Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 19 í 1 SHg Wk S ■ sér lús með belgvettlingum en ég hafði þetta þó. Eg staðsetti mig á hverjum degi. Notaði sólsetur og sólaruppkomu, sextantinn og loraninn þegar hans naut við. Þegar ég nálgaðist ísland ætlaði ég að halda beint til Reykja- víkur en mér leist ekki á að fara í Reykjanesröstina og ákvað því að halda í átt til Eyja og freista þes að ná landi þar. Surtsey sá ég kl. 17.00 á mánudag og þegar ég nálgaðist hana kom ég auga á nokkra báta að veiðum. Það var í þriðja sinn sem ég sá báta frá því ég lagði af stað til íslands. Þegar ég var í fárviðrinu kom ég auga á veðurathugunarskip sem sá mig ekki. Um miðjan október sigldi danskt skip rétt hjá mér. Ég skaut upp neyðarblysi en skipveijar tóku ekki eftir mér þó svo að biysið lenti rétt hjá skipinu. Ég ákvað að reyna að gera vart við mig með tveimur síðustu neyð- arblysunum sem ég átti þegar ég teldi líklegast að bátarnir sem voru á veiðum við Surtinn tækju eftir mér. Þegar Katrín var síðan nokkrum mílum aftan við mig kveikti ég blys- in og sem betur fer sáu þeir þau. Ég hélt reyndar fyrst að þeir hefðu ekki séð mig þar sem þeir fjarlægð- ust en þeir hafa þá verið að hífa. Skömmu síðar sá ég Brúarfoss koma í áttina ti! mín. Ég blikkaði þá SOS Bergþór með „loggbókina” um borð í Nakka. með vasaljósinu, sem var eina ljosið sem ég hafði, og þeir svöruðu með blikki um hæl. Ég var búinn að hugsa hvernig ég gæti gert vart við mig og ætlaði að kveikja bál í fötu aftur á skút- unni ef þeir sæju ekki blysin. Ég hefði kannski komist til Eyja en ég var orðinn matarlítill og mátti lítinn tíma missa og einnig vissi ég að á seglum kæmist ég ekki til hafnar í Eyjum. Þess vegna reyndi ég að vekja á mér athygli og það tókst. Katrín tók mig svo í tog og ég komst heilu og höldnu til Eyja. Það var ákaflega notaleg tilfinning að komast til lands og heyra ís- lensku. Ég hafði þá ekki heyrt í nein- um í á annan mánuð. Verið einn með sjálfum mér. Mér leiðist ekki einum og held að einvera sé holl. Það fer þó eftir hveij- um og einum hvernig hann er pg hvort hann er sjálfum sér nógur. Ég talaði oft við sjálfan mig á leiðinni og stundum sagði ég eitthvað létt og skemmtilegt og við hentu stund- um gaman að því ég og ég sjálfur þegar allt var í kleinu hjá okkur. Það má eflaust segja að þetta ferðalag hafi verið glapræði en það var ákveðið með löngum fyrirvara °g ég get ekkert gert nema ásakað sjálfan mig fyrir hversu seint ég fór af stað. Ég ætlaði að vera mun fyrr á ferðinni en brottför seinkaði þang- að til það var í sjálfu sér of seint að halda af stað. Ég átti ekki margra kosta völ. Skútuna gat ég ekki skilið eftir á Flórída og flogið heim. Ég þurfti að koma Nakki heim og önnur leið til heimferðar var ekki fær. Ég fékk í þessari ferð allt það mótlæti sem hægt er að hugsa sér á svona ferðalagi en ég held að samt gæti ég alveg farið aðra ferð yfir hafið. Eftir að ég hef nostrað við bátinn minn og gert hann betri þá gæti ég lagt í hann á ný reynslunni ríkari. Ég hefði getað lent verr í því en ég gerði hefði ég ekki haft þrek í að halda bátnum þurrum. Én ég náði landi og komst heill heim. Auð- vitað sagði ég oft á leiðinni ó guð minn góður er enginn endi á þessum ósköpum. En þegar ég lít til baka þá held ég að æðri máttarvöld hafi farið með ferðina í þessu. Sumir deyja, aðrir lifa og ekki verður ófeig- um í hel komið segir máltækið. Eg trúi því að mér sé ætlað að miðla af þessari reynslu til þess að aðrir geti af henni lært og þannig geti það orðið til þess að forða einhveijum öðrum frá slysum í framtíðinni. Það er mín trú eftir þessa ferð,” sagði Bergþór Hávarðsson. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.