Morgunblaðið - 28.07.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2?. JÚLÍ. 1991
vegna þarf ekki að líða langur tími
þar til búið er að hreinsa fjörurnar
og talning því gagnslítil. Aftur á
móti er hægt að fullyrða að unginn
hefur mest allur farið því á þessum
tíma er hann ekki orðinn stærri en
svo að hann er bundinn við þarabelt-
ið í fjöruborðinu og hefur ekki æti
annars staðar. Menn horfðu upp á
það að ungar, viku til mánaðar
gamlir, sem áður fylltu víkur og
voga, gjörsamlaga hurfu en höfðu
ekki getað bjargað sér á haf út eins
og fullorðni fuglinn gæti hugsan-
lega hafa gert. Menn sáu þess ein-
hver dæmi að hann var að reyna
að bjarga sér og fara inn á firði
þar sem minna var eða jafnvel eitt-
hvað utar en við vitum ekki í hvað
miklum mæli þetta hefur tekist.
Við vitum hins vegar að það hefur
talsvert af fugli farist og sárt er
að sjá á eftir jafnt góðu ungaári.
Aðstæður voru allar hinar bestu i
vor, góðviðri og óvenjumikið af
ungum komst upp. Svæðið leit sem
sagt afar vel út þegar þetta slys
varð og það er því þeim mun sorg-
legra að lenda í þessu. Hins vegar
ef einungis unginn ferst en ekki
fullorðni fuglinn þá er það skömm-
inni skárra því oft verður tjón á
ungastofninum og æðarstofnin lifir
það vel af, miklu verra er að missa
fullorðna fuglinn. Þá erum við að
missa dýr sem eru í „framleiðslu"
ef svo má segja en unginn á eftir
3 til 5 ár áður en hann verður varp-
fugl. Því geta góð ár næsta og
þarnæsta ár bjargað miklu hvað
varðar viðkomuna. Aftur á móti ef
tjón verður verulegt, eða eins og
sumir virðast óttast að dúntekja
hverfur alveg, þá er um að ræða
gífurlegt áfall fyrir þessa bændur
og jafnvel fyrir byggðir á svæðinu.
Uppeldi möguleiki
Því miður er sennilega lítið hægt
að gera sem dugar til að bjarga
fuglinum. Menn hafa þvegið grút
og olíu af þeim en það er bæði
tímafrekt og erfitt auk þess sem
fuglinn er oft svo langt leiddur að
hann drepst hvort eð er. Ef hann
aftur á móti er í sæmilegu standi
er möguleiki að hægt sé að bjarga
honum. Annars er hæpið að menn
nái að bjarga svo mörgum fuglum
að það skipti einhveiju máli. Menn
eru meira að friða sig með því að
bjarga þeim fugli sem þeir sjá í
kringum sig að er að veslast upp.
Sumir hafa gripið til þess ráðs að
fóðra þá fugla sem hafa hrakist á
land og reyna að halda þeim frá
menguninni og fjörunni. Þetta er
hægt að gera í nokkrum mæli en
ekki nægilegum til að bjarga dæm-
inu í heild.
Talsverð reynsla er orðinn fyrir
hendi í landinu í því að ala upp
æðarunga og alveg klárt að hægt
er að gera það með verulegum
Morgunblaðið/Júlíus
Æöarfugl i landi Laxamýrar i Suóur-Þing
eyjarsýslu
Árni Snæ-
björnsson,
hlunninda-
róóunautur
Búnaóarfé-
lags íslands.
árangri. Til þess hugsa menn núna
að ala unga næsta vor í verulegum
mæli og þá kannski nokkuð víða
til þess að tryggja einhveija lág-
marks viðkomu. Þetta er auðvitað
vel hægt að hugsa sér að geti geng-
ið í dálitlum mæli en ekki þannig
að tugum þúsunda skipti. Uppeldi
nokkurra hundruða eða jafnvel
nokkurra þúsunda gæti aftur á
móti bjargað ungunum yfir erfið-
asta tímann fram í ágúst. Mér er
kunnugt um að æðarbændur fyrir
vestan hafa verið að hugleiða þenn-
an möguleika af fullkominni alvöru.
Æóarfuglinn slaófugl
Um æðarfuglinn er það að segja
að hann er staðfugl sem lifir hérna
allt árið og sækir sér fæðu á grunn-
sævi. Hann kafar niður á 10, 15
og jafnvel 20 faðma dýpi þannig
að beitarsvæðið er alit grunnsævi
hér í kringum landið. A vorin, í
apríl, leitar fuglinn upp að strönd-
inni og sækir í megindráttum á
sömu slóðir ár eftir ár. Jafnvel í
sumum tilvikum fer hann í sama
hreiður ár eftir ár en fyrst og fremst
á sömu slóðir, í sama hólmann eða
á sama svæðið. Á þessum tíma
gera bændumir ýmislegt til að
lokka fuglinn að, búa til hreiður,
setja hey eða sinu í hreiðrin og laga
þau til á einn og annan hátt. Þeir
skreyta líka varpið með fuglahræð-
um, veifum, bjöllum eða öðru til-
tæku sem virðist laða fulglinn að
auk þess sem það fælir varg frá.
