Morgunblaðið - 27.08.1991, Side 16

Morgunblaðið - 27.08.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 íslansþingið í Garðaskóla: Helgi Olafsson hefur unnið fjórar fyrstu skákirnar Skák Bragi Kristjánsson FJÓRUM umferðum er lokið í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands, sem nú stendur yfir í Garðaskóla í Garðabæ, þegar þessar línur eru ritaðar. Helgi Ólafsson hefur góða forystu með 4 vinninga, en Jóhann Hjartarson kemur næstur með þijá. Urslit: 2. umferð: Helgi Áss Grétars- son — Róbert Harðarson, 'h; Margeir Pétursson — Héðinn Steingrímsson, 1—0; Halldór Grétar Einarsson — Jón L. Árna- son, 'A; Jóhann Hjartarson — Karl Þorsteins, 'k; Þröstur Þór- hallsson — Sigurður Daði Sig- fússon, 1—0; Helgi Ólafsson — Snorri G. Bergsson, 1—0. 3. umferð: Héðinn — Helgi Áss, 0—1; Róbert — Helgi ÓL, 0—1; Jón L. — Margeir, 'h; Karl — Halldór Grétar, 'h; Sigurður Daði — Jóhann, 0—1; Snorri — Þröstur, 0—1. 4. umferð: Helgi Áss — Jón L., 0—1; Róbert — Héðinn, 1—0; Margeir — Karl, 0—1; Halldór Grétar — Sigurður Daði, 'h; Jó- hann — Snorri, 1—0; Helgi Ól. — Þröstur, 1—0. Staðan eftir 4. umferð (Elo-stig í sviga): 1. Helgi Ólafsson (2525), 4 v. 2. Jóhann Hjartarson (2550), 3 v. 3. -5. Jón L. Ámason (2520), 2'h v. 3.-5. Karl Þorsteins (2470), 21h v. 3.-5. Þröstur Þórhallsson (2425), 2'k v. 6.-7. Margeir Pétursson (2540), 2 v. 6.-7. Róbert Harðarson (2310), 2 v. 8.-9. Halldór G. Einarson (2320), \'k v. 8.-9. Helgi Áss Grétarsson (2245), \'k v. 10.—11. Héðinn Steingrímsson (2505), 1 v. 10,—11. SigurðurD. Sigfússon (2270), 1 v. 12. Snorri G. Bergsson (2285), 'h v. Stórmeistararnir hafa verið mikið í sviðsljósinu á mótinu. Helgi Ólafsson teflir manna best og hefur lagt alla andstæðinga sína að velli til þessa. Jóhann tefl- ir vel að vanda og hefur þrjá. vinn- inga. Jón L. hefur 2,'h vinning, en Margeir hefur aðeins helming mögulegra vinninga. Sá síðast- nefndi missti vinningsstöðu gegn Róbert niður í jafntefli í fyrstu umferð og tapaði baráttuskák fyr- ir Karli í þeirri fjórðu. Karl og Þröstur hafa báðir teflt vel, en erfitt verður að ná stór- meistaraáfanga, 8V2 v. íslandsmeistari síðasta árs, hinn 16 ára gamli Héðinn Steingr- ímsson, vann örugglega í fyrstu umferð, en í næstu skák lék hann sig í mát í erfiðri stöðu gegn Margeiri. Töp í næstu tveim um- ferðum hafa gert vonir hans um síðasta áfanga alþjóðlegs titils að engu. Hann þarf 6‘/2 vinning f mótinu til að hljóta titilinn. Héðinn þarf ekki að örvænta, þótt illa gangi enn sem komið er í þessu móti og alþjóðatitillinn sé genginn hon- um úr greipum. Hann er orðinn geysisterkur skákmaður, þrátt fyrir ungan aldur, og alþjóðatitill- innkemur örugglega á næstunni. Árangur Róberts Harðarsonar er athyglisverður, og hinn bráð- efnilegi Helgi Áss Grétarsson, sem aðeins er 14 ára, hefur stað- ið sig vel. Við skulum að lokum sjá skemmtilega skák úr fjórðu um- ferð. Hvítt: Helgi Ólafsson. Svart: Þröstur Þórhallsson. Drottningarbragð. 