Morgunblaðið - 30.10.1991, Side 31

Morgunblaðið - 30.10.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1991 31 42. ársþing LH; ALLT EINS OG ÁÐUR VAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Nýkjörin syórn L.H. frá vinstri talið Ingimar Ingimarsson, Sigfús Guðmundsson, Sigbjörn Björns- son, Kári Arnórsson formaður, Jón Bergsson, Guðmundur Jónsson varaformaður og Halldór Gunn- arsson. _________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson Þessi orð sem hrutu af vörum eins þingfulltrúans þegar hann gaf í skyn að hann vildi hafa hlutina óbreytta eiga kannski betur við en annað þegar fjallað er um Landsamband hestamann- afélaga og 42. ársþing þess. Fjárhagur og málefni samtak- anna í öruggum farvegi en vilj- inn til að líta raunsætt fram á veginn virðist takmarkaður. Eru menn ánægðir með tilveruna eins og hún blasir við í dag? Svo virðist vera í fljótu bragði séð en þegar betur er að gáð má skynja undiröldu óánægju. Er þar átt við stórmótamálin sem þrátt fyrir allt virðast ekki jafn mikið leyst og í veðri er látið vaka. Á þinginu lágu fyrir ýmsar tillögur varðandi þau mál og segja má að þær hafi verið afgreiddar með rot- höggi á þingi eftir að nefndir höfðu lagt til að þær yrðu felldar. Krist- inn Guðnason formaður Geysis kom með frávísunartillögu á þær allar áður en nokkur umræða færi fram í þingheimi. Virtist sem margir þingfulltrúar gerðu sér ekki fylli- lega grein fyrir því hvað felist í slíkum tillögum. Voru menn hræddir við að ræða þessi mál á þinginu? Fram kom sú skoðun ýmissa að tilgangslaust væri að taka þær til umræðu sem endaði með þrasi sem drægi þinghaldið á langinn. Eftir þessa snarlegu af- greiðslu gátu menn svo eytt löng- um tíma í þras um fyrirkomulag á úrslitakeppni bama og unglinga. Vera kann að meirihluti þingfull- trúa telji að þar sé á ferðinni mikil- vægara málefni fyrir framtíð land- samtaka hestamanna. Enn og aftur fengu menn nú staðfestingu á því hversu íhaldssöm samtökin eru. Menn hafa ekki vilja eða kjark til að gera ýmsar breyt- ingar sem til bóta kunna að vera og jafnvel ekki einu sinni að ræða það. Hefur það komið berlega í Ijós ár eftir ár bæði á þingum og í starfí LH Það er viðurkennd staðreynd að bæði íjórðungs- og landsmót eru orðin ofhlaðin í dagskrá og af því tilefni hafa verið gerðar tilraunir til að fækka til dæmis gæðingum á þessum mótum án árangurs. Virðist allt stefna í að hestamenn lendi í sömu ógöngum og UMFÍ er komið með sín landsmót sem eru orðin alltof stór og erfítt að fínna aðila sem geta tekið við þeim. Á sama tíma standa menn frammi fyrir stórminnkandi aðsókn að hestamótum og menn velta fyrir sér hvað sé til ráða en engu má breyta. Mönnum ætti að vera í fersku minni að ekki fyrir alllöngu var skipuð milliþinganefnd sem skyldi gera tillögur um breytingar til úrbóta á stórmótahaldi. Sú nefnd skilaði einu áliti sem hljóðaði upp á litlar eða engar breytingar. Virð- ist sem vantað hafí allt hugmynda- ríki og frjóleika í umræðuna og menn einfaldlega ekki þorað að koma með tillögur um róttækar breytingar með einni undantekn- ingu þó. Hefur sú undantekning alltaf verið kveðin niður og nú síð- ast á nýafstöðnu þingi. Jafnframt hefur hugmyndasmiðurinn af mörgum verið talinn vandræða- gemlingur og til mikillar óþurftar í félagsstarfinu og best geymdur heima. Ekki skal hér lagt á það mat hvort þessar umræddu tillögur séu það eina rétta en tvímælalaust viðleitni í þá átt að leita eftir úr- lausnum. I þeim er gert ráð fyrir tvískiptingu landsmóta