Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 17 Skoðanakönnun um viðhorf til komandi kjarasamninga: Tæplega 80% vilja aukinn kaupmátt I niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands fyrif BSRB um viðhorf fólks til komandi kjarasamninga kemur fram að 79,4% þjóðarinnar vilja kjarasamninga sem fela í sér aukinn kaupmátt launataxta. Þá kemur fram að 92,4% telja æskilegt að samið verði sérstaklega um aukinn kaupmátt Iágra launa- taxta. Tæplega 60% þjóðarinnar telja að þjóðarbúið þoli kjarasamn- inga sem fela í sér aukinn kaupmátt Iaunataxta. Athygli vekur að ungt fólk á aldrinum 18-24 ára hefur minni trú á því að þjóðarbúið þoli að samið verði um einhverjar hækkanir á kaupmætti en eldra fólk. Á kynningarfundi um niðurstöð- urnar vakti Ögmundur Jónsson, formaður BSRB, athygli á því að þær væri afgerandi og tiltölulega óháðar kyni, stétt, flokksböndum og aldri. Hann vék orðum sínum að kynningu á niðurstöðum skoð- anakönnunar sem gerð var fyrir Vinnuveitendasamband íslands. Kynninguna sagði hann afar vil- landi. „Svo var að skilja að meiri- hluti þjóðarinnar væri hlynntur kja- rasamningum án launahækkana,” segir í fréttatilkynningu sem Ög- mundur las upp. „Þegar betur var að gáð var um að ræða meirihluta þeirra 42 % sem á annað borð tóku afstöðu með því að samið yrði á Kristinn Reyr. sama hátt og í kjarasamningunum árið 1990. Spyija má hvort þeir sem kynna niðurstöður á eins villandi hátt og raun ber vitni í þessu til- viki hafi góðan málstað að verja.” Ólafur talar um að þó að jafnrétt- isbaráttan hafi farið vel af stað hérlendis sé nú mikill munur á að- stöðu karla og kvenna, bæði hvað menntun og laun varði. „íslenskar konur fengu fyrstar kvenna á Norð- urlöndum ýmis réttindi eins og jafn- an erfðarétt árið 1850, jafnan at- kvæðisrétt til sveitarstjóma ásamt Dönum í byijun þessarar aldar, rétt til þess að starfa í opinberu starfi og jafnrétti á atvinnumarkaði og almennt jafnrétti samkvæmt lögum 1973 og 1976. Það kemur hins veg- ar í ljós sé menntun 25 til 64 ára kvenna á atvinnumarkaðinum skoð- uð að munur á milli karla og kvenna Þijár spurningar eru lagðar fyrir 1500 manna úrtak fólks á aldrinum 18-75 ára í könnuninni. Fyrst er fólk spurt hvort það telji æskilegt eða óæskilegt að í komandi kjara- samningum verði samið um aukinn kaupmátt launataxta. 79,4 % telja það æskilgt, 6,3 % ýmsu háð, 8,8 % óæskilegt og 5,6 % segja „veit ekki”. Þá er spurt hvort fólk telji æskilegt eða óæskilegt að samið verði sérstaklega um aukinn kaup- mátt lágra launataxta. 92,4 % telja það æskilegt, 1,9 % ýmsu háð, 3,2 % óæskilegt og 2,5 % segja „veit er enn gífurlegur hér á landi en er orðinn hverfandi á hinum Norður- löndunum,” sagði Ólafur, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að yfirgnæfandi meirihluti umræddra kvehna hafi einungis lokið grunnskólanámi. „Þetta hefur hins vegar verið að breytast á síðustu tíu árum og kven- stúdentar eru nú fleiri í framhalds- skólum og í háskólanum,” sagði Ólafur. Varðandi launin segir hann að 90% af íslenskum konum hafí tekjur sem séu undir meðaltekjum karla en á hinum Norðurlöndunum séu tekjur kvenna á milli 70 til 80% af Morgunblaðið/Sverrir Ögmundur Jónsson, formaður BSRB, vék sérstaklega að kynn- ingpi niðurstaðna úr skoðana- könnun fyrir Vinnuveitendasam- band Islands. ekki”. Að lokum er spurt að því hvort fólk telji að þjóðarbúið þoli núna að samið verði um einhvetjar hækkanir á kaupmætti. 