Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 MIÐAUSTURLANDARAÐSTEFNAN I MADRID Segjast verða varir við nýjan tón hjá Israelum Madrid. Reuter. HANAN Ashrawi, sem fer framarlega í flokki Palestínumanna á friðarráðstefnunni í Madrid, sagði í gær að vart hefði orðið við nýjan tón hjá ísraelum. „Við vonumst til að heyra þennan tón endur- óma þegar afstaða þeirra kemur fram í samningaviðræðunum,” sagði hún. Faisal Husseini, annar af for- ystumönnum Palestínumanna, sagðist við komuna til Madrid í fyrradag vera bjartsýnn. „Þetta er upphafið að vegferðinni til friðar,” sagði hann. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), fór hins vegar hörðum orðum um Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, í Útbreiðsla landnema á hemáms- svæðunum verður vafa- laust ofar- lega á blaði í Madríd. viðtölum við spánska fjölmiðla sem birtust í gær og fyrradag: „Hann er stórglæpamaður sem aðhyllist útþenslustefnu.” Arafat er ekki sjálfur staddur í Madrid en sendi- nefnd frá PLO kom þangað í gær. Fulltrúar Palestínumanna á ráð- stefnunni segjast ekki ætla að hafa nein samskipti við PLO á meðan fundirnir standa enda gæti það spillt fyrir. Talið er að ýmis araba- ríki muni bera boð á milli þessara aðija. ísraelar sökuðu Hanan Ashrawi í gær um að standa á bak við of- beldisverkin í ísrael í fyrradag. „Við vitum ekki enn hveijir árásar- mennirnir eru en við vitum að einn ráðgjafinn í sendinefnd Palestínu- manna í Madrid, Hanan Ashrawi, hvatti til þess að ofbeldi á götum úti yrði aukið,” sagði Moshe Arens varnarmálaráðherra. Ungir Palestínumenn kveikja í ísraelska fánanum og mótmæla þátttöku Palestínumanna unni í Madrid. Skiotinq mannfjölda Heimild: Ofek Graphics Gólan- hæðir Vestur- bakkinn Gaza- svæðið Landnám 33 118 14 Gyðingar 10.600 78.600 3.300 Aðrír 15.300 915.000 612.000 Líbanon / Sýrtand Iran Irak Jórdanla Sádl Arabia ÍSRAEL/ |{y \ Washington. Jerúsalem. Madrid. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði í fyrrakvöld í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC að öll mál yrðu á samn- ingaborðinu í Madrid. En þegar hann lagði af stað til Madrid í gær var hann öllu harðorðari vegna morðanna á tveimur ísraelum í fyrra- kvöld. í viðtalinu við NBC var Shamir, sem er. í forsæti ísraelsku sendi- nefndarinnar, spurður hvort til greina kæmi að láta hernumdu svæðin af hendi í skiptum fyrir frið- arsamninga og kalla heim ísraelska landnema á hernumdu svæðunum. „Það verður hægt að brydda upp á öllu við samningaborðið. En það þýðir ekki að við ætlum að gefa þetta eþa hitt eftir,” sagði Shamir. Hann sagði að ísraelar væru sann- færðir um að Vesturbakkinn og Gazaræman hefðu tilheyrt gyðing- um í þúsundir ára. „E.t.v. eru Pal- estínumennir á sömu skoðun. Þá skulum við semja um lausn, leið til að afstýra stríði.” í samtali við fjölmiðla í ísrael áður en Shamir lagði af stað sagði hann að tími væri kominn til að ljúka stríði og þjáningum: „Ég held að arabískur almenningur og sérstaklega Palest- ínumennirnir hafi fengið sig fullsadda...Það er tímabært að koma á breytingum, byltingar- kenndum breytingum, að koma á friði.” Þegar Shamir fór frá Ben Guri- on-flugvelli í Tel Aviv í gærmorgun var hann öllu harðorðari. Kvöldið áður höfðu palestínsk öfgasamtök ísraelar og* arabar koma til við- ræðnanna með ólík markmið Madrid. Reuter. ÍSRAELAR og arabar koma á ráðstefnuna um frið í Miðausturlönd- um með ólík markmið. Hér er er tíundað það helsta sem sendi- nefndir þeirra keppa að. ísraelar ísraelar urðu síðastir til að fall- ast á þátttöku í friðarráðstefnunni: • Vilja að ráðstefnan verði skammvinn, nokkurs konar form- leg setningarathöfn, og á eftir henni komi tvíhliða viðræður við einstök arabaríki. • Vonast til að undirrita friðar- sáttmála við næstu nágranna sína, Sýrlendinga, Jórdani og Líbani, þar sem þeir viðurkenni tilverurétt Israels. • Leggjast gegn stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna og því að palestínskir flóttamenn snúi aftur. • Hafna kröfum Bandaríkja- manna og Sameinuðu þjóðanna um að Israelar láti af hendi landsvæði sem þeir hernámu í stríðinu gegn aröbum 1967. • Vilja veita Palestínumönnum á Vesturbakka Jórdanar sjálfstjórn til bráðabirgða eins og kveðið er á um í Camp David-friðarsáttmála ísraela og Egypta frá 1978. Hins vegar segja þeir að ekki komi til greina að semja um framtíð Austur-Jerúsalem, sem þeir her- námu eftir strfðið. • Segja að ísraelar og arabar verði að semja um ótiltekna varan- lega lausn varðandi framtíð her- teknu svæðanna. • Vona að gengið verði frá sam- komulagi við arabaríkin um mál eins og takmarkanir á vígbúnaði og vatnsréttindi í samningaviðræð- unum