Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 23 finQtutHiifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Umdeild verðjöfnun Verðjöfnunarsjóður sjávarút- vegsins er umdeildur um þessar mundir. Skiptar skoðanir eru um framtíð sjóðsins innan stjómar hans. Fulltrúar ríkisvalds- ins og útgerðar hafa stutt tilvist hans, en fulltrúar vinnslu og sjó- manna vilja hann feigan. Sjávarút- vegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefur ákveðið að skipuð verði nefnd til að endurskoða starfsemi sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er lög- um samkvæmt „að draga úr áhrif- um verðsveiflna á sjávarafurðum á þjóðarbúskapinn”. í grófum dráttum er starfsemi sjóðsins á þann veg, að ákveðið er viðmiðun- arverð á afurðunum og síðan greitt inn í sjóðinn af útflutningsverði, þegar verð er yfir viðmiðunar- mörkunum, en út úr sjóðnum, þeg- ar verð er undir þeim. Sjóðurinn er deildaskiptur eftir afurðaflokk- um, en inngreiðsla fer á reikning hvers og eins, sem í sjóðinn greið- ir. Innistæðan er hins vegar ekki til fijálsrar ráðstöfunar, heldur kemur hún aðeins til útgreiðslu að verð lækki svo að verðbóta sé þörf. Það er meðal annars þessi fjárbind- ing, sem styrrinn stendur um. Fisk- vinnslan er nú rekin með tapi, ef miðað er við meðaltal, en greiðir samt 2% af afurðaverði í sjóðinn. Dæmi eru um það, að fyrirtæki séu að verða gjaldþrota þrátt fyrir inn- eign í sjóðnum, enda óheimilt að taka hana út vegna rekstrarerfið- leika. Þegar verðjöfnun á sjávarafurð- um var fyrst tekin upp var það í raun til að taka kúfinn af tekjum fiskvinnslunnar, sem var talin hagnast fullmikið vegna hás af- urðaverðs. Hún greiddi því góð laun og aðrar atvinnugreinar urðu undir í baráttunni um vinnuaflið. Þar var farin sú að leið að borga hærra kaup en staðið varð undir og kostnaðinum velt út í verðlagið. Nú eru allar forsendur gjörbreyttar og því spurning hvort verðjöfnun á í raun rétt á sér. Fyrir rúmum tveimur áratugum var markaðs- setning afurðanna nær eingöngu bundin við Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin í frystum afurðum og Spán og Portúgal í saltfiski. Markaðsaðstæður hafa breytzt gíf- urlega síðan. Markaðir fyrir freð- fisk eru um alla veröld og auðvelt fyrir framleiðendur að breyta framleiðslu sinni hveiju sinni eftir því, hvar hæsta verðið fæst og nýta sér jafnframt sveiflur á vægi helztu gjaldmiðla. Með því jafna þeir sjálfir verðsveiflur á afurðun- um. Fiskvinnslan á erfitt uppdráttar nú, þrátt fyrir að verð á sjávaraf- urðum sé almennt með hæsta móti. Skýringin er aukinn kostnað- ur heima fyrir, einkum miklar hækkanir á hráefnisverði. Enn frekari sókn eftir verðhækkunum kanp að slæva^bþa^gerpþaer;] að ’storfim* mul Ákvæði eru í lögunum um sjóðinn þess efnis, að inngreiðslu megi fella niður, komi til mikillar afla- skerðingar. Skerðing þorskveiði- heimilda um 20% hlýtur að vekja menn tii umhugsunar um þetta ákvæði. Nú er tekin verðjöfnun af útflutningi á óunnum fiski, en verð á honum sveiflast ætíð mikið. Dæmi eru um það, að mikill verð- munur geti verið á afla tveggja skipa, sem selja sama daginn á sama markaðnum. í báðum tilfell- um er greitt sama hlutfall í verð- jöfnun. Loks er það spurningin hvort viðmiðunarverð, sem krefst innborgunar í taprekstri, hljóti ekki að vera rangt. í ljósi þessara