Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 21 Dagskráin: Palestínu- mennfá jafn langan ræðutíma og Israelar Bush og Gorb- atsjov flytja ávörp Madrid. Reuter. ÍSRAELAR féllust á það í gær að Palestínumenn fengju jafn langan ræðu- tíma og aðrar sendinefndir á friðarráðstefnunni í Madrid. Formleg dagskrá ráðstefn- unnar hefst í dag miðvikudag kl. 9.30 með því að Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, flytur ávarp. Síðan taka George Bush Bandaríkja- forseti og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, til máls. Síðdegis í dag flytja sendi- nefnd Evrópubandalagsins og Egyptalands ávörp. A morgun fimmtudag hefst dagskráin með því að sendi- nefnd ísraels tekur til máls. Síðan er komið að jórdansk- palestínsku sendinefndinni. Síðdegis tala fulltrúar Líban- ons_ og Sýrlands. Á föstudag byrjar dagskrá- in einnig með ræðu ísraela og síðan talar jórdansk-palest- ínska sendinefndin, og þá sú líbanska, sýrlenska og egypska. Þessari fyrstu lotu lýkur svo með ávörpum Borís Pankíns, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og James Bak- ers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Á ráðstefnunni eru auk þess áheyrnarfulltrúar frá Samein- uðu þjóðunum og arabríkjum. Sendinefnd frá Frelsissamtök- um Palestínu (PLO) er einnig stödd í Madrid. ísraelar féllust á það í gær að Palestínumenn fengju jafn mikinn tíma og aðrar sendi- nefndir. Fyrst kröfðust þeir þess að Palestínumenn og Jórdanir skiptu á milli sín 45 mínútum. Bandaríkjamenn stóðu hins vegar fastir fyrir og kröfðust þess að Palestínu- menn og Jórdanir fengju hvor- ir sín þijú kortér. í næstu viku er stefnt að því að hefja tvíhliða viðræður milli ísraela annars vegar og Sýrlendinga, Líbana og jórd- önsk-palestínsku sendinefnd- arinnar hins vegar. Reuter Miyazawa tekur við af Kaifu Kiichi Miyazawa, nýkjörinn leiðtogi Fijálslynda lýðræðisflokksins í Japan, fagnar á þingi flokksins í gær, er hann tók formlega við embættinu. Búist er við að hann taki í vikunni við embætti forsætisráðherra landsins af Toshiki Kaifu, fyrrverandi leiðtoga stjórnarflokksins. Upplausnin í Sovétríkjunum: Eru afvopnunar- samningar í hættu? Brussel. Reuter. UPPLAUSNIN í Sovétríkjunum gæti stofnað í hættu tímamótasamn- ingi frá siðasta ári um gagnkvæman niðurskurð hergagna í Evrópu og framtíðaráætlanir um fækkun herafla í álfunni, að því er heimild- armenn innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) sögðu í gær. Litið hefur verið á samninginn um gagnkvæma fækkun' í hefð- bundnum herafla í Evrópu, CFE- samninginn svokallaða, sem NATO og hið fyrrverandi Varsjárbandalag undirrituðu á síðasta ári, sem horn- stein afvopnunar eftir að kaldastríð- inu lauk, og voru bundnar vonir við, að hann mundi gera mögulegan umtalsverðan niðurskurð hergagna frá Atlantshafi til Úralfjalla. En heimildarmennirnir sögðu, að krafa Úkraínu um hernaðarlegt sjálfstæði hefði haft í för með sér, að vafamál væri, hvort samningur- inn yrði staðfestur og honum fram- fylgt af stjórnvöldum einstakra landa og hvort eftirlit í framhaldi af því væri mögulegt. „Ef Úkraína verður sjálfstæð og gengst ekki undir takmarkanir þær sem samningurinn kveður á um, er erfitt að sjá fyrir sér, að önnur lönd sjái sér fært að gera það,” sagði einn heimildarmannanna, „og ef CFE-samningurinn verður ekki staðfestur bráðlega og honum framfylgt, verður aldrei um annan slíkan að ræða. Þar með hefur grundvellinum verið kippt undan eftirliti með vopnabúnaði í Evrópu og glundroði tekur við.” A mánudag sagði Borís Jeltsín, forseti