Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1991 Ráðherrum afhentir undirskriftalistar í Mývatnssveit: Morgunblaðið/Hólmfríður Ró yfir höfninni Eftir mjög gott tíðarfar og góð aflabrögð í haust hefur nú síðustu daga gert brælu og sjómenn því ekki komist á sjó í sama mæli og áður. Bátarnir hafa því legið í höfninni og sjómenn bíða betri tíðar. I haust hefur verið afar góð ufsaveiði hér um sióðir, en tvær nýliðn- ar vikur hefur ekki viðrað sem skyldi til sjósóknar. Hatrammlega unnið að því að sverta Kísiliðjuna -segir í forsknft listans ^ Björk, Mývatnssveit. Á FUNDI sem haldinn var í Kísiliðjunni í Mývatnssveit föstudaginn 25. þessa mánaðar afhenti starfsfólk fyrirtækisins iðnaðar- og um- hverfisráðherra undirskriftarlista „Undanfarin ár hafa ýmis öfl unnið hatrammlega að því að sverta starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit í því skyni að gera hana tor- tryggilega í augum almennings. Þar hefur aðallega verið að verki klíka líffræðinga ásamt litlum en hávær- um hópi leikmanna. I júlí síðastliðn- um gaf sérfræðinganefnd um Mý- vatnssrannsóknir út skýrslu sem var afrakstur fimm ára rannsókna á áhrifum kísilgúrnáms á lífríki Mývatns. í skýrslunni kemur fram að ekki hefur tekist að tengja sveifl- ur í dýrastofnum Mývatns við starf- semi Kísiliðjunnar. I skýrslunni eru allar mengunarkenningar dæmdar dauðar og ómerkar. Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður eru andstæðingar Kísiliðjunnar enn við sama heygarðshornið og herja á Kísiliðjuna af enn meira offorsi en fyrr. Nú hefur Náttúruverndarráð sent frá sér umsögn sína um skýrslu sérfræðinganefndarinnar. Ef svo ólíkiega færi að farið yrði að ráðum Náttúruverndarráðs má áætla að Kísiliðjan geti starfað í hæsta lagi í þrjú ár til viðbótar. Niðurstaða ráðsins er í takt við áróður trúaðra andstæðinga Kísiliðjunnar í hópi líf- fræðinga, enda formaður einn þeirra og þar þykir ekki tiltökumál að segja hálfan sannleika og skai þar nefnt eitt dæmi. I umsögn Náttúruvemdarráðs þar sem segir: segir orðrétt: „Aukning hefur orðið á ákomu næringarefna, en aukning í ákomu niturs, um 80%, er hins vegar mikil og er áhyggjuefni.” í skýrslu sérfræðinganefndarinnar er staðfest að ákoma niturs hefur auk- ist um 80%, en orðrétt er síðan sagt í næstu setningu: „í saman- burði við heildarumsetningu þess- ara efna í vatninu sjálfu eru áhrif þessara breytinga á ákomu lítil á næringarbúskap vatnsins og þeirra gætir ekki mælanlega í styrk nær- ingarefna í vatninu.” Starfsmenn Kísiliðjunnar hafa áhyggjur af þeim óbilgjömu árásum á starfsemi félagins sem haldið hefur verið uppi af mönnum sem viija kenna sig við náttúruvernd, en ef stefna þeirra kallast náttúru- vernd þá er hún á villigötum. Starfs- menn Kísiliðjunnar eru þeirrar skoðunar að náttúruvernd sé til mannsins vegna og tryggja beri að lífríkið allt starfí saman með hags- muni allra að leiðarljósi til lengri tíma litið. Starfsmenn Kísiliðjunnar telja sig vera náttúruunnendur og munu hér eftir sem hingað til haga störfum sínum í samræmi við það. Starfsmenn Kísiliðjunnar telja að ómaklega sé vegið að atvinnuöryggi þeirra og þar með afkomu fjöl- skyldna þeirra. Allir sem málið varðar verða að leggjast á eitt til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins, því förum við Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Búið er að steypa upp neðri hæð fyrsta hússins sem byggt er fyrir aldraða í Hrísey. Fyrsta húsnæðið fyrir aldraða byggt í Hrísey FRAMKVÆMDIR við byggingu íbúða fyrir aldraða í Hrísey standa nú yfir. Fyrsta skóflu- stunga að húsinu var tekin á 60 ára afmæli Hríseyjarhrepps 17. ágúst síðastliðinn, en hana tók Kári Valsson fyrrverandi sókn- arprestur. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði fullbúið um mitt ár 1993. Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey sagði að í húsinu yrðu fyrstu íbúðirnar sem byggðar eru fyrir aldraða í eynni. Húsið verður um 580 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni verður ein tveggja herbergja íbúð auk sameig- inlegs rýmis, eldhúss, matsalar og vinnuaðstöðu, en á þeirri efri verða fjórar íbúðir, ein þriggja herbergja en hinar tveggja. Áætlaður kostnaður við bygging- una er 43 milljónir króna, en verk- taki er Björk hf. sem er í eigu heim- amanna. Uppsteypu hússins er lok- ið, neðri hæðin er steypt, en sú efri verður út timbri. Stefnt er að því að gera húsið fokhelt í kringum áramót. Fullbúið verður húsið um mitt árið 1993. Jónas sagði að ekki væri búið að auglýsa eftir kaupendum enn, en fyrirspurnir hafi borist. Mikill skortur væri á húsnæði í Hrísey, þar væri mikil vinna og vitað væri um fólk sem þangað vildi flytja, en afar lítið væri um laust húsnæði. Eitthvað væri um að íbúðir væru iausar yfir vetrartímann, en þær síðan nýttar sem surnarbústaðir yfir sumarmánuðina. Með byggingu íbúða fyrir aldraða væri þess vænst að um annað húsnæði losnaði og einhver hreyfing yrði á markaðnum. Lítið hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í eynni síðustu þijú til fjögur ár, í sumar var þar eitt hús í byggingu. undirritaðir starfsmenn Kísiliðjunn- ar fram á stuðning þingmanna okk- ar í þeirri baráttu sem framundan er um framtíð okkar og félagsins,” segir á undirskriftarlistanum. Ráðherrunum var einnig afhent skjal undiritað af átta eigendum og ábúendum á Grímsstaðajörðinni þar sem segir: „Við undirritaðir eigend- ur og ábúendur á Grímsstaðajörð- inni óskum eindregið eftir því að Kísiliðjan dæli sem mest úr land- helgi jarðarinnar. Hér er átt við svæðið framan við bæina og vel í kringum Slútnes, ásamt úr flóanum milli Slútness og lands. Þetta er það svæði sem Náttúruverndarráð legg- ur til að ekki verði dælt af.” Kristján Geðverndarfélag Akureyrar: Virkilega mikil þörf á að gefa þessum málefnum gaum - segir Rannveig Rögnvaldsdóttir, starfsmaður félagsins. RANNVEIG Rögnvaldsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður Geðverndarfélags Akureyrar, en fyrirhugað er að efla mjög starf- semi á vegum þess. Félagið hefur fengið til afnota húsnæði að Gránufélagsgötu 5. Þar verður skrifstofa félagsins opin, þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga og fræðslu og aðstoð verður veitt þeim sem á þurfa að halda. Eitt kvöld í viku verður þar opin hús og einnig er á döfinni að efna til fyrirlestra og fræðslufunda á vegum félagsins. Geðverndarfélag Akureyrar var stofnað í desember árið 1974 og var starfsemi þess blómleg fyrstu 10 árin, en síðan hafa komið tíma- bil þar sem starfið hefur verið í nokkurri lægð. „Við ætlum virki- lega að reyna að halda lífi í félag- inu með öflugri starfsemi í vetur. Þetta er málaflokkur sem mikil þörf er á að sinna