Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 EES-samningarnir: Samið um nýja flokk- un á saltsíldarflökum í yfirlitsgögnum um niðurstöðu samningafundar ráðherra EFTA og Evrópubandalagsins í Lúxemborg um evrópskt efnahagssvæði kemur fram, að í tilboði Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál hafi engar tollalækkanir verið veittar varðandi síld, lax, makríl, humar og rækju og nokkrar fleiri sjávarafurðir sem nefndar eru. Það sama hefur komið fram í fréttum erlendis. íslenskir ráðherrar og samningamenn hafa hins vegar skýrt frá því, að á lokaspretti samninganna hafi náðst fram tollfrelsi fyrir söltuð síldarflök, sem nú bera 10% toll á markaði EB. Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, sem var viðstaddur samningana í Lúxemborg, sagði að fulltrúar Evrópubandalagsins hefðu lýst því þar yfir, að síld væri viðkvæm vara í þessum samningum og talið upp mörg númer úr tollskránni sem síld fellur undir og sem ekki yrðu neinar tollalækkanir á. „En þar á meðal var ekki toll- númer sem tollasérfræðingum hér heima þótti eðlilegast að flokka söltuð síldarflök undir. Það var síð- an gengið á [fulltrúa EB] með það hvar þeir teldu rétt að fiokka sölt- uð síldarflök, og það fékkst stað- festing á því frá þeim að þeir væru sömu skoðunar, að rétt væri að flokka síldarflökin þarna, en ekki á meðal hinna viðkvæmu númera sem talin voru upp. Á grundvelli þessa var það niðurstað- an, að söltuð síldarflök teldust ekki til viðkvæmu númeranna,” sagði Árni. Ámi sagði aðspurður, að það væri því rétt hjá EB, að engin breyting hefði orðið á tollnúmerun- um, sem þeir hefðu stillt upp sem viðkvæmum. Hins vegar hefði það orðið sameiginleg niðurstaða, að fiökuð söltuð síld félli undir sama tollflokk og söltuð flök, önnur en þorskflök, falla undir. Saltsíldarflök hafa áður verið flutt út í litlu magni undir öðru tollnúm- eri. Húsnæðisstofnun: Umsóknir um lán vegna 2.000 félagslegra íbúða NÚ liggja fyrir hjá Húsnæðis- stofnun umsóknir um lánveit- ingar á næsta ári til byggingar eða kaupa á nálægt 2.000 félags- legum íbúðum og verður byrjað Bláfjöll: Gjöld í lyftur hækka um 13% 13% meðaltalshækkun á gjald- skrá fyrir skíðasvæðin í Bláfjöll- um var samþykkt samhljóða á fundi Borgarráðs í gær. Árskort fyrir fullorðna hækkar úr 8.500 krónum í 9.500 og árskort fyrir börn úr 4.000 krónum í 4.500 kr. Verð á dagskorti fyrir fullorðna hækkar úr 750 kr. í 850 kr. og dagskort fyrir börn úr 300 kr. í 350 kr. Mesta hækkun varð á 8 miða korti fyrir fullorðna sem hækkar úr 400 kr. í 500 kr. eða um 25%. að fjalla um þær í húsnæðis- málastjórn í næstu viku, skv. upplýsingum Sigurðar E. Guðmundssonar, forstjóra Hús- næðisstofnunar. Sigurður sagði að lánsumsóknir sem nú lægju fyrir vegna næsta árs væru vegna byggingar eða kaupa á nálægt 2.000 félagslegum íbúðum og væri þar um að ræða allar tegundir félagslegra íbúða s.s. leigu- og eignaríbúða og kaup- leiguíbúða. Á fundi Húsnæðis- málastjórnar fyrir hálfum mánuði lágu fyrir umsóknir vegna 1.634 íbúða og hefur þeim því fjölgað talsvert á síðustu vikum. Skýrsla yfir umsóknirnar eins og þær liggja nú fyrir verður lögð