Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 28
'28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra: Framhaldsskólinn á í miklum vanda „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er skólagjöldum ætlað að standa undir nokkrum kostanði við framhaldsskólana og háskólastigið,” sagði Ólaf- ur G. Einarsson, menntamálaráðherra, í utandagskrárumræðu um skól- amál á Alþingi á dögunum. Rætt er um allt að kr. 8.000 gjald á fram- haldskólastigi og allt að kr. 17.000 gjald á háskólastigi. „Eg tek skýrt fram sagði ráðherra að hér er um heimild að ræða en ekki skyldu skólanna til að nýta þessa heimild. Verið er kanna sérstaklega hverjar Jheimildir raunverulega felast i giidandi lögum til innheimtu sérstakra gjalda og hvaða rekstrarliðir í skólum það er eru sem með slíkri gjald- töku má greiða. Ef það reynist svo að kr. 8.000 á nemanda sé of há tala, þá verður það leiðrétt fyrir afgreiðslu fjárlaga.” „Ótvíræð skylda nemenda að greiða skólagjöld” Menntamálaráðherra gat þess að forveri hans hafí fengið greinargerð frá Ammundi Backmann, lögfræð- ingi, um skólagjöld, af sérstöku til- efni. I álitsgerðinni segir m.a.: „Eg tel að það sé ótvíræð skylda nemenda í framhaldsskólum að greiða skólagjöld. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 57/1988, með áorðnum breytingum, skal skólanefnd ákveða upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga, svo sem innritunargjöld, efnisgjöld, pappírsgjöld og nemendasjóðsgjöld. -18. mgr. 15. gr. reglugerðar segir enn fremur að það sé hlutverk skóla- nefndar að ákveða að fengnum tillög- um skólameistara upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við inn- ritun í námsáfanga ... og sjá um bókhald yfír gjöldin og endurskoð- un.” Ráðherra sagði ennfremur að inn- heimta af þessu tagi hefði átt sér stað. „Sú innheimta er einfaldlega staðreynd. Ég hefí því miður ekki nákvæmar tölur um þetta, en ég hef nefnt töluna 250 m.kr., sem samtals hafi verið innheimt í þessu kerfi. En ég hefi ástæðu til að ætla að þessi tala sé töluvert mikið hærri ef sér- skólarnir eru teknir með og ef farið væri sérstaklega ofan í ýmsa inn- heimtu vegna efnisgjalda hjá sérskól- um og reyndar fjölbrautaskólum líka... Ég verð að segja alveg eins og er að mér hefur þótt það hijóma dálítið einkenniiega þegar einstakir skólameistarar skrifa lærðar greinar gegn þessum hugmyndum um inn- heimtu skólagjalda, sérstaklega þeg- ar um er að ræða skólameistara sem hafa stundað þessa innheimtu án þess að gera ráðuneytinu grein fyrir henni en slík dæmi er til. Það er holhljómur í slíkum skrifum.” Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra. Kennaraháskóli íslands Menntamálaráðherra vék síðan máli sínu að Kennaraháskólanum, sem hafí m.a. það hlutverk, auk þess að sinna hefðbundnu kennaranámi, að vera vísindaleg rannsóknarmið- stöð í uppeldis- og kennslufræðum, sem og að annast endurmenntun og símenntun. Hér sem víðar hafí fjár- magn skort til að fylgja þessum kvöð- um eftir sem vert væri. Ráðherra sagði að í lögum um skólann frá 1988 væri lagður grunn- ur að lengingu kennaranáms um eitt ár, úr þremur í fjögur. Framkvæmd- Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn): Góð menntun bezta veganest- ið í samkeppni komandi ára Kristín Ástgeirsdóttir (Kvl-Rv) hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi um skólamál í liðinni viku. Hún sagði að skóla hefði verið lokað nokkr- um dögum áður en starf átti að hefjast. Skólum hafi verið skipað að skera niður útgjöld og fækka nemendum eftir að skólastarf var hafið. Aðrir hafi verið sviptir leyfi til breytinga og lengingar náms, auk þess sem sú stefnubreyting hafi verið boðuð, að nemendur skuii standa að hluta til undir rekstri ríkisskóla með skólagjöldum. - Sigríður A. Þórð- ardóttir (S-Rn) sagði að gildi menntunar hafi alltaf vegið