þannig að þau yrðu haldin á tveggja ára fresti með megin áherslu á kynbótasýn- ingar og gæðingakeppni til skiptis. Er ekki líka rétt að velta því fyrir sér hvort tímabært sé að fara að dæma stóðhesta á vorin, t.d. seinni- partinn í maí, þannig að þeir bestu nýtist til hins ýtrasta allt sumarið. Gera menn sér grein fyrir því að þegar landsmót eru haldin eru flestir bestu yngri hestamir meira og minna tepptir fram á mitt sum- ar í undirbúningi fyrir mótið. Þann- ig má velta hlutum fyrir sér á ýmsan hátt og þannig gætu menn hugsað þegar þeim er fengið það hlutverk að koma með tillögur til breytinga en ekki ganga út frá því í upphafí ferðar að ekki megi hrófla við því grundvallarskipulagi sem fyrir hendi er og að öllum líkindum er gengið sér til húðar. Greinilega mátti skynja þrátt fyrir rólegt þing að ekki eru allir fullkomlega ánægðir með fram- vindu mála innan LH Að minnsta kosti tveir þingfulltrúar yfírgáfu þingsalinn eftir að áðurnefndar frá- vísunartillögur höfðu verið sam- þykktar. Öllum er í fersku minni úrsögn eyfírsku hestamannafélag- anna á sínum tíma út af deilum um val á landsmótsstað. Nú eru Fáksmenn sárir yfir að hafa ekki fengið landsmótið 1994 þótt ekki hafí þeir ákveðið úrsögn úr samtök- unum í það minnsta enn sem kom- ið er. Rætur þessara deilna og óánægju snúast að sjálfsögðu allar um það hvar halda eigi landsmót. Vilja margir ganga þannig frá málum að tveir ákveðnir staðir, annar á Suðurlandi og hinn á Norð- urlandi, verði valdir sem lands- mótsstaðir framtíðarinnar. Helstu fylgjendur þessa eru að sjálfsögðu Skagfirðingar og Sunnlendingar sem eiga aðild að Rangárbökkum sf. og hafa fengið þtjú síðustu landsmót. Eyfírðingar og Fáks- menn vilja hinsvegar halda mögu- leikum fleiri staða á landsmóti opn- um og leggjast eðlilega alfarið gegn slíkum áformum. Aust- og Vestlendingar virðast alveg stikkfrí í landsmótskeppninni ef marka má orð Skúla Kristjónssonar fráfar- andi varaformanns. Þar sagði hann að þessir aðilar væru tilbúnir að afsala sér landsmótum um aldur og ævi. Skúli veit sjálfsagt manna best hvaða umboð hann hefur til slíkra yfirlýsinga. í stuttu máli sagt er hér um að ræða djúpstæða og harða hagsmunabaráttu, því landsmót hafa skilað góðum hagn- aði í gegnum tíðina og stuðlað að mikilli uppbyggingu á viðkomandi mótssvæðum. Lykillinn að lausn þessara mála hlýtur meðal annars að liggja í breytingum á stórmóta- haldi auk þess sem nauðsyn ber til að aðlaga mótshaldið að kröfum mótsgesta í sífellt harðnandi sam- keppni við önnur áhugamál og tóm- stundir. Þarna hafa hestamenn sof- ið á verðinum og látið stöðnunina ná fullmiklum yfirtökum. Annað gott dæmi um íhaldssemi í röðum hestamanna eru tilraunir til fækkunar þingfulltrúa. Á árs- þingi fyrir nokkrum árum var lagt til að fjöldi félagsmanna að baki hveijum þingfulltrúa yrðu 100 í stað 75. Það var fellt í meðförum þingsins þrátt fyrir þá staðreynd að þá þegar voru þingin orðin of fjölmenn og erfiðleikum bundið að halda þau. Fer þeim stöðum sem geta tekið að sér þinghald nú stöð- ugt fækkandi eftir því sem meðlim- um hestamannafélaga fjölgar. Þá eru ónefndar tilraunir stjórnar og annarra til að fækka þingum á þann veg að þau yrðu haldin annað hvert ár og formannafundir árin á milli. Tillaga um þetta hefur verið lögð fram á hveiju þingi um árabil og alltaf verið felld þrátt fyrir að öllum væri fullljóst að málefnaþörf- in fyrir árlegt þing væri ekki fyrir hendi eins og sannaðist enn einu sinni á nýafstöðnu þingi. Aldrei fyrr hefur