fram á stjómarfundi í Húsnæðisstofnun í næstu viku en ekki er búist við að stjórnin taki afstöðu til umsókn- anna fyrr en Alþingi hefur afgreitt fjárlög og lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Gamli Magni leggst að bryggju i Reykjavíkurhöfn. Reykjavíkurhöfn: Morgunblaðið/Júlíus Gamli Magni gerður UPP °S varðveittur GAMLI Magni, fyrsta stálskipið sem smíðað var á íslandi, hefur verið sandblásinn og málaður og verður geymdur fyrst um sinn hjá hvalskipunum við Ægisgarð. Gamli Magni var smíðaður í Stál- smiðjunni 1955 en var tekinn af skrá 1987 eftir að vél hans hafði brætt úr sér. Gamli Magni er 198 tonna dráttarbátur í eigu Reykjavíkur- hafnar. Hann hefur legið í Reykja- víkurhöfn undanfarin ár, aðallega við Faxagarð, en að sögn Sigurð- ar Þorgrímssonar yfirhafnsögu- manns var ákveðið að farga bátn- ekki vegna sögulegs gildis um hans. Yfirbygging bátsins var sandblásin í Reykjavíkurhöfn og síðan var hann tekinn í slipp í Hafnarfirði þar sem botninn var einnig sandblásinn og báturinn málaður. Þegar Gamli Magni var tekinn af skrá 1987 voru tveir jafnstórir bátar keyptir frá Hollandi, Haki og Magni. Lögbanni á sambýli fatlaðra við Þverársel hafnað: Vona að íbúarnir sjái að sam- býlið verði hverfinu til góðs - segir lögmaður Svæðisstjórnar BORGARFOGETI hefur úrskurð- að í kröfu íbúa við Þverársel og nágrenni um lögbann á sambýli fatlaðra í Þverárseli 28. Valtýr Sigurðsson borgarfógeti hafnar lögbanni á sambýlið og úrskurðar jafnframt að málskostnaður falli niður. Jóhann Pétur Sveinsson, lögmaður Svæðisstjórnar í mál- efnum fatlaðra, segir að hann sé ánægður með þessi úrslit málsins Sjóslysið við Hornafjarðarós: Sjómaimsins af Mími RE leitað án árangurs LEIT að manninum sem saknað er eftir að skólaskipið Mímir fórst við Hornafjarðarós á mánudag hefur enn engan ptíurjptiM&bifo Með sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, fylgir í dag fjögnrra síðna blað um samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og áhrif hans á sjávarútveginn. í blaðinu er brugðið upp myndum af breytingum á toli- um í sjávarútvegi, sýnt hvemig þeir lækka ár frá ári og farið yfir framtíðarmöguleikana í helstu afurðaflokkum. árangur borið. Hann heitir Þórður Örn Karlsson, 32 ára skipstjóri, til heimilis á Heima- völlum 15 í Keflavík. Þórður er kvæntur og tveggja barna faðir. Sjómaðurinn sem fannst látinn eftir slysið á mánudag hét Bjarni Jóhannsson til heimilis í Eyjaholti 10 í Garði. Bjarni var 29 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tveggja mánaða barn. Alls tóku um 40 mknns, björgunarsveitarmenn og sjálfboð- aliðar, þátt í leitinni að Þórði í gærdag og stóð hún fram til mið- nættis í gærkvöldi. Voru bátar við leit á sjó og einnig var flugvél notuð við leitina í gær. Björgunar- sveitarmönnum á Höfn tókst að draga flak Mímis á land í fyrrinótt og er skipið talið gjörónýtt. Lúðvík Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Hafnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að leitarmenn hefðu haldið áfram að ganga fjörur strax og birti í gærmorgun. „Minni bátar hafa verið að leita innan fjarðar og lóðs- inn fyrir