Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 MS-félag Islands hyggur á byggingaframkvæmdir: Tilgangur MS-heimilisins að veita sjúklingum að- hlynningu o g félagsskap Síðustu rúmlega fimm árin hafa 25 MS-sjúklingar og 10 starfs- menn deilt með sér um það bil 200 fermetra húsnæði við Áland í Reykjavík þar sem rekin er dagvist fyrir MS-sjúklinga og er það MS-félag íslands sem sér um daglegan rekstur. Sjúklingar fá þar ýmsa umönnun, geta hitt félagana og sinnt sínum áhugmálum en starfsemin er rekin á daggjöldum. Þeir sem þurfa á því að halda eru sóttir að morgni og þeim ekið heim síðdegis. Nú eru uppi hugmyndir um að byggja nýtt hús undir starfsemina og hefur heilbrigðisráðuneytið nýlega veitt leyfi fyrir aukinni starfsemi félagsins og að hún verði flutt í nýtt hús á lóð Öryrkjabandalags Islands. Verið er að kanna hugsanlegan stuðning og og fjármögn- un og verði af byggingu er sem sé ráðgert að flylja úr Álandi í rýmra húsnæði við Sléttuveg. Á laugardaginn, 2. nóvember, verður haldin í Háskólabíói sérstök Kórahátíð, þar sem sex kórar syngja til styrktar húsbyggingasjóði MS-félagsins. -Það hefur gengið mjög vel. Þetta er lítil eining en þó er allur bragur líkari því sem gerist á venjulegu heimili en að um stofnun sé að ræða. Starfsmenn eru 10 og ganga í öll störf ef því er að skipta þannig að hér eru allir samhentir í því að láta hlutina ganga. MS- félag íslands hefur líka aðstöðu sína hér. Félagið gefur út frétta- bréf tvisvar á ári þar sem meðal annars má finna það nýjasta í rannsóknum á MS, einnig hafa félagsmenn tækifæri til að koma Gyða Ólafsdóttir (t.h.) formaður MS-félags íslands og Oddný Lárus- dóttir varaformaður. Morgunblaðið/Sverrir Það sést vel þar sem sjúkraþjálfunin fer fram í bílskúrnum að hver fermetri er vel nýttur. Gyða Ólafsdóttir er formaður MS-félags íslands og sér hún um íjármál og stjórn MS-heimilisins auk sjálfra félagsstarfanna og Oddný Lárusdóttir sjúkraliði, sem er varaformaður félagsins, stjórnar meðferð og umönnun sjúklinganna ásamt lækni heimilisins. Þær rekja hér á eftir helstu þætti í starfí MS-heimilisins og félagsins. Húsnæðið gjörnýtt -Heimilið hefur verið rekið í rúm 5 ár og fyrst var hér rými fyrir 15 manns en eftir að byggt var við getum við tekið 25 manns. Það er algjört hámark og þegar við bætast 10 starfsmenn má segja að hver fermetri sé gjörnýttur. Það eru varla mörg hús eins vel nýtt og Áland 13! Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar en MS-félagið sér um reksturinn. í hveiju eru dagleg meðferð og umönnun fólgin? -Hér er veitt sjúkraþjálfun sem er mjög mikilvægur þáttur í með- ferð MS- sjúklinga, við höfum einn- ig iðjuþjálfun og aðstöðu fyrir ýmsa aðra iðju því öll þjálfun sem miðar að því að ná sem bestum tökum á stjóm líkamans er mikil- væg. Þá förum við í sund í Grensás- sundlaugina í hverri viku og síðan höfum við á hveiju ári farið í ferða- lög, söfn, leikhús og fleira og þann- ig er ýmislegt gert fólkinu til dægr- astyttingar. Áuk þjálfunar og meðferðar er tilgangur heimilisins sá að veita MS- sjúklingum almenna aðhlynn- ingu og félagsskap. Því má segja að þetta heimili hafi orðið til þess að þeir sem geta notfært sér dvö- lina þurfa ekki binda aðra yfír sér heima. Það eru margir sem þurfa í Kaupmamtahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI að notfæra sér svona þjónustu og þess vegna þörf á því að geta auk- ið hana. Það gjörbreytir í raun lífí MS-sjúklinga að geta farið út og blandað geði við aðra. Það er ekki enn til nein lækning við MS en við getum gert margt til að hjálpa MS-fóIki til að lifa betra og sjálfstæðara lífí. Heimili sem þetta er einn liður í því og við viljum undirstrika að lífið er ekki búið þótt menn greinist með MS. Sjúkdómurinn er oft hægfara og gengur í bylgjum þannig að oft fínna menn lítið fyrir honum jafn- vel heilu misserin þótt þeir séu veikir inn á milli. En gangur hans er hins vegar eins misjafn og sjúkl- ingarnir eru margir. Um 200 MS-sjúklingar Fjöldi MS-sjúklinga á íslandi er kringum 200 og greinast árlega 5 til 8 ný tilfelli. Ekki eru þó allt MS-sjúklingar í Álandinu því þar dveljast einnig