Morgunblaðið - 28.07.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 28.07.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 25 ATVINNUJIj'G ÝSINGAR Heilsugæslustöðin á Seltjarnanesi óskar eftir að ráða fólk til eftirtalinna starfa, frá og með 1. sept. 1. Hjúkrunarfræðing í 70% starf í Mela- skóla. Um er aða ræða sjálfstætt og áhugavert starf. 2. Ræstingarfólk til að annast þrif í nýrri og glæsilegri heilsugæslustöð. Vinnutími 17-20 eða 21-24 virka daga. 3. Starfsmann í kaffistofu. Vinnutími 11-13. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 612070, milli kl. 13-14, virka daga. Lögfræðingur með hdl.-réttindi óskar eftir vinnu eða að komast í samstarf með starfandi iögmanni. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „G - 14020“ fyrir 10. ágúst nk. Kennarar - kennarar Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir eftir kenn- urum sem hér segir: 1. Almenn kennsla í 1.-7. bekk (nokkrar stöður). 2. íþróttir (1 staða). 3. Tónmennt (hálf staða). 4. Heimilisfræði (V2-2/3 staða). 5. Samfélagsgreinar í 8.-10. bekk. 6. Enska í 7. og 8., 9. og 10. bekk. 7. Sérkennsla (% staða). 8. Raungreinar í 8., 9. og 10 bekk. Ágæt vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju hús- næði. - Fyrsta flokks aðstaða til kennslu í leikfimi og sundi. - Bæjarstjórn útvegar kennurum húsnæði og stillir leigu í hóf. - Flutningsstyrkur og staðaruppbót. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar Guðrún Sigurbjörnsdóttir, í síma 94-7474 og 94-7113 og Ánna Edvardsdóttir, í síma 94-7213. Skólanefnd. Forritari Vegna aukinna verkefna óskar íslenskforrita- þróun hf. eftir starfsmanni í hugbúnaðar- deild. Verkefnin eru margvísleg og krefjandi. Unnið er í forritunarmálunum Pascal, C og C++ og stýrikerfunum DOS, OS/2 og UNIX. Hjá íslenskri forritaþróun hf. starfar harðsnú- ið lið forritara. Aðeins þeir, sem hafa brenn- andi áhuga, eru fljótir að tileinka sér nýjung- ar, geta unnið sjálfstætt og vilja vinna í farar- broddi hugbúnaðartækninnar koma til greina sem nýir liðsmenn. Umsækjandi þarf að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Hann þarf einnig að gjörþekkja a.m.k. eitt ofangreindra forritunarmála. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á forritun í gluggaumhverfi s.s. Presentation Manager, MS-Windows eða X-Windows. Innsýn f hlut- bundna forritun verður talin til tekna. Helsta verkefni íslenskrar forritaþróunar hf. er smíði ÓpusAllt viðskiptahugbúnaðar. Fyr- irtækið var stofnað árið 1983 og starfsmenn eru nú 18. Nánari upplýsingar veita Örn Karlsson eða Vilhjálmur Þorsteinsson. Umsóknir skulu vera skriflegar. íslensk forritaþróunhf. Engjateigi 3, sími 671511. Járniðnaðarmenn Viljum ráða rafsuðumenn, plötusmiði, vél- virkja og aðstoðarmenn til starfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Aðeins vanir menn koma til greina. Upplýsingar eru veittar á staðnum og í síma 54199 milli kl. 16 og 19 næstu daga. Vélsmiðja ORMS & VÍGLUNDAR sl. Kaplahrauni 14-16, Hafnarfirði. Viðskiptafræðingur/ hagfræðingur Ráðuneyti óskar eftir að ráða viðskiptafræð- ing eða hagfræðing nú þegar. Starfið felst bæði í almennum og sérhæfðum verkefnum, einkum skýrslugerð og úrvinnslu talnagagna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir viðskipta- eða hagfræðingar. Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt stund á þjóðhagfræði. Starfsreynslu er ekki krafist, en áhersla er lögð á að viðkomandi séu áhugasamir og sjálfstæðir í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Frá Háskóla íslands Við námsbraut í hjúkrunarfræði er starf fulltrúa laust til umsóknar. Góðrar íslensku- og enskukunnáttu er krafist, auk þess sem reynsla af tölvum (Macintosh) er æskileg. Upplýsingar um starfið veitir Soffía Sigurðar- dóttir milli kl. 11 og 12 í síma 694969. Við tannlæknadeild eru eftirtalin störf laus til umsóknar. 