56,9 % segja já, 32,1 % segja nei, 11,0 segja „veit ekki”. meðallaunum karla. Meðaltekjur íslenskra kvenna eru 50% af tekjum karla en á hinum Norðurlöndunum 60 til 70%, að sögn Ólafs. „Skýring- in á þessu er hve stór hluti ís- lenskra kvenna vinnur ófaglærð störf,” sagði Ólafur. „Það kemur einnig í ljós, ef litið er á launuð störf og heimavinnu, að konur á Íslandi vinna lengri vinnudag en kynsystur þeirra á hin- um Norðurlöndunum og hefur vinnutími kvenna aukist gífurlega hér á landi á síðustu tuttugu árum,” sagði Ólafur. „Hlutfallslega starfa flestar kon- ur utan heimilis á íslandi og Finn- landi og er skýringin fyrir ísland sú að hlutur eldri kvenna er mikill á vinnumarkaðinum. Þess er loks að geta að hlutur heimavinnandi húsmæðra er auk þess að mörgu leyti verri varðandi ýmis veigamikil réttindi samanborið við hin Norður- löndin,” sagði Ólafur að lokum. GLUGGAR ENGAR RÁKIR! WINDOLENE plus er óvenju áhrifaríkur gluggahreinsilögur, laus við rákirnar hinn leiöa fylgikvilla margra slíkra efna. Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík, simi 24120 XJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! ■ ftorgmíriMafoifo Um 90% kvenna með tekjur undir meðaltekjum karla YFIRGNÆFANDI meirihluti útivinnandi kvenna á aldrinum 25 til 64 ára hafa einungis lokið grunnskólanámi og er munur á menntun karla og kvenna hér á landi enn gífurlegur þó hann sé orðinn hverf- andi á hinum Norðurlöndunum. Þetta kom fram í erindi sem Ólafur Ólafsson landlæknir hélt á ráðstefnu Landssamtaka heimavinnandi fólks, sem haldin var sl. laugardag. í erindi Ólafs kom einnig fram að 90% af íslenskum konum hafi tekjur sem séu undir meðaltekjum karla. Ný ljóðabók eftir Krist- in Reyr LJÓÐABÓKIN Glaðbeittar linur, eftir Kristin Reyr, er komin út. Þetta er 12. ljóðabók höfundar en hann hefur einnig skrifað leikrit, bæði fyrir svið og sjón- varp. Glaðbeittar línur hefur að geyma 48 ljóð, og hefur ekkert þeirra birst í fyrri bókum hans. í frétt frá útgef- anda segir, að í fyrstu Ijóðabók Kristins, sem kom út árið 1942, hafi mörgum þótt birtast strax þau sérkenni hans sem hafí fylgt honum síðan: Þýður léttleiki og lýrik, en þó einatt djúp alvara undirniðri. Því við endurtekinn og náinn lestur ljóð- anna, kynnist lesandinn við dýpri merkingu í sjálfum einfaldleikan- um, víðari skírskotun en orðafjöld- inn gefí til kynna. Og í áranna rás hafi yrkisefnin oftast krafist þess, að skáldið felldi ljóðin í næsta ólík mót. Bókin er 95 blaðsíður að stærð. Höfundur hannaði en ísafoldar- prentsmiðja sá um setningu, prent- un og band. Þú svalar lestrarþörf dagsins m m Engin verðhækkun á alvönuparketi! Þvert á móti bjóðum við verðlækkun á gegn- heilu INSÚLU eik natúr 22 mm stafaparketi f nóvembertilboði Við verslum einungis með gegnheilt gæðaparket, þ.e. tréð er límt beint á steininn og síðan slípað, spartlað og lakkað eftir á. Gegnheil (massfv) gólf eru varanleg gólf. Hefðir miðalda í heiðri hafðar. Gerðið verðsamanburð! Það hækkar ekkert parket í okkar húsi. Fagmenn okkar leggja m.a. fiskibein (sfldarmunstur) og skrautgólf, lakka eða olfubera. Qpið kl. 10-18 virka daga. SUÐURLANDSBRAUT 4A, SIMAR 685758 - 678876, TELEFAX: 678411 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.