við arabaríkin eftir ráðstefn- Palestínumenn • Vilja stofna sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu. Austur-Jerúsalem verði höfuð- borg þess. • Vona að friðarráðstefnan verði til þess að binda enda á 24 ára hernám ísraela á landi þeirra. • Reiðubúnir að fallast á sjálf- stjórn í allt að fimm ár, að því til- skildu að þeir ráði yfir auðlindum og vatnslindum á þessu tímabili, auk þess sem löggjöfin verði í þeirra höndum. • Kynnu að fallast á sambands- ríki með Jórdönum en vilja að ákvörðun um slíkt verði ekki tekin fyrr en eftir að Palestínuríki verði stofnað. • Eru líklegir til að vekja máls á því að um 2,5 milljónir Palestínu- manna, sem hafa leitað hælis í arabaríkjum frá stríði ísraela og araba 1948, fái að snúa heim. • Vilja að Israelar sýni vilja til sátta með því meðal annars að láta tæplega 10.000 palestínska fanga lausa, binda enda á eftirlit hermanna á götunum, veita Palest- ínumönnum ferðafrelsi og heimila starfsemi stjórnmálaflokka þeirra. Sýrlendingar • Vilja að ísraelar fari af öllum landsvæðum araba, sem þeir her- námu 1967, meðal annars Gólan- hæðum og Austur-Jerúsalem. • Segja ekki koma til greina að semja um að ísraelar skili Gólan- hæðum án þess að lausn liggi fyr- ir í Palestínumálinu. • Vilja að ísraelskir hermenn verði fluttir frá Suður-Líbanon en hafa fallist á það sjónarmið líban- skra stjórnvalda að ræða beri þetta mál sérstaklega í viðræðunum í Madrid. • Segja fjölþjóðlegar viðræður um önnur mál ekki koma til greina fyrr en Israelar fallist á að láta öll landsvæði araba af hendi. utan hernumdu svæðanna og í Jórdaníu. Flestir þeirra flýðu þang- að eftir stríðin 1948 og 1967. • Vilja að landnám gyðinga á hernumdu svæðunum verði stöðv- að. • Vilja að árangur náist í deil- unni um landsvæðin til að hægt verði að semja um helsta hagsmun- amál Jórdana - vatn. Mikill vatnsskortur er í Jórdaníu og þeir þurfa að ná samkomulagi við Isra- ela um vatnslindir sem Austur- og Vesturbakkinn deila með sér. Líbanir Jórdanir Taka þátt í viðræðunum í sendi- nefnd með Palestínumönnum: • Krefjast þess að ísraelar láti hernumdu svæðin af hendi, þar á meðal Austur-Jerúsalem. Palest- ínumenn eru hvergi jafn margir • Vilja að ísraelar flytji hermenn sína tafariaust frá suðurhluta Líb- anons og án skilyrða. Um 1.000 ísraelskir hermenn eru á 15 km breiðu „öryggissvæði” innan land- amæra Líbanons sem komið var á 1985. • Krefj ast þess að þetta mál verði rætt sérstaklega í Madrid, þannig að hægt verði að leysa það þótt ekki náist samkomulag um önnur deilumál araba og Israela. • Segja að Líbanonsher muni hafa eftirlit með suðurhluta lands- ins þegar ísraelsku hermennirnir fari þaðan og komi í veg fyrir árás- ir skæruliða á ísrael. • Segja að fjölþjóðlegar viðræður um önnur mál komi ekki til greina fyrr en ísraelar fallist á að láta hernumdu svæðin af hendi. ♦ ♦ ♦ t i Reuter í friðarráðstefn- Yitzhak Shamir segir að öll mál verði á samningaborðinu & I skotið tvo ísraela til bana á hern- umdu svæðunum. „Allir íbúar ísra- els og heimsbyggðarinnar heyrðu í gær og skildu hver raunveruleg merking ólívugreinarinnar er sem palestínsku morðingjarnir bera. Við vitum hvernig á að ráðast gegn þeim og leiðtogum þeirra.” Sendi- menn Jórdaníu og Palestínumanna komu með ólívugreinar til Madrid en þær eru friðartákn og er talið að Shamir hafi verið að vísa til þessa. Ehud Olmert, heilbrigðisráðherra ísraels, sagði í gær í viðtali við þýska dagblaðið Bild að ráðstefnan í Madrid væri sjónarspil fyrir fjölm- iðla. Sér virtist sem þarna væri um að ræða upphafið að kosningabar- áttu George Bush Bandaríkjafor- seta. I I Mannfall í suðurhluta Líbanons Jerúsalem. Týrus. Reuter. SKÆRULIÐAR hliðhollir írön- um gerðu í gær tvær árásir á ísraelska hermenn í suðurhluta Libanons. Talið er að þrír hafi fallið og fimm særst. Hermennirnir féllu þegar sprengja sprakk á vegi þar sem þeir fóru um. Talið er að Hizbollah- samtökin standi á bak við sprengin- una. Ekki var greint frá árásinni í ísraelskum fjölmiðlum. Tvenn samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér á árás á langferðabif- reið á mánudag þar sem bílstjórinn og einn ísraelskur landnemi féllu. Þar er um að ræða samtökin Hiz- bollah-Palestína og Fylkinguna til frelsunar Palestínu (PFLP). Israelski herinn hefur vísað á bug fréttum um að ísraelar hafi í fyrri- nótt skotið niður þrjá skæruliða sem komu á flugdrekum frá Líbanon og virðast þær ekki eiga við rök að styðjast. Samkvæmt óstaðfestum fréttum felldi áhöfn ísralskrar þyrlu einn mann og særði fjóra í árás úr lofti á flóttamannabúðir Palestínu- inanna nærri Týrus í Líbanon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.