli lánveit- inga, sem ákveðnar voru í fyrra. Á þessu ári verður unnið áfram við byggingu um 910 félagslegra íbúða, sem lán voru veitt til á síðasta ári, að fjárhæð 2.150 millj. Áætlaðar heildarfjárveitingar til þeirra 594 íbúða, sem framkæmdalán verða veitt til skv. ákvörðun Húsnæðis- málastjórnar í síðustu viku nema 3.600 millj. Veitt verða framkvæmdalán til að byggja eða kaupa 363 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 184 íbúðir í öðrum landshlutum en óstaðsettar eru 47 íbúðir. Stærstu sveitarfélög- in sækja nær eingöngu um lán til byggingar félgslegra eignaríbúða og eru lánveitingar því hlutfallslega mestar til byggingar þeirra. Samkvæmt íbúðaspám Byggða- stofnunar er gert ráð fyrir að árin 1990-1995 þurfí að byggja að nmeðaltali 1.457 íbúðir árlega í landinu, miðað við framreikning á mannfjölda næstu 5 árin, að því er fram kemur í greinargerð Hús- næðismálastjórnar. Miðað við fólks- flutninga á milli landshluta á síð- ustu árum er gert ráð fyrir að byggja þurfi um 1.250 þessara íbúða á höfuðborgarsvæðinu en rúmlega 200 íbúðir í öðrum lands- hlutum. Sé einnig tekið tillit til áætlaðra fólksflutninga milli staða, innan sama landsvæðis, þarfar vegna þrengsla í íbúðum og ný- bygginga í stað gamalla íbúða, sem teknar eru úr notkun, er niðurstað- an sú, að á höfuðborgarsvæðinu þui-fi samtals 1.286 íbúðir en í aðra landshluta 566 íbúðir eða samtals 1.850 íbúðir. Nýbyggingar undan- farinna ára hafa verið 400-500 íbúðir á ári á landsbyggðinni en 600-700 íbúðir á höfuðborgarsvæð- inu. Verk- og vindeyðandi! eftir Jón Björnsson Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá formanni Apótekarafélags ís- lands: í ráðherratíð Guðmundar Bjama- sonar var tekin upp sú vafasama nýbreytni að gefa út reglugerðir án þess að leita umsagna þeirra sem eftir þeim eiga að starfa. Þessi „austanjárntjalds" vinnubrögð, að stjórna með auglýsingum eða til- kynningum ætlar núverandi heil- brigðisráðherra Sighvatur Björg- vinsson að viðhalda og verður því eins og fyrirrennari hans að reka sig á, að það er illt að treysta ein- göngu á starfsmenn ráðuneytisins og neita að hlusta á aðra. Útkoman verður sífelldar leiðréttingar og breytingar. í Morgunblaðinu í dag þann 3. júh', er staðhæft að Apótekarafélag íslands hafí andmælt setningu regl- ugerðar um greiðslu almannatrygg- inga á lyfjakostnaði. Þetta er rangt. Apótekarafélag íslands hefur ein- göngu tekið faglega afstöðu til regl- ugerðarinnar og bent á, að hún skapi erfíðleika fyrir ýmsa hópa sjúklinga og sama árangri hefði mátt ná á einfaldari og sanngjarn- ari hátt. Það er einnig alrangt, sem haft er eftir Sighvati í sömu grein að leitað hafí verið samráðs við apótek- ara við setningu reglugerðarinnar. Við vomm boðaðir á fund ráðherra með rúmlega Vi sólarhrings fyrir- vara, var skammtaður hálf klukku- stund, þar af sat ráðherra með okk- ur í 2-3 mínútur, þar sem okkur var lauslega kynnt reglugerðin af þrem starfsmönnum ráðuneytisins Jón Björnsson og okkur tilkynnt, að reglugerðin yrði undirrituð samdægurs. Þetta kalla ég ekki samráð heldur kynn- ingu á nokkuð flókinni reglugerð, enda hefur frumútgáfan þurft margra leiðréttinga við nú þegar. Á fundinum mótmæltum við apótek- arar þessum vinnubrögðum en sögðumst myndu vinna eftir reglu- gerðinni eins og löghlýðnum borg- uram ber. Óskuðum við eftir að ráðuneytið kynnti þessar breytingar almenningi í tíma og var því lofað. I dag 3. júlí, hafa engin kynningar- rit borist apótekum utan Reykjavík- ur að mér vitandi. Höfundur er formathir Apótekarafélags fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.