staðreynda vakn- ar sú spurning, hvort verðjöfnun af þessu tagi sé tímaskekkja. Í sjóðnum er bundið gífurlegt fé, sem eigendur þess kynnu að vilja ráðstafa með öðrum hætti. Spurn- ing er hvort rétt sé að hvetja til eigin verðjöfnunar útflutningsfyr- irtækjanna með þeim hætti, að þeim sé heimilt að leggja ákveðið hlutfall afurðaverðs, svipað og nú er, inn á sérstakan sveiflujöfnunar- reikning. Til hvatningar slíkri sveiflujöfnun mætti gefa ákveðinn skattafslátt, en auk þess nytu fyr- irtækin ávöxtunar af fénu. Jafn- framt munu fyrirtækin verðjafna með þeim hætti, að færa vinnsluna milli markaða eftir því hver borgar bezt hveiju sinni, en sveigjanleiki til þess vex sífellt, ekki sízt með minnkandi afla. Hvað útgerðina varðar ætti hún að geta tekið upp sína eigin verðjöfnun ekki síður en útflytjendur. Skýringin á því, að útgerðarmenn hafa fram að þessu a.m.k. viljað halda í sjóðinn, virðist sú, að þeir óttast að komi til lækk- ana á afurðaverði, lækki um leið það verð, sem fiskvinnslan getur greitt fyrir fiskinn og þannig lækki tekjur útgerðar. Reynsla okkar af sjóða- og millifærslukerfinu er því miður neikvæð. Fyrirrennari núverandi verð- jöfnunarsjóðs var á sínum tima látinn taka fé „að láni” til að greiða verðuppbætur á frystan fisk, vegna Jiess að ekkert fé var í sjóðnum. Á árunum áður en það gerðist var ákveðið að ekki skyldi verðjafnað af freðfiskinum, þar sem vinnslunni veitti ekki af tekj- um sínum óbreyttum. Þannig var gripið inn í starfsemi sjóðsins gegn gildandi lögum og almannafé svo tekið til að leiðrétta skekkjuna. Slík vinnubrögð heyra sögunni til. Opinberu fé verður ekki lengur varið til að reisa við fyrirtæki, sem einhverra hluta vegna standa höllr um fæti. Sjóðir undir stjórn hins opinbera bjóða hættunni heim, ef marka má liðin ár. Bezt væri að þeir heyrðu sögunni til. Atvinnu- vegunum á að skapa almenn starfsskilyrði, en síðan að láta þá HÍ'Æíím I MIÐAUSTURLANDARAÐSTEFNAN I MADRID Verða þar stig'in fyrstu skref á langri leið til friðar í heimshlutanum? SVO FREMI engin „kraftaverk genst a siðustu stundu er Yitzak Shamir, forsætisráðherra Israels, í þann veginn að upplifa skelfileg- ustu martröð lífs síns: alþjóðlega ráðstefnu þar sem gengið er út frá forsendunni land fyrir frið. Og það sem er Shamir og Likud-flokki hans enn þungbærara; hann verður þarna í grennd við fulltrúa Pa- lestínumanna sem gætu valið að hrella Shamir enn frekar með því að stilla sig um að segja opinberlega það sem allir vita: að þau séu fulltrúar PLO til að gefa Shamir stefnunni með sitt fólk. Shamir hefur staðhæft að ísrael- ar muni ekki gefa eftir svo mikið sem sentimetra af landi. Því hafa margir velt fyrir sér hvaða tilgangi ráðstefnan geti þjónað og segja sem svo: Ef ísraelar koma til hennar með þennan ásetning og standa fast á honum er þá um nokkuð að tala? Verður ekki verr farið en heima setið? Vitanlega er málið ekki svo ein- falt. Það eitt að tekist hefur að draga fulltrúa, nauðuga viljuga til ráðstefnu sem hefur að markmiði að fjalla um framtíðarskipan í heimshlutanum dugar eitt og sér til þess að ekki verður aftur snúið í Miðausturlöndum. Margoft hefur verið reynt að fá deiluaðila að samn- ingaborði eða til viðræðna en án árangurs svo með þáttöku í ráð- stefnunni viðurkenna allir þá stað- reynd að nú er ekki lengur