1. c4 - e6, 2. Rc3 - d5, 3. d4 — Rf6, 4. cxd5 — exd5, 5. Bg5 — c6, 6. e3 — Be7, 7. Dc2 - 0-0, 8. Bd3 - Rbd7, 9. Rf3 - He8, 10. 0-0 - Rf8, 11. h3 - Leikur Helga hefur verið vin- sæll undanfarin ár, en áður var oft leikið 11. Habl — a5, 12. a3 — Re4, 13. Bxe7 — Dxe7, 14. b4 — Bf5, 15. Bxe4 — dxe4, 16. Re5 — axb4, 17. axb4 — f6, 18. Rc4 — Be6 með betra tafli fyrir hvítan. 11. - g6, 12. Bxf6 - Bxf6, 13. b4 - Be7 í skákinni Portisch-Beljavskíj, Linares 1989, jafnaði svarturtafl- ið með 13. — Re6, 14. Hfdl — a6, 15. Habl — Be7, 16. a4 — Bd6, 17. Hel - Rg5, 18. Rxg5 — Dxg5, 19. Kfl - Be6 o.s.frv. 14. Habl - a6, 15. Hfdl - Bd6 Þröstur hefði getað komist yfir í stöðuna í fyrmefndri skák með 15. - Re6. 16. e4!? - Djörf ákvörðun, því að takist svörtum að veijast sókn hvíts, þá verður peðið á d4 mjög veikt. 16. — dxe4, 17. Rxe4 — Bf5 Með þessum leik nær svartur kaupum á hinum hættulega hvíta biskupi á d3, en eftir það fá hvítu riddararnir fijálst spil og svartur verður veikur á hvítu reitunum, skálínunni a2-g8, þó sérstaklega f7. Til greina kemur 17. — Be6, 18. Rc5 - Dc7, 19. Rxe6 - (svartur hótaði 19. — Bd5) Rxe6 o.s.frv. 18. Rc5 - Bxd3, 19. Dxd3 - Dc7, 20. Re4 - Be7, 21. Re5 - Rd7, 22. Dg3 - Hótar 23. Rxg6 — Dxg3, 24. Rxe7n— ásamt 25. Rxg3. 22. - Hac8 Eftir 22. — Rxe5, 23. dxe5 — Had8, 24. Rd6 — Bxd6, 25. exd6 — Dd7 er svarta staðan gleði- snauð, en hvítur gæti lent í erfið- leikum með að knýja fram vinn- ing. 23. f4 - Kg7, 24. Db3 - Hf8, 25. Rc5 - Rf6? Yfirsjón, sem leiðir til tapaðrar stöðu í nokkrum leikjum. Nauð- synlegt var að drepa annan hvorn hvíta riddarann. 26. Rxf7! - Bxc5, 27. Rg5! - Bxd4+, 28. Hxd4 - Kh8, 29. Hbdl - Ekki 29. Re6 — Db6 o.s.frv. 29. - De7, 30. Dc3! - c5! Svartur getur ekki mætt hvítum á d-línunni: 30. — Hcd8?, 31. Hxd8 - Hxd8, 32. Hxd8+ - Dxd8, 33. Rf7+ og hvítur vinnur. 31. Hd6! - Eftir 31. Hd7 - cxb4, 32. Dxc8?? — De3+ vinnur svartur. 31. — cxb4,32. De5! — Dxe5 Eða 32. - Hce8, 33. Re6 - Hg8 (33. - Hf7, 34. Hd7! - Dxe6, 35. Dxe6 — Hxe6, 36. Hxf7 og vinnur) 34. g4! og svartur á ekk- ert svar við hótuninni 35. g5, sem vinnur mann. 33. fxe5 - Re8, 34. Hd7 - Hc7, 35. Hxc7 - Rxc7, 36. Hd7 - Rb5, 37. Rxh7 - Hf5 og svart- ur gafst upp um leið og hann lék 37. leik, því hann á gjörtapaða stöðu eftir 38. Rf6 —■ Hxf6 (ann- ars 39. Hh7 mát) 39. exf6 o.s.frv. Bjarnhéðinn Elíasson skipstjóri, Vestmanna- eyjum - Afmæliskveðja Svo frambærilega á hann til að tvinna á íslenskri tungu að annað eins bál þekkja menn varla í orð- anna hljóðan, enda orti Ási í Bæ slagara um Bjamhéðin Elíasson skipstjóra þar sem segir að