og gefa gaum að,” sagði Rannveig. Félagið eignaðist fyrir nokkrum árum eigið húsnæði við Ráðhústorg, en varð að láta það af hendi vegna andstöðu sem upp kom og sagði Rannveig það hafa verið mikið áfall er félagið varð að láta það frá sér, en frá þeim tíma hefði félagið verið á hrakhólum með húsnæði. Lions- menn hefðu þó lánað húsnæði sitt til fundahalda auk þess sem félagið hafi fengið inni undir starfsemi sína víða um bæinn. Með tilkomu húss- ins við Gránufélagsgötu er ætlunin að blása nýjum krafti í starf félags- ins. Rannveig sagði að fyrirhugað væri að starfa í anda Geðhjálpar í Reykjavík, en m.a. eru á vegum þess starfandi ýmsir klúbbar, s.s. eins og tómstunda- og ferðaklúbb- ar. „Okkur dreymir um að koma á slíku hér og það verður hægt ef vel gengur og fólk sýnir þessu starfi áhuga,” sagði Rannveig, en hún sagði mikla þörf fyrir starfsemi af því tagi og því vildi hún hvetja þá sem áhuga hefðu á að leggja félag- inu lið að hafa samband við skrif- stofuna. Á skrifstofu félagins getur fólk nálgast margs konar fræðsluefni, bækur blöð og tímarit, m.a. er þar til tímarit Geðverndarfélags Akur- eyrar, Geðfræðsla sem gefið hefur verið út frá stofnun féiagins auk annars efnis. Félagið, ásamt Brynj- Morgunblaðið/Rúnar Þór Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar í nýju húsakynnum félagsins við Gránufélagsgötu 5. Frá vinstri eru Sólveig Kristjánsdóttir, Rann- veig Rögnvaldsdóttir, Þormóður Svafarsson, Kristín Sigursveinsdótt- ir og Kristín Svavarsson. Á myndina vantar Brynjólf Ingvarsson og Björgu Bjarnadóttur. ólfi Ingvarssyni lækni, hefur fengið leyfi til að þýða kafla úr bók um geðfræði og mun þeir birtast í tíma- ritinu, en trúlega mun öll bókin verða þýdd á vegum félagsins og mun aimenningur þá geta nálgast aðgengilegt rit um þetta efni. Skrifstofa félagsins að Gránufé- lagsgötu er opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 10 til 12 og á þriðjudögum frá 16 til 19, en á miðvikudagskvöldum verður opið hús hjá félaginu frá kl. 20 til 22 þangað sem allir eru velkomnir, en þá gefst fólki færi á að taka í spil, tefla, spjalla og fá sér kaffisopa. Háskólinn á Akureyri: Röð fyrirlestra um íslenskt mál HÁSKÓLINN á Akureyri ætlar að efna til fyrirlestra um íslenskt mál fjóra laugardaga í nóvember. í framhaldi af fyrirlestrunum verður efnt til málstofu um efni þeirra fyrir kennara á svæðinu. Fyrirlestrarnir sem verða alls fjór- ir eru opnir öllum almenningi, en samhliða þeim verður haldið endur- menntunarnámskeið fyrir kennara, en það hefst strax að loknuin hveij- um fyrirlestri. Á námskeiðinu verður íjallað um efni hvers fyrirlesturs. Pýrsti fyrirlesturinn verður hald- inn 2. nóvember næstkomandi, þar sem Baldur Jónsson prófessor ræðir um nýyrði og þýðingar. Þorgeir Þor- geirsson rithöfundur fjallar um þýð- ingar fagurbókmennta í fyrirlestri sem hann heldur laugardaginn 9. nóvember. Ekki hefur verið gengið frá því hveijir flytja hina fyrirlestr- ana tvo, en í þeim verður annars vegar fjallað um íðyrðasmíð í raun- greinum, þ.e. þýðingu sérfræðiheita, og hins vegar um stöðu íslensks máls í nútímanum. Grunn- og framhaldsskólakenn- urum sem áhuga hafa á þátttöku í námskeiðunum, sem efnt verður til í framhaldi ofangreindra fyririestra, er bent á skráningu í Háskólanum á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.