Morgunblaðið - 30.10.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 30.10.1991, Síða 27
ie< MÖRÓUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 30. OKTOBER 19ðl 27 Aðalfundur Sambands fiskideilda á Vesturlandi: Varað við aukningu í selastofnum Stykkishólmi. SAMBAND fiskideilda á Vestur- landi boðaði til aðalfundar í Stykkishólmi 19. okt. sl. en nú stendur yfir aðalfundur Fiskifé- lags íslands í Reykjavík, eða svokallað fiskiþing. Fundurinn var mjög fjölmennur og mikill áhugi var fyrir honum. Frá Reykjavík komu á fundinn Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Marteinn Friðriksson og Björn Ævar Steinsson frá Hafrann- sóknastofnun. Formaður samtak- anna, Sævar Friðþjófsson, skipaði Runólf Guðmundsson, skipstjóra frá Grundarfirði, fundarstjóra og Halldór Jónasson fundarritara. Gaf hann síðan stutt yfirlit yfir starfsemina frá seinasta fundi. Þorsteinn Gíslason sagði að nú væru tímamót í stjórnsýslu sjávar- útvegsins. Ný fiskveiðistefna væri í endurskoðun og því þyrftu sjón- armið og reynsla sem flestra að koma fram þvi sú endurskoðun yrði að verða sem mest til lang- frama. Og þörf væri á samstöðu í vandasömu máli. Það yrði að taka mið af svo mörgu og ekki mætti ganga um of á fiskstofn- ana. Marteinn Friðriksson ræddi um þau störf sem hann hefði innt af hendi fyrir Fiskifélagið, m.a. vinnu við breytingar á lögum þess Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri. til að gera félagið virkara í fram- tíðinni með hinum breyttu viðhorf- um sem nú blasa við til sjós og lands. Las hann upp það sem þessu tengdist úr hvítu bókinni, „Velferð á varanlegum grunni”, þar sem stefnumál ríkisstjórnar eru reifuð. Ræddi hann þetta mjög og í ljósi þess las hann upp 15 spumingar sem rétt væri að velta fyrir sér en aðalefni þeirra voru hvort þess- ar tillögur í bókinni spöruðu og ykju verðmæti. Og verður sumt ekki viðbótarálag á sjávarútveg- inn? Þetta þyrfti að ræða og ná úr sem bestu fyrir þjóðina. Björn Ævar frá Hafrannsókna- stofnun flutti erindi og sýndi með dæmum þróun sjávarútvegsins og hversu hin mögru ár væru mörg að baki og ekki mætti búast við góðum árum í þorskgengd fyrr en eftir u.þ.b. 5 ár eða lengur, ef ekki væri að gætt, en fiskistofninn hefði of lítið aukist og fremur minnkað frá 1985. Að lokum voru bornar fram til- lögur til fiskiþings til umræðu og athugunar, m.a. um ískyggilega aukningu selastofnsins, þar sem fyrir fáum árum voru veiddir 7.000 selir, en seinasta ár aðeins rúm- lega 2.400. Þá voru tillögur um friðun á svæðum um hrygningar- tíma þorsksins, einnig um að segja upp öllum veiðiheimildum Færey- inga. Þá var tillaga um að þegar skip er endurnýjað verði hið nýja skip í sama flokki og hið eldra. Þá var beint til fiskiþings að mót- mæla að aflaheimildir hagræðing- arsjóðs verði seldar til að fjár- magna störf hafrannsókna.. - Arni- Tekið í sláturhúsinu á Þingeyri. Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Þingeyri: Sauðfjárslátrun lýkur Þingeyri. SAUFJÁESLÁTRUN er lokið Sláturfélagið Barði hefur nú lyá Sláturfélaginu Barða hf. á nýlega hafið kjötvinnslu á ísafirði, Þingeyri og mun hvorki fyrr þar sem afurðirnar eru sagaðar né síðar hafa verið slátrað jafn- og pakkaðar. mörgu fé hér. Gunnar Eiríkur.- Tónleikar til kynning- ar á Deluxe TÓNLEIKAR til kynningar á nýrri hljómplötu hljómsveitar- innar Ný Dönsk, Deluxe, verða haldnir í Reykjavík og á Akur- eyri í desember en einnig verð- ur leikið á tónleikum í fram- haldsskólum og á skólaböllum þeirra. Áætlaður útgáfudagur hljóm- plötunnar Deluxe er 6. nóvember. Þá um kvöldið verður haldin út- gáfuveisla og fjölmiðlakynning á plötunni á Hótel Borg. Þar mun hljómsveitin taka forskot á sæluna og leika lög af nýju plötunni fyrir gesti sína. Miðasala verður á staðnum, húsið opnar kl. 22.00. Vantar vitni Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að umferðaróhappi á mótum Sæbrautar og Súðavogs laust eftir klukkan ellefu að morgni fimmtu- dagsins 24. þessa mánaðar. Þar var bíl ekið eftir Sæbraut þeg- ar ljósblárri Honda Civic fólksbifreið var ekið af Súðavogi þvert á Sæ- brautina þrátt fyrir biðskyldu. Til að forðast árekstur sveigði ökumaður hins bílsins frá en lenti