stætt á öðru en skilja að nýr veruleiki blas- ir við og menn verða að takast á við hann hvort sem þeim líkar betur eða verr. Enginn býst við að Madrid-ráðstefnan skili árangri í einni svipan. Þeir sem hittast þar, arabar annars vegar, gyðingar hins vegar, hafa verið hatursmenn alla þessa öld — en ekki lengur þó sjálf- ir vilji þeir stundum láta sem fjand- semin hafi staðið svo skiptir öldum. Hún hefur hins vegar verið svo ekki átyllu til að ganga út af rað- heit og þung að henni má líkja við aldalanga úlfúð ýmissa þjóða/þjóðabrota annars staðar í heiminum. Intifada Palestínumanna hefur staðið í fjögur ár og haft þau áhrif að staða Israels á alþjóðavettvangi hefur breyst mjög til hins verra og fyrri bandamenn og einlægir ísra- elsvinir hafa nánast kveinkað sér. Grimmd ísraelskra hermanna sem hafa ráðist með skotvopnum á Pal- estínufólk, ekki síst konur og börn sem hafa ekki haft annað að vopni en grjót í hönd hefur vakið skelf- ingu og kallað á endurmat margra á því hvað væri að gerast í hugum þeirra forráðamanna landsins sem hafa ekki hikað við að hvetja til slíkra aðgerða. Þó intifada hefði sjálfsagt aldrei dugað ein og sér til að fá Israela að ráðstefnuborðinu í Madrid hafa hin sálrænu áhrif ver- ið því magnaðri. Israelar hafa búið við það síðustu ár að hafa forsætisráðherra sem er manna verst til þess fallinn að efla áhrif ísraels og þaðan af síður bæta ímyndina út á við. Þver- móðska og ofstæki Shamirs og margra ráðherra í stjóm hans hefur umfram annað gert að verkum að Bandaríkjamenn hafa verið að fjar- lægjast ísraela og Bush Bandaríkja- forseti hefur ekki farið í launkofa með andúð sína á persónu forsætis- ráðherrans. Og þegar dregur úr stuðningi Bandaríkjamanna við Ísrael með þeim hætti sem hefur orðið raunin á hefur runnið upp fyrir mörgum að þar með kynni eitthvað að vera bogið við þeirra afstöðu því fáir ísraelar treysta sér til að vera án íjárhagslegs og sið- ferðilegs stuðnings Bandaríkjanna. Raunar mætti kalla að samskiptin hefðu beinlínis hrunið — ef ekki verður breyting á er kannski um framtíð ísraels að tefla. Þetta eru ekki hugleiðingar út- lendings, illviljaðan ísrael. Þetta er endursögn á upphafi greinar eftir Gad Ya’acobi fyrrverandi ráðhema í Israel og birtist í Jerusalem Post í vikunni. Ya’acobi er Verkamanna- flokksmaður en varla ofmælt að segja að þær skoðanir sem hann setur fram eigi vaxandi hljómgrunn í Israel. Og þó megi gagnrýna Shamir forsætisráðherra fyrit- margt, frýja menn honum ekki vits. Þó þessar skoðanir gangi á skjön við hans eigin veit hann að undan því verður ekki lengur vikist að hlusta á þessar raddir. Arabaleiðtogar reyna nú að græða sárin vegna Flóastríðs Það má kallast kaldhæðni örlag- anna að ósigur Saddams Hussein í Flóastríðinu skuli hafa leitt til þess að það tókst að beija Madrid-ráð- stefnuna saman. Það er líka degin- um ljósara að eftir að ráðstefnan var ákveðin hafa leiðtogar araba sem skiptust í fylkingar í Flóastríð- inu verið önnum kafnir að reyna að bæta samskiptin og vilja sýna fram á að þegar á þann hólm kem- ur að ræða við ísraela augliti til auglitis séu arabaríkin ein heild. Fulltrúar PLO hafa verið í Sýr- landi og Saudi-Arabíu upp á síðk- astið og hafa lagt sig í framkróka með að sannfæra sjálfa sig og aðra að illska vegna stuðnings PLO við Saddam sé úr