utan Ósinn. Svo ganga menn fjörur bæði fyrir vestan og austan hann,” sagði Lúðvík. Guðbrandur Jóhannsson, um- dæmisstjóri Slysavarnafélagsins, sagði að leitarsvæðið væri ekki mjög stórt en erfitt yfirferðar og kvika gerði leit á sjó erfiða. Gert var hlé á leitinni um kvöldmatar- leytið í gær en hún hélt svo áfram á flóðinu kl. 22. og hann vonar að íbúarnir sjái þegar fram í sækir að sambýlið verði hverfinu í heild til góðs. Bergþór Konráðsson einn íbú- anna segir að ekki þýði að deila við dómarann og íbúarnir verði að sætta sig við þessa niðurstöðu. í úrskurði borgarfógeta eru mála- vextir raktir en eins og fram hefur komið í fréttum voru höfuðrök íbúa fyrir lögbanni þau að uppsetning á sambýlinu ætti að fara fyrir byggingamefnd og fá grenndar- kynningu þar sem um breytingu á skipulagi fyrir hverfíð væri að ræða. Svæðisstjóm í málefnum fatlaðra hafði hinsvegar leyfí frá félagsmála- ráðuneyti fyrir sambýlinu. Valtýr segir m.a. í niðurstöðum sínum að uppsetning sambýlisins sé að tilstuðlan félagsmálaráðuneytisins í gegnum Svæðisstjóm. Samkvæmt lögum um kyrrsetningar og lögbann megi leggja lögbann við athöfn stjómvalds ef athöfnin varðar með- ferð einstaklingsréttinda „ ... eða telja má stjómvald hafa farið út fyrir valdsvið sitt”. Gerðarþoli (þ.e. Svæðisstjórn) er stjómvald við framkvæmd laga um málefni fatl- aðra. Sú athöfn sem krafíst sé lög- banns við sé því þáttur í stjómsýslu hins opinbera. Athöfn þessi varðar ekki meðferð einstaklingsréttinda og ekki verði séð að gerðarþoli fari við framkvæmd leyfís félagsmála- ráðuneytis út fyrir valdsvið sitt. Hvað varðar breytingu á skipu- lagi fyrir hverfið segir í niðurstöðu borgarfógeta: „Úr því álitamáli hvort athöfn gerðarþola feli í sér breytingu á notkun húss nr. 28 við Þverársel, sem leggja hefði þurft fyrir byggingarnefnd ... verður ekki þörf á að skera í þessu máli þar sem hún varðar fyrst og fremst sam- skipti æðra stjómvalds og lægra setts stjórnvalds sem undir það heyrir ...” Jóhann Pétur Sveinsson lögmað- ur segir að hann fagni þessum úr- skurði og telji hann réttan. „Það er ánægjulegt til þess að vita að hægt er að koma upp íbúðum fyrir fatlaða í almennum íbúðahverfum,” segir Jóhann. „Og ég vona að þegar fram líða stundir sjái íbúamir að sambýl- ið verður til góðs fyrir hverfíð í heild.” Bergþór Konráðsson segir að ekki þýði að deila við dómarann og íbú- arnir verði að sætta sig við þessa niðurstöðu. ♦ ♦ ♦ Mannslátið í Njarðvíkum: Lést ekki af völdum ytri áverka MAÐUR sá sem handtekinn var í tengslum við rannsókn á láti 36 ára gamals manns í Njarðvíkum á sunnudag var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Þá þótti (jóst að það hefðu ekki verið áverkar þeir sem fundust á hinum látna sem drógu hann til dauða, að sögn Boga Nilssonar rannsóknar- lögreglustjóra. Niðurstöður réttarkrufningar liggja ekki fyrir en að sögn rann- sóknarlögreglustjóra er það frum- ályktun réttarlæknis að maðurinn hafl ekki látist af völdum ytri áverka og liggur maðurinn, sem hafður var í haldi því ekki lengur undir grun um að hafa átt þátt í dauða hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.