Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 Ekki í kvöld vinur. Ég er höfuð- kúpubrotin ... Hæðnisglottið yfir því að íþróttaþátturinn fellur niður fer þér ekki, góða. þá átta sólarhringa sem ég var á gjörgæsludeildinni. Gæfan fylgi ykkur. Gleymdi úlpunni Tandri, sem er sjö ára drengur, gleymdi úlpunni hjá leikfélaga sínum í Hlíðunum en nú man hann ekki hjá hverjum það var. Úlpan er rauð, blá og gul. Sá sem veit um úlpuna vinsamlegast hringi í síma 681596. Þakklæti til borgarstarfsmanna Síðastliðinn föstudagsmorgun varð kona fyrir því óhappi að hún datt í blautu grasinu í brekku gegnt Blöndubakka 1-9. Hún kom illa niður og fótbrotnaði illa. Það vildi henni til happs að ungir menn sem voru að vinna á sor- peyðingarbíl þarna skammt frá brugðust skjótt við og komu henni til aðstoðar. Þeir kölluðu á sjúkra- bíl og veittu henni aðhlynningu á meðan beðið var eftir honum. Þessi kona vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til þessara góðu borgarstarfsmanna sem sýndi henni svo mikla umhyggju í vand- ræðum hennar. Heyrnarlaus heil- brigðisráðherra í»essir hringdu . .. Gott fordæmi Erla hringdi og sagðist vilja vekja athygli á því að biskupinn herra ólafur Skúlason hefði hafn- að boði páfans sem og fleiri boðum um utanferðir til þess að spara. Erla taldi þetta góða áminningu fyrir ráðherrana sem aldrei gætu neitað sér um nokkurn fund er- lendis. Hún sagði þetta gott for- dæmi hjá biskupi. Fjórðungssjúkrahús Norðurlands, Akureyri Sigurður Gíslason vildi koma eftirfarandi á framfæri: Sendi Iæknum og starfsfólki gjörgæslu- deildarinnar bestu kveðjur með þakklæti fyrir frábæra hjúkrun og alla þá alúð sem mér var veitt Guð vill sáluhjálp allra manna Athugasemd við greinina „Dóms- dagur” frá 17. október. Var dauði Jesú á krossinum sam- kvæmt vilja Guðs? Svarið er: „Svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafí eilíft líf.” (Jh. 3,16.) Var dauða og þján- ingu Jesú spáð í Gamla testament- inu? Jesús segir það sjálfur: „Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til þess að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað. Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?” (Lk. 24,25.) Hvers vegna kröfðust Gyðingar krossfestingu Jesú? Var það til að hjálpa svo að spádómur og vilji Guðs myndi rætast? Nei, það var vegna þess að þeir trúðu ekki að Jesús væri sonur Guðs. Þeir sögðu: „Hann guðlastar. Hann er dauðasekur.” (Mt. 26,25.) Þeir kölluðu Hann „svikara” (Mt. 27,63.) Það voru mistök Gyðinga, að þeir vildu morð saklauss manns. Þó dauði Jesú þýði frelsun fyrir menn- ina var það ekki tilgangur Gyðing- anna, þvert á móti. Þess vegna getur maður ekki þakkað, heldur aðeins dæmt vondan tilgang þeirra. Bera Gyðingar í dag ábyrgð á dauða Jesú? Nei, synd er persónu- leg. Orðin: „Komi blóð hans yfir börn vor” gera börn Gyðinga ekki ábyrgð. Við vitum að enginn frels- ast, nema fyrir blóð Jesú Krists. En Guð vill sáluhjálp allra manna. ( 1. Tim. 2,4.6;2 Pt 3,90; 1 Jh. 2,2.) Þess vegna er frelsun líka möguleg fyrir menn sem aldrei hafa þekkt Jesúm, t.d. alla menn fyrir Krist (Abraham, Móse), eða menn, sem hafa aðeins heyrt neikvætt um Jesú. Slík frelsun biblíunnar er líka skv. kenningu V atíkanþingsins II (1962-’65). Sr. J. Habets Nýlega fékk heilbrigðisráðherra afhentar undirskriftir 10-11.000 manns úr Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi sem mótmæltu kröfuglega öllum breytingum á rekstri St. Jósefsspítala í Hafnarfírði sem rekinn hefur verið með mikilum ágætum. En nokkrum klukkustund- um