1. Starf deildarstjóra á aðgerðadeild til af- leysinga í 1 ár. Umsækjandi þarf að hafa menntun sem aðstoðarmaður tannlæknis, tannfræðingur, hjúkrunarfræðingur, eða sambærilega menntun og reynslu. Starfssvið er stjórnun og skipulagning á vinnu starfs- fólks á aðgerðadeild. Umsjón með starfsemi sótthreinsunardeildar og rekstri aðgerðar- deildar (klínik) til þess að tryggja það að verkleg kennsla tannlæknanema gangi snurðulaust fyrir sig, bæði hvað varðar efni, aðstoð og umhverfi. 2. Starf aðstoðarmanns á aðgerðadeild. Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi sem aðstoðarmaður tannlæknis eða einhverja sambærilega starfsþjálfun. Starfssvið er að- stoð við tannlæknanema og kennara á að- gerðadeild. Hreinsun og frágangur áhalda. Aðstoðarmaðurinn þarf að geta leyst deildar- stjóra af. 3. Starf aðstoðarmanns á aðgerðastofu. Starfið er tímabundið til 31. maí 1992. Æski- legt er að umsækjandi hafi réttindi sem að- stoðarmaður tannlæknis eða einhverja sam- bærilega starfsþjálfun. Starfssvið er aðstoð við tannlæknanema og kennara á aðgerða- stofu. Hreinsun og frágangur áhalda. Störfin eru laus frá 1. september nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni upplýsingar um nám, aldur og fyrri störf. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði í Aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 9. ágúst nk. Sölufólk Bókaforiag óskar að ráða dugmikið sölufólk til ýmissa áhugaverðra verkefna. Há sölulaun. Upplýsingar gefur Kristján í síma 689133. Bókara- og skrifstofustarf Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða til framtíðarstarfa starfskraft á skrif- stofu. Reynsla af bókhaldi og töivuvinnslu nauðsynleg. í boði er góð starfsaðstaða í líflegu umhverfi. Skriflegar umsóknir er tilgreini allar nauðsyn- legar upplýsingar berist skrifstofu okkar, Stapahrauni 4, Hafnarfirði. lll SH VERKTAKAR Starfskraftur - mötuneyti óskar að ráða lipran og reglusaman starfs- kraft (40-55 ára) til starfa í mötuneyti starfs- fólks, m.a. við undirbúning hádegisverðar (brauð, álegg og fl.) og sjá um kaffi. Hjá fyrir- tækinu starfa um 60 manns. Vinnutími er frá kl. 9.30 til 15.30. Snyrtilegt umhverfi og aðbúnaður á vinnu- stað er þægilegur. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað á sama . stað fyrir 2. ágúst nk. Guðntíónsson RÁÐCJCúF & RÁÐN I NCARþJÓN USTA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Akureyrarbær Öldrunarþjónusta Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast á eina deild hjúkrunar heimilisins Hlíðar á Akureyri. Starfið veitist frá 1. okt. nk. eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Hjúkrunarfélags Islands/Félags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Við viljum einnig ráða hjúkrunarfræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi til starfa á hjúkr- unardeildum. Sjúkraliðar Á hjúkrunarheimilinu Hlíð eru einnig lausar nokkrar stöður sjúkraliða. Er þar bæði um heilar og hlutastöður að ræða og samkomu- lagsatriði hvenær starf hefst. Upplýsingar um fyrrgreind störf gefur hjúkr- unarforstjóri á skrifstofu Öldrunardeildar í Hlíð eða í síma 96-27930 alla virka daga frá kl. 08.00 - 16.00. Upplýsingar um kaup og kjör er einnig hægt að fá hjá starfsmannastjóra Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu starfs- mannadeildar í Geislagötu 9. Öldrunardeild A kureyrarbæjar, hjúkrunarheimilið Hlíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.