þuugt í lífs- baráttu þjóðarinnar, en vægi hennar væri meira nú en nokkru sinni fyrr, þegar við blasti harðnandi samkeppni við nágrannalönd í flestum greinum. Samstaða um þróun skólakerfis rofin Kristín Ástgeirsdóttir sagði að svo virtist sem verið væri að ijúfa þokkalega samstöðu um þróun skóla- kerfísins. Allt í einu væri mennta- kerfíð orðið of dýrt. Allt í einu væri Lánasjóður námsmanna orðinn sem fyrirtæki, sem reka ætti með hagn- aði. Allt í einu ættu foreldrar, sem standi undir skólakerfínu með al- mennum sköttum, að borga aukalegá fyrir menntun bama sinna með sér- stökum skólagjöldum. Kristín spurði hvort menntunin væri orðin of mikil? Hvort menntun væri ekki fjárfesting sem skilaði sér til samfélagsins? Hún sagði rangt að vitna til skólagjalda | í sérskólum, sem velja nemendur sína ' sjálfír og eru reknir af einkaaðilum, sem fordæmis fyrir almennt fram- haldsnám. Menntakerfið ásamt heilbrigðis- kerfínu á að hafa forgang. Standa ' þurfi vörð um skólakerfið og styrkja það, frá grunnskólum upp í háskóla. Og hvert mannsbam á að eiga sama rétt og hafa sömu aðstöðu til að njóta menntunar sem talin er nauðsynleg hveijum manni. Þingmaðurinn gagnrýndi harðlega að lenging kennaranáms í fjögur ár næði ekki fram að ganga. Hún gagn- rýndi jafnframt að þegar framhalds- skólar voru opnaðir öllum, sem lokið hafa grunnskólaprófí, hafí engar ráð- stafanir verið gerðar til að mæta þessari breytingu af hálfu ríkisvalds- ins. Hún sagði og löngu tímabært að skólar á háskólastigi skilgreini þær kröfur sem gera þarf til nem- enda í hinum ýmsu námsgreinum, svo nemendur viti að hveiju þeir ganga. Héraðsskólinn í Reykjanesi - skólamál á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson (Abl- Vf)gagnrýndi lokun Héraðsskólans í Reykjanesi, 10% samdrátt í kennslukvóta Menntaskólans á ísafírði og synjun skólayfírvalda á beiðni um að starfrækt yrði öldunga- deild á IIólmavík._ Næstur talaði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra og er mál hans rakið á öðrum stað hér á síð- unni. Að lokinni ræðu ráðherra hófst nokkurt karp um þingsköp, það er að beiðni Krístínar Ástgeirsdóttur um utandagskrárumræðu um skóla- mál almennt og beiðni Kristinns H. Gunnarssonar um utandagskrárum- ræðu um málefni Héraðsskólans á Reykjanesi voru felldar undir einn og sama umræðuhattinn. Matthías Bjarnason (S-Vf) fann að því við Kristinn H. Gunnarsson að hafa fall- izt á að ræða þessi tvö mál samtím- is, „eftir að þingmenn Vestfjarða að einum undanskildum, hv. heilbrigðis- ráðherra, höfðu talað um það taka málið upp á þingi”. Matthías Bjama- son upplýsti að könnun á áhuga Hólmvíkinga á námi í öldungadeild hafi gefið góða raun. Alls hafí 34 lýst áhuga á slíku námi, auk 16 ein- staklinga, sem höfðu áhuga á að afla sér 9-tonna-skipstjórnarrétt- inda, og 9, sem hugðu á vélvarð- amám. Matthías vitnað til öldunga- deildar á Flateyri, þar sem greidd voru skólagjöld. Beiðni Stranda- manna um starfrækslu öldungadeild- ar á Hólmavík var hafnað af mennta- málaráðuneytinu. Matthías sagði 30 umsóknir um skólavist í Héraðsskólanum á Reykjanesi hafa legið fyrir. Þing- menn Vestfjarða hafí verið reiðubún- ir til að ræða framtíð skólans við skólayfírvöld. Bréfí þar um hafí ekkf verið svarað. Þvert á móti hafí verið tekin ákvörðun um að leggja kennslu niður í vetur. Matthías gagnrýndi harðlega hvern veg hafí verið að þessu máli staðið. