Morgunblaðið - 30.10.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991
37
fclk í
fréttum
AFMÆLI
Púlsinn ársgamall
Púlsinn, tónlistarmiðstöð, hélt
upp á ársafmæli sitt með sér-
stakri afmælisviku fyrir skemmstu.
A hveiju kvöldi komu þá fram lista-
menn sem áður höfði stigið á svið
í Púlsinum, en staðurinn hefur ver-
ið gerður út á lifandi tónlist frá
upphafi. Meðal sveita sem fram
komu voru þungarokksveitin Boot-
legs, blússveitirnar Vinir Dóra og
KK Band, Egill Ólafsson, Rúnar
Þór og hljómsveit og Ellen Krist-
jánsdóttir og jasssveit. Lokakvöldið
lét stjórnandi staðarins, Jóhann G,
Jóhannsson, sig ekki muna um að
bregða sér á svið og taka nokkur
klassísk Cream-lög með Vinum
Dóra.
Bootlegs.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
1 FRUMSÝNING
Díana sletti úr klaufunum
Díana tilvonandi Bretadrottn-
ing er vön að mæta á Lund-
únafrumsýningar allra helstu
stórmynda frá Hollywood, enda
eru þær ævinlega kynntar með
miklu húllumhæi og oftast mæta
stórstjörnurnar sjálfar í kynning-
arskyni og hafa um leið gaman
af að hitta ríkisarfann. Þessar
uppákomur höfða miklu mun
meira til Díönu heldur en Karls
krúnuarfa, sem reynir að lauma
sér undan því að mæta. Oft geng-
ur það eftir hjá honum, en Díana
lætur sig sjaldnast vanta sem fyrr
segir og lætur það aldrei bregðást
að heilsa upp á kvikmyndastjöm-
umar fyrir sýningu.
Er „Stepping Out”, nýjasta
stórmynd Lizu Minelli, var frum-
sýnd í Lundúnum á dögunum
mætti Díana að vanda og svo vel
fór á með henni og Lizu, að Díana
lét alla hefð lönd og leið og þekkt-
ist boð um að halda til allsherjar-
teitis að frumsýningu lokinni.
Venjulega hefur Díana haldið
strax til hallar á ný eftir hveija
sýningu, en að þessu sinni var
henni ekið heim er langt var liðið
nóttu. í samkvæminu sat hún til
borðs með Lizu Minelli, Barböru
Walters og sambýlismanni Lizu,
Billie nokkrum Strich. Þar sátu
þau og hláturrokumar voru hvað
hávaðasamastar frá umræddu
borði. Um hánótt spratt Liza á
fætur og söng með tilþrifum tvö
af þekktari lögum sínum og til-
einkaði þau Díönu. Strich lék und-
ir á píanó. Sagt er að Díana hafí
ljómað í marga daga á eftir.
Lafði Díana og Liza Minelli.
Jóhann G. með Vinum Dóra.
COSPER
STÆRSTA SAMSTARFSVERKEFNIALLRA NORÐURLANDANNA Á SVIÐI
KVIKMYNDAGERÐ AR OG STÓRVIRKI í ÍSLENSKRIKVIKMYNDASÖGU
HVITI VIKINGURINN
kemur í Háskólabíó eftir tVO daga!
Ún'innsla handrits HRAFN GUNMAUGSSON og JONATHAN RUMBOLD Kvikmyndataka TONY FORSBERG
KUpping SYLVIAINGEMARSSON HijóðJANUNDVIK LeikmyndirENSIOSUOMINEN Búningar KARL JÚLÍUSSON
Tónlist HANS-ERIK PHIUDP Framleiðandi DAG ALVEBERG FramleiðslustjóriJEANETTE SUNDBY
Leikstjórí HRAFN GUNNIAUGSSON