þá á biðskyld- umerki og stórskemmdi bíl sinn. Skorað er á ökumann Hondunnar eða þá sem kunna að geta gefíð upplýsingar um málið að snúa sér til slysarannsóknadeildar lögregl- unnar í Reykjavík. ------*-*-*----- ■ ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN verður með námskeið fyrir almenn- ing í ættfræði á næstu sjö vikum. Þar er veitt fræðsla og þjálfun í ættarleit og úrvinnslu ættfræðiupp- lýsinga, og að þessu sinni verður bætt við sérstakri tilsögn í tölvu- vinnslu á ættartölum og niðjatölum. Á það bæði við um 7 vikna grunn- námskeið og 5 vikna framhaldsnám- skeið fyrir rannsóknahópa. Á grunnnámskeiðum verða byijendur fræddir um heimildir í íslenskri ætt- fræði, leiðbeint um fljótvirkar, ör- Á Vestfjörðum eru þrjú slátur- hús og er sláturhúsið á Þingeyri eina sláturhúsið í Vestur- og Norð- ur Isafjarðarsýslum og nær slátur- svæðið að Eyri í Seyðisfirði (ísa- fjarðardjúpi) og að Hjalkárseyri í Árnarfírði. Að sögn Birkis Guðmundssonar hefur um 14 þúsund fjár verið slátrað nú en vegna uppkaupa rík- isins á fullvirðisrétti bænda var óvenju mörgu fé slátrað í ár. Slátr- un hefur gengið vel þrátt fyrir að færð hafi verið þung á köflum. Starfsfólk hefur verið með færra móti, því erfitt hefur reynst að fá fólk til starfa í tæplega fimm- hundruð manna byggðarlagi þar sem vinna er mikil fyrir. Margt fólk kemur úr sveitinni í kring en samt er um helmingur starfsfólks aðkomufólk. Birkir sagði ennfremur að það væri erfitt að halda starfsemi sem þessari í gangi við þær erfiðu sam- göngur sem hér eru og þarf því að halda vel á spöðunum til að allt gangi upp. uggar leitaraðferðir og gerð ætt- artölu og niðjatals. Þátttakendur fá svo leiðsögn og aðstöðu til að rekja sjálfir eigin ættir og frændgarð með afnotum af víðtæku gagnasafni, m.a. kirkjubókum um land allt, mann- tölum, ættartöluhandritum og út- gefnum bókum. Námskeiðin hefjast eftir mánaðarmótin, en leiðbeinandi er Jón Valur Jensson. Innritun er hafín hjá Ættfræðiþjónustunni, Sólvallagötu 32a. (Fréttatilkynning) I REFLAR i íslenskum miðalda- heimildum fram til 1569 heitir rit- gerð sem Elsa E. Guðjónsson hefur gefið út sem handbók. í kynningu segir m.a.: „Aðalinntak þessarar rit- gerðar - upprunalega sett á blað í rannsóknarleyfi 1978 var flutt sem erindi á fundi í Vísindafélagi íslands í Norræna húsinu 26. febrúar 1986. í erindinu var tímans vegna stiklað á stóru hvað varðaði einstakar heim- ildir um refla, en hér er hver heimild tíunduð og rakin eftir efni og ástæð- um. í ritgerðarlok er unnið úr heim- ildum og dregnar saman niðurstöður með líkum hætti og gert var í erind- inu en þó farið heldur ítarlegar í ein- stök atriði en þar þótti fært. Ritgerð- in birtist hér lítt breytt frá því sem gengið var frá henni 1978; þó voru nokkrar lagfæringar gerðar 1986- 1988." ........... VINNINGASKRA VtOKÆTTl HÁ5+ B—FLOKKUR UTDRATTUR 29. 10. '91 KR. 3.190.875.00 219737 KR. 191.453.00 111060 143279 182635 192034 206392 111177 176016 185220 198440 210229 KR. 12.764.00 101029 102913 102925 102961 104011 105555 108439 110306 110733 111191 112043 112677 112748 113101 116055 116433 120287 121662 124472 132013 132664 132759 137369 141819 143516 144405 144808 145382 146942 148037 148399 148827 159212 159403 159404 169517 169713 170723 171206 172645 172846 173255 173924 175311 176827 178228 179082 179334 179352 179413 180649 180659 180699 180821 180864 182251 182833 183033 183598 184911 185000 185427 186077 186471 187833 188048 188112 188825 189126 190694 191036 192910 195569 196038 196441 197438 198436 199404 199444 202212 202435 204615 206689 207241 211431 211761 212203 212261 212650 213293 214993 216269 217014 217801 218661 218901 219954 220855 222221 224238 Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! SOTTHREINSILOGUR í ELDHÚSIÐ DETTOX er gæddur einstökum sóttvarnareiginleikum og er án lyktarefna. Hann hentar því afar vel í ísskápa, frystikistur, skurðarbretti — í eldhúsið yfirleitt. DETTOX er eftirsóttur hjá þeim sem vilja hvorki óþrif né óbragð af matnum. SKAGFJORfl ál i\J 'J i) k jl'v í i i ;> Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík, sími 24120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.