Þegar fuglinn kemur í hreiðrin láta
bændumir hann að mestu vera
meðan hann er að setjast upp því
þá er hann dálítið viðkvæmur.
Seinna, þegar er fullorpið, ganga
bændur um svæðið og fylgjast með.
Farið er í hreiðrin og sett þurrt
undir ef bleyta er, dálítið af dún
er tekið jafnóðum en þess gætt að
setja alltaf hey eða þurrt í staðinn
og skilja vel eftir til að hylja eggin.
Afgangurinn er svo hirtur þegar
fuglinn er farinn. Þannig er þetta
nánast eins og ræktunarbúskapur
að ræknunin felst í umönnun um
fuglinn. Hlúð er að honum á allan
hátt og þess gætt að taka ekki
meira frá honum en hann þolir. Ef
dúnninn er ekki tekinn þegar fugl-
inn fer fýkur hann í burtu. Því er
ekki verið að ræna hann einu eða
neinu þó dúnninn sé tekinn. Þegar
dúntekjan er búin fer fuglinn svo
með ungana beint úr hreiðrinu á
sjóinn og þá eru þeir í fjöruborðinu
fyrstu vikurnar, jafnvel fyrstu einn
til tvo mánuðina, og eru þá afskap-
lega háðir þessu þarabelti þar sem
þeir ná í marfló og önnur smákvik-
indi. Síðan geta þeir farið að færa
sig á meira dýpi þegar þeir stækka.
Hjá bóndanum tekur þá við að
þurrka sjálfan dúninn og hreinsa
úr honum allt msl. Þetta er mikil
vinna en ef dúnninn er ekki verkað-
ur vandlega verður hann ekki hæf-
ur til útflutnings en mjög strangar
kröfur eru gerðar til dúns til út-
flutnings. Á þessari vinnu auk nátt-
úmlegra gæða dúnsins byggist hátt
verð á honum. Gaman er að nefna
að vélar sem notaðar eru til að
hreinsa æðardún eru alíslensk upp-
fyndning og leystu af hólmi mikla
handavinnu. Þetta em einu vélarnar
sem til eru í heiminum sem ætlaðar
eru til þessara hluta og þær reyn-
ast mjög vel.
Mikió af dún ó
Þýskalands-
og Japansntarkaó
Dúnninn er mestallur fluttur út.
Þýskaland er frá fornu fari okkar
stærsti markaður en á síðustu 3 til
4 árum hefur Japansmarkaður
komið gífurlega sterkt inn. Ef ég
man rétt fóm um 43% af dúninum
til Þýskalands á síðasta ári, önnur
43% til Japan og hitt dreifðist svo
til ótal landa. Bretland hefur stund-
um keypt dálítið, reytingur fer til
Norðurlandanna og jafnvel Sviss
eða Frakklands og smávegis til
Ameríku. Dúnninn er notaður í föt
og sængur. Hann er ekki einungis
eitt albesta einangrunarefni sem til
er heldur er hann líka léttur. Áferð-
in, léttleikinn og einangrunargildið
gefur dúninum gildi en það er ekki
allt því dúnninn hefur þann hæfi-
leika að geta tekið til sín ákveðinn
raka og eins og miðlað honum.
Fólk sem þekkir gerviefni veit hins
vegar að svitinn límist við mann.
Þetta er eiginleiki sem fólk kann
betur að meta eftir því sem það
kynnist gerviefnunum meir. Þess
vegna hef ég enga trú á öðra en
dúnninn verði um ókomna framtíð
verðmæt og eftirsótt vara.
Að lokum má kannski geta þess
að í æðarrækt eins og flestum öðr-
um búgreinum og öðru því sem
menn fást við þá hafa æðarbændur
með sér félag en það var stofnað
árið 1969 og heitir Æðarræktarfé-
lag íslands. Einu skilyrðin til að fá
þar inngöngu er að hafa áhuga á
æðarrækt þannig að inntökuskii-
yrðin em ekki ströng. Meginhlut-
verk félagsins er að stuðla að bættu
og betra varpi í landinu, auka og
efla æðarræktina, til dæmis með
þvi að fækka þeim vargi sem ásæk-
ir æðarfuglinn, með leiðbeiningar-
starfi, með félagsstarfi sem styrkir
stöðu bændanna í að stunda þessa
búgrein og svo framvegis. Félagið
hefur starfað ötullega og vinnur
almennt að málefnum æðarbænda.
Félagið starfar í deildum í allt land
en formaður þess er Davíð Gíslason
frá Mýmm í Dýrafirði. Hér er fyrst
og fremst um áhugamannafélag að
ræða en ekki stéttarfélag, en á
undanfömum ámm hefur það átt
mjög náið og_ gott samstarf við
Búnaðarfélag íslands.
Fullt af nýjum efnum með 10-80% afslætti
gallery ^ara
Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 651660
OPIÐ MANUDAGA TIL FOSTUDAGA FRA KL. 9-18 OG LAUGARDAGA FRA KL. 10-14.