sögunni. Jórdanir hafa verið teknir í sátt að minnsta kosti á yfirborðinu og Saudi-Arabar og Jemenar eru að heija viðræður. Vegna stuðnings Jemen við Saddam var milljón Jemena rekin allslaus frá Saudi-Arabíu og ekki þarf að fara mörgum orðum um þá miskunnarlausu meðferð sem Palestínumenn í Kúveit sættu. Kúv- eit hefur ekki komið við sögu í undirbúningi ráðstefnunnar en varla vafi á að Kúveitar munu breyta afstöðu sinni — þó það sé þeim þvert um geð — ef þeir fá um það fyrirmæli frá Saudum. Staða Sýrlendinga ótrúlega sterk Það kom ísraelum óþyrmilega á óvart að Sýrlendingar skyldu ekki bara ljá máls á þátttöku heldur verða á undan ísrael að kunngera að þeir ætluðu að senda fulltrúa. Með hliðsjón af því að Assad Sýr- landsforseti veðjaði á réttan hest í Flóastríðinu kemur það þó í rök- réttu framhaldi. Það blandast eng- um hugur um að Assad hefur hagn- ast mest allra á því að standa með ijölþjóðahernum. Bandaríkjastjórn hafði litið á Assad sem einn helsta styrktarmann alþjóðlegra hryðju- verkasamtaka árum saman og auk þess var hann skjólstæðingur Sov- etríkjanna. Jafnskjótt og fór að molna úr veldi þeirra og áður en Assad, forseti Sýrlands. Faisal Husseini frá Austur-Jerú- salem. kalda stríðinu var formlega lokið tók Assad á þann klókindalega hátt sem honum er lagið að draga úr samskiptum við Sovétríkin og gefa Vesturlöndum undir fótinn. Hann hefur uppskorið ríkulega. Það var ekki bara látið óátalið að Sýrlendingar legðu Líbanon endan- lega undir sig. Assad lauk varlega upp dyrum fyrir stórfyrirtæki á Vesturlöndum sem vildu íjárfesta í Sýrlandi. Hann gaf yfirlýsingar um vilja til að aðstoða í fullri alvöru Shamir, forsætisráðlierra ísra- els. George Bush, Bandaríkjaforseti. við að leysa vestræna gísla í Líban- on úr haldi og taldi stjórnina í Te- heran, sem studdi hópana, á að beita sína menn tilhlýðilegum þrýst- ingi. Eftir að Flóastríðinu lauk var Sýrland — landið sem í augum margra vestrænna stjórnmála- manna hafði verið gróðrarstía hryðjuverkastarfssemi og andsnúið öllu sem frá Vesturlöndum kom, orðið forystulandið. Forsetinn ekki lengur undirförull og óútreiknan- legur, heldur slunginn og stjórnvit- ur. Síðan hefur hann enn færst í aukana og það hefur komið fram í ferðum Bakers til Miðausturlanda að Sýrlendingar hafa jafnan tekið öllu hans máli þekkilega og ekki sparað að koma því áleiðis hversu mjög þeir styddu friðarráðstefnu- viðleitni hans. Að launum hefur svo sýrlenska stjórnin ekki verið beitt neinum þrýstingi til að taka upp lýðræðis- lega stjórnarháttu, létta á ritskoðun eða hafa mannréttindi í heiðri. Og nú samtímis því að menn búast til að setjast niður að ræða framtíðina í þessum heimshluta siglir skip frá Norður-Kóreu óáreitt inn Rauða hafið, hlaðið Scud-C eldflaugum og áfangastaður skipsins er Sýrland. Ísraelar hafa sagt að þeir geti að- eins talað um bætt samskipti ef þau lönd sem í grennd þeira eru dragi úr vígbúnaði. Er fyrst og fremst átt við Sýrland og Saudi-Arabíu. Samt hafa ísraelar ekki treyst sér að hóta að sigling þessa skips verði stöðvuð. Palestínumenn fengu þá fulltrúa sem þeir kröfðust ísraelar hafa margsinnis sagt að þeir krefðust þess að eiga síðasta orðið um hveijir sætu í nefnd Pal- estínumanna. og harðneituðu að íbúi Austur-Jerúsalem yrði með. Samt kemur á daginn að annar af tveimur forsvarsmönnum