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði að ráðuneytið hafi ekki treyst sér til að vpr^,v(ið beiðni um öldungadeild í Hólmavík „að þessu sinni þar sem fjárveiting var ekki fyrir hendi og ekki horfur á að hún fengizt á aukafjárlögum”. Varðandi kennslukvóta Menntaskól- ans á ísafirði hafí verið um að ræða beiðni, sem beint var til fleiri hlið- stæðra skóla, og varðaði fjárlögin fyrir árið 1992. Á niðurskurðartím- um gangi slíkar beiðnir yfir alla þætti í ríkisbúskapnum. Héraðsskól- inn á Reykjanesi verði ekki starf- ræktur á þessu skólaári vegna of fárra nemenda. Jöfn aðstaða til menntunar mikilvæg Valgerður Sverrisdóttir(F-Ne) sagði menntun mikilvægasta aflið í baráttunni gegn félagslegu og efna- hagslegu órétti, hleypidómum og of- stæki, og fyrir mannúð og mannrétt- indum. Menntun væri að auki grund- völlur framfara á tækniöld. Það væri því mikilvægt að fólk hefði jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu og efnahag. Þingmaðurinn sagði það vandamál, hve erfiðlega gengi að fá réttindakennara út á landsbyggðina. Valgerður gagnrýndi hugmyndir um skólagjöld á framhalds- og háskóla- stigi. Hún sagðist hinsvegar ekki andvíg hugmyndum um að stytta þann tíma sem nú þarf til að ljúka stúdentsprófi Þingstörfin ganga óvenju hægt Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) sagði umhugsunarvert að aðeins 10 þingmál væru kominn til nefnda „og að ótrúlega mikill tími hafí farið í óhefðbundna umræðu á þeim 24 dögum sem liðnir eru af þinginu”. „Miðað við þann áhuga sem oft hefur komið fram að við færum þing- hald okkar í átt að því sem við- gengst í nágrannalöndum, og er ég þar að vísa í þyngra vægi nefndar- starfs þingmanna, fínnst mér við ótrúlega föst í átaka- og orðræðu- formi þingfunda frá fornu fari ...” Rannveig sagði það boðað í hvít- bók ríkisstjórnarinnar að skipuleggja skólamál til lengri tíma litið. Þar væri og boðað að leitað verði nánara samráðs við þann aðila, sem ber ábyrgð á rekstri, bæði leikskóla og grunnskóla, en það eru sveitarfélög- in. Leita ætti leiða til að framhalds- skólinn geti þjónað fjölbreyttari þörf- (ijun, ne^ijda (Jog; búi^ (J)á, ui)dir ,sésr- hæfðar námsbrautir og starfsnám; að tekið verði mið af þörfum viðkom- andi atvinnugreina viðvíkjandi starfsnámi. Þá sé áhugi á að kanna, hvor hér sé hægt, eins og víða ann- ars staðar, að ljúka stúdentsprófí við 18 ára aldur. Einnig að fá fyrstu námsgráðu í háskóla ári fyrr. Þingmaðurinn sagði að þó margt hafi breytzt á framhaldsskólastiginu með tilkomu fjölbrautaskólanna þá hafi samt ríkt visst tregðulögmál í þeirri heildarsýn á samspili atvinnu- lífs og menntakerfis, sem hér þyrfti að vera fyrir hendi. Reykjanesskóli við Djúp Einar K. Guðfinnsson (S-Vf) taldi óheppilegt að rugla hér saman umræðu um Reykjanesskóla við Djúp og skólamál almennt. Hann sagði það sannfæringu sína að ákvörðunin um lokun Reykjanesskóla hafi verið ónauðsynleg og óréttmæt. Einar sagði að skólinn hefði gegnt mikil- vægu hlutverki í skólahaldi á Vest- ijörðum. Hann hafi verið menntaset- ur Isafjarðardjúpsins. Það sé út af fyrir sig rétt hjá ráðherra að breytt- ar aðstæður í sveitum landsins og breyttar aðstæður í landinu kalli á endurskoðun á skólahaldi, en sú end- urskoðun átti ekki að hefjast með því að leggja skólastarf af þessu tagi fyrirvaralítið niður. Einar sagði það ámælisvert af yfirvöldum mennta- mála, fyrr og síðar, að hafa ekki viðurkennt sérstöðu þessa skóla. Svavar Gestsson (Abl-Rvk) taldi að síðasti ræðumaður hafí talað ófag- lega um málið. „Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir því að um árabil var ástandið í uppnámi í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp og á því var tekið af fyrrv. menntamála- ráðherra í fullri sátt við heima- menn.” Svavar, Einar K. og fleiri þingmenn körpuðu síðan um stund um sérmál Reykjanesskólans. Leiðbeinendur og kennarar Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (Kvl-Vf) sagði að menntun væri fjár- festing til frambúðar. Það væri skylda ríkisvaldsins að sjá öllum grunnskólanemum fyrir lögboðinni menntun frá sex ára aldri, burt séð frá búsetu. Misjafnlega gengi að standa við þessa kvöð. Skólahús væru misjöfn og misvel búin tækjum. Víða skorti menntaða kennara. Hlut- fallleiðbeinenda v,æri yfir 5Q% í sum- in