Rússlands, að Rússar myndi stofna eigin her, ef önnur lýðveldi, þar á meðal Úkraína, létu verða af því. Heba heldur við heilsunni 6 vikna námskeið fyrir jól æfingabl meö tónlist M - magi, rass, læri Teygjur - slökun Nudd- og Trimmform- meöferö HEILSURÆKTIN HEBA, Auðbrekku 14, Kópavogi sími 642209 Danskir jafnaðarmenn: Bjerregárd lætur af þing’flokksformennsku Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, frétlaritara Morgunblaðsins. DANSKIR jafnaðarmenn hafa ákveðið að Ritt Bjerregárd, fyrrverandi ráðherra, skuli láta af formennsku í þingflokki þeirra eftir mánaðarlanga deiiu um húsnæði hennar í Kaup- mannahöfn. Bjerregárd hafði neitað að flytja úr 200 fer- metra íbúð, sem hún hafði útvegað sér með hjálp banka til að sleppa við langan biðlista fólks, sem hefur óskað eftir húsnæði í höfuð- borginni. Hún hefur þó kosið að hafa áfram lögheimili á Fjóni og nota íbúðina þegar þingið er að störfum. Þannig lækka skattar hennar um nokkur prósent. Deilan um húsnæðismál Bjerre- gárds hefur skaðað jafnaðarmenn jafn mikið og Tamíla-málið ihalds- menn. Svend Auken, formaður flokksins, ákvað því í gær að hún skyldi láta af formennsku í þing- fiokknum og tók sjálfur við af henni til bráðabirgða. Hún verður hins vegar áfram þingmaður. Ritt Bjerregárd var kennslu- málaráðherra í stjórn Ankers Jorg- ensens á árunum 1975-78 en for- sætisráðherrann vék henni frá vegna þess að hún hafði lifað í munaði á lúxus-hóteli er hún var á ferð í París. --------h+H--------- ■ HONG KONG - Bretar og Víetnamar hafa undirritað samning um flutninga á víetnömsku flótta- fólki frá Hong Kong til heimalands- ins. Samningurinn nær til allra þeirra, sem ekki hafa fengið hæli á Vesturlöndum sem pólitískir flótt- amenn. Breska utanríkisráðuneytið sagði að stjórnvöld í Víetnam hefðu lofað að hegna ekki flóttafólkinu. ■ MOSKVA - Þing Úkraínu samþykkti í gær að loka Tsjerno- byl-kjarnorkuverinu árið 1993. 31 maður beið bana í apríl 1986 er gífurleg sprenging varð í einum af kjamakljúfi versins og slysið olli einnig geislamengun í Evrópu. Eld- ur kom upp í öðrum kjarnaofni fyrr í mánuðinum. ■ MANILA - Kínverska skák- konan Xie Jun varð í gær heims- meistari í skák kvenna eftir að hafa sigrað sovéska heimsmeistar- ann Maju Tsjíbúrdanídze í Manila. Sovéskar skákkonur höfðu einokað heimsmeistaratitilinn í sex áratugi. Bjen-egárd Lestur ársreikninga Ársreikningar upplýsa margt um stöðu og mögu- leika fyrirtækisins. Fjallað verður um uppbyggingu og undirstöður ársreikninga og hvernig ber að skoða upplýsingarnar svo gagn sé að. Uppbygging námskeiðs: Uppbygging ársreiknings Reikningsskilaaðferðir Áritanir og skýringar ársreikninga Kennitölur Notkun ársreikninga Verkefni Leiðbeinandi: Friðrik Jóhannsson, viðskiptafræð- ingur, löggiltur endurskoðandi og forstjóri Fjár- festingarfélags íslands. SFÍ verð kr. 14.900,- Almennt verð kr. 17.500,- Námskeiðið fer fram 5. og 6. nóvember frá kl. 13.00 til 17.00 í Ánanaustum Nánari upplýsingar fást í síma 621066. Sljúmunarféiag islands Við gefum orðinu „einkatölva“ nýja merkingu! Með Macintosh PowerBook verður enn auðveldara að vinna frábær störf, því þær má taka með sér hvert sem er. Þær vega aðeins 2,3 til 3,1 kg og rafhlaðan endist í allt að 4 klst. PowerBook-tölvurnar geta notað öll Macintosh- forritin, em tengjanlegar við aðrar töhair, hafa möguleika á faxmótaldi og fást með allt að 40 Mb innb. harðdiski. Síðustu forvöð á þessu ári að panta Macintosh- tölvubúnað samkvæmt Ríkissamningnum eru Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.