er Faisal Husseini frá Jerúsalem. Og það er eftirtektarvert að ísraelar hafa ekki treyst sér til að lýsa yfir að þar með kæmu þeir ekki. Það er til marks um undra sterka stöðu Pal- estínumanna að Husseini krafðist þess af Baker að hann sýndi Sham- ir ekki listann með nöfnum Palest- ínumanna sem færu til Madrid og því varð Shamir að kyngja. Þó hef- ur Shamir margsinnis kallað Huss- eini hættulegri mann en Yasser Arafat. Að mínum dómi sýnir þetta að að ísraelar standa langtum veik- ar að vígi en margir hafa talið og þeir sjálfir vilja vera láta. Faisal Husseini gat ekki á sér setið að senda Shamir kveðju þegar fundarstaðurinn hafði verið ákveð- inn. „Það er mjög góður staður og hefur til dæmis þann kost að PLO hefur þar skrifstofu.” Shamir átti það svar við þessu útspili að lýsa yfir að hann ætlaði sjálfur að vera í forsvari ísraelsku nefndarinnar. Annar aðalfulltrúi Palestínu- manna, Hanan Ashrawi, prófessor frá Ramallah, er litin hornauga af ísraelum vegna mjög skeleggs mál- flutnings. Hún hefur aldrei farið dult með að hún og aðrir Palestínu- menn sem ræddu við Baker í Jerú- salem sæktu ráð sín og bæru allt undir yfirstjórn PLO. Hún er flug- mælsk og rökföst, prúð kona og enskan leikur henni á tungu. Það er ótvíræður sigur fyrir Palestínu- menn að hún situr í nefndinni og hefur verið kjörin talsmaður henn- ar. Ákvörðun Shamirs sýnir sundrungu stjórnarinnar í Jerúsalem Þó það hafi vakið ugg hjá mörg- um þegar Shamir tilkynnti að hann yrði fyrir ísraelum sýnir það að mínu viti frekar að ísraelar standa höllum fæti og að sundrung er í stjórninni. Með því að ganga fram- hjá David Levy utanríkisráðherra hefur Shamir að vísu keypt sér eilít- inn frið við harðlínumenn. En veik- leikar og brestir hafa þar með kom- ið upp á yfirborð og opinberað ótví- rætt hve deildar meiningar eru. Þar með glaðvaknar sú spurning hvort Shamir tekst að halda til streitu þeim áformum að segja nei við öllu. Það er ekki áhorfsmál að hann verður beittur miklum þrýst- ingi af Bandaríkjamönnum og Sov- etmönnum. Hann getur ekki heldur leitt hjá sér almenningsálitið heima og heiman. Það býst enginn við öðru en að Shamir tali digurbark- lega í Madrid. Ef ísraelar standa uppi sem þeir einu sem ekki reyna í einlægni að finna lausn til fram- búðar, ef þeir neita að fallast á til- slakanir er hætt við að trú manna á því friðartali sem forysta Israels hefur haft uppi frá stofnun ríkisins verði aldrei tekið öðruvísi en sem innantómt og marklaust tal. ísrael- ar vita að þeir hafa ekki efni á að missa stuðning meira en orðið er. Kannski þeir viti líka að með tilslök- unum kemst kannski á „friður á morgun” eins og brautryðjendur ísraels dreymdi um og töluðu fyrir. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Samkeppnisreglum komið á í stað verðlagsákvæða: Áhersla lögð á samkeppni sem tryggir hag alls þjóðfélagsins - segir Georg Ölafsson verðlagsstjóri STEFNT er að því að afnema verðlagsákvæði eins og þau hafa til skamms tíma tíðkast hér á landi endanlega síðar á þessu ári og taka þess í stað upp samkeppniseftirlit. Að sögn Georgs Olafssonar verðlags- stjóra þykir ástæða til þess að leggja aukna áherslu á samkeppni á þeim sviðum þar sem hún tryggir best hag neytenda, atvinnulífsins og þjóðfélagsins í heild, en hann segir samkeppnina í sjáifu sér þó