hafí kallað á mikið fjármagn, m.a. verulegar byggingarframkvæmdir, og því hafí henni verið slegið á frest. Það sé heldur ekki rétt leið til að bæta úr kennaraskortinum í landinu að efna til aðgerða einmitt nú, sem hafi það í för með sér að enginn kennari verði útskrifaður árið 1994. Það verði einfaldlega að undirbyggja þessa ákvörðun betur. Vandi framhaldsskólanna Ráðherra sagði ljóst að framhalds- skólinn [menntaskólarnir] ættu í miklum vanda, sem stafaði bæði af gáleysislegum ákvörðun fyrri stjórn- valda og breyttum þjóðfélagsháttum. Búið er að opna framhaldsskólann fyrir öllum. Hann er orðinn almenn- ingsskóli í þeim skilningi, að nú er ætlast til að nær allir fari í fram- haldsskóla og að nær allir taki stúd- entspróf. Framhaldsskólinn var hins vegar engan veginn í stakk búinn til að taka á móti öllum þeim mikla fjölda nemenda, misjafnlega undir framhaldsnám búnir, sem þangað leitar. Þessi opnum framhaldsskólanna fyrir öllum hafi verið framkvæmd án þess að tryggja samhliða nægi- lega fjölbreytilegt nám og án þess að tryggja nægilegt flármagn í tengslum við breytinguna. Nemendur eru, sem fyr segir misjafnlega undir framhaldnámið búnir. Rannsóknir sýni að allt að 20% þeirra eigi veru- legum erfíðleikum í framhaldsskó- lanum. um skólum. Útskrifaðir kennarar skiluðu sér ekki í grunnskólana, m.a. vegna lágra launa. Þar að auki væri tregða hjá kennurum að fara langt út fyrir suðvesturhornið til starfa. Ástæðan væri stundum sú að hjón, sem bæði hefðu háskólamenntun en ekki á sama sviði, þyrftu bæði að fá störf við hæfí þar sem þau settust að til frambúðar. Skólagjöld og tekjustofnar Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra spurði, hvar háttv. þingmaður Svavar Gestsson, hefði verið þegar skólagjöld voru lögð á á skólaárið 1990-1991? Var hann þá ekki í menntamálaráðuneytinu? Sva- var Gestsson sagði rétt vera að inn- heimt hefðu verið skólagjöld í sinni ráðherratíð. Þau hafi hinsvegar gengið til markaðra útgjalda, s.s. til kaupa á efni og til félagsstarfs o.sv.fv. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son (F-Ne) sagði m.a. að það væri grundvallaratriði fyrir framtíð Há- skólans á Akureyri að hann fengi „sjálfstæðan tekjustofn” til uppbygg- ingar eins og Háskóli íslands há- skólahappdrættið. Fjölbreyttari námsleiðir í framhaldsskólum Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn) sagði að við lifðum í síbreytilegum heimi, sem einkenndist í senn af sam- keppni og samvinnu, eins og skýrt hafi komið fram í umræðum um Evrópska efnahagssvæðið. Oft hafi verið þörf en nú væri nauðsyn að huga vel að menntakerfí okkar. Án góðrar undirstöðu- og framhalds- menntunar stöndumst við ekki öðrum þjóðum snúning í viðblasandi sam- keppni komandi ára. Sigríður Anna sagði að við hæfum skólagöngu seinna en jafnaldrar í öðrum löndum. íslenzk börn verðu styttri tíma á dag í nám í skólanum. Og þau útskrifðust síðar úr fram- halds- eða menntaskólum - og hefja síðar nám í háskóla. Spurning sé, hvort við nýtum tímann nógu vel í þessu efni. Framhaldsskólinn hefur verið opn- aður upp á gátt en fyrirhyggjulaust. Þess hafí ekki verið gætt að búa framhaldsskólann undir það að taka við mun fleiri nemendum og misjafn- lega í stakk búna til slíks framhalds- náms en áður. Það væri og spuring, hvort .jafnrétti” væri í því fólgið að vísa öllum „sömu leið, óháð hæfíleik- um og þörfum einstaklinganna”. Við höfum lagt ofuráherzlu á stúdents- menntunina, en á skortir meiri fjöl- breytni í framhaldsnámið, það er fleiri - og jafnvel styttri - námsbraut- ir, sem tengjast atvinnulífinu. En jafnvert verður að gæta þess að stúd- entsprófíð haldi gildi sínu sem próf sem veitir aðgang inn í Háskólann. Ýmsir fleiri þingmenn tóku til máls en rúm leyfír ekki lengri frá- SÖgn. . • ) , ( , | j'j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.