þessi tillaga þó hlotið eins jákvæða afgreiðslu sem nú, en henni var vísað heim til félag- anna til frekari skoðunar og eiga félögin að skila áliti fyrir 1. apríl á næsta ári. Hestamenn eru sem sagt með eindæmum íhaldssamir, þeir vilja hittast áriega sem flestir og taka í nefið, spjalla saman og þeir sem hæfileikann hafa senda gjarnan frá sér hnyttnar ferskeytlur. Til mála- mynda eru jú sendar inn nokkrar tillögur svo kalla megi samkomuna þing. Eitt sinn var ónefndur þing- fulltrúi spurður hversvegna hann vildi hafa þingin árlega og svarið var „það er svo gaman” og hann bætti við að helst vildi hann hafa þau öll á Hótel Sögu því þá gæti hann slegið því saman við árlegt vikufrí sitt á bændaafslætti á Sögu. Af þeim tillögum sem samþykkt- ar voru á þinginu má geta hér nokkurra. Er þar fyrst að nefna tillögu varðandi reglur um lyfja- notkun á hrossum. Var samþykkt að skipa fímm manna nefnd sem tæki ítarlega á faglegum og félags- legum áhrifum lyfjaprófanna og skili hún áliti fyrir næsta þing. Þá krefst þingið þess að stjóm LH gangi hart fram í því að lög verði sett um reiðleiðir meðfram stofn- brautum, þar sem þær eru hluti af samgöngukerfi landsmanna. Samþykkt var að efla bæri æsku- lýðsstarfið innan samtakanna og lögð skyldi áhersla á að enginn landshluti yrði þar settur hjá. Jafn- framt því var samþykkt að árgjöld aðildarfélaganna yrði óbreytt frá því sem nú er. Tilmæli til hrossa- ræktamendar B.í. um að tilraun yrði gerð með sjálfstæða dóma þriggja dómara við mat á hæfileik- um kynbótahrossa var samþykkt. I frétt um þingið í þriðjudagsblað- inu var talað um spjaldadóma í þessu tilviki sem ekki er rétt og leiðréttist hér með. Að síðustu hvatti þingið þingfulltrúa til að koma á framfæri í félögum sínum tilmælum um að hestamenn gangi það vel um landið, áningarstaði og hlið að þeim sé til sóma og öðmm til eftirbreytni. Auk þess sem hvatt var til aukinnar notkunar endursk- insmerkja. Undir liðnum „Hrossabúskapur á íslandi” fluttu Bima Hauksdótt- ir, hrossabóndi í Skáney, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, og dr. Ólafur Dýrmundsson framsögu- erindi. Var þetta mjög fróðlegur málflutningur og gæti verið áhuga- vert fyrir einstök hestamannafélög að fá þá Ólaf og Svein á fræðslu- fundi hjá félögunum. Fjölluðu þeir um hrossafjölda á íslandi og beitar- mál. í stjóm voru kjömir Guðmund- ur Jónsson, varaformaður, Sigfús Guðmundsson og Sigbjörn Bjöms- son, meðstjómendur. í varastjórn voru kjörnir Marteinn Valdimars- son, Elísabet Þórólfsdóttir, Stefán Bjarnason, Kristmundur Halldórs- son og Ágúst Oddsson. ÁRIMAÐ HEILLA Hjónaband. Brúðhjónin Guðbjörg Leifs- dóttir og Óskar Sigurðsson, til heimilis að Bergstaðastræti lla í Reykjavík, voru gef- in saman í Hnífsdalskapellu 17. ágúst sl. Prestur var sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Hjónaband. Brúðhjónin Sonja Harðardóttir og Jóhann Jónasson, til heimilis að Fífu- seli 16 í Reykjavík, voru gefin saman í ísafjarðarkapellu 15. júní sl. Prestur var sr. Karl V. Matthíasson. Hjónaband. Brúðhjónin Guðrún M. Karls- dóttir og Þröstur Óskarsson, til heimilis að Tangagötu 26 á ísafirði, voru gefin saman í Staðarkirkju í Súgandafirði 20. júlí sl. Prestur var sr. Karl V. Matthíasson. Hjónaband. Brúðhjónin Jóhanna Einars- dóttir og Hallgrímur Magnús Sigurjþnsson, til heimilis að Brautarholti 14, ísafirði, voru gefín saman í Hólskirkju í Bolungar- vík 24. ágúst sl. Prestur var sr. Sigríður Guðmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.