ekki vera neitt takmark. Hann segir einkum þrennt geta stuðlað að aukinni samkeppni, en það séu skarpari samkeppnisreglur, afnám opinberra samkeppnishamla og athuganir og upplýsingamiðlun til neytenda, fyrirtækja og stjórnenda um ríkjandi aðstæður á markaðnum hverju sinni. Georg Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið að samkeppnisreglur væru mjög í sviðsljósinu um þessar mundir, og gegndu þær lykilhlut- verki við að hrinda í framkvæmd innri markaði Evrópubandalagsins 1993. Þær reglur sem 1 gildi væru víðast hvar í Vestur-Evrópu væru strangari en núgildandi reglur á Norðurlöndunum og fælu í sér víð- tækari bannákvæði. Þannig væri til dæmis bannað samráð og samþykkt- ir um verð, framleiðslutakmarkanir, Ijárfestingartakmarkanir og mark- aðsskiptingu. Einnig væri markaðs- ráðandi fyrirtækjum bannað að mis- nota aðstöðu sína með því til dæmis að ákvarða ósanngjarnt verð, tak- marka framleiðslu, markaðs- eða tækniþróun til skaða fyrir neytendur og mismuna viðskiptavinum. Hvað varðar samkeppnisreglur hér á landi þá sagði Georg að sam- kvæmt gildandi lögum væri alhliða bann við verðsamráði sem að hluta hefði verið framfylgt, en þó hefði ekki verið amast við leiðbeinandi verðsamráði. „Þarna eru möguleikar á því að skerpa eftirlit með því að verðsamráð sé bannað, og má í því sambandi nefna taxta margra þjónustuaðila eins og til dæmis verkfræðinga, lög- fræðinga og fleiri. Þetta þyrfti þó fyrst að kynna hlutaðeigandi aðilum og hugsanlega veita þeim einhvern frest áður en gripið yrði til aðgerða. Þess má þó geta að leiðbeinandi verð þurfa ekki að hamla samkeppni, en hins vegar hefur komið í ljós að fyrir- tæki hafi notað leiðbeinandi verð eins og verðlagsákvæði og við það hefur dregið úr samkeppni. Það vegur þó enn þyngra að fyrirtæki hafa falið verðsamráð með því að kalla það leiðbeinandi verð, og vegna þeirrar misnotkunar eru menn almennt á því að leyfa ekki leiðbeinandi verð,” sagði hann. Georg sagði að hvað varðaði regl- ur um eftirlit með samruna fyrir- tækja þá teldi hann mjög hæpið að þörf væri fyrir slíkt hér á landi. Hann teldi eðlilegt að fylgst yrði með markaðsráðandi fyrirtækjum og mat lagt á hvort þau beittu aðstöðu sinni með þeim hætti að um skaðleg áhrif á markaðinn væri að ræða. Markaðsyfirráð þyrftu ekki að vera skaðleg og með sama hætti þyi'fti samruni fyrirtækja ekki heldur að vera það, og þvert á móti gætu áhrif- in verið jákvæð, til dæmis þar sem hagkvæmni stórreksturs nyti sín best. Hann sagði að ef treysta ætti virka samkeppni þá væri mjög brýnt að samkeppnisyfirvöld hefðu umsagn- arrétt um skaðsemi gildandi opin- berra samkeppnishamla og gætu með þeim hætti haft áhrif til þess að uppræta þær. „Einnig væri eðli- legt að samkeppnisyfirvöld fengju að fylgjast með og gefa álit sitt á lagafrumvörpum sem fram kunna að koma og sem fela í sér samkeppn- ishömlur. Hér er oft um viðkvæm mál að ræða og að sjálfsögðu er það pólitískra aðila að taka endanlega ákvörðun um hvort verndarsjónarm- ið eigi að vera ráðandi umfram sam- keppnissjónarmið, en það hlýtur jafnframt að vera eðlilegt að álit þeirra sem fara með samkeppnismál komi fram.” Georg sagði að með því að afnema að fullu bein verðlagsafskipti gæfist meira svigrúm til þess að gera út- tektir á einstökum greinum og at- huga verðþi'óun og orsakir