síðar á Alþingi flytur þessi sami ráðherra þrumandi ræðu, þar sem hann lýsir því yfir að hann taki ekki mark á einum né neinum, hann einn hafi vitið. Sem sagt hann heyrði ekki raddir 10-11.000 manns, hann var orðinn heyrnarlaus. Slíkur var hroki ráðherrans að hann titraði og skalf er hann sagði að fólk ætti ekki að skipta sér af hans vinnu. Fólk sat sem dolfallið, hafði ekki þessi sami ráðherra rétt áður tekið við áskorun 10-11.000 manns, skilur hann ekki eða heyrir hann ekki mótmæli þessa fólks? Honum ber heilög skylda til að taka tillit til sjónarmiða fólks. Ef hann getur það ekki þá á hann að lýsa því yfir að hann virði ekki skoð- anir annarra eða að segja tafarlaust af sér. Eldri borgari í Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI Yíkverji skrifar Töluverðar umræður hafa orðið um það að undanförnu, hve nauðsynlegt sé að standa vel að undirbúningi fyrir opinberar fram- kvæmdir. Víkverji er þeirrar skoð- unar, að slík verk eigi að vanda eftir bestu getu. Hann leyfir sér þó jafnframt að benda á, að fyrir því eru íjölmörg dæmi að undirbún- ingur opinberra framkvæmda stendur í raun í vegi fyrir því, að í þær sé ráðist, þótt allir séu sam- mála um nauðsyn þeirra. I þessu sambandi má minna á, að það var ekki fyrr en Reykjavíkur- borg hafði fengið Viðeyjarstofu að gjöf að þar var tekið til hendi með þeim hætti að nú er þetta forn- fræga mannvirki orðið að almenn- ingseign. Forystumenn Reykjavík- urborgar einsettu sér að ljúka end- urreisn staðarins á skömmum tíma og stóðu við það fyrirheit með glæsibrag. XXX Iskýrslu um störf Ferðamálaráðs íslands 1990 er kafli undir fyrir- sögninni: Snyrtiaðstaða við Gull- foss. Þar segir meðal annars: „í áratugi hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma upp snyrtiað- stöðu fyrir ferðamenn við Gullfoss. Þetta mál hefur oft verið til umræðu innan Ferðamálaráðs frá stofnun þess 1964. Margar tillögur og teikningar að snyrtihúsi hafa verið gerðar, en ekki orðið úr fram- kvæmdum enn þar sem fjármagn hefur ekki verið fyrir hendi. En segja má að á árinu hafi málið komist á nokkurt skrið. 29. júní 1990 samþykkti Skipu- Iag ríkisins skipulag fyrir svæðið vestan við fossinn. Stuttu síðar lauk gerð stiga frá bílastæði og upp á hæðina að vestanverðu við fossinn. Náttúruverndarráð sá um gerð stig- ans og var verkið fjármagnað með aðstoð ýmissa aðila. Hið samþykkta skipulag gerir ráð fyrir að reist verði snyrtihús á hæð- inni og gerð verði um 100 bílastæði vestan við húsið. í samræmi við skipulagið þarf að færa upphaf Kjalvegar nokkuð til vesturs frá núverandi vegar- stæði. Þá þarf einnig að leggja rafmagn að svæðinu um nokkurn veg. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er 9-10 milljónir króna. Ferðamálaráð óskaði því eftir því að Vegagerðin og Rafmagnsveitur ríkisins könnuðu hvort þessar stofn- anir gætu framkvæmt þessi verk fyrir eigið framkvæmdafé. Jákvætt svar hefur borist frá báðum stofnununum. Þegar þessum byijunarfram- kvæmdum er lokið er það von Ferð- amálaráðs að takast muni að fjár- magna byggingu snyrtihússins, sem áætlað er að kosti 12-14 milljónir króna.” XXX stæða er til að fagna því, að eftir áratuga undirbúning á vegum Ferðamálaráðs sé smíði snyrtihúss við Gullfoss á næsta leiti. Vonandi verður þannig að því verki staðið eftir allan þennan tíma og miklu vangaveltur, að allir verði sáttir við niðurstöðuna. Mannvirkið sómi sér vel á hinum viðkvæma stað og kostnaður verði innan þeirra marka, sem áætlað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.