tvisvar sinnum hafi hann tvinnað með slíkum gný að talstöðin sprakk. Bjarnhéðinn Elíasson skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum er sjötugur í dag. Hann er sér- kennileg blanda af sóknarhug sem jaðrar við grimmd, gamansemi og góðvild, en um áratuga skeið var hann í hópi harðsæknustu sjó- manna og skipstjóra þessa lands, aflakló sem var veiðimaður af Guðs náð. Hann vílaði ekki fyrir sér pusið, sveitastrákurinn sem kom frá Oddhól á Rangárvöllum, sonur Elíasar Steinssonar og Sveinbjarg- ar Bjarnadóttur. Hann var um árabil einn af togarajöxlunum, síðar stýrimaðuiy hjá frænda sínum, Sighvati í Ási, Sigga Vídó og fleiri ofurhugum og aflaklóm, skipstjóri hjá Ársæli Sveinssyni frá Fögrubrekku á ísleifi III. lengst og síðan útgerðarmaður og skip- stjóri á eigin bát, Elíasi Steinssyni VE 167. Eins og svo margir fasta- landspiltarnir festi Bjamhéðinn ráð sitt úti í Eyjum og þar hefur hann unað glaður við sitt í storma- sömu mannlífi og stormasömu hjónabandi með henni Ingibjörgu sinni, eins og hann hefur tekið vægt til oröa, en sérstæð og hug- ljúf er virðingin sem þeir tveir eld- hugar bera hvor fyrir öðrum. „Ég er nú ekki að mylja moðið í þessa helv.djöf.andsk.,“ og svo framvegis hefur ósjaldan verið millikafli í hressilegum orðræðum, ýmist um borð í lúkamum eða við eldhúsborðið í Ásnesi og hvort sem hefur verið í starfí eða leik hefur Bjarnhéðinn verið hrókur alls fagnaðar, enda kann hann að koma orðum að hlutunum án þess að menn eigi á hættu að drepast úr værð eða leiðindum. Það hefur oft hrikt í hressilega þar sem hann hefur farið um hlöð, ekki vegna þess að hann fari offari heldur vegna þess að hann hefur haft svo gaman af lífinu og lífsgildunum sem skapa titring í mannlífinu. Þótt hann hafi löngum haft gaman af að skjóta nett á gesti og gang- andi þá hefur hann haft enn meiri unun af því þegar vinir hans og kunningjar taka hann sjálfan nett- um tökum og prakkaraskapurinn hefur verið í hávegum hafður þeg- ar færi hefur gefist. Það var ekki alltaf mikið öryggi í svipnum hjá ungum brúðguma sem kom í blómabúðina hjá Ingibjörgu til þess að sækja brúðarvöndinn, en rakst þar á Bjarnhéðin, sem með vel völdum orðum benti brúðgu- manum á að nú væri hann að gera mestu mistökin á ævinni og enn væri hægt að snúa út úr brim- garðinum. En sem betur fer ganga þeir stundum í gildruna þessir karlar og það voru svangir menn sem fengu einu sini boð um það í Matsstöðinni að þeim yrði send ijómaterta með síðdegiskaffinu. Þeir slepptu hádegismatnum í til- efni dagsins og hámuðu síðan í sig ijómatertuna í kaffítímanum með glensi og gamni í hávegum þar til magaverkirnir fóru að segja til sín, en uppétin tertan reyndist þá svamptætla með ijóma, sultu og ávöxtum. Þeir höfðu víst átt eitthvað inni hjá Einari á