hennar, benda á samkeppnishindranir og markaðsyfirráð, og yfirhöfuð afla þeirra upplýsinga sem þörf væri á til þess að meta hvort virk sam- keppni ríkti eða ekki. Jafnframt væri nauðsynlegt að sinna áfram verðkönnunum, herða verðmerking- ar og allt það sem lyti að því að gera markaðinn sem mest gagnsæj- an. IP: é i Ajkjœ 1 m WRbzm» W* i1 „ Morgunblaðið/KGA Á myndinni má sjá nokkra af aðstandendum minningartónleikanna ásamt Hans Henttinen forstöðu- manni Rauða kross hússins, sem er annar frá hægri. Minningartónleikar um tvo unga menn TÓNLEIKAR til minningar um tvo unga menn sem dóu síðastlið- ið sumar, Sigurjón Axelsson og Jón Finn Kjartansson, verða haldnir í Menntaskólanum við Sund, fimmtudaginn 31. október nk. kl. 20.30 og bera nafnið „Að- eins eitt líf”. Aðstandendur minningartónleik- anna, sem eru aðstandendur, vinir og skólafélagar mannanna tveggja, vilja koma af stað umræðu um sjálfsvíg ungmenna í von um að koma megi í veg fyrir slíka sorgar- atburði og að tekið verði á þessum málum bæði í skólum sem og ann- ars staðar í þjóðfélaginu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Segja þeir að þó að sjálsvíg séu mjög viðkvæm mál, verði að ræða þau, en fleiri ungmenni deyji fyrir eigin hendi heldur en í umferðar- slysum. Á tónleikunum koma fram ýmsar hljómsveitir og m.a. verða flutt lög eftir Siguijón Axelsson. Ágóða tón- leikanna verður varið til forvarnar- starfs gegn sjálfsvígum ungmenna, m.a. til útlitshönnunar bæklings sem Geðverndarfélag íslands ætlar að gefa út á næstunni. Að sögn Hans Henttinen, for- stöðumanns Rauða kross hússins, hafa þeim borist rúmlega fjörtíu símhringar, það sem af er þessu ári, frá ungmennum sem eru í sjálfsvígshugleiðingum. Hann segir að hlutverk Rauða kross línunnar, þar sem ungmenni geta hringt allan sólarhringinn, sé að vera til staðar og benda á rétta aðila, svo sem geðlækna, sálfræðinga og presta. Biskup þáði ekki heimboð í Vatikanið BISKUP íslands herra Ólafur Skúl- ason segist hafa sleppt því að fara til Rómar í haust, þegar honum var boðið í Vatikanið, vegna kostnaðar við slíkar ferðir. Hann segir að kirkjan ætti ekki að láta sitt eftir liggja í sparnaði hins opinbera. „Á síðasta ári var það samþykkt á höfuðbiskupafundi að við biskupss- vígslu í Svíþjóð skyldi einn fulltrúi vera fyrir allar hinar Norðurlanda- kirkjurnar. Ég var beðinn um að taka þetta að mér,” sagði herra Ólafur Skúlason biskup í samtali við Morgun- blaðið. „í febrúar fór ég svo á þing Al- kirkjuráðsins sem haldið var í Ástralíu og stóð í tæplega þijár vikur, en þetta þing er haldið á sjö ára fresti. í apríl var ég við krýningu erkibiskups af Kantaraborg og heimsótti í leiðinni íslendinga í Grimsby, Hull og London. I þessari sömu ferð fór ég tii Noregs og vegna sérstakra tengsla íslensku kirkjunnar við Niðarós var ég vígslu- vottur við biskupsvígslu í því biskups- dæmi.” í sumar segist biskup hafa farið til Chicago í Bandaríkjunum, þar sem hann sat stjórnarfund Lúterska heimssambandsins, en hann á sæti í stjórninni. „Þegar kom að ferðinni til Vatik- ansins í haust langaði mig mikið til að fara_ og þótti mjög leiðinlegt að biskup Islands var ekki þar. En að vel athuguðu máli ákvað ég að við hefðum ekki fé til þessarar ferðar,” sagði Ólafur Skúlason biskup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.