nokkrir sjúklingar með aðra taugasjúkdóma, svo sem MND, parkinson og fleiri. Á heimil- inu eru menn vistaðir eftir umsókn sem metin er af lækni og er ekki mikil hreyfing á vistmönnum. En eru allir MS-sjúklingar á svipuðu stigi? -Nei, þeim er oft skipt í þijá hópa. Um 20% eru illa famir og verða að vera á sérhæfðu dvalar- heimili eða spítala, aðrir eru sjúkl- ingar sem em sæmilega vel á sig komnir og úr þeim hópi er fólkið hér. Þriðji hópurinn er tiltölulega vel á sig kominn og þarf ekki aðra umönnun eða þjónustu en sjúkra- þjálfun og skammtímaþjónustu meðan köst ganga yfír. Hvernig hefur gengið að reka heimilið þennan tíma? skoðunum sínum á framfæri auk annars efnis. Ótti Þær Gyða og Oddný segja að ótti ríki hjá mörgum þegar MS er annars vegar. Þeir sem greinast með sjúkdóminn vilji helst ekki viðurkenna það strax og því geti félagið ekki komið þeim til hjálp- ar. Læknar segja sjúklingum frá starfi MS-félags íslands en þær segja nýja sjúklinga oft ekki vilja hafa samband við félagið né ge- rast félagsmenn og félagið geti ekki haft sig í frammi fyrr en sjúkl- ingar hafí sjálfír samband. Félagið getur ekki haft formlegt samband við nýja sjúklinga jafnvel þótt vitað sé um þá, því annars væri trúnað- ur brotinn og því tæki stundum dálítinn tíma að upplýsa fólk um það sem félagið getur hugsanlega gert fyrir það. Félagsmenn geta orðið jafnt sjúklingar sem aðstand- endur eða aðrir sem áhuga hafa á að leggja félaginu lið. MS-félagið og þetta heimili eiga marga stuðningsmenn. Mörg líkn- arfélög hafa styrkt starfið með ýmsum hætti og þurfum við nú ekki síður en áður á stuðningi þeirra allra að halda svo hægt verði að fara út í þessar bygginga- framkvæmdir. Frumdrög að útliti og allri gerð hússins liggja fyrir og er þar gert ráð fyrir 500 fermetra húsi á einni hæð. Þar er gert ráð fyrir sal til sjúkraþjálfunar sem nota megi ut- an venjulegs dvalartíma sjúklinga, herbergi fyrir iðjuþjálfun, eldhúsi, borðstofu fyrir 30 til 35 manns, setustofu og hvíldaraðstöðu fyrir um 10 manns í tveimur til íjórum herbergjum. Auk þessa er gert ráð fyrir geymslum, snyrtingum og aðstöðu fyrir starfsfólk sem hefur ekki verið fyrir hendi í núverandi húsnæði og þar er heldur ekki við- talsherbergi fyrir lækni sem yrði hins vegar í nýja húsinu ásamt aðstöðu fyrir félagsráðgjafa. Tekst með stuðningi margra Er þá almennt búið vel að MS- sjúklingum á íslandi með heimili sem þessu? -Þetta heimili annar ekki öllum MS-sjúklingum því hér dvelja að- eins þeir sem eru sæmilega rólfær- ir og búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt búið þokkalega að MS-sjúklingum hérlendis miðað við önnur lönd og við erum engir eftir- bátar annarra í þeim efnum. En þetta hefur líka áunnist á löngum tíma og með stuðningi margra fé- laga og einstaklinga og vonandi eigum við þann stuðning áfram, segja þær Gyða og Oddný að lok- um. Nokkur atriði um MS MS-félag íslands, sem er hags- munafélag MS-sjúklinga, hef- ur gefið út ýmsar upplýsingar um MS-sjúkdóminn og starf- semi félagsins sem sendar eru þeim sem áhuga hafa á að gerast félagar. Þá gefur félag- ið út tímarit með fræðigrein- um og fréttum af félagsstarf- inu. I einum bæklingnum er stiklað á stóru um MS. HvaðerMS? MS er sjúkdómur sem heijar á heila og miðtaugakerfi. MS er ekki arfgengur sjúkdómur. MS er ekki af geðrænum toga. Það er ekki hægt að koma í veg fyr- ir sjúkdóminn því orsök er ókunn. Það er ekki hægt að lækna MS en ýmislegt er hægt að gera til að létta fólki með MS lífið. Skammstöfunin MS MS er stutt og auðveld skammstöfun til að muna. Heitið er auðvelt að skilja. Multiple (margfaldur) því það ræðst á marga staði í heila og mænu og einkennin eru breytileg og ófyrir- sjáanleg. Sclerosis er latína fyrir „örvefur” (sigg) og örin eru af- leiðingar meinsemdarinnar á þeim stöðum sem MS hefur ráð- ist á. Einkenni MS orsakar margvísleg og misjöfn sjúkdómseinkenni, t.d. sjóntruflanir og/eða tvísýni, máttleysi (örmögnun), taltruflan- ir eða óskýrt tal, dofí, lömun að hluta til að eða alveg, blöðrutruf- lanir reikult göngulag og stöðu- skyntap. jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.