Fiskiðju- vigtinni. Það hefur verið lærdómsríkt og hlýlegt í senn að fylgjast með þess- um sérstæða persónuleika og njóta leiðsagnar hans og liðveislu í föð- urhúsum. Þar um borð tíðkaðist að gera hlutina strax og er þá vel og engan helvítis moðreyk. Fréttir af styijöldum um þvera jörð voru léttvægar miðað við þær orrustur og rökræður sem áttu sér stað á hversdagsvelli Eyjaskipstjóranna og sjómannanna. Þeir kunnu að slá um sig hvort sem var í miðri aðgerð eða á Hótel Sögu á fundum útvegsmanna þegar þeim þótti vissara að leigja eins og eina hæð til þess að hafa frið til að syngja gömlu góðu lögin. Mörg eru þau stóru orðin sem hafa' fallið í tímans rás hjá eitilhörðum skipstjóra, en allt hafa þetta verið vinir hans og stóru orðin reyndust aðeins snerp- an sem kynnti undir kærleikans, hvort sem um var að ræða skip- stjóra sem skáru hann í sjó, skip- herra sem voru að „skipta sér af“ eða 'háseta sem vogaði sér að malda í móinn þótt ræst væri í brælu. Allt eru þetta vinir hans, því fyrst og fremst hefur honum verið annt um skipveija sína og samferðamenn. Undir brattri bár- unni leynist nefnilega fíngerð og viðkvæm sál sem býr þar í ró og næði þótt útlit hússins sé allt ann- að. Sumir vilja lifa eftir stimpil- klukku og gera sér dagamun ein- staka sinnum, fara í leikhús og annað slíkt. Þeir sem hitta Bjarn- héðin Elíasson á góðum stundum, þeir stimpla sig ekki út og þeir þurfa ekki að fara í leikhús neitt sérstaklega, því hann er einn af samferðamönnunum sem óafvitað hefur gert hversdagsleikann að lífsins kómidí. Spjalltaktur hans er samur við sig og mikið held ég að Ólafur Ragnar, Steingrímur og Jón Baldvin nytu þess að fá tæki- færi til þess að svara honum þeg- ar hann hellir sér yfir þá í út- varps- og sjónvarpsþáttum. Ugg- laust bjóða þau hjónakomin upp á kaffi í kvöld og kannski finnst eitt- hvað af flöskunum sem máttu ekki sjást á heimilinu á lokadaginn fyrir Ingibjörgu, nema á bak við stóla, skápa og annað sem til féll. Þannig hefur líf þeirra Bjarnhéðins og Ingibjargar verið í góðu sam- komulagi með ýmsum reglugerð- arbreytingum. Heill þér pabbi, sjö- tugum, haltu þínu striki. Addi XJoföar til Xlfólks í öllum starfsgreinum! Ferðamáiaskóli ísiands Nýtt nám á íslandi Feröamálaskóli íslands er rekinn í samvinnu viö Félag íslenskra Feröaskrifstofa. Tilgangur hans er að þjálfa upp fólk til starfa á ferðaskrifstofum. Námið er stundað í dagskóla kl. 13 til 17 alla virka daga á tímabilinu október til mars. Námsefni er að veruiegu leiti á ensku, og verða nemendur því að hafa gott vald á málinu. Innritun og frekari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09 til 17 alla virka daga. ® Stmi 67 14 66 ® Simi 67 14 66 Ferðamálaskóli Islands Höfðabakka 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.